Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 51
okkar. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, en þau eru: Kristín gift Hermanni Tönsberg skrifstofu- stjóra hjá Skrifstofuvélum hf., Guðmundur Páll blaðamaður og bridgekennari, kvæntur Eddu Ax- elsdóttur, og Laufey sem er ógift í heimahúsum og stundar nám við Háskóla íslands. Barnabörnin eru sex. Áður hafði Örn eignast son, Gunnar Örn, kerfisfræðing. Þegar ég nú kveð kæran vin að leiðarlokum, verður fyrst fyrir í huganum minningm um hinn hug- ljúfa og dagfarsprúða mann, sem öllum vildi gott gera. Hann var ein- lægur vinur vina sinna, sem voru margir, og jafnan reiðubúinn að rétta hjálparhönd, þar sem þess gerðist þörf. Hann var húmoristi eins og þeir gerast bestir og hafði ríka kímnigáfu, sem hann kunni vel með að fara án þess að særa aðra. Hann var í eðli sínu gleðinnar mað- ur, þótt undir byggi alvaran. Aldrei sóttist Örn eftir vegtyllum eða frama mér vitandi og ekki tranaði hann sér fram á nokkum hátt. Hann leit á slíkt sem hégóma og eftirsókn eftir vindi. Hinsvegar var Öm einn af snjöllustu bridge-spilur- um okkar íslendinga fyrr og síðar og vann til margra verðlauna á því sviði. Hann leit á bridge sem göf- uga íþrótt andans eins og best sést af svari hans, er ég spurði hann eitt sinn eftir harða bridge-keppni hvort honum hefði ekki þótt súrt í broti að bíða lægri hlut: „Nei, hinir vom betri og áttu skilið að vinna." Örn var einn þeirra mörgu, sem héilluðust af rannsóknum Einars bróður míns á arfleifð íslendinga og var ávallt sannfærður um, að þar væri á ferð stórmerkilegt efni. Hann studdi Einar með ráðum og dáð og var ófeiminn að tjá hug sinn í þeim efnum. Þar var hann heill og óskiptur, eins og hans var von 9g vísa. I öllum sínum störfum var Öm með fæmstu mönnum, og það hef ég eftir góðum heimildum að í hinum umfangsmiklu olíuviðskipt- um okkar íslendinga hérlendis og erlendis hafi Örn jafnan verið í fremstu röð vegna einstæðrar þekk- ingar sinnar og hæfni. Og það þykist ég vita, að nú sé skarð fyrir skildi hjá Kassagerð Reykjavíkur, þegar Örn er allur og hans nýtur ekki lengur við. Enda sýndi Agnar Kristjánsson forstjóri áþreifanlega hvers hann mat Örn og störf hans fyrir Kassagerðina og sé honum heiður og þökk fyrir það. Laxveiði stundaði Örn á hvetju sumri í mörg ár og hafði yndi af. En sumaryndið mesta var þó að dveljast í Lindar- lóni, sumarhúsi þeirra hjóna á Stokkseyri. Hvergi undi Örn sér betur en þar, og þar var hann öllum stundum þegar færi gafst. Allt ber þar vott um smekkvísi og snyrti- mennsku þeirra hjóna, ekki síst verk Arnar í vegghleðslu og skúlpt- úr í stein, sem honum þótti gaman að fást við og má kalla listaverk. Við sumarhúsaeigendur á Stokks- eyri höfum átt margar gleði- og unaðsstundir saman í hinu friðsæla sjávarplássi með þessu fagra og sérstæða umhverfi þar sem er víðsýnið til fjalla og jökla á aðra hönd en lónin og hið opna haf á hina, sundurskilin af brimgarðinum. Meðal okkar hefur ávallt ríkt vin- átta og samheldni og er það ekki síst þeim Lindarlóns-hjónum að þakka. Ekki má heldur gleyma að nefna hið góða fólk, Stokkseyringa, sem ávallt hafa sýnt okkur einstaka velvild og hlýju. Þetta var Arnar fólk, sem hann mat mikils, og þar átti hann marga vini og kunningja. Að lokum þakka ég Erni sam- fylgdina og öll fjölskyldan biður honum Guðs blessunar. Jón N. Pálsson Örn Guðmundsson, viðskipta- fræðingur, sem nú er látinn, var prúðmenni. Bak við yfirlætislausa framkomu, sem oftast einkenndist af góðviljuðum húmor og háttvísi, bjuggu þó miklar þverstæður — borgaralegur bóhem og félagslynd- ur einfari. Hann var viðkvæmur, hlédrægur og hreifst innilega eins og bam, en um leið var hann blátt áfram og umbúðalaus efnishyggjumaður. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 Hann var hlýr vinur og velviljaður í garð ókunnugra, launfyndinn og naut sín vel í eigin hópi. Málum sem hann tók að sér sinnti hann af dæmafárri trúmennsku og vand- virkni, lagði metnað sinn í að vinna vel en hirti minna um metorð. Erni var fjarri skapi að láta aldur og heilsu setja lífsvenjum sínum skorður. Hann var spilamaðurinn sem naut tilverunnar, en var manna vinnusamastur, sótti styrk sinn í gott fjölskyldulíf og stóð dyggan vörð um heimili sitt. Frá fyrstu kynnum sýndi hann mér einstaka hlýju og vinarhug sem ég þakka af einlægni nú þegar leið- ir skilja. Öm naut þess mjög að vera í sumarhúsi þeirra Þuríðar, Lindar- lóni við Stokkseyri. Honum þótti sumarið ekki komið fyrr en hann hafði heilsað því í Stokkseyrarfjöru. Hann vildi fara sem oftast austur þar sem litla húsið og sérstæður garðurinn bera natni hans og hug- vitsemi glöggt vitni. Þegar hann frétti að ég ætlaði út úr bænum síðla sumars til að vinna við skriftir í nokkrar vikur hringdi hann til mín. „Má bjóða þér sumarbústað," sagði hann hressilega. Ég þakkaði tilboðið, en endurtók það sem ég hafði áður sagt við Þuríði, að ég vildi ekki hafa af honum síðsumar- stundimar í Lindarlóni og ætlaði annað. Hann tók af öll tvímæli um hug sinn í því máli og sagðist ekki ansa svona viðbámm. Hann vildi hvergi frekar vita af mér við bók- arsmíðina en í Lindarlóni. „Þetta er þá afráðið," sagði hann í lok samtals og gekk síðan í að undirbúa húsið fyrir vist mína þar. Meðal annars var þess gætt að hitinn væri á þegar ég kæmi og að allt væri sem þægilegast. Ekkert okkar grunaði að þetta væri síðasta sumarið hans. En sam- an við minningar um ógleymanlegar einverustundir á Stokkseyri síðsum- ars 1986 verður alltaf ofin þakklæt- iskennd til Arnar Guðmundssonar sem gaf mér þessa daga. Þuríði vinkonu minni, bömum, tengdabömum og barnabörnum færi ég innilegar samúðarkveðjur og óska Erni Guðmundssyni guðs blessunar. Jónína Michaelsdóttir Öm Guðmundsson, vinur minn, félagi og samstarfsmaður í meir en þriðjung aldar, er látinn. Banamein hans var krabbamein í lifur, sem fannst um síðir í lok nóvembermán- aðar. Engin læknisráð dugðu og hann lést hinn 3. þ.m., 65 ára að aldri. Ég hafði verið ijarverandi í viku, og ekki gmnaði mig, að við ættum ekki eftir að sjást. Þannig er hverfulleiki heimsins. Þótt við Öm værum samtímis í háskólanum öll háskólaár hans, og þekktumst því þá strax, var ekki um neinn náinn kunningsskap okk- ar að ræða þá. Hann var sunnan- maður, en ég að norðan, og í þá daga var kunningsskapurinn frá menntaskólaárunum mjög ráðandi í stúdentahópunum. Hans nánustu félagar vom því eðlilega sunnan- menn, sérstaklega bridsfélagar hans, sem var valin sveit, og þá þegar fór mikið orð af færni hans á því sviði. Eftir að hann lauk viðskipta- fræðiprófí 1946 vann hann um tíma við innflutning á bílum og varahlut- um hjá Stilli hf., en síðan hjá Fjárhagsráði um þriggja ára skeið, en þar var þá miðstöð leyfisveitinga fyrir öllu milli himins og jarðar á þeim ámm. Árið 1950 gerðist Örn aðalbókari hjá Olíuverzlun íslands hf., en ég hafði þá starfað við það fyrirtæki í þrjú ár. Þar hófst því okkar samstarf, sem var með ein- dæmum ánægjulegt og gott alla tíð. Ég minnist þess, að Örn gekk inn í þetta starf að því er virtist fyrir- hafnarlaust. Þetta var þó ekki einfalt. Bókhaldið var enn með gamla laginu, fært á lausblaða- spjöld og sumt enn handfært. Hann hófst þegar handa um endurskipu- lagningu á bókhaldi og allri skjal- legri meðferð innan fyrirtækisins. Þetta var í upphafi tölvualdar her á landi og á starfstíma hans í OLÍS fór þetta fyrirtæki í gegnum fjórar kynslóðir af tölvum, allt undir hans stjórn og umsýslu. Ég er þess full- viss, að ekkert einkafyrirtæki héfur haft jafn fullkomið bókhald og OLÍS á þessum tíma, og það var hans verk og samstarfsmanna hans. Hann var þannig brautryðjandi á þessu sviði á þessum tíma. Árs- reikningar hans, sem notaðir vom innan fyrirtækisins, vom gjarnan 110—120 síður og veittu mjög full- komnar upplýsingar um allt sem varðaði rekstur fyrirtækisins. Jafnframt var Örn lykilmaður í sameiginlegum málefnum olíufé- laganna allra gagnvart stjórnvöld- um, en þau em veruleg. Hann var í stjórn verðjöfnunarsjóðs fyrir bensín og olíur frá stofnun hans 1953 og var þar hið leiðandi afl um vinnubrögð og stjórnun. Sama gilti um alla skýrslugerð varðandi inn- flutnings- og verðlagsmál, um stjórnun innflutningsjöfnunarsjóðs, en hlutverk hans er að jafna inn- kaup og koma í veg fyrir of tíðar sveiflur í söluverði á olíu. Hann lagði gmndvöllinn að framkvæmd allra þessara mála og við þetta er búið enn. Öm var með eindæmum eljusam- ur og starfsamur,- Hann var að eðlisfari góður stærðfræðingur, átti einkanlega gott með að finna kjarna hvers máls og setja hann fram í tölum og skýrslum. Sjálfur sagðist hann stundum vera seinvirkur, en þetta var ekki rétt. „Það varðar mestu allra orða, að undirstaðan sé réttleg fundin," og það var þar, sem styrkur hans lá. Ékki minnist ég þess, að nokkm sinni hafi verið rengt gildi þeirra gagna, sem hann gekk frá. Öryggi hans og réttsýni vom fullgild rök, hvort heldur var innan fyrirtækisins, milli olíufélag- anna eða gagnvart stjórnvöldum. Öllum þótti gott að geta treyst hon- um. Hann var í eðli sínu mildur og hófsamur maður, mikill vinur vina sinna og skapfastur. Enginn skyldi sjá honum bregða þótt honum mis- líkaði, en hann flutti mál sitt jafnan af innri sannfæringarkrafti þess, sem veit og skilur þungamiðju hvers máls. En hann var hlédrægur, hon- um kom aldrei til hugar að trana sér fram eða láta óhæfilega á sér bera. Einlægni og mildi gagnvart umhverfí sínu vom honum eðli- legust viðbrögð. Þegar stjórn OLÍS ákvað fyrir- hyggjulítið, árið 1981, að taka stjórn félagsins í eigin hendur yfir- sást þeim að leita ráða Arnar. En samviska hans var ekki föl. Hann sagði upp starfi sínu hjá fyrirtæk- inu, ásamt mestum hluta af bestu starfsmönnum þess, og lagði út á nýjar brautir. Síðan hefir Örn starfað sem framkvæmdastjóri hjá Kassagerð Reykjavíkur og þar hófst hann á ný handa um endurskipulagningu og stjómun málefna fyrirtækisins. Ég veit, að störf hans þar vom mikils metin áf eigendum og for- svarsmönnum þess fyrirtækis einnig. Ég hefi hér lítillega fjallað um störf Arnar, en þau vom miklu umfangsmeiri en hér hefir komið fram, þótt ekki verði upp talið. En þetta var sú hlið, sem sneri mest að mér. Fjölskyldan kom þó fyrst, heimilið, eiginkonan og bömin. Hann var kvæntur Þuríði Pálsdótt- ur, ópemsöngkonu, yfirkennara og söngstjóra. Bæði áttu þau annríkt við umfangsmikil störf. Þau áttu fagurt heimili og lifðu í hamingju- sömu hjónabandi. Öm var ekki vanur að flíka tilfinningum sínum við vini sína. Um fjölskylduna sagði hann: „Þetta er mitt fólk“ og þar með var allt sagt. Hann var jafnan heill að hverju sem hann gekk. Þau hjónin komu sér upp sumar- bústað á Stokkseyri, keyptu þar gamalt hús, sem þau endurbættu, innréttuðu og byggðu við. Þar undu þau margar frístundir og þar var ánægjulegt að koma við. Hand- bragð Amar má sjá þar enn og þar gætir sömu nákvæmni og natni og honum var jafnan lagin. Aðaláhugamál Arnar í tómstund- um var hinsvegar brids. Það hafði fylgt honum alla tíð frá mennta- skólaámnum. Hann var þar í fremstu röð, var um tíma landsliðs- maður í þeirri iþrótt og skilaði sér vel. Að honum tókst að skila færni sinni fram á veginn til nýrrar kyn- slóðar má sjá af síðum Morgun- blaðsins, þar sem sonur hans, Guðmundur Páll, hefir séð um vin- sælan bridsþátt um langa tíð. Laxveiðar Voru annað áhugamál Arnar og margar unaðsstundir höf- um við átt saman við Þverá, Vatnsdalsá og síðari árin við Laxá í Aðaldal. Þar var hann jafnan hinn ljúfi og hjálpsami félagi, þótt ekki verði kannski sagt, að fánýt fluga væri honum sérstaklega hugleikið veiðitæki. Og nú er þessi vinur minn allur. Hann átti við sjúkdómserfiðleika að stríða síðustu árin. Mátti gang- ast undir hjartaaðgerð í Ameríku fyrir 4 árum, og ég held að hann hafi aldrei náð fyrri léttleik sínum eða gleði eftir þá raun. Störfum sínum hélt hann þó áfram meðan hann var nokkurn veginn uppi- standandi. < Þegar ég nú kveð Örn Guð- mundsson vil ég sérstaklega þakka honum langa og trausta vináttu, svo og öll þau störf, sem hann vann mér. Megi friður og náð Drottins fylgja honum inn á nýjar brautir. Við hjónin þökkum einnig Níní fyrir langa og trausta vináttu á langri samleið. Við sendum henni og börnunum innilegar samúðar- kveðjur. Önundur Ásgeirsson Sérhver vinnustaður hefur sín ákveðnu sérkenni, sinn sérstaka andblæ, sem starfsfólk man eða getur dregið ljóslifandi fram í hug- skot sér, löngu eftir að það lætur þar af störfum. 51 Fáir munu þeir starfsmenn OLIS í Hafnarstræti 5 frá árunum fram um 1980, sem ekki muna þann andblæ sem þar ríkti. Dökkar, virðulegar innréttingar og sand- blásið gler mynduðu umhverfi um samstilltan starfshóp. Hver hafði sitt verk að vinna og máttu flestir keppast við að skila sínu. Þess á milli hlé og spé, því húmorinn var í lagi. í hádegi var þröngt setið í litlu borðstofunni og bar margt á góma. Á hátíðum voru gamlir siðir í heiðri hafðir. Þáttur Arnar Guðmundssonar í að skapa þennan anda var stór, og ekki auðvelt að rifja upp minningar frá þessum árum, án þess hann komi þar við sögu. Öm var aðalbókari OLÍS og síðar aðstoðarforstjóri. Hann var viður- kenndur snillingur í sínu starfi, jafnt meðal samstarfsmanna sem keppinauta. Hann var ósérhlífinn 1' verkum og stundum nokkuð kröfu- harður til starfsfólks síns. En hann var sanngjarn og átti auðvelt með að miðla af þekkingu sinni og út- breiða það kappsfulla vinnulag sem hann sjálfur hafði tamið sér. Marg- ir eru þeir sem á þessum ámm í OLÍS lærðu það til verka af Emi er duga mun þeim vel, alla starfs- ævina. Sem félagi var Öm einstakur. Kátína hans og skopskyn var óvið- jafnanlegt og strákapörin sem hann fann upp á með ólíkindum. Ófá þeirra ættu erindi á bók. Þessi tími er liðinn. Við þökkum Erni Guðmundssyni- ógleymanlega samvem og sam- starf. Við vottum konu hans Þuríði, börnum og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúð. Samstarfsmenn úr OLÍS Hrönn H. Haralds■ dóttir - Minning Fædd 28. ágúst 1939 Dáin 31. janúar 1987 Sl. föstudag, hinn 6. febrúar, var til moldar borin að Borg á Mýmm Hrönn Hugrún Haraldsdóttir. Undanfarna mánuði hafði hún átt við veikindi að stríða og þurfti að dveljast á sjúkrahúsi um hríð. Hún lést hinn 31. janúar sl. á heim- ili móður sinnar í Borgarnesi. ■ Hrönn Haraldsdóttir fæddist 28. ágúst 1939 í Borgamesi. Foreldrar hennar vom Sigrún Jónsdóttir og Haraldur Björnsson en hann lést árið 1973. Þegar Hrönn var 5 ára gömul hófu foreldrar hennar búskap á nýbýlinu Brautarholti og þar ólst hún upp elst í hópi sjö systkina. Um tvítugt fluttist Hrönn til Reykjavíkur og hóf störf í Brauð- borg hjá hjónunum Kristínu og Kjartani Halldórssyni, sem ráku smurbrauðsstofuna um árabil. Hún starfaði alla tíð í Brauðborg og var eigandi fyrirtækisins síðustu 10 árin. Hrönn í Brauðborg var þekkt fyrir dugnað í starfi og var ákaf- lega fær í sinni grein. Hjálpsemi hennar var við bmgðið. Hrönn tók mikinn þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og lagði af mörkum óeigingjamt starf í þágu þeirra hugsjóna, sem hún fylgdi. Hún var ávallt tilbúin til að rétta hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Vinir hennar og félagar í Sjálfstæðisflokknum minnast henn- ar með þakklæti fyrir vináttu, einlægni og heilindi í félagsstarfinu. Við fráfall Hrannar Hugrúnar votta ég sambýlismanni hennar, Marinó Jónssyni, móður hennar, systkinum og ástvinum öllum sam- úð mína. Guð blessi minningu hennar. Friðrik Sophusson Hún Hrönn vinkona mín er látin. Um þetta leyti em 25 ár síðan við kynntumst, þá rúmlega tvítugar, missáttar við lifið og tilvemna, en við vomm alltaf að læra. Gleði var eitt af því sem við áttum sameigin- legt og allt sem henni fylgir. Líf og Ijós var okkar kjörorð. Misjöfn ár komu, þeim má ekki gleyma, því við vomm í skóla lífsins og hann getur orðið ansi harður á stundum. „Það er dýrt orð „vinur", en gömlu vinirnir halda best,“ sagði Hrönn í eitt af þeim skiptum þegar ég sat hjá henni uppi á Landspítala. Ég var þess umkomin að vera ein af þeim. En hveijum að þakka? Jú, Kristín og Kjartan á Brauðborg kynntu okkur ungar, þar unnum við. Hrönn var ávallt kennd við Brauðborgina, þar sem Kristín kenndi henni fagið, að svo miklu leyti sem hægt er að kenna, því þessa grein lærir enginn nema sá sem hefur tilfinningu í höndunum, góðan smekk og litagleði, og hjónin á Brauðborg vissu að Hrönn gat. Breytast tímar; kjör og gengi. Það þekkjum við Islendingar mæta vel og þannig fór með Brauðborg- ina, vinir hennar þekkja þá sögu. Hrönn hafði ánægju af ferðalög- um og fór nokkmm sinnum til útlanda, bæði til þess að fræðast varðandi starfsgrein sína og eins til að njóta sólar og fegurðar. Flest- ar ferðir hennar innanlands tengd- ust átthögunum, þar vom ættmenni hennar, en hún var bæði trygglynd og hjálpfús. Ég bið Guð að geyma vinu mína og styrkja alla ástvini hennar. Salóme Herdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.