Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Indland: Mesta bankarán frá sjálfstæð- istökunni 1947 Nýju Delhi. AP. HRYÐJUVERKAMENN úr hópi síkha, sem klæddust lögregiu- búningum, rændu jafnvirði 4,4 milljóna Bandaríkjadala í ríkis- banka í Punjab-ríki í gær, að sögn indversku fréttastofunnar UNI. Fréttastofan sagði, að ránið væri hið mesta frá sjálfstæðistöku lands- ins árið 1947. Samkvæmt frásögn UNI voru ræningjamir 15 að tölu og allir vopnaðrir. Þeir létu greipar sópa í Punjab National Bank, fimmta stærsta banka Indlands. Komu þeir akandi í sendiferðabíl og létu verða sitt fyrsta verk að afvopna „starfs- bræður" sína, sem voru á gæsluvakt í bankanum. Austurríki: Ráðherra lögsækir Jerusalem Post Vín, Reuter. ALOIS Mock, formaður austurríska Hægri flokksins og aðstoðarmaður Vranitsk- ys kasnslara, hyggst lög- sækja ísraelska dagblaðið Jerusalem Post vegna bréfs er blaðið birti og eignað var Mock. í bréfinu, sem sagt var að Mock hefði sent Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, var hvatt til þess að Kurt Waldheim Austurrík- isforseti segði af sér undir því yfirskyni að heilsa hans færi þverrandi. Sagði ennfremur að ásakanir á hendur Wald- heim um aðild hans að stríðsglæpum nasista á árum síðari heimsstyijaldarinnar hefðu gert honum ókleift að sitja lengur á forsetastóli. Síðar kom í ljós að bréfíð var falsað og mun Mock leggja fram formlega lögsókn á hend- ur Jerusalem Post á morgun eða laugardag. Ungliðar íþjálfunarbúðum Friðarviðræður milli skæruliða kommúnista og stjómar Corazon Aquino forseta Filippseyja hafa mnnið sitt skeið á enda og hafa átök blossað upp á ný. Kommúnistar hafa barist gegn stjómvöldum á eyjunum undanfarin 18 ár. Myndin sýnir ungliða hreyfingar kommúnista þjálfa sig í manndráp- um og skotfimi. Bankaránið í Marseille: F engnrinn 200 milljón- ir franka Marseille, Reuter. MENNIRNIR sem rændu banka í Marseille á suðurströnd Frakk- lands á mánudag höfðu um 200 milljónir franka, eða jafnvirði 1,3 milljarða ísl. króna, upp úr krafsinu, að sögn lögreglu. Ránið ér hið mesta í sögu Frakk- lands og aðeins ránsfengurinn í innbrotinu í Brinks Mat-fyrirtækið á Heathrow-flugvelli árið 1983 var hærri, en þá var stolið gulli að jafn- virði rúmlega 1,5 milljarði ísl. króna. Ræningjamir í Marseille komust undan um göng, sem þeir höfðu grafið að bankanum úr holræsa- kerfi borgarinnar. Minnir ránið að ýmsu á rán „ræsarottanna" í Nizza fyrir áratug. Ránsfengurinn var hins vegar mun meiri í Marseille. Lögreglan telur sig vera komna á slóð ræningjanna og segist hafa fengið ýmsar vísbendingar, sem vonast er til að leiði til handtöku þeirra. Vopnasölumálið: Bauðst McFarlane til að verða gísl gegn frelsi gísla í Líbanon? New York, Teheran, Washington. AP. Reuter. ALI Akbar Hashemi Rafsanjani, forseti iranska þingsins, sagði I gær að Robert McFarlane, fyrrum öryggisrágjafi Reagans Bandaríkjafor- seta, hafi boðist til að sitja í gíslingu í Teheran gegn því að Bandarikjamenn í gíslingxi i Líbanon yrðu látnir lausir. „Við erum ekki mannræningjar McFarlane var lagður inn á og höfnuðum að sjálfsögðu þessu sjúkrahús á mánudaginn vegna tilboði," sagði Rafsanjani. Hann sagði að McFarlane hefði boðið að hann og níu samferðamenn hans í leynilegri ferð til írans í maí í fyrra, yrðu teknir til fanga en Bandaríkja- menn, sem væru gíslar mannræn- ingja úr röðum öfgamanna múhameðstrúarmanna í Líbanon yrði sleppt í staðinn. Rafsanjani sagði McFarlane hafa komið með þetta tilboð þegar hann kom til Teheran á fölsku írsku vega- bréfi með flugvél, sem flutti varahluti í herflugvélar og bifreiðar hersins. meintrar sjálfsmorðstilraunar. Rea- gan forseti sagðist í gær mjög sleginn yfir þessum fregnum og kvaðst eiga þá von eina að hann næði fullri heilsu sem allra fyrst. Reagan svaraði í fyrradag spum- ingum nefndar um hlutdeild sína í vopnasölumálinu, sem valdið hefur mikilli stjómarkreppu í Washing- ton. Tower-nefndin, sem Reagan skipaði til að kanna hlutdeild Þjóð- aröryggisráðsins í vopnasölunni til Irans og peningagreiðslum til Contra-skæruliða í Nicaragua, hef- ur komist að því að ráðið aðstoðaði einkaaðila í því að útvega skærulið- um fjármuni á sama tíma og landslög bönnuðu aðstoð við skæru- liða. New York Times skýrði frá þessu í gær og bar fyrir sig heim- ildamenn, sem komið hafa nálægt starfi nefndarinnar. George Shultz, utanríkisráð- herra, sagði að það væri bull að írönskum embættismönnum hefði verið gefið upp beint símanúmer til Reagans forseta þegar þeir vildu reyna að koma viðræðum ríkjanna aftur af stað nýverið. Arturo Cruz, skæruliðaleiðtogi í Nicaragua, sagðist í gær ætla að draga sig í hlé vegna ágreinings við aðra skæruliðaleiðtoga. Cmz er fyrrverandi sendiherra sandinista- stjómarinnar í Washington. Hann sneri baki við byltingu sandinista og gekk til liðs við skæruliða. Hann var einn af þremur æðstu leiðtogum skæruliða og sá sem mests traust naut innan Nicaragua og utan. Hann sagði ágreining við stjómend- ur regnhlífarsamtaka skæmliða- hreyfinganna hafa knúið sig til þess að segja af sér forystuhlutverki fyrir skæmliða. Grænland: Skýrsla OECD: Bandaríkj amenn enn best stæðir Islendingar vel settir París. Reuter. BANDARÍKJAMENN eru betur stæðir en þegnar nokk- urs annars vestræns ríkis og tölfræðilegar upplýsingar sem benda til þess að Japanir séu að ná þeim, eru vill- andi, eftir því sem fram kemur í skýrslu er Efnahags- og framfarastofnunin (OECD), gaf út sl. þriðjudag. í skýrslunni segir, að fram- leiðsla á mann í bandarísku efnahagslífi sé mun meiri en í öðmm vestrænum ríkjum og að nýlegar tölur, sem gefi til kynna minnkandi mun, sýni í raun aðeins breytingar á verðmæti gjaldmiðla. Til dæmis sé það magn vöm og þjónustu sem hver Japani skili af sér, 30% minna en framlag hvers Bandaríkjamanns. Samkvæmt skýrslunni var landsframleiðsla (GDP) á mann í Bandaríkjunum 17.200 dollarar ( 706.000 ísl.kr.) árið 1986, en landsframleiðsla Japana 71% af þeirri upphæð. Landsframleiðsla Kanadamanna var 91% af GDP Bandaríkjamanna. Vestur-Þjóð- veijar, Svíar, Norðmenn, Danir og Luxemborgarmenn em taldir best stæðir Evrópuþjóða með 75%-85% af landsframleiðslu Bandaríkjamanna. Bretar, Frakka, Belgar, Hollendingar, Austurríkismenn og Finnar með 60%-70%. Grikkir, Irar, Portúgalir og Spánveijar með 35%-50% og ítalir með 57%. íslands var ekki getið í skýrsl- unni, en Már Guðmundsson í Hagfræðideild Seðlabankans sagði í samtali við Morgunblaðið, að samkvæmt bráðabirgðatölum væri landsframleiðsla á mann á íslandi kr. 598.000 árið 1986, sem væri 84,7% af landsframleiðslu Bandaríkjamanna, samkvæmt skýrslu OECD. Vilja Dani burt úr útgerðinni Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun, SAMTÖK grænlenzkra veiði- og fiskimanna, KNAPK, hafa sam- þykkt að hvetja landsstjórnina til að beita sér fyrir þvi að losa sjáv- arútveg Grænlendinga undan dönskum áhrifum fyrir árslok. Það er fyrst og fremst í útgerð, sem danskir aðilar eru umsvifamiklir og vill KNAPK að grænlenzkir aðilar kaupi þá út. Samtökin vilja einnig að fískveiðilögunum verði breytt þann veg að erfiðara verði að stunda útgerð frá Grænlandi. Vilja samtökin að aðeins þeim verði heimilt að eiga togara og stunda útgerð frá Grænlandi sem búsettir hafa verið í landinu í ára- tug. Ennfremur að veiðileyfi verði aðeins veitt einstaklingum, sem greitt hafa skatta á Grænlandi í fímm ár og starfa í sjávarútvegi. Samkvæmt gildandi fiskveiðilög- um er aðeins gerð krafa um tveggja ára búsetu til þess að mega eiga skip og stunda útgerð frá Grænlandi og til þess að fá veiðileyfi. KNAPK heldur því fram að margir Dananna sem eiga í grænlenzkum útcerð<^_ ’ ■ ............ " “ ';::rtsqum eigi ekki heimili þar í Grænlandsfréttaritara Morgunblaðsins. landi, heimilisfang þeirra sé póst- hólfsnúmer. Svíþjóð: • • Oruggt meðal við kíghósta Stokkhólmi. Reuter. HÓPUR sænskra visindamanna tilkynnti i gær, að hann hefði lok- ið tilraunaframleiðslu á fullkom- lega öruggu meðali við kighósta. Per Askelof, sem starfar hjá Gerlarannsóknastofnun sænska ríkisins, sagði, að nýja lyfíð mundi útrýma öllum hættulegum fylgifísk- um þeirra bóluefna, sem nú væru notuð. Sjaldgæf tilfelli heilaskemmda hjá bömum, sem sprautuð hafa verið, hafa verið rakin til fyrmefndra bólu- efna, en þau hafa verið framleidd úr sérstaklega meðhöndluðum kíghóstagerlum. Nýja lyfið er búið til úr ’dTr., Seiii koma af stað móteftiamynd- un gegn sjúkdómnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.