Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 n v 43 V eiðiþáttur Umsjón: Guðmundur Guðjónsson Nú vilja útlendingar fara að veiða silung’inn líka Enn vilja útlendingarnir aðallega eiga við laxinn okkar, en það er óðum að breytast og þrengir þá enn að íslenskum stangveiði- mönnum. Er það erfið þróun að vissu leyti, því heim fjölgar mikið íslendingunum sem stunda stangveiði sér til hollustu og ánægju. Miklar auglýsingaherferðir um íslensku veiðiparadísina laða að marga efnaða útlendinga. Hér er unnið að kynningarmyndbandi af Grímsá í Borgarfirði... Kollegi umsjónarmanns þessa þáttar á Tímanum, ES, þýddi nýlega og birti í blaði sínu grein eftir breskan dellukarl í stang- veiði og var sá að veiða á íslandi í fyrsta sinn. Fyrst lá leiðin á Ið- una og þar fékk hann 8 punda lax. En spenningurinn sem þá fór um manninn allan bliknaði við þegar hann kom svo á urriðasvæð- ið í Laxá í Mývatnssveit. Lýsir hann þar með æsingi miklum þessum frægu veiðistöðum, Vörðuflóa, Hofstaðaey og Brota- flóa. Þarna dró sá breski nokkra stóra silunga, allt að 3—4 punda. Segir hann með gleði í lund að það hafi verið búið að vara hann við tökunum, en samt hafi hann gleymt því að freistast til að leggja fingur á línu er einn urrið- inn freyddi og sauð í vatnsskorp- unni. Hann brenndi sig auðvitað. Það er kannski að ástæðulausu sem minnst er á þetta hér, en í kjölfarið á grein Bretans mun fýrirspumum rigna yfír landslýð og sérstaklega auðvitað Mývetn- inga, því þeirra er jú áin. Bretar eru nefnilega mikil silungsveiði- þjóð og nú hafa augu margra þeirra opnast fyrir því að besta urriðaveiðisvæði veraldar, eins og margir fullyrða, sé skammt fyrir norðan þá. Margir þessara manna eiga vel fyrir farinu og veiðileyf- inu, enda er það tiltölulega ódýrt miðað við laxveiðileyfin þótt flest- ir séu á því sem reynt hafa að urriðaveiðin sé talsvert æsilegri og skemmtilegri en laxveiðin. Hróður Laxár er sum sé farinn að berast víða. Ef þessir Bretar væra fyrstir til væri hér kannski ekkert mál á ferðinni. En svo er ekki. Um nokkurra ára skeið hafa komið hingað Norðmenn til urr- iðaveiða í Laxá og er eitt vinsæl- asta karlatímarit Noregs sá aðili sem skipuleggur túrana, „Vi men“ heitir það. „Vi Men“ er einnig farið að auglýsa eftir þátttakend- um í hópferð til dorgveiða á Mývatni og blessunarlega er nóg pláss fyrir þá þar. En þeir norsku era þetta 1—2 vikur á hverju sumri í urriðanum og áhugi hjá þeim fer vaxandi og eftirspumin eftir því, enda er umrætt tímarit duglegt að auglýsa upp Laxá og kallar dæmi sitt (með rentu) „drömresan". Hér er aðeins minnst á þetta vegna þess að viss þróun í stang- veiðimálum hér á iandi hefur orðið til þess að beinlínis þröngva fjöl- mörgum stangveiðimönnum frá þeirri laxveiði sem þeir myndu vel kæra sig um og þá heftir verið leitað á boðleg silungamið. Þótt víða á Islandi megi fínna góða silungsveiði jafnast ekkert á við Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal í þeim efnum. Þróunin sem um er rætt er auðvitað stighækkandi verð á laxveiðileyfum og ásókn útlendinga í laxveiðiámar á besta tímanum. Ef eitthvað þá fer sú aðsókn vaxandi, enda er laxinn farinn að ganga í íslenskar ár á ný. íslendingar era tryggari kúnn- ar, en samt mega þeir alltaf víkja fyrir þeim sem geta borgað meira. Gott dæmi er Hofsá, það leit varla nokkur erlendur við henni meðan hún fór í gegnum sín ördeyðuár. Tryggur hópur íslendinga heim- sótti þó ávallt ána. En um leið og veiðin spratt aftur upp vildu erlendir menn allt í einu ólmir koma. Og þá skipti trygglyndi kúnna litlu. Hvemig era horfumar eigin- lega nú? Er útlendingaásóknin að færast yfír á silungsveiðina líka? Endum við bræður í Hafravatni með olnboga við olnboga? 0, ætli maður hætti þessu ekki fyrr. Það gerist svo sem ekkert á auga- bragði í þessum efnum (sem betur fer), en það er þess vert að staldra við og líta á þessi mál. Það era ýmis teikn á lofti sem innlendir stangveiðimenn ættu að skoða. Kannski að það fari að reyna á samtakamáttinn? P.s. Eftir að þessi pistill var ritaður fréttist að franskir veiði- menn hefðu verið að reyna að fá á leigu Gufudalsá fyrir vestan. Er það skemmtileg á, full af vænni sjóbleikju. Var ekki útséð um hvemig það mál færi síðast er fréttist.. . HVER HÆKKAÐI MINNST? AUÐVITAÐ MAZDA! Könnun Verðlagsstofnunar, sem gerð var nýlega leiddi í ljós að frá því að tollar voru lækkaðir á bif- reiðum í mars 1986 hefur verð MAZDA BIFREIÐA HÆKKAÐ MINNST ALLRA EÐA UM AÐEINS 7% meðan aðrar nýjar bifreiðar hækkuðu um allt að 29%!! Á sama tíma hækkaði japanska yeníð um tæp 10 % svo að verð MAZDA bifreiða er hlutfallslega lægra núna en þegar tollamir lækkuðu. Það sannast því hið fomkveðna, að þú færð alltaf mest fyrir peningana þegar þú kaupir MAZDAU Nú gengur óðtxm á þær sendingar, sem vlð eigtxm væntanlegar fram á vorið. Tryggíð ykkar því bíl strax! Kór Menntaskólans við Sund í tónleikaferð KÓR Menntaskólans við Sund heldur í tónleikaferð I dag, 13. febrúar. Stjómandi verður Þóra Fríða Sæmundsdóttir eins og þrjú undanfarin ár. Kórinn sem var stofnaður 1972 mun halda tónleika á eftirtöldum stöðum: Föstudag í Búðardal, kl. 21, laugardag í Félagsheimilinu Bifröst, Sauðárkróki kl. 17 og sunnudag í Menntaskólanum á Akureyri kl. 16. Kór Menntaskólans við Sund. BÍLABORG HR SMIÐSHÖFÐA 23. SÍMI 68-12-99 ASKRIFENDUR AÐEINS EITT SÍMTAL 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuað- (erðinni. Eftir það verða áskriftargjoidin skuldfærð á viðkomandi greiðsiukortareikning mánaðarlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.