Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 1181 lifa villt í þjóðgarðinum, bjömum, dádýrum, íkomum, snákum, engi- sprettum, froskum, fiskum, fuglum auk fjölmargra dýra sem ég fann ekki íslensku nöfnin yfir. Sýndi hann mér einnig lágvaxnar, ljós- grænar plöntur með þrískiptum laufum, sem líta ósköp sakleysis- lega út, en húð sem snertir þær verður rauð og sár, með útbrotum og getur klæjað undan þessu í nokkra daga. Benti hann mér á spor eftir ýmis dýr og að trén vom mosavaxin þeim megin sem sólin náði ekki að skína á þau. Sagði hann indíána hafa notað þetta sem áttavita þegar sólar naut ekki við. Þrjú hross komu öslandi upp ána með jafnmarga menn á baki og vantaði ekkert nema nautgripa- hjörð til að þarna væm komnir kúrekar vestursins. Brátt dýpkaði áin hjá þeim og hestamir lögðust til sunds, en við reyndum að halda okkur grynnra. Eftir að hafa skoðað dýralífið niður með ánni fengum við okkur bita og gengum svo upp að neðri Yosemite-fossinu. Þurftum við að klifra og stökkva yfir alls kyns stór- grýti til að komast að fossinum. Fallhæðin gerði hann tignarlegan, þrátt fyrir að hann væri vatnslítill á þessum árstíma. Félagi minn og annar til gerðu sér lítið fyrir og stungu sér í ískaldan hylinn, en vatnið var svo kalt að ég fékk næstum því hroll við að horfa á þá. Veðrið var annars yndislegt þessa septemberdaga, sól og blíða. Margt var um manninn á tjaldstæð- inu og heilsuðust allir eins og bestu vinir. Þetta kom mér hálf spánskt fyrir sjónir fyrst í stað, en fyrr en varði var hlédrægnin eða þumbara- eðlið rokið út í veður og vind og ■ég farin að heilsa öllum eins og hinir. Um kvöldið var farið að safna eldiviði. Könglar og sprek vom upp- lögð til að kveikja varðelda, en síðan var stór dmmbur höggvinn niður með exi til að bæta á eldinn. Ein- hvers staðar heyrðist í gítar og safnaðist fólk í hópa við varðeld- ana. Hópurinn sem ég sameinaðist var úr ýmsum áttum. Þama vom Bandaríkjamenn úr ýmsum fylkj- um, Kanadamaður, Svíi, Breti og Japani, sem reyndar skildi svo til ekkert í enskunni. Brosti hann bara og svaraði einhvetju, trúlega á jap- önsku, þegar á hann var yrt. Þar sem við skildum ekkert í japönsku fóm tjáskipti við hann mest fram á táknmáli. Flestir vom þama komnir til að klifra kletta og var fólk að bera saman bækur sínar í klifurafrekum. Ekki hafði ég hugmynd um hvað biði mín þegar ég lagði af stað með rútu seint um kvöld áleiðis til Yosemite. Við hverju gat maður svo sem búist? Að fara svona ein í útilegu á algjörlega ókunnan stað og vera auk þess bæði nestislaus og tjaldlaus. Ég vissi ekki hvort ætti að flokka þetta undir fyrirhyggju- leysi eða ævintýraþrá, en þetta var alla vega strax orðið spennandi. Yosemite-dalurinn — Half Dome eins og hálfkúla t.h. ir mér bar að strák nokkurn berfættan, í rifnum gallabuxum, með hatt og tóbaksklút um hálsinn. Spurði ég hann hveiju þetta sætti. Sagði hann mér þá að svona væri gengið frá matvælum vegna bjam- anna, sem væm í fæðuleit á nóttunni. „Bjarnanna?" endurtók ég og augun í mér hafa líklega stækkað um helming. „Em bimir hér?“ Já, hann hélt nú það. Hann hafði meira að segja vaknað við það nóttina áður að bjöm var að klifra upp í eitt tréð. „Skyldi þá vera óhætt að sofa úti?“ Barst þá talið að tjaldleysinu og fannst honum fyndið að láta sér detta í hug að koma tjaldlaus. Gat ég ekki annað en brosað að því líka þó mér væri ekki beint hlátur í hug. Sagðist hann reyndar getað bjargað mér þar sem hann hefði tjald sem hann notaði ekkert. Þáði ég það með þökkum að fá að geyma farangurinn í því, en ég ætlaði hins vegar að sofa úti. Taldi hann það vera of kalt, en ekki sann- færðist ég um það fyrr en ég hafði látið reyna á það fyrstu nóttina. Þegar ég hafði komið farangrin- um fyrir í tjaldinu bauðst hann til að sýna mér staðinn. Lögðum við fyrst af stað niður með ánni. Sagði hann mér frá alls kyns dýmm sem Rútuferðin tók alla nóttina og á milli þess sem ég dott- aði velti ég stöðunni fyrir mér. Trúlega yrði hægt að kaupa vistir þama og hugsanlega hægt að sofa úti. En ef ekki? Jæja, það kæmi þá í ljós. Við komum til Merced kl. 7 að morgni og þar beið önnur rúta þeirra sem ætluðu til Yosemite. Ferðin þangað tók um 2 klst. til viðbótar og varð útsýnið æ fallegra eftir því sem ofar dró. Brátt fór vegurinn að þrengjast og lá hann í ótal hlykkjum. Stundum þurfti að stöðva rútuna þar sem ekki var rúm til að mætast vegna kletta sem sköguðu út í veginn. Þær fáu sálir sem í rútunni vom höfðu hnappast fremst til að njóta útsýnisins betur og bflstjórinn lét dæluna ganga. Að lokum komum við í Yose- mite-dalinn og var það tignarleg sjón sem við blasti. Það er ekki að ástæðulausu að fegurð Yosemite hefur verið svo mjög rómuð. Dalur- inn afmarkast af þverhníptum granítklettum og granítkúlum (do- mes) og steypast voldugir fossar í þrepum ofan í dalinn. Yosemite- dalurinn er þekktasti og aðgengi- legasti hluti Yosemite-þjóðgarðsins, sem stofnaður var 1890, en er ekki nema tæpt 1% af flatarmáli hans. Yosemite-þjóðgarðurinn liggur í vesturhlíðum Sierra Nevada-fjall- garðsins í Mið-Kaliforníu. í honum má einnig fínna spegiltær vötn, snæviþakin fjöll, fjölbreytt dýralíf og hin risavöxnu „seguoia" tré, sem munu vera einar elstu og stærstu lífverur sem fínnast á jörðinni í dag. Eru sum trén meira en 3500 ára gömul. Fyrir ísöld uxu þessi stóru tré víða á norðurhveli jarðar, en í dag eru einu eftirlifandi trén í vesturhlíðum Sierra Nevada svo vitað sé. Eiga þau enga þekkta óvini og deyja ekki úr elli. En trén voru ekki einu landnem- arnir í Yosemite-dalnum. Indíánar bjuggu þar einnig. Þeir kölluðu sig Awaneechees, þ.e. „Fólk hins djúpa, grösuga dals“. Dalbotninn er þó í um 400 feta hæð og þegar vetraði fluttu flestir þeirra sig til lægri og hlýrri staða við fjallsræturnar. Indíánar þessir lifðu á margs kyns hnetum, fræjum, beijum og rótum. Auk þess gátu þeir veitt fisk úr ánum og í skóginum voru dá- dýr, bimir og íkomar sem gáfu af sér kjöt og skinn. Hvítir menn uppgötvuðu Yose- mite-dalinn meðan gullæðið í Kalifomíu stóð yfir og um miðja 19. öld réðust þeir inn í dalinn. Friðurinn var úti. Indíánar urðu að láta í minni pokann og enn í dag má sjá yfírgefna bústaði þeirra í dalnum. Ég fór úr rútunni á síðustu stöð- inni í þessum tilkomumikla dal, en þaðan átti að vera stutt á tjald- stæði. Ég hafði sem sagt ekkert tjald með mér, en hafði hugsað mér að sofa úti undir berum himni ef mögulegt væri. Vandamálið var hins vegar hvað ég átti að gera við farangurinn. Það var enga fyrir- greiðslu að fá með geymslu á Speglun í Merced-ánni. „Hinn djúpi, grösugi dalur“ indiánanna. farangri. Hins vegar var hægt að fá inni á hóteli, en ekki vildi ég það. Hafði ekki efni á því auk þess sem það var engin útilega. Mat var hægt að fá. Eg ákvað að rölta út á tjaldstæð- ið til að sjá hvernig landið lægi. Varð mér þar starsýnt á farangur sem hékk uppi í tijám og á háum þverslám. Af hveiju skyldu þeir gera þetta? Vom eigendurnir kannski tjaldlausir eins og ég? Kannski var þetta lausnin. En ég hafði ekkert band. Meðan ég var að velta þessu fyr- Öryggisráðstafanir voru á tjaldstæðinu vegna bjamanna. ÍÚITLEGU í YOSEMTTEr ÞJÓDGA RÐINIM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.