Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 61 Golf: Einar var bestur í herminum FYRSTA golfmótið innanhúss fór fram í golfherminum í Öskju- hlíðinni um síðustu helgi. Keppendur voru rótt um þrjátíu og varð Einar Long Þórisson þeirra hlutskarpastur. Keppt var á hinum heimsfræga Pebble Beach-golfvelli í blíðskapar- veðri og sólskini. Einar lék á 64 höggum og hefur fjóra í forgjöf þannig að hann lék á 60 höggum nettó. Helgi Eiríksson varð annar á 67 höggum en frá því er dregin for- gjöf hans sem er fimm þannig að hann lék nettó á 62 höggum. Hannes Eyvindsson varð þriðji á 64 höggum. Hann er með tvo í forgjöf þannig að hann fékk einn- ig 62 nettó. Þessir þrír kylfingar eru allir úr Golfklúbbi Reykjavík- ur. Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson • Þrír efstu í golfhermimótinu ásamt umsjónarmönnum þess. Guðný Guðjónsdóttir frá Öskjuhlíð, Einar Long, Helgi Eiríksson, Hannes Eyvindsson og Björgólfur Lúðvíksson sem stjórnaði mót- inu. Hannes og Einar voru með besta brúttóskor keppenda en þeir léku báðir á 64 höggum. Á laugardaginn leika átta efstu menn í holukeppni á sama velli og verður nú leikið á meistara- flokksteigunum og án forgjafar. Þeir sem þar keppa eru Einar Long, Hannes Eyvindsson, Helgi Eiríksson og Ragnar Ólafsson, allir úr GR, Ulfar Jónsson, Magn- ús Birgisson, Arnar Ólafsson og Tryggvi Traustason en þeir eru allir í Keili. Unglingamót KR og SPEEDO í sundi: Fjölmennasta mótið Á annað þúsund skráningar í Sundhöllinni Unglingasundmót KR og SPEEDO verður haldið um næstu helgi. Unglingasundmót Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur er nú haldið í þriðja sinn sem stórmót og í annað sinn sem SPEEDO- unglingasundmót. Keppt veröur í 50 greinum og skráningar eru um 1100 frá 16 félögum. í ár keppir Ungmennafélagið Afturelding í fyrsta sinn. Fjölmenn- asta deildin á mótinu er sunddeild KR með um 80 keppendur en Vestri er með 45 keppendur og 153 skráningar á móti 106 frá KR. Önnur stór félög eru HSK með 120 skráningar, Ægir með 120 skrán- ingar, Bolungarvík með 113 skráningar. Þessi félög keppa: KR, Ægir, Bolungarvík, Osp með 2 skráningar, ÍBV með 71, Ármann með 43, HSK með 120, UBK með 18, Vestri, UMSB með 96, SH með 54, UMSS með 15, Njarðvík með 54, ÍA með 38, Óðinn með 62, HSÞ úr Mývatnssveit með 49. Sett hefur verið lágmark fyrir hverja grein. Þetta lágmark þarf að uppfylla til að geta keppt á mótinu því Sundhöll Reykjavíkur rúmar ekki allan þann fjölda sem annars vildi koma á þetta sund- mót. Mótið í fyrra var eitthvað það fjölmennasta sem um getur og í ár er mótið með flestar greinar sem keppt hefur verið í á einu sundmóti hérlendis. Markmiðið með þessu unglinga- sundmóti er að gera sem mest fyrir unglingana og verðlauna þá eins og kostur er. Mótið hefst með upphitun kl. 8.30 á laugardaginn og keppni hefst kl. 10.00. Haldin verður þröng tímatafla og tíma- setning sett á allar greinar og því ættu áhorfendur að vita með vissu hvenær hver og einn keppir. Eins og áður verða veitt verð- laun fyrir 1., 2. og 3. sætið í einstaklingsgreinum og boðsund- um. Veitt verða verðlaun fyrir unninn riðil, sem fyrr, í öllum sund- um. Að sjálfsögðu verða aldurs- flokkaverðlaun veitt, þ.e. stiga- keppni í hverjum aldursflokki. Einnig verður í annað sinn keppt um SPEEDO-farandbikarinn fyrir stigahæsta sundfélagið á mótinu. Það félag sem verja mun hann í ár er Vestri. Má telja víst að geysi- hörð keppni verði um þennan bikar nú. ______ _ _____ Létt hjá Lakers Á þriðjudag var leikið í NBA- deildinni í körfuknattleik f Bandaríkjunum. Úrslit urðu sem hér segir: Cleveland — New York Knicks 100:95 Dallas Mavericks — Portland 135:115 Houston Rockets — San Antonlo 115:92 Chicago — Philadelphia 104:99 Phoenix Suns — Utah Jazz 102:98 Boston Celtics — Denver 119:105 Lakers — Sacramento Kings 114:98 Indiana Pacers —Warriors 128:125 Atlanta Falcons — Seattle 125:113 Chelsea burstaði Oxford CHELSEA sigraði Oxford, 4:0, í 1. deild ensku knattspyrnunnar í fyrrakvöld. Þessi leikur átti að fara fram 17. janúar en var þá frestað vegna veðurs. Fyrirtækja- keppni HELGINA 14.-15. febrúar hefst firmakeppni í knattspyrnu innan- húss á vegum knattspyrnudeildar UMF Aftureldingar í Mosfells- sveit, en úrslitakeppnin verður 18. febrúar. Skráning í keppnina er hafin, en allar nánari upplýs- ingar fást í fþróttahúsinu að Varmá. Iþróttamenn Kópavogs • Undanfarin ár hefur bæjarstjórn Kópavogs ásamt fþróttaráði valið bestu íþróttamenn Kópavogs. Myndin er af titilhöfunum fyr- ir árið 1986. Til vinstri er Aron Tómas Haraldsson, knattspyrnu- maður og hlaupari, sem valinn var úr hópi 12 ára og yngri. í tólf til fimmtán ára hópnum var fimleikastúlkan Hlff Bjarnadóttir út- nefnd og er hún til hægri á myndinni. Í miðjunni er Svanhildur Kristjónsdóttir, hlaupari, en hún var valin úr hópi íþróttamanna 16 ára og eldri. Hugheilarþakkir fœri ég vinum og vandamönn- um, cettfólki og óskyldum sem glöddu mig á sjötugsafmceli mínu 26. janúar sl. meÖ heim- sóknum, gjöfum og kveÖjum. Megi gœfan fylgja ykkur. Þóröur Kárason. STÓR — ÚTSALA Dömudeild Metravara frá 90 kr. m Kjólaefni frá 100 kr. m. Handklæði 160 kr. Baðhandklæði 275 kr. Blúndudúkar Allt selt fyrir ótrúlega lágt verð. Egill Jacobsen Austurstræti 9 Herradeild Buxur 1.500 kr. Skyrtur 500 kr. Sokkar 90 kr. Síðar nærbuxur st. 38-40 275 kr. Hálfermabolir 250 kr. Stuttar buxur 210 kr. Hlírabolir 210 kr. Peysur margar tegundir. SIEMENS Fjölhæf hrærivél frá Blandari, grænmetiskvörn og hakkavél fylgja með! ►Allt á einum armi. iHrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker — bæði fljótt og vel. ►ítarlegur leiðarvísir á íslensku. Smith & Norland Nóatúni 4 — s. 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.