Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 33 AKUREYRI Sjónvarp Akureyr Á FUNDI stuðningsmanna Stef- áns Valgeirssonar í fyrrakvöld var samþykkt að bjóða fram undir nafninu „Listi jafnréttis og félagshyggju“ í alþingis- kosningunum í vor. Að sögn Haraldar M. Sigurðs- sonar, kosningastjóra Stefáns, mættu um 50 manns á fundinn. Hann sagði skiptar skoðanir vera um það hvort grípa ætti til úrsagn- Raflína í sundur: Bylgjulaust í hálfan sólarhring EKKERT heyrðist í útvarpsstöð- inni Bylgjunni norðan heiða frá þvi á miðvikudagskvöld þangað til um kl. 10 fyrir hádegi í gær. Ástaaða Bylgjuleysisins var sú að raflína inn í Bamaskóla Akureyrar fór í sundur í fyrrakvöld, en í húsinu er einmitt staðsettur sendir Bylgjunn- ar. Af sömu orsökum hófst kennsla í skólanum í gær ekki fyrr en um tíuleytið, þegar viðgerð var lokið. Sérframboð Stefáns: Ekki samtök um úrsögn ar manna úr Framsóknarflokknum — og hefði niðurstaðan orðið sú að hver og einn yrði að gera það upp við sig hvort hann segði sig úr sínu félagi eða ekki. Bjóst Har- aldur við að ljóst yrði í byijun næstu viku hvað menn gerðu í þeim efnum. Morgunblaðið/Flosi Jónsson Jón Páll á lyftinganámskeiði JÓN PÁLL Sigmarsson, „sterkasti maður í heimi“, kom fyrir skömmu á námskeið í lyfting- um sem Lyftingaráð Akureyrar gengst nú fyrir og lýkur með keppni eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrr í vikunni. Það vakti mikla lukku strákanna á námskeiðinu að fá Jón Pál norður, og er von á honum aftur þegar mótið verður haldið. Myndin var tekin á námskeiðinu — Jón Páll segir strákunum til. Afmæli Varðar VÖRÐUR, félag ungra sjálf- stæðismanna, fagnar 58 ára afmæli sínu annað kvöld í Sjall- anum. Fagnaðurinn hefst með borðhaldi kl. 20.00 og dansleik- ur stendur til kl. 03.00 Gestir á afmælishófínu verða t Halldór Blöndal alþingismaður, Jóii Magnússon, sem er á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Tómas Ingi Olrich sem skipar þriðja sæti lista flokksins í Norður- landskjördæmi eystra. Þess má geta að Jón Magnússon verður með ræðunámskeið á veg- um Varðar um helgina. Og í tengslum við afmælið verður kaffí og kökuhlaðborð á skrifstofu flokksins í Kaupangi á sunnudag frá kl. 15.30. Þeir sem hyggja á þátttöku í afmælishófinu í Sjallanum eru beðnir að tilkynna þátttöku á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Kaupangi í kvöld kl. 20.00 og 22.00. FÖSTUDAGUR 13.febrúar § 18.00 Erfiðleikarnir(Stomning Home). Bresk sjónvarpskvikmynd frá CBS-sjónvarpsstöðinni með Gil Gerard og Llsa Blount í aðal- hlutverkum. Áhyggjulaus vöru- bílstjóri reynir að ná athygli 12 ára dóttur sinnar meö því að slást í hóp með mótorhjólakeppnisliði. 19.30 Teiknimynd. Gúmmíbirnir (Gummi Bears). 19.65 Dynasty. Fyrsta eiginkona Blake Carrington kvaddi hann og börnin fyrir mörgum árum og hef- ur ekki spurst til hennar síðan. Nú birtist hún aftur til þess að bera vitni gegn Blake í réttarsal. 21.00 Um víða veröld. Fréttaskýr- ingaþáttur í umsjón Þóris Guömundssonar. § 21.26 Geimálfurinn (Alf). Banda- rískur gamanþáttur. Alf er furðu- vera í geimnum sem brotlendir geimfari sinu i svefnbæ í Holly- wood ofan á bílskúrTanner-fjöl- skyldunnar. Alf er tekinn inn í fjölskylduna. Þarf ekki að spyrja að því: heimilislífið breytist og hvergrátbroslega uppákoman rekuraðra. § 22.00 Benny Hill. Breskur gaman- þáttur sem farið hefur sigurför um allan heim. §22.36 ArfurBrewster(Brewsters Millions). Bandarisk kvikmynd með Richard Pryor í aðalhlut- verki. Fjarskyldur ættingi arfleiðir Brewster að miklum fjármunum, en með einu skilyrði þó, hann þarf að sýna fram á að hann sé fær um að eyða 30 milljónum dollara á 30 dögum. § 00.20 Kattarfólkið (Cat People). Bandarfsk bfómynd með Nast- assia Kinski og Malcolm McDowell f aðalhlutverkum. Mynd um heltar ástrfður. Myndin er stranglega bönnuð bömum. 02.10 Dagskrárlok. Fjárhagsáætlun Akureyrar fyrir 1987 afgreidd: Fellt að lækka laun bæjar- fulltrúa og nefndamaima FJÁRHAGSÁÆTLUN Akur- eyrarbæjar fyrir árið 1987 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn. Ekki urðu miklar breytingar á milli umræðna, fáeinar þó; til dæmis voru rekstrargjöld lækkuð um tæpar fjórar milljónir króna, rúmar þtjár milljónir voru færðar til eignabreyt- inga og gjaldfærður stofnkostnaður hækkaður um tæpa milljón króna. Framlag til íþrótta- og æskulýðs- mála var hækkað um tvær milljónir króna og fara samtals tæpar 25 milljónir króna í þann málaflokk. Nokkrar umræður urðu um tillögu Sigurðar Jóhannessonar, Framsókn- arflokki, en hann lagði til að laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum á vegum bæjarins yrðu lækkuð um 10%. Með því myndi sparast 1,4 milljónir króna sem Sigurður lagði til að yrði varið til framkvæmda við hjúkrunarheimilið Sel II. Við at- kvæðagreiðslu var tillaga Sigurðar felld með 9 atkvæðum gegn 2 at- kvæðum framsóknarmanna. Gagn- rýndu aðrir bæjarfulltrúar tillöguna, sögðu hana sýndartillögu og allt of seint fram komna. Eftir að tillaga Sigurðar hafði verið felld lagði Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir, Framsókn- arflokki, til að framlag vegna 125 ára afmælis Akureyrar á árinu yrði lækkað um eina milljón króna — úr tveimur í eina — og mismunurinn notaður í framkvæmdir við Sel II. Samþykkt hjúkr- unarfræðinga úr háskólanum VEGNA fréttar 1 blaðinu 1 gær um samþykkt hjúkrunarfræðinga um kennslu i hjúkrunarfræðum i háskóla á Akureyri er rétt að taka fram að þarna var um að ræða ályktun hjúkrunarfræðinga starf- andi á svæðinu sem eru útskrifað- ir úr Háskóla íslands. m»j B-5c.-r.ruí. Hjúkrunarfræðingar sem á sinum tima tóku próf frá Hjúkrunarskóla íslands hafa ekki fjallað um málið. Þessi tillaga var einnig felld, nú með 7 gegn 2 en fulltrúar Alþýðubanda- lags sátu hjá. Minnihlutinn, fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðubanda- lags, sat svo hjá við atkvæðagreiðslu um fasteignaskatt og útsvar. Gagn- rýndu þeir lækkun á álagningu á fasteignaskatt úr 15% í 10% — sögðu það sýndarlækkun. Leikfélag Húsavíkur sýnir í Hafnarfirði: Síldarstemmn- ing á sýningnm — segir formaður leikfélagsins LEIKFÉLAG Húsavikur sýnir leikritið Sildin kemur og sildin fer þríveg- is í Hafnarfirði um helgina. Tvær sýningar verða í kvöld og ein á morgun. María Axfjörð, formaður Leik- félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, skömmu áður en hópurinn lagði í hann suður á land, að verkið hefði gengið mjög vel á Húsavík. „Við erum búin að sýna 31 sinni en hingað til hefur okkur þótt gott að sýna hvert verk 12-15 sinnum," sagði María. Um ástæðu þessa sagði hún: „Sýningin er skemmtileg, leikritið er vel skrifað og íjallað er um efni sem margir hafa upplifað. Fólk á margar góðar minningar frá þessum tíma og okkur virðist hafa tekist að ná þeim blæ sem ríkti. Það er alvöru sfldar- stemmning sem ríkir í leikhúsinu meðan á sýningu stendur." Höfundar leikritsins eru systumar Iðunn og Kristín Steinsdætur. Fyrri sýningin $ kvöld hefst kl. 20.00 í Bæjarbíói og sú síðari kl. 23.30. Á morgun verður svo sýnt kl. 14.00. í gær var orðið uppselt á tvær sýninganna, þá fyrri í kvöld og sýninguna á morgun. „Þetta er 270 manna hús, og í allt erum við búin að selja yfir 600 miða," sagði María_ í“*pur:an isr Íiéim tii Húsavíkur á sunnudaginn og nokkrar sýningar verða á verkinu til viðbótar þar. 27 leikarar taka þátt í sýningunni, en alls starfa um 35 manns við hana. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Frumsýnt var 15. nóvember og sagði María að búist hefði verið við að sýna fram að jólum. Vinsældimar hefðu síðan orðið slíkar að það hefði ekki verið hægt. Næsta verkefni Leikfélags Húsavíkur er Ofurefli eft- ir Michael Cristopher í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Steftit er að frum- sýningu þess um miðjan mars. Skvísurnar skælbrosandi á tunn- unum. Áhorfendur skemmtu sér hið bezta. Morgunblaðið/Guðmundur Svansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.