Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 21 almennar rannsóknastofur og sjúkradeildir. 6. Daggjöld eða föst fjárlög hafa lítil áhrif á rekstur spítala. Mestu varðar hvort stjómendur hafa það að megin markmiði að halda rekstrinum innan fjárhags- ramma eða þjóna sem flestum sjúklingum án tillits til kostnað- ar. Þó byggja daggjaldasjúkra- hús góðan fjárhag sinn á vaxandi sjúklingafjölda, en gróska mundi færast í fjárhag sjúkrahúss á föstum fjárlögum með minnkandi sjúklingafjölda, enda nýtur þetta kerfi stórrar virðingar í fjármálaráðuneytinu. 7. Daggjaldakerfið er að því leyti gallað að legudagar eru mjög misdýrir eftir sjúklingum og hefur daggjaldanefnd lítið gert til að meta kostnað eftir sjúkl- ingum. Hjá henni gildir sem fyrr legudagur er legudagur er legu- dagur. Kerfi fastra fjárlaga á heldur enga lausn á þessu, enda er það í lausu lofti meðan verk- in, sem fást eiga fyrir fjárveit- inguna, hafa ekki verið skilgreind. Mannkindin er í eðli sínu ákaf- lega íhaldssöm. Þar gildir einu hvort haft er í huga prentfrelsi, útvarps- frelsi, sameining nær mannlausra sveitarfélaga, sala Landsmiðjunnar eða rekstur frystihúsa. Og erfítt er að fá menn til að mæla nokkuð af rökvísi í þessum tilfínningamálum. Mér fínnst skemmtilegasta dæmið um þetta Ióðaúthlutun í Reykjavík. Þar hafði vinstrimeirihlutinn af góðum hug til þegnanna búið til sænsk-rússneskt úthlutunarkerfí fyrir lóðir og þótti ýmsum fram- faraspor því enginn sá aðra möguleika en skömmtun. En mikið er nú nýja lausnin viðfelldnari að láta bara alla hafa lóð. Ekkert bákn. En þessu verður ekki allstaðar komið við. Víst mætti hugsa sér að gera það að einkamáli manna að borga sjúkrahúsvist. En meðal- sjúkrahúslega kostar 100 til 200 þús. kr. svo ljóst er að það mun vefjast fyrir mörgum að borga. Engum verður neitað um sjúkra- húsvist því samhjálpin er aðal íslendinga. Því verður að skoða rekstur heilbrigðisþjónustunnar út- frá því sjónarmiði að ríkið sé kaupandinn. Mönnum hefur lengi verið ljóst að það þarf að stokka upp stjóm heilbrigðismála. Ljósustu dæmin um það era: Forustuleysi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Aandvaraleysi Trygginga- stofnunar. Steinruni daggjaldanefndar. Margskonar hagsmunaárekstrar og viljaleysi hafa komið í veg fyrir að slíkt væri gert. En fyrst borgar- stjóri hefur gefíð upp boltann þá er um að gera fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að nota tækifærið og taka málefnalega á verkaskiptingu sjúkrahúsanna, og láta nú ekki allt renna út í sandinn eins og í Útvegsbankamálinu. Ekki þvælast framsóknarmenn fyrir hér. Ráðherra hefur sýnt málinu áhuga. Heimurinn ferst ekki þó ekki séu allir sammála, en ef hægt er að sýna hver tilgangurinn með breyt- ingunni er mun hún hljóta stuðning. Það er ekki alltaf hægt að láta nægja að auglýsa eftir tillögum frá starfsfólki um hvað það langi til að gera. Meginsjónarmið ríkisins verður að vera hvemig næst mest hagkvæmni í rekstri. Þetta ætti auðvitað að vera meginviðfangsefni ráðherra og ráðuneytis. En þar fínnst mér hafa verið nokkur brota- löm og þetta má líka lesa í Borg- arspítalaathuguninni. Mér fínnst ráðherrar og ráðuneyti hafa miklu meiri áhuga á að fá að samþykkja beiðnir starfsmanna um utanlands- ferðir heldur en að marka einhveija stefnu í heilbrigðismálum. Þetta smitast svo til stjómenda spítalanna sem líta á þetta sem lykilatriði í rekstri. Meðan ráðherrar og ráðu- neyti era með hugann við mál einstaklinga frekar en stefnumörk- un mun seint sækjast. Það verður að greina skýrt á milli stefnumörk- unar og almennrar stjómunar. Það þýðir heldur ekkert að kjósa starfs- menn til að stjóma fyrirtæki sem þeir vinna í og segja þeim ekki hvað fyrirtækið á að gera. Stjóm- endur verða að læra að skilgreina og virða síðan hlutverk starfs- manna. Ráðherra og ráðuneyti verður að marka stefnuna. Stjóm og framkvæmdastjóri verða að bera ábyrgð á framkvæmd hennar. Og starfsmennimir eiga að fram- kvæma stefnuna, en ekki sitja í stjóm og ákveða að gera eitthvað annað, hvað sem það kostar. Segja má að föst fjárlög séu tilraun til áætlanagerðar, þar sem reynt er að meta kostnað við nýja starfsemi í heild, en gallinn er bara sá að ekkert mat hefur farið fram á gam- algrónum rekstri. Ég vil því gera það að tillögu minni, að áður en kveðið verður á um stjómun Borgarspítalans geri menn alvarlega athugun á því að koma upp miklu skarpari verka- skiptingu milli spítalanna í Reykjavík. Þessa verkaskiptingu verður að byggja á aukinni rekstr- arhagkvæmni, og ákveða þarf hvaða skyldum hvert sjúkrahús eigi að sinna. Þá má fara að skoða hvað hlutimir eiga að kosta. Eftir að búið er að festa hvað hver á að gera mun verða léttur leikur að fínna stjóm til að bera ábyrgð á framkvæmdinni. Þá er hægt að ganga eftir því að sá sem hefur fjárveitingar til að reka öldranar- lækningadeildir geri svo, en aldraðir gangi ekki sífellt af hversu mikið sem byggt er. Það er líka fráleitt að það sé íþynging fyrir heilbrigðis- þjónustuna að taka á móti sjúkling- um á slysavarðstofunni, heldur skuli stofna fyrir þá sérstaka vakt í Heilsuvemdarstöðinni. Mér segir svo hugur um að þama sé verið að gæta hagsmuna einhverra annarra en heildarinnar. Einnig má beina kaupum á rannsóknum til rann- sóknastofa í eigu ríkisins þar sem þær era ódýrari. Miklu skiptir nú að ríkisvaldinu takist að auka tiltrú manna á að forasta ríkisins í heilbrigðismálum hafi metnað til að halda sífellt áfram umbótum á íslenskri heil- brigðisþjónustu, en þau séu ekki þreytandi skylduverk sem helst þarfnist niðurskurðar. Hingað til hafa framfarimar verið meira undir einstökum stjómendum komnar. Tvennt er þó freistandi að hafa í huga. Möguleika sjúkrahúsa að framkvæma og fá greidd verk sem ríkið borgar ekki og tryggja þannig nýsköpun á spamaðartímum og hitt að einangra heilbrigðis- og trygg- ingakerfið frá öðram íjármálum ríkisins, útvega því sérstaka tekju- stofna og blanda ekki saman rekstri spítala og byggingu flugstöðva. Margir töldu það óheillaspor að hverfa frá fjármögnun gegnum Tryggingastofíiun og sjúkrasamlög með hóflegum nefskatti að hluta. Það er auðvitað leiðinlegt fyrir starfsmenn Borgarspítalans að sitja undir áburði um léleg störf þótt til- hæfulaus sé. En þeir geta þó huggað sig við að fá ekki aðra eins útreið eins og fíæðslustjórinn á Norð-Austurlandi. Það minnir mig á að það var einu sinni fræðslu- stjóri sem fór ferlega i taugamar á borgarstjóra, en borgarstjóri hafði ekki hið landsfræga vald til að reka hann. En þá var hann bara lokaður úti. En það fréttir menntamálaráð- herra áreiðanlega ekki fyrr en eftir hundrað ár. Tilvitnanir: (1) Harvard Business Review, sept-okt. 1972. (2) Morgunblaðið, 8. nóv. 1986. (3) Borgarspítalinn ársskýrsla 1985. (4) Arsskýrsla sjálfseignarstofnunar St Jósefsspítala Landakoti 1985. (5) Ríkisspítalar ársskýrsla 1985. (6,7) Morgunblaðið 13. jan. 1987. Höfundur er verkfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri tæknisviðs Ríkisspítala. Já, hann er opinn, því þú ræður hversu margar raðtr þú kaupir. Lág- markið er 81 röð, há- marlcið er 10.368 raðir. Hversu mórg merki? Etns mörg og þú viH; eítt, tvö eða þtjú, ailt eftir því hve mlkil óvissa ríkir um úrslitin Hvaða leikir eru í þessarí viku? Það getnr þú séð í dagbiöðuiium. Símaþjónusta Nú er sama hvort þú býrð á Stór-Reykja- víkursvæðinu eða úti á landi og það er sama hvort úti er sól og biíöa eða stórbylur, nú þarft þú ekki lengur að hafa áhyggjur af því að getraunaseðlamir þínir komist ekki til skila á réttum tíma. Þú tekur bara upp símtólið og hringir í okkur hjá íslenskum getraunum í síma 688-322, geftir okkur upp númerið á greiðslukortinu þínu, hversu margar raðir þú viljir hafa á opna kerfísseölinum þínum, hvernig þú vilt að þær séu fylltar út og hvaöa söluaðili fær sölulaunin. Þessi þjónusta verður veitt alia föstudaga frá kl. 9.00 til kl. 17.00 og á laugardögum frá kl. 9.00 til kl. 13.30. Það er von okkar hjá íslenskum getraunum, að þessí nýjung mælist vel fyrir og jafni aðstöðu hinna fjölmörgu viðskiptavina okkar til að taka þátt í leiknum, hvar sem þeir búa á landinu. Taktu nú upp símtólið, við erum í síma 688-322 og við hlökkum til að hey ra í þér! ÍSLENSKAR GETRAUNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.