Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 40
í* 40 T8ex HAÚHaa'í .si auoAauTgöa .GiaAuaviiioaoM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að halda áfram með almenna umfjöllun um merkin sem hófst í gær. Ég er að kynna það kerfi sem ligg- ur að baki túlkun merkjanna. Vog (23. sept.—22. okt.) Vogin er úthverft, frumkvætt loftsmerki. Það táknar að hún er opin og jákvæð í lund, er félagslynd og stjómast af hugsun og skynsemi. Hún hef- ur sterka réttlætiskennd og þolir illa að hallað sé á aðra. Vogin vill vega og meta og á því til að vera lengi að ákveða sig og er stundum óákveðin. Venus er stjómandi hennar: Hún er ljúf og vingjamleg, vill samvinnu, frið og fagurt umhverfi, er oft listræn. SporÖdreki 23. okt.—21. nóv.) Sporðdreki er innhverft, stöð- ugt vatnsmerki. Það táknar að hann er dulur, varkár og hlédrægur, fastur fyrir, ráðrík- ur og oft þijóskur. Hann er tilfinningaríkur, næmur og viðkvæmur. Mars er stjómandi Sporðdrekans: Hann er því skapstór, kappsfullur og tekur ákveðna afstöðu til mála. Al- vömgefni er einkennandi, það að magna upp tilfinningar eða bæla þær niður. Bogmaður (22. nóv.—21. des.) Bogmaður er úthverft, breyti- legt eldsmerki. Það táknar að hann er opinskár og jákvæður í viðmóti, er hress, einlægur og beinskeyttur. Hann er eirð- arlaus, fiölhæfur og fer úr einu í annað. Viðfangsefni hans verða að vera lifandi, skemmti- leg og gefa kost á hreyfíngu og frelsi. Júpíter er stjómandi Bogmanns: Hann þarf að víkka sjóndeildarhring sinn, er vlðsýnn, firálslyndur og fordó- malítill og elskar ferðalög. Steingeit (22. des.—20.jan.) Steingeit er innhverft, fmm- kvætt jarðarmerki. Það táknar að hún er hlédræg og varkár, er jarðbúndin og vill fást við hagnýt og uppbyggileg mál. Hún er skipulögð og á auðvelt með að taka athafnafmm- kvæði og stjóma í verklegum framkvæmdum. Satúmus er stjómandi Steingeitar Hún er ábyrg og formfost, er íhalds- söm og á til að vera stíf. Vatnsberi (21.jan.-19.feb.) Vatnsberi er úthverft, stöðugt lofstmerki. Það táknar að hann er opinn og jákvæður í lund, fastur fyrir og ákveðinn. Hann er skynsemismaður, vill láta hugsun og rök ráða gerðum sínum og getur sett sjálfan sig út fyrir eigin vandamál, á auð- velt með að vera hlutlaus. Vatnsberinn er félagslyndur og þægilegur i umgengni en fer samt sem áður eigin leiðir, er ópersónulegur og sjálfstæð- ur. Úranus og Satúmus era stjómendur Vatnsberans: Hann er ábyrgur, yfirvegaður og skipulagður og á til að vera sérstakur og stundum sérvítur. Fiskur (19.feb.—19. mars) Fiskurinn er innhverft, breyti- legt Vatnsmerki. Það táknar að hann er hlédrægur, mót- tækiiegur, næmur og hefur góða aðlögunarhæfíleika. Fiskurinn er á vissan hátt sam- settur úr öllum hinum merkj- unum, er allt og er alls staðar. Hann er skilningsríkur, um- burðarlyndur, vingjamlegur og þægilegur. Hann er draum- lyndur og oft utan við sig. Neptúnus er stjómandi Fisks- ins: Hann er vfðsýnn og list- rænn, hefur m.a. áhuga á tónlist og dansi, er andlega sinnaður og hefur áhuga á öllu dularfullu og óræðu. liiiiSiS?iSSi?i?!?!!???!i!l!!?ii??!!?!!!!?!i?!?i{?Siii!iii???!?i!i!?iSiiiSiS?i:*?i?SSSi:i,:iiiS!iíiiSiiSiiiií!!ii!{iíií! GARPUR 5EKDMPU/Vt Fyen? Azekstuk qe\m- 5K1RSINS X-9 £fí ORH4M S/ORP-t/Æ/Jtf... ^//J/£> FENNI TOMMI OG JENNI UOSKA FERDINAND SMAFOLK IF IT 6ET5 T00 MEAW, UIE CAN ALU)AY5 TAKE OUT TME TEE5.. Hvar er golfsveinninn Nú, þarna ertu minn? Ef þér finnst pokinn of þungur geturðu tekið ti- stautana úr Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Leikur Polaris og Sigtryggs Sigurðssonar í síðustu umferð úrslita Reykjavíkurmótsins lykt- aði með 65—11-sigri þeirra fyrmefndu. Þessi 11 stig sem Sigtryggur fékk komu alls ekki átakalaust. Óli Már Guðmunds- son þurfti til dæmis að hafa fyrir því að skora 5 stig í þessu spili úr leiknum: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♦ 8 *D6 ♦ K652 ♦ KG985 Vestur Austur ♦ K5 ♦ D106 ♦ 874 VÁG10532 ♦ ÁD103 ♦ 74 ♦ 7632 ♦ ÁIO Suður ♦ ÁG97432 ¥K9 ♦ G9 ♦ D4 Lokasögnin varð sú sama á báðum borðum, þrír spaðar í suður eftir opnun austurs á einu hjarta. I opna salnum spilaði Karl Sigurhjartarson, liðsstjóri Polarismanna, út hjartafjarkan- um. Óli Már lét lítið úr blindum, Ásmundur Pálsson í austur tíuna og Óli átti slaginn á kónginn. Með bestu vöm er samningur- inn dæmdur til að fara einn niður. Vömin á að fá tvo slagi á tromp, auk ásanna í hinum litunum. í öðmm slag spilaði Óli litlu laufí á gosa blinds. Hugmyndin var að skapa inn- komu í blindan á lauf til að spila trompinu þaðan. Ásmundur drap á ásinn, tók hjartaás, og spilaði lauftíunni. Hann reiknaði alveg eins með að makker ætti drottn- inguna og vildi hreinsa stöðuna. Óli eygði nú vinningsglætu. Hann yfírdrap laufdrottninguna með kóng og spilaði laufníunni. Ef Ásmundur trompar ekki strax fara tveir tíglar niður í frílauf og spilið vinnst. En Ás- mundur trompaði, en lét spaðatí- una duga. Óli gat þá yfírtrompað með gosanum, tekið spaðaás og spilað meiri spaða. Vömin fékk því aðeins einn slag á_ tromp. Svo virðist sem Ásmundur gæti hnekkt spilinu með því að trompa með spaðadrottning- unni. En það gengur ekki. Öli yfírtrompar með ás og spilar tígli á kóng blinds. Þá innkomu notar hann til að svína fyrir spaðatíuna og gefur því eftir sem áður að- eins einn slag á tromp. Tækifæri Ásmundar til að hnekkja sögn- inni var að spila tígli í stað iauftíunnar. Á hinu borðinu töpuðust þrír spaðar, svo sveit Sigtryggs græddi 5 stig. SIMTALI er hœgt aö breyta innheimtu- ^wnMffiWiKiinn.Tnw ■•rrni.TTCTiiHfTrvTnrir-TT.y MHHinirirmi-nnmT ■C3MÍECISSISQ1IHI SIMINN ER 691140 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.