Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1987 Að berast með straumnum eftir Egil Jónsson Þegar litið er til löggjafar, tengdri íslenskum landbúnaði, má með vissum hætti segja að þar beri hæst fimm lagagerðir. Hér á ég við jarðræktarlög frá 1923, afurðar- sölulögin frá 1934, framleiðsluráðs- lögin frá 1947, lög um Stofnlána- deild landbúnaðarins 1962 og svo lögin um framleiðslu og sölu á bú- vörum frá árinu 1985, búvörulögin eins og þau eru oftast nefnd. Setningu þessara laga fylgdi jafnan mikil umræða og oft grund- vallarágreiningur og harðar deilur. Fræg er t.d. sú umræða sem varð vegna jarðræktarlaganna og kennd er við 17. gr. þeirra laga. Samkvæmt henni var eignarréttur bænda á þeim framkvæmdum, sem nutu framlaga, takmarkaður þann- ig að við eignaskipti áttu framlögin að dragast frá söluverði. Þá eru ekki síður í minnum hafð- ar þær hatrömmu deilur sem urðu við setningu afurðarsölulaganna árið 1934. Þá var stundaður blóm- legur landbúnaður í Reykjavík og nágrannabyggðum. Þessir bændur undu því illa að nálægð þeirra við markaðinn væri í engu virt þeim til hagsbóta og húsmæður hér í Reykjavík voru einnig óánægðar þar sem sölustöðum með mjólkur- vörur var fækkað. Um miðjan fimmta áratuginn fór fram víðtæk umræða um málefni landbúnaðarins. Um þær mundir urðu miklar breytingar í sveitum landsins. Atvinnulíf í þéttbýlinu varð íjölbreyttara og atvinnan meiri og stöðugri. Þeir voru því margir sem sáu kjörum sínum betur borgið í þéttbýli en sveitum landsins þar sem mikilla átaka var þörf í end- umýjum húsakosts og ræktun ef tryggja átti bærilega afkomu. Segja má að stofnun Stéttarsam- bands bænda og setning fram- leiðsluráðslaganna hafi orðið niðurstaða þessarar víðtæku um- ræðu og bundið enda á þann ágreining sem var um málefni land- búnaðarins um þessar mundir. Árið 1962 fara öldumar enn að rísa. Sjóðir landbúnaðarins, bygg- ingar- og ræktunarsjóður, voru vanbúnir til að mæta þeirri öru uppbyggingu sem varð á sjötta ára- tugnum, ný lög voru sett um Stofnlánadeild landbúnaðarins o.fl. Bændasamtökin mótmæltu af mikilli hörku framleiðendagjaldinu sem innheimt var af búvörum. En innan samtakanna var pólitískur ágreiningur um málið og þess vegna voru ekki hafðar í frammi neinar aðgerðir gegn málinu af hendi heildarsamtaka landbúnaðarins. Hins vegar var að tilhlutan nokk- urra búnaðarsambanda leitað til dómstólanna til að ógilda ákvæði laganna um framleiðendagjaldið og voru þar í forsvari nokkrir af fremstu bændum landsins á þeirri tíð. Framsóknarflokkurinn beitti sér af mikilli hörku gegn stofnlána- deildarlögunum og vissulega væri fróðlegt fyrir þá, sem áhuga hafa á þessum málum, að lesa þann málflutning og kynna sér þannig þær spár sem framsóknarmenn höfðu uppi um framtíð landbúnað- arins, en sem betur fer hafa þær ekki gengið eftir. Þær lagasetningar, sem hér hef- ur verið minnst á, og raunar margar fleiri á vettvangi búnaðarmála, hafa átt það sameiginlegt að miða að umbótum á sölumálum og þó sér- staklega að því að auka framleiðslu í landbúnaði til að bæta kjör þeirra er þann atvinnuveg stunda. Ein ákvörðunin tók við af annarri sem áttu það sameiginlegt að efla ís- lenskar sveitabyggðir með nýrri tækni, bættum húsakosti og auk- inni ræktun. Þetta var hin opinbera pólitíska stefna sem bændur lands- ins féllust á. Ágreiningur innan þeirra raða var ekki um markmið, og raunar ekki heldur um leiðir, þótt stundum hafí úfar risið þegar viðkvæmar ákvarðanir voru til um- Qöllunar. Upp úr miðjum síðasta áratug fóru mál að skipast með öðrum hætti. Verðlag innanlands fór hækkandi og útflutningsbótaheim- ildin dugði ekki lengur til að verðbæta þá framleiðslu sem var umfram innanlandsneysluna. Þess vegna þurfti að huga að nýjum leið- um, breyta stefnunni í landbúnaði til samræmis við breytt viðhorf í markaðsmálum. Árið 1979 rann svo upp stund hinna stóru atburða í landbúnaði. Með breytingu á framleiðsluráðs- og jarðræktarlögum var mótuð ný stefna að sögn þeirra sem voru þá í fyrirsvari. Ákvæði um framleiðsluviðmiðun, búmark, var sett í lög, heimild var tekin upp til álagningar kjamfóður- gjalds, framlög samkvæmt jarð- ræktarlögum voru skert en jafnframt ákveðið að heildarfram- lag samkvæmt þeim lögum skyldi vera að meðaltali það sama og árin 1978 og 1979. Þannig átti að fá fé til uppbyggingar nýrra atvinnu- Áhugahópur um byggingu náttúrufræðihúss: Náttúruskoðunarferð FARIÐ verður á morgun, laugar- dag, í náttúruskoðunarferð frá Norræna húsinu kl. 9.00, frá Nátt- úrugripasafninu, Hverfisgötu 116 (gegnt lögreglustöðinni), kl. 9.10 og frá Árbæjarsafni kl. 9.20. Ekið verður um Hvalfjörð upp í Bor- garnes, síðan út á Akranes og farið með Akraborginni kl. 17.30 til Reykjavíkur, þangað komið kl. 18.30 og síðan ekið á brottfarar- staði í Reykjavík. Fargjald verður 700 kr. (innifalið er far með Akra- borg aðra leiðina), frítt fyrir börn 10 ára og yngri I fylgd með full- orðnum og hálft gjald fyrir 11 til 14 ára. í ferðinni verður hugað að þeim fuglum sem dvelja hér yfir veturinn, rætt verður um fæðu þeirra og fæðu- öflun, hvemig þeir veijast kulda og vatnsveðri, hvar þeir eiga náttstað og tilhugalíf þeirra svo eitthvað sé nefnt. Valinn verður góður staður til að skoða fjörulíf í vetrarbúningi. Sjálfsagt munu selir fylgjast með ferðum okkar. Stansað veður við fiskeldisstöð og því lýst sem fyrir augu ber. Þá verður litið inn í „opið flós“ og „opið íjárhús". En „opið hús“ köllum við það, þegar húsdýrin eru sýnd á „heimili" sínu og þeir sem þau annast fræða okkur um þau. Jarðfræðin á þessu svæði er mjög merkileg, t.d. er aldur bergsins frá 4.500 milljón ára til 13 milljón ára, enda ökum við út frá miðju Atlants- hafshryggjarins. Þá verður Náttúrugripasafn Borgarfjarðar í Borgamesi skoðað. Þrátt fyrir lítil húsakynni og ófull- nægjandi aðstöðu er þar merkilegt fuglasafn og steinasafn. Þar mun Bjami Backmann, saftivörður, taka á móti hópnum og Rafn Sigurðsson segja okkur ýmislegt forvitnilegt um gæsir. Leiðsögumenn (safnverðir) verða: Kristinn Haukur Skarphéðinsson líffræðingur og Hjalti Fransson jarð- fræðingur, og fleiri leggja sitt til að ferðin takist sem best. (Frá áhugahópi um bygídngru náttúrufræðihúss.) hátta í landbúnaði. Um þessar breytingar varð ekki mikill ágreiningur innan bænda- stéttarinnar. Eina andstaðan sem ég minnist kom fram frá sjálfstæð- ismönnum á búnaðarþingi sem töldu þessar aðgerðir ómarkvissar og voru þeim andvígir. Óþarft er að fjölyrða um það hér að þessi áform mistókust, eins og síðar verð- ur að vikið. Þrátt fyrir að offramleiðsla væri áfram viðvarandi og færi vaxandi er á leið var það ekki nema hiuti af þeim vanda sem landbúnaðurinn stóð frammi fyrir. Þannig fóru rekstrarskilyrði mjög versnandi á þessum árum. Hlutdeild launaliðar í verðlagsgrundvellinum lækkaði frá árinu 1978—1983 úr 42% í 27% eða um 36%. Á sama tíma hækkaði hlutdeild vinnslu og dreifíngar úr 22% í tæp 27% og jókst þannig um 23%. Niðurstaðan varð þannig vax- andi fjármagn til atvinnuvegarins en minni laun til bændanna í land- inu. Þessi verðlagsþróun gekk þvert á öll markmið um samdrátt í fram- leiðslunni. Þannig kallaði lækkandi hlutdeild launa í búvöruframleiðsl- unni á fleiri framleiðslueiningar ef afkoman átti ekki að versna, og ekki var heldur staðið við yfírlýsing- ar um eflingu nýrra búgreina til að auðvelda samdráttinn í hefð- bundnu. Á árunum 1980—1983 áttu verðtryggingarákvæði jarð- ræktarlaganna að skila 122,6 millj. kr. alls. Hins vegar kom einungis til skila 55,1 millj. kr. eða 45%. Niðurstaðan varð því sú að hvort tveggja brást, stefnan og stjórnin. Á bændastéttinni buldi stöðugur áróður um kostnaðarsaman ogjafn- vel óþjóðhollan atvinnuveg sem erfítt var að veijast eins og málefn- um landbúnaðarins var komið. Þetta voru viðhorfín þegar ákvörðun var tekin um endurskoðun laganna um Framleiðsluráð land- búnaðarins í upphafi þessa kjör- tímabils. Sú endurskoðun tók hátt á annað ár svo að ekki er kominn langur reynslutími á búvörulögin. Ekki er að undra þótt dómar hafi fallið á ýmsa vegu um þá löggjöf. Lögin fólu í sér gjörbreytta stefnu frá því sem áður var. Nú var mark- mið um síaukna framleiðslu lagt til hliðar, en í stað þess urðu menn Egill Jónsson Aftur á mótí liggur nú fyrir að í störfum sínum hafa bændur landsins tekið mið af breyttum markmiðum og sýnt þannig með ótví- ræðum hætti að þeim er fullkomlega treyst- andi til að breyta búháttum í takt við kröfur tímans. nú að takast á við þann vanda sem af of mikilli framleiðslu hefur leitt. Það er hægara að berast með straumnum en halda þar á móti og vissulega ber umræðan um málefni landbúnaðarins þess merki að þeir eru margir sem valið hafa sér létt- ari kostinn. Aftur á móti liggur nú fyrir að í störfúm sínum hafa bænd- ur Iandsins tekið mið af breyttum markmiðum og sýnt þannig með ótvíræðum hætti að þeim er full- komlega treystandi til að breyta búháttum í takt við kröfur tímans. Um þann árangur mun ég síðar íjalla. Höfundur er annar af alþingis- mönnum Sjálfstæðisfiokks fyrir Austurlandskjördæmi. Nemendumir fjórir, talið frá vinstri: Emil Friðfinnsson, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir og Björa Davíð Krist- jánsson. Útskriftartónleikar í Háskólabíói SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Is- lands og Tónlistarskólinn í Reykjavík halda útskriftartón- leika í Háskólabíói laugardaginn 14. febrúar og hefjast þeir kl. 14.30. Fjórir nemendur skólans ljúka hluta einleikaraprófs. Emil Frið- finnsson leikur hornkonsert nr. 3 K.447 í Es-dúr eftir W.A. Mozart, Bjöm Davíð Kristjánsson leikur flautukonsert eftir J. Ibert, Bryndís Björgvinsdóttir leikur sellókonsert nr. 1 í a-moll op. 33 eftir C. Saint Saens og Helga Bryndís Magnús- dóttir leikur píanókonsert í G-dúr eftir M. Ravel. Stjómandi á tónleik- unum er Mark Reedman. Miðar verða seldir við inngang-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.