Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 9 ÚTSALA Karlmannaföt kr. 4.495,- Stakir jakkar kr. 3.995,- Terelynebuxur kr. 850,- 995,- 1.095,- og 1.395,- Gallabuxur kr. 750,- og 795,- Riffl. flauelsbuxur kr. 695,- om"- “iw Amdrés SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22, SÍMI 18250. Fáskrúðsfirðingar í Reykjavík og nágrenni Hin árlega skemmtun verður haldin í Fóstbræðra- heimilinu laugardaginn 14. febrúar. Minnst verður 30 ára afmælis félagsins. Góð skemmtiatriði — dans. Húsið verður opnað kl. 20.30. Boðið verður upp á léttar veitingar til kl. 22.00. Verð aðgöngumiða kr. 750,- Stjórnin tfV IAUF Landssamtök Áhugafólks Um Flogaveiki Laugardaginn 14. febrúar nk. kl. 14.00 verður haldinn fræðslu- og umræðufundur í fundasal Slysavarnafélagsins, Grandagarði. Tómas Zoéga læknir og Þórey Ólafsdóttir sálfræð- ingur munu halda erindi um ýmsa þætti flogaveiki, einkum geðræna og félagslega. Allir velkomnir. FALKON ^fabfiion. faLmen. Stakir jakkar, blaz- erjakkar, bláirog hvítir og vinsælu dönsku herrabux- urnar, m.a.yfir- stærðir. GEK5 ÁSKRIFENDUR AÐEINS EITT SÍMTAL 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning mánaðarlega. 25 JMtanggtttn&frfö [M Frá E1 Salvador-nef ndinni: Þvættingi vísað til föðurhúsanna El Salvador-nefndin á hálum ís El Salvador-nefndin á íslandi kallar frétt Morgunblaðsins á laug- ardaginn um að söfnunarfé nefndarinnar vegna jarðskjálftanna í El Salvador renni til samtaka, sem skæruliðar ráða, „þvætt- ing“. Þá veitist nefndin með stóryrðum að stofnuninni, sem frétt Morgunblaðsins var byggð á, Freedom House í New York. Rök- stuðningur El Salvador-nefndarinnar er hins vegar allur í skötulíki og í Staksteinum í dag er reynt að greiða úr flækjunum. Ekki Alþýðu- sambandið í október á síðasta ári urðu miklir jarðskjálftar í E1 Salvador, einkum höfuðborginni San Salvador. Talið er að hundruð manns hafi látið lífið og þúsundir áttu um sárt að binda eftir að heimili þeirra voru lögð í rúst. Alþjóðlegar hjálp- arstofnanir og erlendar ríkisstjómir brugðust skjótt við og munaði þar mestu um neyðaraðstoð Bandaríkjamia, sem Ron- ald Reagan fyrirskipaði meðan hann var hér á landi vegna f undarins við Mikhail Gorbachev. Nokkru eftir jarðskjálft- ana hóf hin svonefnda EI Salvador-nefnd á ís- landi, sem er andvíg lýðræðislega kjörinni ríkissljóm þar í landi og styður skæmliða, einnig fjársöfnun handa fóm- arlömbum jarðskjálft- anna. Nefndin upplýsti í desember að söfnunar- féð rynni til Alþýðusam- bands E1 Salvador, UNTS. Þegar Morgunblaðið kannaði það á dögunum hjá Freedom House i New York, sem er óháð og viðurkennd upplýs- inga- og rannsóknar- stofnun, fyrir hvað skammstöfunin UNTS stæði kom í ljós, að þar var ekki um að ræða raunverulegt alþýðusam- band, þ.e. heiidarsamtök allra verkalýðsfélaga í landinu, eins og Alþýðu- sambandið er hér á landi, TUC í Bretlandi og LO í Danmörku o.s.frv. Þar var um að ræða klofn- ingssamtök verkalýðs- félaga, sem em andsnúin stjóm Duarte forseta, og lúta i reynd stjóm skæm- liðasamtakanna FMNL og pólitískrar hreyfingar þeirra, FDR. E1 Salva- dor-nefndin hafði m.ö.o. farið með vísvitandi blekkingar, þegar hún reyndi að setja jafnaðar- merki milli stöðu UNTS í E1 Salvador og heildar- samtaka verkalýðs í öðrum löndum. í athugasemd EI Salvador-nefndarinnar, sem birtist hér í blaðinu i gær, segir, að nefndin efist ekki um að UNTS styðji „margar þær kröf- ur, sem þjóðfrelsishreyf- ing E1 Salvador, FMLN/FDR, styður“. En nefndin segir, að stjóm- völd telji það „versta glæp“ samtakanna að krefjast friðarviðræðna við skæruliða. Hér er óbeint verið að viður- kenna, að UNTS sé höll undir skæruliða. En það er misskilningur eða rangfærsla, að stjóm Duarte telji kröfu um viðræður við skæruliða „glæp“. Það er nefnilega ein helsta krafa hennar, að skæruliðar leggi niður vopn, komi til friðarvið- ræðna og taki þátt lýðræðislegri stjómmála- baráttu. Þessu neita skæruliðar og vilja reyna að koma Duarte frá með ofbeldi og hryðjuverk- um. Sömu stefnu hafa svonefndar „dauðasveitir hægrimanna", sem einn- ig beijast gegn Duarte, sem te\ja má jafnaðar- mann á evrópska vísu. Gegn lýðræði Jose Nápoleon Duarte var kosinn forseti E1 Salvador í lýðræðislegum kosningum árið 1984. Stefna hans hefur verið, að festa lýðræði og lýð- réttindi í sessi, en hann hefur átt erfitt uppdrátt- ar, þar sem hann á annars vegar í höggi við ofbeldissveitir vinstri skæruliða, sem vilja koma á austur-evrópsk- um sósíalisma í landinu, og hins vegar dauða- sveitimar fyrmefndu, sem vilja koma i veg fyr- ir þjóðfélagsumbætur. Sandinstar í Nicaragua, sem veita skæruliðum í E1 Salvador hemaðarað- stoð, hafa afnumið öll lýðréttindi í landinu og réttlæta það með tilvísun til hemaðar Contra- skæruliða. Duarte hefur hins vegar kosið að virða lýðræði við þær erfiðu aðstæður, sem í landinu em. Stjómarandstæðing- ar fá t.d. að starfa óáreittir, þar á meðal samtök, sem em í tengsl- um við skæruliða, eins og FDR og UNTS. E1 Salvador-nefndin rifjar upp, að árin 1984 og 1985 safnaði hún fé „handa aðilum á land- svæðum undir stjóm þjóðfrelsishreyfingar- innar“. Ekki kemur fram til hvers það fé var not- að, en það þarf ekki að hafa mikið hugmynda- flug til að ímynda sér það. Og það er auðvitað kjarai málsins, að þá eins og nú fer söfnunarfé nefndarinnar þangað, sem skæruliðar hafa tögl og hagldir. Með þessu er engan veginn sagt, að E1 Salvador-nefndin á íslandi safni visvitandi peningum til vopna- kaupa. Spumingin er sú, hvort þessi nefnd veit í raun og vem til hvers söfnunarféð rennur. Fullyrðingar E1 Salvador-nefndarinnar um að Freedom House i New York sé „upplýs- ingabanki öfgasinnuð- ustu hægri aflanna í bandarískri stjómsýslu“ em ekki svara verðar. Stofnunin nýtur alþjóð- legrar viðurkenningar og menn með ólíkar stjómmálaskoðanir standa að henni. En þetta gefur tilefni til að spyija, hveijir séu heimildar- menn E1 Salvador-nefnd- arinnar. Og þá líka ÞjóðvUjans og Helgar- póstsins, sem teldð hafa upp hanskann fyrir nefndina. Af einhveijum ástæðum em þeir ekki nefndir. Við hvað em E1 Salvador-nefndin og stuðningsmenn hennar feimnir? HYDRANOR SJÓÞÉTTIR STJÓRNVENTLAR FYRIR VINDUR ÁRATUGA REYNSLA í ÍSLENSKUM FISKISKIPUM □ Rörtengdlr — flanstengdlr □ Handstýrðlr — fjarstýrðlr □ Hagstættverð □ Varahlutaþjónusta □ Hönnum og byggjum upp vökvakerfl VÉLAVERKSTÆÐI SIG. SVEINBJÖRNSSON HF. Skelöarásl, Garðabæ símar 52850 - 52661 Kílamadadutlnn c'tl*11 ^fj-tattisgötu 1-2 - 18 Opið laugardag kl. 10-5 Mercedes Benz 190 1987 Nýr bill. Rauður. Útvarp + kasetta, centr- allæsíngar. Verð 950 þús. V.W Jetta C 86 19 þ.km. Hvitur, 2ja dyra. Gullfallegur bíll. Verö 440 þús. Suzuki Fox 413 1986 Ekinn 7 þ.km., 5 gíra m/plasthusi, útvarp + segulband, driflokur o.fl. Verð 560 þús. Mazda 929 station 84 Sjálfskiptur, vökvastýri. V. 450 þ. BMW 320 82 Ýmsir aukahlutir. V. 420 þ. Opel Ascona GL 84 32 þ.km. 5 gíra. V. 410 þ. Fiat Uno 70S 85 21 þ.km. Sóllúga. V. 340 þ. Lada Lux 84 23 þ.km. Silsalistar. V. 145 þ. Mazda 323 GT 83 69 þ.km. Rauður. V. 350 þ. Suzuki Fox 410 Yfirb. 84 25 þ.km. Klæddur. V. 525 þ. Saab 900i 85 32 þ.km. Bein innsp. o.fl. V. 550 þ. Honda Prelude EX 85 28 þ.km. Sóllúga. Nissan Pulsar 1.5 86 20 þ.km. Aflstýri. V. 370 þ. Nissan Patrol Diesil 81 93 þ.km. Gott eintak. V. 650 þ. Mazda 929 st. 84 Sjálfsk., vökvastýri o.fl. Subaru 1800 st. 4x4 86 Vökvastýri, útv.+kass. V. 580 þ. M. Benz 230 E 83 Sjálfsk. m/öllu. V. 750 þ. Volvo 240 GL 84 60 þ.km., 5 gíra, spotrf. o.fl. V. 460 þ. Mazda 323 5d 82 65 þ.km. Sjálfsk. V. 230 þ. M. Benz 230 E 83 75 þ.km. Sjálfsk. m/öllu. V. 750 þ. B.M.W. 730 79 Fallegur bfll. V. 460 þ. Cherokee 4x4 77 8 cyl. Sjálfsk. Gott eintak. V. 360 þ. Honda Prelude EX 85 28 þ.km. Sóll. A.B.S. o.fl. V. 630 þ. M.M.C Gaiant Turbo Dieset 86 30 þ.km. sjátfsk. m/öllu. V. 640 þ. Ath: Úrval bifreiða á 10- 20 mán. greiðslukjörum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.