Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 44
T86i HAtjflaa'5 .81 auoAauTáöa .GíðJuianuoHOM 44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 t Eiginkona mín, JENSÍNA (DÍDÍ) JÓNSDÓTTIR, Skólavegi 2, Keflavfk, er látin. Ragnar Björnsson. t Eiginkona mín, JÓNÍNA GUNNARSDÓTTIR, lést á heimili okkar í Luxembourg að kvöldi lO.febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Kolbeinn Sigurðsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARINÓ HALLDÓR NORDQUIST JÓNSSON, Bárugötu 30, andaðist í Borgarspítalanum 11. febrúar. Kristfn Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, og barnabarnabörn. t Faðir okkar, MAGNÚS KRISTJÁNSSON, Safamýri 34, lést á heimili sínu mánudaginn 9. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Svanfrfður Magnúsdóttir, Kristjón Magnússon, Borgþór Magnússon. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og iangafi, MATTHÍAS HALLMANNSSON, Grœnagarði 1, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00. Sigrfður Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Þuríður Guðmunds- dóttir í Fagranesi Fædd 9. mars 1901 Dáin 3. desember 1986 Er ég minnist Þuru minnar í Fagranesi, sem lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur hinn 3. desember sl., koma í huga minn þessar ljóðlínur er hún sendi mér á fermingardaginn minn: Á veginn þinn um lífsins lönd lánið fegurð breiði. Alvöld drottins hulin hönd, hag þinn jafnan greiði." Þessi kveðja er mér ákaflega kær og vel geymd í hugskoti mínu. Hún lýsir vel lífsviðhorfi Þuru, trú- hneigðinni og umhyggju fyrir velferð annarra. Þuríður Guðmundsdóttir fæddist 9. mars 1901 í Fagranesi og ólst þar upp hjá foreldrum sínum Krist- ínu Sigurðardóttur og Guðmundi Jóhannessyni. Guðmundur lést ung- ur en Kristín náði háum aldri. Þura var yngst þriggja systkina. Hin voru Sigurður bóndi í Fagranesi og Laufey húsfreyja í Fagraneskoti. Árið 1926 giftist Þura Jónasi Guðmundssyni frá Grímshúsum í Aðaldal og hófu þau búskap í Fagranesi. Jörðinni var þá skipt milli þeirra systkina Þuru og Sig- urðar, og bjuggu þau Þura og Jónas í Fagranesi II en Sigurður bjó áfram með Kristínu móður þeirra í Fagra- nesi I. Á þriðja Fagranesbænum, Fagraneskoti, bjó svo Laufey systir þeirra. Þura og Jónas eignuðust þrjár dætur: Huldu, sem gift er Kristjáni B. Ásmundssyni og búa þau í Linda- hlíð; Ásgerði, sem gift er Einari Péturssyni og búa þau á Laxárvirkj- un; og Jónínu Þórey, sem gift er Friðrik Péturssyni og búa þau í Reykjavík. Faðir minn var að miklu leyti alinn upp í Fagranesi og hafði þann- ig skapast góð vinátta foreldra minna við Fagranesfólkið. Það var svo árið 1949 að ákveðið var að senda mig í sveit og vegna vináttu foreldra minna við Fagranesfólkið skyldi tilraunin með drenginn gerð þar. Það reiknuðu víst fæstir með langri dvöl þar sem ég 6 ára gam- all hafði aldrei farið að heiman. Reyndin varð hins vegar önnur. Sumrin mín hjá Þuru í Fagranesi urðu samtals níu og á hveiju vori beið ég þess með óþreyju að skóla lyki þannig að ég kæmist í sveitina. Ég man enn fyrsta daginn minn í Fagranesi. Jónas tók á móti mér úr mjólkurbílnum og flutti mig heim í Fagranes á hesti og kerru ásamt einhveijum vamingi sem kom með bílnum, en heima í Fagranesi tók Þura á móti mér með góðgerðir. Ég segi góðgerðir því Þura í Fagra- nesi er sú besta matmóðir sem ég hefi átt, þó svo að bæði móðir mín og eiginkona séu þar ágætlega lið- tækar, þá hefi ég oft minnt þær á að þetta hafi nú ekki verið svona hjá Þuru. Ég kunni strax vel við mig í Fagranesi, enda var fólkið á Fagra- nesbæjunum mér allt ákaflega gott. Þau Þura og Jónas hugsuðu um mig sem sinn eigin son og dætum- ar tóku mér sem bróður. Það var oft mannmargt á Barðinu á þessum ámm og nóg að gera í leik og í starfi. Heimili þeirra Þum og Jónasar var mikið menningarheimili. Þar sátu góðvildin, glaðværðin og tón- listin í fyrirrúmi. Jónas stjórnaði kirkjukómum og öll lék fjölskyldan á hljóðfæri. Þegar ég kom í Fagra- nes höfðu þau Þura og Jónas nýlega flutt úr gamia bænum í nýja húsið sitt, þar sem Þura hafði búið þeim svo fallegt heimili. Þura var mikil hannyrðakona, enda bar heimilið vott um mikla smekkvísi. Búið var blandað en ekki stórt en vel var um það hugsað eins og annað á þeim bæ. Jónas var mikill aðdáandi góðra hesta og minnist ég sérstak- lega þegar hann talaði um Ljósku sína. Fyrstu fjögur sumrin mín í Fagranesi naut ég þess að vera samvistum við þau bæði Þuru og Jónas. Það var svo gott. Þau voru svo samrýnd og góð. Það var svo á árinu 1952 að Jónas veiktist. Ég t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR frá BæjarstæAi, HöfAagrund 1, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 11.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag islands. GuAjón Bjarnason, SigurAur GuAjónsson, Gfgja GarAarsdóttir, Vigdfs GuAjónsdóttir, Kristján Jóhannesson, Bjarnl GuAjónsson, Margrét Grétarsdóttir, ÁstrfAur GuAjónsdóttir, Margeir Þorgeirsson og barnabörn. t Innilegar þakkír færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, GUÐBJARGAR BJARNADÓTTUR, og heiðruðu minningu hennar á einn eða annan hátt. Stefán Reykjalín, Bjarni Reykjalín, Svava Aradóttir, Guðmundur Reykjalfn, Guðrún Jónsdóttir og ömmubörnin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS MATTHÍASAR GUÐMUNDSSONAR, Sæbóli, Seltjarnarnesi. Sigfrfður Jóna Þorláksdóttir, Guðmundur Matthfas Jónsson, Sigrún Valdsóttir, Hekla og Berglind GuAmundsdætur. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KARLS A. ÞORSTEINS, ræAismanns, Hagamel 12. Jóhanna Þorsteins, Þór Þorsteins, Dóra Egilson, Hildur Karlsdóttir, Eirfkur Haraldsson, Ragna M. Þorsteins, Ingi R. Helgason, Karl J. Þorsteins, barnabörn og barnabarnabörn Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. m man enn þegar hann kom heim úr Þeystareykjagöngunum það haust. Þar fór ekki heill maður. Ég veit hins vegar að hann skilaði sínu gangnahlutverki og Þuru sinni færði hann poka af fjallagrösum, er hann hafði tínt við Þeystareykja- grundimar, en krafturinn var þrotinn og var Jónas að mestu rúm- liggjandi eftir þetta, en hann lést í Sjúkrahúsinu á Húsavík 14. des- ember um veturinn, langt fyrir aldur fram. Þá misstu Þura og dætumar mikið, en ekki brotnaði Þura. Hún hélt áfram með dætrum sínum, Ásgerði og Jónínu, en Hulda var þá fyrir nokkmm ámm flutt í Linda- hlíð. Þær mæðgur nutu góðs af sambýlinu við Sigurð og Guðnýju og syni þeirra Guðmund og Friðfinn ásamt fjölskyldu Laufeyjar í Fagra- neskoti. Tíminn læknar smám saman sárin og lífið féll í sinn fasta farveg. Ég dvaldi hjá Þum næstu fimm sumur og þó að breytingin væri mikil eftir fráfall Jónasar var alltaf jafngott að vera þar. Þær vom sam- hentar við búskapinn mæðgumar, byggð vom ný peningshús í stað þeirra gömlu og vélvæðingin létti störfin. Þura var greind kona. Hún var hugsunarsöm, ráðdeildarsöm og góður stjómandi. Hún stjómaði ekki með valdboði eða tilskipunum. Hún stjórnaði í samvinnu við þá sem hjá henni vom, enda var alitaf gott andrúmsloft þar sem Þura var: Þura hætti búskap vorið 1962 en þá tóku þau Ásgerður og Einar við búinu og var Þura hjá þeim heima í Fagranesi til haustsins 1964 að þau hættu búskap og flytja að Laxárvirkjun og flytur Þura með þeim þangað. Upp frá því var Þura hjá dætmm sínum, ýmist hjá Ás- gerði á Laxárvirkjun eða Huldu í Lindahlíð, auk þess sem hún dvaldi stundum um skemmri tíma hjá Jón- ínu í Reykjavík. Þura taldi sér þó alltaf lögheimili í Fagranesi. Eftir að Þura fer úr Fagranesi selur hún bróðursonum sínum, þeim Guðmundi og Friðfínni jörðina, þannig að Fagranes er nú aftur óskipt. Eftir að Þura fór úr Fagranesi vann hún nokkur sumur við Sumar- búðir þjóðkirkjunnar við Vest- mannsvatn en Þura og systkini hennar, þau Sigurður og Laufey, höfðu þá fyrir nokkmm ámm gefið land undir sumarbúðimar og var þeim valinn staður við Húsavíkina neðan Vatnshlíðarskógar á einum fegursta staðnum við Vestmanns- vatn. Þura er mér í minningunni tákn hins góða, hún var svo kærleiksrík og hlý. Hún skapaði góðan anda hvar sem hún fór. Á jólum 1957 fékk ég bréf frá henni sem endaði á þessa leið: „Svo bið ég Guð að hjálpa þér til að verða alltaf góður maður." Þessi orð Þum lýsa betur en langt mál hversu gott það var fyrir ungan dreng að fá að njóta forsjár þessarar góðu konu í níu heil sumur. Ég vil að lokum votta systmnum frá Fagranesi og aðstandendum öllum mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Þuríðar Guðmundsdóttur. Bjarni Aðalgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.