Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 38
vaer f.\ giTOAnTTTP.öq cnnt\ TWT/TínírnT MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Naglasúpa Kvennalistans eftír Unni Sólrúnu Bragadóttur Markmiðin Eftir lestur greinar Sigríðar Dúnu í Morgunblaðinu 5/2 1987, get ég ekki á mér setið að svara. .1 sannleika sagt varð ég fyrir tals- verðum vonbrigðum með greinina. Ég hef borið hlýjan hug til Kvenna- listans eins og svo margar konur á vinstri kanti stjómmálanna. Þær vöktu mikla athygli á málefnum meirihluta kvenna og ekki skal ég efast um að Kvennalistinn eigi sinn þátt í mikilli þátttöku kvenna í bar- áttu Alþýðubandalagsins nú í þessum kosningum, því þær hafa svo sannarlega vakið athygli á fæð kvenna á listum stjórmálaflokkanna svo og lítilli þátttöku og tækifærum þeirra í stjómmálum almennt. Þess vegna skýtur það skökku við, finnst mér, þegar Kvennalistinn ætlar nú að bjóða fram í öllum þeim kjör- •dæmum þar sem konur eiga góða möguleika á að komast inn á þing, en ekki þar sem engar konur eru í baráttusætum. Þá allt í einu skipt- ir þátttaka okkar kvenna ekki máli lengur og hefur maður jafnvel á tilfinningunni að um fyrirlitningu sé að ræða frá Kvennalistans hálfu. Kannski þær álíti okkur ekki konur lengur, þar sem við störfum við hlið karla. Með þessu háttalagi em þær horfnar frá sínum upphaflegu markmiðum og það finnur maður glöggt á grein Sigríðar Dúnu. Að karlar skemmi fyrir körlum á sama hátt og konur fyrir konum í þess- ari kosningabaráttu er einfaldlega ekki rökrétt á þeiiji forsendu sem það er sett fram. Á Alþingi höfum við nær eingöngu karla en aftur á móti alltof fáar konur og finnst mér Kvennalistinn ósamkvæmur sjálfum sér að bjóða fram, einmitt þar sem konur eru í baráttusætum, og þar sem Kvennalistinn eygir sáralitla möguleika á þingsæti, ef nokkra. Kosningabaráttan í upphafí greinar er talað um kosningabaráttuna, að hún sé ber- sýnilega hafin, þ.e. hjá öllum öðrum en Kvennalista. Ég get nú ekki séð annað en Kvennalistinn sé á fullu í kosningabaráttu og sker þær sig í engu úr, nema að það heiti eitt- hvað annað hjá Kvennalista. Vissulega er orðið „kosningabar- átta“ neikvæðrar merkingar í margra munni en hún er staðreynd. Ég fær ekki séð að t.d. vinnubrögð Kvennalistans á Austijörðum skeri sig í nokkru úr hvað varðar vinnu- brögð í kosningabaráttunni, ekki nema kannski að þvi leytinu að fast virtist þrýst á framboðið að sunnan, sem í sjálfu sér er eðlilegt miðað við að nýtist austfirsk at- kvæði Kvennalista á annað borð er líklegast að þau nýtist á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Að sjálfsögðu er ég í kosninga- baráttu og dreg enga dul á það. Gegn þeirri staðhæfingu að pólitík snúist ekki eingöngu um málefni vil ég benda á að málefnaleg af- 0 „Eg get nú ekki séð annað en Kvennalistinn sé á fullu í kosningabar- áttu og skera þær sig í engu úr, nema að það heiti eitthvað annað hjá Kvennalista.“ staða okkar byggir á grunni jafn- réttishugsjónarinnar og réttlætis. Ut frá þeim grunni viljum við að samfélaginu sé stjómað, við beij- umst fyrir málefiium sem við álítum að veiti meirihluta þjóðarinnar þá mannlegu vellíðan sem allt snýst um. Við reynum að kynna þetta fyrir sem flestum, við erum í kosn- ingabaráttu og reikna ég með að slíkt megi einnig segja um ykkur. Málefnagrunnur Kvennalistans í greininni segir að Kvennalistinn byggi stefnu sína og hugmyndir á reynslu allra kvenna sem hvorki verði skilgreind til hægri né vinstri. Þetta er það sem helst á að skilja stefnu Kvennalista frá öðrum flokk- um En aðstæður kvenna í sam- félaginu eru mjög mismunandi eftir menntun, flárhag og umhverfi. Gæti ekki verið að meðal kvenna líkt og karla rækjust á grundvallar- hagsmunir einmitt vegna þess að aðstæður okkar kvenna eru svo mismunandi? Hinir stjómmála- flokkamir ganga út frá mismunandi sýn á samfélagið og þar em mis- munandi hagsmunir hafðir í fyrir- rúmi. Alþýðubandalagið beitir sér t.d. fyrir félagslegum umbótum og berst fyrir hagsmunum launþega og þeirra sem minna mega sín, hvort sem um ræðir karla eða kon- ur, meðan höfuðandstæðingur okkar berst fyrir frelsi markaðsafl- anna og auknu ríkidæmi þeirra sem nú þegar em vellauðugir. Þama finnst mér að þið hefðuð átt að leggjast á eitt með okkur og beij- ast gegn þeirri uggvænlegu þróun sem átt hefur sér stað. Allir stjóm- málaflokkamir kljást við sama samfélagið en bara með mismun- andi hagsmuni í huga. Kvennalist- inn kemst ekki hjá því að taka á allflestum málasviðum á Alþingi, hann tekur meira að segja afstöðu í bankamáiinu umtalaða, sem ég veit að stór hluti kvenna lætur sig litlu skipta. Málið er að þið gerið ykkur ljóst að sú vinna sem þið innið af hendi á þingi mótast ekki bara af reynsluheimi hvenna, flokk- ur sem berst fyrir jafnrétti kvenna hlýtur að byggja stefnu sína á al- mennum jafnréttisgmndvelli. Að Kvennalistinn sé hvorki ti! hægri né vinstri tel ég alrangt. Kvennalistinn hefur beitt sér fyrir félagslegum umbótum og sýnt sig andstæðan óheftri markaðshyggju, Kvennalistinn og Alþýðubandalagið hafa oftar en ekki verið sammála og sýnt það í verki. Kvennalistinn hefur aftur á móti ekki þorað að skilgreina sig sem félagshyggju- fiokk og að taka afstöðu til her- stöðvarinnar og NATÓ, sennilega af ótta við atkvæðamissi og skilur það skýrt á milli þessara tveggja stjómmálaflokka. Þið segið að lífið sé konum nákomið, sem er alveg satt, en Sigríður, lífið er nákomið öllum lifandi verum, meira að segja karlmönnum. Þeir sem í raun styðja friðarbaráttu í heiminum styðja ekki aðild íslands að hemaðar- bandalagi og ekki dvöl erlends hers á landinu, því hvomtveggja er jú hluti vígbúnaðarkapphlaupsins. Eg tek bara undir orð bandarískrar friðarhreyfingar: Engin hemaðar- bandalög og burt með bandarískan her af erlendri gmnd. Kísilmálverksmiðjan við Reyðarfjörð Kvennalistinn er alfarið á móti fyrirhugaðri kísilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð. í greininni er nefht að þessi verksmiðja hafi nú þegar kostað 130 milljónir án þess að vera risin. Þetta segir að sjálfsögðu ekkert um ágæti verksmiðjunnar, en er eingöngu opinbemn á vinnu- brögðum gullkálfanna og álít ég að Sigríður Dúna ætti að þekkja það vinnulag eftir að hafa starfað í þingminnihluta á móti ríkisstjóm sem virðist meistari í að ausa fé í ekkert en spara það í allt sem al- menningi kemur til góða. Naglasúpan Málflutningur Kvennalistans minnir óneitanlega á ævintýrið um naglasúpuna, þar sem naglinn átti að vera uppistaða hennar, en svo reyndist þetta bara ósköp venjuleg kjötsúpa. Ég tel nefnilega að Kvennalistinn sé í raun að móta baráttu sína sem ósköp venjulegur fijálslyndur stjórnmálaflokkur í stað þess að fylkja konum til bar- áttu með öðmm félagshyggjuöflum í samfélaginu sem kannski reynir aldrei meira á en nú að nái saman. Mér fínnst að Kvennalistinn ætti bara að taka naglann úr pottinum því hann er til einskis nýtur og breytir engu um bragð súpunnar. Greinarhofundur skipar 2. sætiá lista Alþýðubandalagsins á Aust- urlandi. Kápumynd Samtiden. hafandi. Elisabeth Badinter setur þetta og í samhengi við þá breyt- ingu sem hefur orðið til eigins sjálfs. „Eg-ið er orðið dýrmætasta eign okkar og eiginleiki. Áður var óvið- kunnanlegt að tala um eigið sjálf, þaðan af síður að gera það að hálf- gildings réttlætingu fyrir tilvemna. Það varð að láta líta út fyrir að hinn væri þýðingarmeiri en sjálfið. Unga kynslóðin nú og hinar næstu vilja ekki sjá þessa kenningu og líta á hana sem hræsni. Þau vilja nýta sitt eigið sjálf — ég-ið — ekki síður en sjálf hins.“ Margt fleira efni er í heftinu, m.a. grein eftir Jan Knott, Kropps- lig erindring. Irene Engelstad skrifar um Smertens böm. Þar er saga eftir Hans Jægers, sem kom út fyrir hundrað áram og hefur ekki verið í neinum hávegum höfð í norskum bókmenntum fyrr en á allra síðustu ámm, að hún hefur hlotið eins konar uppreisn. Eitt af verkum Jóhönnu B. Wathne. Jóhanna B. Wathne sýnir í Hveragerði Hveragcrði. NÚ STENDUR yfír málverka- sýning í Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. Þar sýnir frú Jó- hanna Brynjólfsdóttir Wathne 11 olíumálverk á striga. Mynd- irnar eru allar til sölu. Sýningin mun standa um óákveðinn tima. Jóhanna er ekkja Ósvalds Wathne, sem nú er látinn. Vora þau búsett í Bandaríkjunum og er hún þar heimilisföst ennþá, en dvelur nú oft langdvölum hér heima á Fróni. Jóhanna stundaði nám í mynd- list í Reykjavik, Kanada og í Norður-Dakota svo ámm skipti. Hún hefur haldið málverkasýn- ingar í Reykjavík og víðar, síðast í Eden í Hveragerði á síðastliðnu hausti. Sýningin í heilsuhælinu er opin á venjulegum opnunartíma hælis- ins og upplýsingar gefa af- greiðslukonur í verslun hælisins. — Sígrún Ætli prinsinn sjái um uppvaskið? Erlend tímarit Jóhanna Kristjónsdóttir Samtiden 6. tbl. 1986 Útg. Ashehoug forlag „I ævintýrinu er sagt frá því, að prinsinn bjargar prinsessunni og hann leggur drekann að velli. Síðan lifa þau hamingjusöm til æviloka. Því að þannig er ástin, ævilöng sæla með prinsinum, sem kom fram á sjónarsviðið til að forða prinsess- unni ffá öllu sem er vont eða leiðinlegt. En ef maður gefur sig á vald prinsi á hvítum hesti, hvað þá með uppþvottinn og jafnréttið? Ög getur einn veslings prins veitt inni- hald í heila konuævi, bara af því að hann er prins?“ Eitthvað á þessa leið hefst grein eftir Sissel Lie í nýjasta hefti norska ritsins Samtiden. Greinin heitir „ .. .leve lykkelig med sukker paa glimt fra kjærlighetens historie". Sissel Lie skrifar um hugtakið ást, og hvemig hefur verið reynt að skilgreina það gegnum aldir. Á hveijum tíma er ástin breytileg, þótt óneitanlega sé alltaf verið að tala um ákveðna og „fasta" tilfinn- ingu, sem í gmndvallaratriðum hefur ekki breytzt. Og hvað er hún þá? Er hún gimd og kynhvöt? Er hún rómantík og nötrandi tilfinn- ingasemi? Er hún vinátta og samlyndi? Trúnaðartraust? Tengist hún efnahag? Bömum? Líklega öllu þessu og vel það. Líklega er ástin margslungnasta og óskilgreinan- legasta og óskiljanlegasta hugtak sem manneskjan upplifir um sína ævidaga. Grein Sissel Lie er fróðleg þótt hún leysi ekki málið endan- lega Hún segin „Umræður um ástina ættu kannski að leiða okkur í allan sannleika um hvers við get- um krafízt af ástinni, og hvað hún getur heimtað af okkur. En þó hef- ur kenningum af þessu tagi verið hafnað að nokkm í fagurbókmennt- um og sorpritabókunum. Á því andartaki, sem við horfum í augun á manni eða konu, sem við elskum, vitum við, að hvað sem ástin er og hvað sem öllu öðm líður, er ástin til. Það er aðeins á okkar valdi, hvers og eins, að klæða þá tilfinn- ingu í orð.“ í þessu hefti af Samtiden em fleiri greinar, sem tengjast hinu vinsæla viðfangsefni, samskiptum kynjanna. Trond Berg Eriksen skrifar um Kroppens hevn. Per Buvik: Naar det intime blir ekkelt pornografi, sex og erotikk. Síðast en ekki sízt skal nefna grein eftir Peter Kemp, Lyst og moral efter den moralske verdensordens samm- enbmd. Þar skrifar höfundur um bók eftir franska rithöfundinn El- isabeth Badinter. Kenning Badinter í nýrri bók er eitthvað á þessa leið: Hingað til hafa aðeins verið ræddir tveir möguleikar um tengsl milli karls og konu. Annaðhvort bæta þau hvort annað upp, svo að þau geta auðgað hvort annað með ólík- um eiginleikum. Eða þau eiga í stöðugri baráttu um hvort ráði yfir hinu. Badinter sér þriðja möguleik- ann. Að karl og kona verði „hvort annað". Annar sé hinn. Þetta er ekki óhugsandi, vegna þess, að það hefur verið upplýst, að karl og kona hafa í sér bæði kvenlega og karl- lega þætti, það er bara samsetning- in sem er öðmvísi. Hún bendir á rannsóknir og uppgötvanir, sem hafi verið gerðar á sviði lífeðlis- fræðinnar og allra fræða sem henni tengjast. Því gæti kannski rekið að því, að karlmaður geti orðið bams-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.