Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 17
að ráði við tölvu- og hugbúnað, sé ekki sekur í þessu sambandi. Ástæða þess að umræða í þessa veru ekki komin lengra er sú að erfítt er að kasta gijóti úr glerhúsi. Andúð mín á illa fengnum hlutum hefur þó farið svo vaxandi að ég finn mig knúinn til að reyna að stuðla að breytingum á þessu sviði. Eins og staðan er tapa allir á því ástandi sem er ríkjandi. Ef einhver heldur að ástandið í þessum málum sé sér-íslenskt fyrirbrigði þá skal það upplýst að svo er ekki. Þetta er alþjóðlegt vandamál sem því miður er svo viðkvæmt að tæpast finnst heiðarleg manneskja tií að ræða það af þekkingu og innsæi. Til að breyting geti orðið á því ófremdarástandi, sem nú ríkir í þessum málum, þarf aðgerðir. Nauðsynlegt er að rétthafar hug- búnaðar myndi með sér samtök til að veija hagsmuni sína. Einnig þarf að setja ný lög um höfundar- rétt, gera brot á höfundarrétti og ólöglega dreifíngu bótaskylt. Má t.a.m. benda á að rétthöfum mynd- banda hefur orðið töluvert ágengt í baráttu sinni gegn ólöglegri dreif- ingu myndefnis, með og án aðstoðar yfirvalda. Ég legg til að seljendur hug- búnaðar geri kaupendum auðveld- ara fyrir með því að bæta greiðslukjör. Einnig má veita hæfí- legan aðlögunartíma en síðan verði hertar til muna aðgerðir gegn ólög- legri dreifíngu forrita, brotlegir eltir uppi og krafðir bóta fyrir brot sín. Illa fengið forrit er þjófnaður. Nafn- bótina þjófur fá menn bæði fyrir lítinn sem stóran stuld. Við erum flest sammála um að gerð góðs hugbúnaðar sé öllum til heilla, einstaklingum og þjóðfélag- inu í heild. Ég leyfí mér því að hvetja notendur ólöglegra forrita að skoða hug sinn, kaupa löglegar útgáfur þeirra forrita sem þeir nota og eyða alfarið því sem ekki er ætlað að kaupa. Til þess að góður ■ hugbúnaður geti þróast þarf að tryggja að afkomu höfundanna sé ekki stolið jafnóðum og hún verður til. Höfundur er stjórnarformaður og sölustjóri Microtölvunnar hf. i Reykjavík. Sovéski sendiherr- ann gestur MIR NÝSKIPAÐUR sendiherra Sov- étríkjanna á íslandi, Igor N. Krasavin, verður sérstakur gest- ur MÍR, Menningartengsla ís- lands og Ráðstjórnarríkjanna, á „opnu húsi“ félagsins að Vatnsstíg 10 laugardaginn 14. febrúar kl. 15. Sendiherrann ræðir þá um við- horfín í Sovétríkjunum eftir nýaf- staðinn fund miðstjórnar Kommúnistaflokksins og þróun so- véskra félags- og efnahagsmála í náinni framtíð. Mál sendiherrans verður túlkað á íslensku og hann mun svara fyrirspumum sem fram kunna að koma. Kaffíveitingar verða á boðstólum og sagt verður frá félagsstarfínu framundan, meðal annars fyrir- huguðum hópferðum til Sovétríkj- anna á árinu. Öllum er heimill aðgangur (Frétt frá MÍR) HRINGDU og fáðu áskriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta- reikning þínn mánaðarlega. m SÍMINN ER 691140 691141 flofjgaiittM&frifr raei HAúaaa'í ,8i íiuoAciuTaöa .öiaAjanuuflOM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 9 í 17 Aldrei fvrr iafnmikill bílastraumur Bœjum, Snæfjallaströnd. %J %3 NÚ ERU aðaltekjur ríkisins af þungaskatti vörubíla landsmanna sem vitt og breitt um landið steðja fullfermdir nauðsynjum frá höf- uðborginni útum allar sveitir þessa lands. Hér um djúp hefur aldrei um þetta leyti árs verið jafnmikill bflastraumur þunghlað- inna vörubíla sem nú allan janúar, og er ennþá, og liggur við að mestur floti vörubíla ísfirðinga og Bolvikinga sé í þessari útgerð nú, enda ekki um aðra flutninga að ræða á nauðþurftum manna til allrar þeirrar margbrotnu starf- semi til lands og útgerðar sem tilvera þessa landshluta hvflir á. Má þar um telja að hinn nýi Steingrímsheiðarvegur niður Lágadal hafí skipt þar sköpum í allri gerð. Telja bílstjórarnir, að þegar komið sé í mynni Lágadals á nýja veginn séu þeir komnir á þann slétta sjó, sem þeir geti liðið eftir alla leiðina suður án þess að haggast eða hossast, eftir allar þær drullurastir sem búnir séu þeir að skælast um með sáran rassinn og flökurleika í maga um Djúpveginn hér endilangan, og það taki þá svona um það bil annan eins tíma að skrölta það í fyrsta og öðrum gír með 20 og mest 30 km hraða, og alla leiðina hina frá mynni Lága- dalsins og suður. Allt upp í 6—8 bílar eru hér í þessum flutningum að staðaldri, en bætist svo í ef meira þarf á að halda. Um það bil ellefu hundruð kílómetrar munu vera fram og til baka þessa leið að aka, og þegar 9 krónur kostar í þungakattinum að aka kílómetrann, þá er þama um 10 þús. kr. skatt að ræða, en svo hálft það að auki fyrir aftanívagn- inn, svo þama getur orðið um allt að 100 þús. kr. tekjur fyrir ríkið af sex bfla lest til Reykjavíkur og til baka, og ef nú þessir 6 bflar fara hver 3 ferðir á viku, en áfram halda þeir að venju dag og nótt, þá gæti farið að nálgast hátt í 2 milljónir á mánuði sem ríkið nyti í tekjur bara af þessum flutninga- máta af bílunum héma frá ísafírði, en það er auðvitað ekki nema dropi af þessari starfsemi allri um landið. Enda tekjur ríkisins af öllu öðm viðkomandi bílaakstri ótaldar. Nú er það kunnara en frá þurfí að segja þeim sem hér em kunnug- ir að Djúpvegurinn héma er þeim einkennilegu eiginleikum gæddur, að ef eitthvað slaknar á frosti, að ég nú ekki segi ef kemur hálku- bloti, þá verður hann fljótt ófær vegna aurbleytu, er þá bara snar- lega lokað og í mestu ró og næði beðið fram á sumar að jörð er orð- in þurr og hörð. Nú er aftur á móti reynt að dmslast yfír þetta þá er frost herðir svo að heldur uppi umferð en skomingamir djúp- ir og óþjálir yfírferðar á köflum, að liggur við brotum og bramli. Það er því ekki að furða þótt þreyttir bflstjórar verði leiðir og sárir þá góðviðris hlákukaflar koma og veg- inum lokað þar til aftur frystir. En þó nærri því til annála má telja, að nýlega var grafa og bíll sendur inní Skötufjörð til viðgerðar vega- kafla á svokallaðri Fossahlíð einn dag, og tókst að ljúka þar viðgerð svo til stórbóta má kalla, og hefur það ekki áður skeð hér á þorra, og líklega ekki, segir Kristján á Hvíta- nesi mér, að ekki mun þar viðgert hafa verið síðan vegurinn var byggður fyrir 22 ámm eða svo, að ekki er furða þótt eitthvað sé farið að láta þar undan. En einmitt fyrir innan þessa fossahlíð í Skötufírði fundust tvær veturgamlar gimbrar sem Ragna á Laugabóli í Laugardal átti, báðar eldfrískar í haustholdum þrátt fyrir snjó og harðindi allan nóvember og desember, en í janúar öllum verið ein bíðskapar sumartíð. En í viðbót við flutningana alla á landi fór Djúpbáturinn Fagranes- ið einnig suður að Rifí á Snæfells- nesi eftir fullfermi af salti fyrir Flateyringa og Bolvíkinga, svo öllu verður til að tjalda sér til bjargar meðan þetta allsheijar flutninga- verkfall stendur yfír. En það má svo með sanni, í lok- in segja, að ekkert gamlársskaup hefur jafnast á við þá spennu í þjóðlífínu öllu sem Sverrir okkar ráðherra setti á svið með öllu fræðslustjórabramboltinu sínu, og má til sanns vegar færa gamla máltækið, kjarkmaður Kolbeinn, þegar hann mætir svo norðlenskum höfðingjum, og má stundum ekki á milli sjá hver vinnur þá höfðinglegu bændaglímu alla. Jens í Kaldalóni ST. 30-38 HERRA Gallabuxur AAm BARNA-ST. 104-116 GRÆNN-BLÁP: 995." Jogging galli 999«- BLÁAR-UÓSBLÁAR-ST 29-38 ST. 116-176 SEX LITIR |FQ#| Flauelsbuxur 079.- Barnabolir 30W." GUL-GR.-BL. BÓMULLAR <| | lf W ST. 20-28 RAUÐIR/BIÁIR | JF4 Herrapeysa 1.1/9.- Barnamniskór I9v 3 I PK. HVlTIR ST. 20-28 ÍÞRÓTTA 1A|| 108x. 250 „ Sokkar 199.- Strauborð 699.- BLÁ-GRÆN-SVÖRT-RAUÐ- A AAE1 ST. 220x250 , AAP Dömukópa .893.- Rúmteppi 995.' ST. 36-44 LITIR BLÁTT-BLEIKT AAA ST. 220x250/180x250, "fAP Dömupils 999.- Rúmteppi 795.' ST. 36-44 BLÁR-BLEIKUR AAA MARGIR LITIR #0 A Dömujakki 999.- Gam 39.' HUMMEL ST. 36-46/LEÐUR f # AA Sportskór 1.690.- LITUR BLÁTT-BLEIKT JP Ungbarnaúlpa 37w." Kaffikrúsir VERÐ FRÁ 69.- jyx Hörpumólning 4 Hr. 20% ofsl. póstkröfur Hvítt 720/ljóst 780/dökkt 840.- pantið, - vlð sendun A1IKUG4RDUR /HIKID FYRIR LlTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.