Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Nykkelmo ekki með í dag NORSKA skíðagöngukonan, Grete Nykkelmo, getur ekki tekið þátt 110 km göngu kvenna á HM í Oberstdorf í dag vegna veik- inda. Nykkelmo er ein besta göngukona Norðmanna og vann meðal annars sigur í 20 km göngu á sfðasta heimsmeistaramóti í Seefeld 1985. Handbolti: Norðmenn unnu Spánverja NORÐMENN unnu Spánverja, 24:23, í æfingaleik í handknattleik Skotfimi: Carl sigraði CARL J. Eiríksson varð sigurveg- ari í febrúarmóti Skotfélags Reykjavíkur og fékk 197 stig. '•Gissur Skarphéðinsson hlaut 196 stig og Þorsteinn Þ. Guðjónsson 185 stig. Carl sigraði einnig í janúarmót- inu og hlaut 195 stig. Þá varð Lárus Fjeldsted í 2. sæti með 187 stig og Þór Jón P. Pétursson fékk 177 stig. karla í Sandfjörd í Noregi í fyrra kvöld. Norðmenn, sem nú und- irbúa sig fyrir B-keppnina í handknattleik sem hefst á ítalfu í næstu viku, léku tvo æfingaleiki við Spánverja. Spánverjar unnu fyrri leikinn með 21 marki gegn 17, en töpuðu síðan í fyrra kvöld með eins marks mun. Juan Munoz Nelo og Javier Rena Garcia voru markahæstir í liði Spánvarja, í seinni leiknum, með sjö mörk hvor. Gunnar Pettersen var markhæstur Norðmanna með sex mörk. Bent Svele, sem leikur með spænska 1. deildarliðinu Cajamadrid, skoraði fimm mörk. HM í Oberstdorf: • íslenska unglingalandsliðið sem tekur þátt í Evrópukeppninni í badminton ásamt þjálfara sínum og fararstjóra. Evrópukeppni unglinga íbadminton: Atta til Frakklands Yngstu keppendur sem BSÍ sendir erlendis Unglingalandslið íslands f badminton tekur þátt f Evrópu- keppni B-þjóða sem fram fer f Strasbourg f Frakklandi um næstu helgi. Liðið er skipað leíkmönnum 16 ára og yngri og er þetta yngsta lið sem BSI sendir til keppni erlendis. Mót þetta er haldið í fyrsta sinn og munu 12 þjóðirtaka þátt í því. Keppt verður í fjórum riðlum og eru íslendingar í riðli með Austurríki og Sviss. Hinar níu þjóðirnar eru: Pólland, Belgía, Spánn, Sovétríkin, Finnland, ít- alía, Wales, Noregur og Frakk- land. Efstu liðin úr hverjum riðli keppa síðan um 1. til 4. sætið og þau sem eru næstefst um 5. til 8. sætið í keppninni. íslensku keppendurnir eru frá þremur fé- lögum, ÍA, Ungmennafélaginu Skallagrim í Borgarnesi og TBR. Keppendur íslands eru: Jón Zimsen, Óli Björn Zimsen, Birgir Örn Birgisson, Skúli Þórðarson, Birna Petersen, Ásdís Dan Þóris- dóttir, Vilborg Viðarsdóttir og Sigríður Geirsdóttir. Þjálfari liðs- ins er Jóhann Kjartansson og fararstjóri Elín Agnarsdóttir. Wassberg stal senunni og hafði mikla yfirburði Norðurlandabúar í átta fyrstu sætunum maður að hann hefur ekki sagt sitt síðasta. Hann hafði áður líst því yfir að þetta yrði hans síðasti keppnistímabil en árangur hans í gær gæti breytt þeirri ákvörðun. Norðurlandabúar stóð sig vel í gær, áttu 11 af tólf fyrstu keppend- unum, þar af átta efstu sætin. Aki Karvonen frá Finnlandi sem varð annar, sagði um Wassberg: „Það var ekki hægt að vinna hann í dag, þó ég hafi náö minni bestu göngu í vetur átti ég aldrei möguleika á að sigra." „Ég fann mig mjög vel í dag og allt gekk eins og í sögu. Veðriö og færið átti mjög vel við mig," sagði Thomas Wassberg eftir sig- urinn. En hiti og sól var meðan á keppni stóð og því klísturfæri. Gunde Svan, sem talinn var sig- urstranglegastur fyrir keppnina, náði ekki einu sinni verðlaunasæti og endaði í sjöunda sæti. „Ég átti ekki í erfiðleikum vena veðursins eða færisins. Ég átti í erfiðleikum með fæturna og var bara ekki í upplagður," sagði Gunde Svan. Úrslit í 30 km göngunni vour þessi: Thomas Wassberg, Svíþjóð 1:24.30,1 Aki Karvonen, Finnlandi 1:26.24,0 Christer Majbaeck, Svfþjóð 1:26.55,0 Harri Kirvesníemi, Flnnlandi 1:27.18,7 Vegard Ulvang, Noregi 1:27.55,2 Terje Langli, Noregi 1:28.06,0 Gunde Svan, Sviþjóð 1:29.17,3 Paai Mikkelsplas8, Noregi 1:29.19,3 Giorgio Vanzetta, italíu 1:29.58,1 Kari Ristanen, Finnlandi 1:30.16,3 Thomas Eriksson, Sviþjóð 1:30.36,7 Jari Laukkanen, Finnlandi 1:30.38,6 Ladislav Svanda, Tókkósl. 1:31:01.1 Marco Albarello, Ítalíu 1:31.17,0 Gianfranco Polvara, ftalfu 1:31.18,8 Nr. 38. Einar Ólafsson, islandi 1:37.41,0 ■r„,- Símamynd/AP • Sænski skiðagöngukappinn Thomas Wassberg sigraði með mikl- um yfirburðum f 30 km göngu karla á fyrsta degi heimsmeistaramóts- ins í norrænum greinum sem hófst í Oberstdorf í gær. SÆNSKI skíðagöngukappinn, Thomas Wassberg, sigraði f fyrstu grein heimsmeistaramóts- ins f norrængumgreinum sem hófst í Oberstdorf í Vestur-Þýska- landi í gær. Wassberg hafði mikla yfirburði í 30 kílómetra göngunni og var rúmlega tveimur mfnútum á undan næsta keppanda. Landi hans, Gunde Svan, varð f sjöunda sæti um fimm mfnútum á eftir Wassberg. Eini fslenski keppand- inn á mótinu, Einar Ólafsson, varð f 38. sæti af 79 þátttakend- um. Wassberg, sem er nú 30 ára, hefur áður unnið heimsmeistarat- itla í 15 og 50 km göngu og ekki búist við sigri hans í gær. En hann sannaði það þessi mikli göngu- Þokkalega ánægður“ sagði Einar Ólafsson sem hafnaði f 38. sæti -A„EG gerði mitt besta og er þokka- lega ánægður með árangurinn/1 sagði Einar Ólafsson skíða- göngumaður frá ísafirði sem hafnaði í 38. sæti í 30 km skíða- göngu á HM f Oberstdorf í gær. Hann var 13,11 mínútum á eftir Thomasi Wasberg frá Svíþjóð sem sigraði. 79 keppendur tóku þátt f göngunni. „Þetta er besti árangur sem ég hef náð á svona stórmóti. Áður átti ég best 42. sæti í 50 km göngu á síðasta heimsmeistaramóti. Þessi ganga var sú erfiðasta sem ég hef tekið þátt í. Hiti var um 10 gráður og gerði það mörgum erfitt fyrir. Ég ætlaði að hætta eftir 10 km því ég var gjörsamlega búinn, en síðan fór þetta að lagast og gekk vel síðustu 10 kílómetrana," sagði Einar. Einar sagði að munurinn milli keppenda hafi verið óvenju mikill. Sigur Wassbergs kom honum ekki á óvart. „Wassberg er ódrepandi og eftir því sem brautirnar eru erfiðari því betri er hann," sagði Einar. Einar keppir i 15 km göngu á sunnudaginn og í 50 km göngu 21. febrúar á lokadegi mótsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.