Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Sala a Borg- arspítalanum Og pápi veit hvað hann syngur eftirSímon Steingrímsson Flestir kannast við sögu H.C. Andersen um bóndann sem átti einn hlut í eigu sinni sem kalla mátti óþarfa, en það var hestur. Svo hann fór með hestinn í kaupstaðinn til að skipta á honum og einhvetju sem meiri búhnykkur var í. Hann skipti síðan á hestinum og kú, kúnni og kind, kindinni og gæs, gæsinni og hænu og síðast skipti hann á hæn- unni og poka af skemmdum eplum. Levitt benti á 1972 (1) að „margt gengur úrskeiðis vegna þess að fyr- irtæki átta sig ekki á hvað þau selja. Fyrirtæki í svonefndum þjón- ustugreinum líta vanalega þannig á að þau veiti þjónustu, en ekki að þau framleiði vöru. Þess vegna mistekst þeim að haga sér eins og framleiðslufyrirtækjum, sem ein- beita sér að því að framleiða eftir- sóttar vörur á ódýran og hagkvæman hátt.“ Sala opinberra fyrirtækja hefur verið mjög á dagskrá undanfarið og hefur komið til framkvæmda í nokkrum tilfellum. í einu tilviki að minnsta kosti hefur þar trúlega verið um hið þarfasta verk að ræða því nú hefur þrúgandi áhyggjum af framtíð Landsmiðjunnar verið iétt af hinu opinbera. Þessi umræða tók þó skyndilega á sig nýjan svip þegar borgarstjórinn í Reykjavík bauð ríkinu Borgarspítalann til kaups. Lengi voru menn orðlausir yfir þessu svo samofinn töldu þeir spítalann ímynd Reykjavíkurborg- ar. Einn kvað uppúr með það að hann væri búinn að byggja þennan spítala og borga einu sinni og mundi fráleitt tvíborga hann. Rannsóknin Árið 1985 varð óvenjumikill halli á rekstri Borgarspítalans og var þetta skýrt með lakari nýtingu en áður og ónógum daggjöldum. Það eru ekki ný sannindi að tap verði þegar tekjur ná ekki útgjöldum og þykir varla ámælisvert. Þótt halli á rekstri sé ekki nýmæli í rekstri heilbrigðisstofnana og stjómendur spítalans teldu ástandið eðlilegt gerði borgarstjóri athugasemd við þetta og var málsvari myrkrahöfð- ingjans sendur á vettvang að rannsaka málið í stað þess að beðið væri um aukafjárveitingar og er það og nýmæli. Borgarstjóra var skilað skýrslu, sem kölluð er Athug- un á rekstri Borgarspítalans. Hún er 42 blaðsíður og skiptist í eftir- talda kafla. Inngangur.................. 3bls. Stjómsýsla Borgarspítalans 5 bls. Starfsmannahald........... 8 bls. „Bráðahugtakið“ .......... 9bls. Húsnæðismál Borgarspítal- 6 bls. ans Stoðdeildir, útibú, göngu- deild- arþjónusta og heimilislækn- ingar Borgarspítlans....... 3 bls. Daggjaldakerfi eða föst Qárlög..................... 5 bls. Niðurstöðurogtillögur ..... 3bls. í inngangi er nefnt að athugunin sé skyndiathugun og er það ekki fast-að orði kveðið. í kaflanum um stjómsýslu er m.a. rætt um lög og reglur um stjóm spítalans. Þar kemur fram að stjóm spítalans er skipuð þrem fulltrúum kjömum af heilbrigðis- málaráði Reykjavíkurborgar og tveim kjömum af starfsmönnum. Og þar sem einn heilbrigðisráðs- fulltrúinn er frá minnihluta borgar- stjómar geti komið upp sú staða að meirihluti borgarstjómar ráði ekki ferðinni. Samt kemur ekki fram að neinar framfaratillögur meirihluta borgarstjómar hafi verið bornar upp og felldar. Þessi ábend- ing er þó mjög þörf, því að svo nákvæmt sem ákvæðið um kjör stjómar er þá hefur löggjafinn steingleymt að taka fram annað um hlutverk stjómarinnar en að gera þróunar- og rekstraráætlanir til fjögurra ára a.m.k. og senda heil- brigðismálaráðum til samþykktar og ráðuneyti til staðfestingar. Segir fátt af sendingum, samþykktum og staðfestingum á áætlunum þessum. Það virðist eitthvað bögglast fyrir skýrsluhöfundum að framkvæmda- stjóri sé fortakslaust yfirmaður sjúkrahússins. Síðan má nefna nokkur gullkom, svo sem: „Á síðari ámm hefur starf hjúkmnarfræð- inga öðlast meiri viðurkenningu í rekstri sjúkrahúsa", „Hin lögmæta skipting stjómunar á sviði læknis- fræði, hjúkmnar og stjómsýslu getur auðveldlega valdið árekstr- um“, mér finnst að sama megi segja um bíla á gatnamótum, „Skipting skurðlækninga og (rannsóknar- þjónustu) milli sérgreindra deilda og yfirlækna getur skapað árekstra og komið í veg fyrir góða nýtingu mannafla og búnaðar". Þessi full- yrðing jafngildir því að einfalda mætti veitukerfi borgarinnar með því að hætta að dreifa bæði köldu og heitu vatni, en láta annað hvort nægja. I kafla um starfsmannahald er m.a. látið að því liggja að meira sé gert úr manneklu en vert sé. Virð- ist höfundum alls ekki ljóst að það er óviðunandi ástand að megin- verkefni verkstjóra sé að redda auðavöktum. Minnt er á álit danskra ráðgjafa um að starfsfólk fínni ekki til samkenndar og hjálp- ist ekki að, en ástæðum þessa ekki velt fyrir sér. Sagt er að erfitt sé að henda reiður á hvemig spítalinn verði best nýttur og að starfs- mannastjómun virðist flóknari en hún þyrfti að vera. í kaflanum um bráðahugtakið em höfundar með allskonar dylgj- ur, sem mér virðast tilgangslausar, en eitt gullkom fann ég, þar sem spurt er um bráðahugtakið „er ekki of mikil áhersla lögð á þetta hugtak og eykur það ekki að óþörfu álag á deildir spítalans"? Ekki er að furða að fólkið stynji undan hugtök- unum. í kaflanum um húsnæðismál kemur m.a. fram að þróunamefnd geri ráð fyrir að stækka Borgarspít- alann í 700—800 rúma spítala með allri þjónustu. Síðan er rætt um skipan sjúkradeilda fyrir aldraða útfrá rúmanýtingu og starfsmanna- nýtingu. í kaflanum um stoðdeildir, útibú, göngudeildarþjónustu og heimilis- lækningar Borgarspítalans er m.a. ýjað að grun um ofnotkun á rann- sóknum innan heilbrigðiskerfísins. Þetta treysta höfundar sér þó ekki til að dæma um sjálfír. Þeir sjá ofsjónum yfir því að sjúklingar komi á slysavarðstofuna. I kaflanum um daggjaldakerfi eða föst fjárlög kem- ur fram takmörkuð hrifning af föstum Qárlögum, en töluverðar vangaveltur. Eitt gullkom: „Ef gengið væri út frá þeirri forsendu að sjúkrahúsin væru algerlega sjálf- stæðar stofnanir, sem enginn annar bæri ábyrgð á, mætti halda því fram að daggjaldakerfíð væri hvetjandi en Qárlagakerfíð letjandi." Ég spyr nú: Hver ber þá ábyrgð á Borg- arspítalanum? Símon Steingrímsson „Miklu skiptir nú að ríkisvaldinu takist að auka tiltrú manna á að forusta ríkisins í heil- brigðismálum hafi metnað til að halda sífellt áfram umbótum á íslenskri heilbrigðis- þjónustu, en þau séu ekki þreytandi skyldu- verk sem helst þarfnist niðurskurðar.“ Niðurstöður skýrslunnar em þær helstar að Borgarspítalinn sé jafn- vel lands- og heimsfrægur, rekstur- inn sé of dýr, starfsfólk hjálpist ekki að og hugsi meira um hærri laun en lítið veika sjúklinga (sic), of mikið sé gert úr manneklu á spítalanum, læknar séu líklega of margir, innlagnir séu tortryggileg- ar, rannsóknir séu líklega of margar, húsnæðisáætlanir séu óraunhæfar, of margir komi á slysadeild, föst fjárlög séu ekki til bóta og samkeppni sjúkrahúsa um starfsfólk sé óeðlileg. Tillögur em þær helstar að tryggja þurfí meirihluta borgar- stjómarmeirihlutans í stjóm spítal- ans, koma á verkaskiptingu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu, auka virkan vinnutíma starfsfólks, losa um ráðningar lækna, endur- skoða innlagnir, fresta byggingar- framkvæmdum, fækka komum á slysadeild, mótmæla föstum fjár- lögum, athuga rekstur útibúa og koma í veg fyrir óeðlilega sam- keppni sjúkrahúsanna um starfs- fólk. Viðbrögð við rannsókn Ýmsar athugasemdir komu fram við skýrsluna. Hún olli sárindum meðal starfsfólks sem þótti ómak- Iega að sér vegið í henni, ekki síst vegna þess að vinna á spítalanum hafði verið erfíð undanfarandi sum- ar vegna manneklu. Flestir virtust sammála um að föst fjárlög væru hinn versti kostur. En lítið fór fyrir nánari úttekt á fjármálum spítal- ans, samanburði við aðra eða frekari útlistun á göllum fastra fjár- laga. Um þessar mundir kom lítil frétt í Morgunblaðinu (2). „Rekstur St. Jósefsspítala (Landakotsspítala) gekk vel, enda þótt tekjur hafí ekki hrokkið fyrir gjöldum. Halli nam 44,1 milljón króna eða 10,2% af rekstrargjöldum .. og hefur spítal- anum verið bættur hallinn svo vel má við una.“ Raunar var lítið rætt um kostnaðarþróun milli áranna 1984 og 1985 sem er auðvitað lyk- illinn að málinu. Úr ársskýrslum spítalanna (3,4,5) má ráða eftirfar: andi um kostnað og þjónustu. í kostnaði er ekki innifalið fjárfesting birðgabreytingar og tilfærslur. Legudagar eru legudagar legu- sjúklinga, en sjúklingafjöldi innifel- ur legu- og dagsjúklinga þar sem hugmyndir helst sóttar til orða skýrslunnar, „stofnun sem væri al- gjörlega sjálfstæð og enginn annar bæri ábyrgð á“. Mér hefur reyndar alltaf ftmdist að um Landakots- spítala mætti segja að enginn viti hver á hann og enginn viti hver stjómar honum. Og er sá spítali alltaf lofaður fyrir góðan rekstur og hefur amerískt vottorð uppá samheldni og einhug starfsfólks Tafla 1. Kostnaður og þjónusta 1984 og 1985. Borgar- Ríkis- spítali Landakot gpítalar Kostnaður 1984 í millj. kr Kostnaður 1985 í millj. kr Legudagar 1984 í þús. kr. Legudagar 1985 í þús. kr. Sjúklingafj. 1984 ...... Sjúklingafj. 1985 ...... Tafla 2 Hækkanir milli 1984 og 1985 og halli á rekstri Borgar- Ríkis- spitali Landakot spítalar Heildarkostnaður 46% 41% 43% Kostnaður á legudag 52% 45% 49% Kostnaður á sjúkling 40% 43% 44% Daggjald Borgarspítala 19% Daggjald Bsp. m/jöfnunargj 26% Halli á rekstri árið 1985 17% 10% 3% 682 302 1384 995 425 1983 156 61,4 370 150 59,6 357 10.256 5.771 20.327 10.682 5.685 20.243 þeir eru ekki taldir sér á Borgarspít- alanum. Ekki er einfalt að ráða af tölum um hækkanir milli ára hvaða spítali er hagkvæmastur í rekstri því margskonar þjónusta fer fram inn- an spítalanna sem ekki verður mæld í legudögum. Legudögunum fækkaði á öllum spítölunum milli 1984 og 1985, þrátt fyrir að bæði Borgarspítali og Ríkisspítalar ætl- uðu að opna nýjar deildir. Sjá má í ársskýrslunni að Ríkisspítalar hafa einkum fækkað „ódýrum legudög- um“ á geðdeildum og stofnunum þroskaheftra. Þessi þróun hefur einkennt spítalareksturinn undan- farin ár. Léttari starfsemin er flutt burt og í staðinn kemur sérhæfð þjónusta. Borgarspítalinn líður fyrir að ná ekki álætuðum fjölda legudaga, en það hefur engin áhrif á halla spítala á föstum fjárlögum. Af þessu má vera ljóst að daggjaldakerfíð er vísvitandi notað til að gera dag- gjaldastofnunum lífíð leitt og mega það vera ríkir hagsmunir sem fá menn til að beita þessum aðferðum til að koma spítölum á föst fjárlög. Þetta er þó ekki eina dæmið um þvinganir daggjaldanefndar. Logi Guðbrandsson segir í Morgunblað- inu (6) af öðru tilefni. „Ýmsar ástæður voru fyrir því að Jósefs- systur vildu hætta rekstri Landa- kotsspítala, en langvarandi hallarekstur og erfíðleikar í sam- skiptum við daggjaldanefnd og önnur yfirvöld hafa örugglega veg- ið þungt". Og má nú spyija hveiju var verið að bjarga með því að gera systrunum lífíð svo leitt að þær sáu sér ekki annað fært en að selja spítalann. Boð um sölu Það varð næst til tíðinda í máli þessu, að borgarstjóri bauð Borg- arspítalann til sölu og fjármálaráðu- neytið tók vel í að kaupa. Ekki fylgdi með hver ætti að stjóma spítalanum. Rök Borgarstjóra í málinu voru afar einföld. Reykjavíkurborg hefði veralegan kostnað af viðvarandi rekstrarhalla á spítalanum, sem meiríhluti borg- arstjómar gæti ekki stjómað. Við föst íjárlög, sem væra yfirvofandi, mundi ástandið enn versna. Því væri einsýnt að ríkið ætti að kaupa spítlann og reka hann uppá eigin ábyrgð. Borgin ætti hins vegar að snúa sér að öðram viðfangsefnum. Við þetta vöknuðu margir og ját- uðu Borgarspítalanum ást sína og virðingu og fundu sölunni allt til foráttu. Vildu flestir vera áfram í vinnu hjá borginni hvort sem hún borgaði hallann eða ekki. Til vara komu fram tillögur um sjálfseignar- stofnun og virðast mér þær meðan Borgarspítalinn hefur danska skammanótu. Allir luku upp einum munni um það, að þeir vildu ekki sameina Borgarspítalann Ríkisspítölunum, þeir væra bákn. Samvinna spítal- anna væri enda með slíkum ágætum að á því væri engin þörf. Síðan hefur í umræðunni andað heldur köldu til Ríkisspítalanna og er svo langt gengið að forstjórinn skrifar ritstjóram Morgunblaðsins bréf (7), kallar þá vini sina og seg- ir að Ríkisspítalar séu ekki bákn nema skrifstofan kannske, en hún sú ódýrasta í heimi og samvinna sjúkrahúsanna sé hin besta. Hvað er til ráða? Nú geta væntanlega flestir ráðið af ofangreindu að mér þyki ekki mikið til skýrslunnar eða þessara umræðna koma. og satt er það, mér þykja fáar málefnalegar ábend- ingar koma fram um hvemig eigi að reka Borgarspítalann. Þó er í tillögum í skýrslunni til borgar- stjóra komið að kjama vandamála sjúkrahúsa í Reykjavík að verka- skiptingu vantar. Og orð borgar- stjóra eru skýr, hann ætlar ekki að láta borgina greiða tap á spítala sem hún getur ekki stjómað. En lítum á nokkur atriði. 1. Ríkið kaupir alla þjónustu sjúkrahúsanna og mestalla aðra heilbrigðisþjónustu í landinu. 2. Það hlýtur að vera meginmark- mið ríkisins að kaupa þessa þjónustu á hagkvæmu verði, en það er varla aðalatriði af hverj- um það kaupir þjónustuna. 3. I raun era sjúkrahúsin í heild á föstum fjárlögum þar sem svig- rúm til að auka umsvif sjúkra- húsa án samþykkis heilbrigðis- °g tryggingamálaráðuneytisins er lítið ef það þá fylgist með málinu. 4. Samvinna sjúkrahúsanna í Reykjavík er með ágætum ef á henni þarf að halda. Enda er starfsfólk heilbrigðisþjón- ustunnar þekkt að hjálpsemi. En hvað rekstur varðar er sam- vinnan hverfandi lítil. Til er samvinnunefnd sjúkrahúsa sem ræðir mál sem eru nógu ómerki- leg til að valda ekki ágreiningi svo sem samræmd nafnspjöld fyrir starfsfólk. 5. Verkaskipting er lítil á milli sjúkrahúsanna í Reykjavík; nema á bráðamóttökudögum. I rauninni er óvíða verkaskipting nema þar sem verkefnin era svo umfangslítil eða sérhæfð að það er alveg ómögulegt að sinna þeim á fleiri en einum stað. Að öðra Ieyti stunda sjúkrahúsin að mestu sjálfsbjargarbúskap og látast ekki vita hvert af öðru. Þetta á við um röntgendeildir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.