Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 55 Morgunblaðió/Einar Falur • Karl Þráinsson reynir „skot“ að marki Vals í gœr. Valdimar Grímsson og Geir Sveinsson eru til vamar. Furðulegur leikur! Valsmenn skoruðu fyrsta markið eftir 19 mínútur! ÞAÐ er víst óhœtt að segja að það hafi gengið á ýmsu í Laugar- dalshöllinni í gœr er Vfkingar unnu Valsmenn í 1. deild karla í handknattleik. Lélegur leikur en þó var hœgt að brosa eða bölsót- ast út f dómarana, leikmenn eða jafnvel áhorfendur ef þvf var að skipta. Eftir 22:15 sigur eru Víkingar með þriggja stiga for- ystu fyrir 13. umferðina sem hefst eftir viku. Valsmenn, með nýju Pólar- auglýsinguna á búningum sínum, voru lengi í gang. Þeir skoruðu ekki mark fyrr en eftir 19 mínútur! Ótrúlegt en satt. Þeirra erfiðasti þröskuldur var Kristján Sigmunds- son markvörður Víkinga sem varði eins og hann best gerir og svo auðvitað þeir sjálfir. Hvert dauða- færið af öðru fór í vaskinn. Tvö vítaköst og sex sinnum yoru Vals- menn einir á móti Kristjáni en allt kom fyrir ekki. Varnir beggja liða voru þokka- legar, nokkuð góð hjá Val framan af, en sóknin hjá Val var alveg hræðileg. Víkingssóknin var heldur ekki upp á marga fiska framan af og ef markverðir Vals hefðu varið eitthvað hefði staðan hugsanlega Leikurinn ítölum Laugardaishöll, 12. febrúar 1987. 1. deild karla: Víkingur - Valur 22:15 (10:4) 6:0, 6:1,8:1,8:3,10:4,10:6,11:7,14:8, 14:10, 16:10, 18:11, 18:14, 19:15, 22:15. Mörk Víkings: Guðmundur Guð- mundsson 8/1, Árni Friðleifsson 5, Karl Þráinsson 5/2, Bjarki Sigurðsson 2, Sig- geir Magnússon 1, Einar Jóhannesson 1. Mörk Vals: Stefán Halldórsson 6/2, Valdimar Grímsson 3/2, Júlíus Jónasson 2, Jakob Sigurösson 2, Theodór Guð- finnsson 1, Þorbjörn Guömundsson 1. Staðan Víkingur 12 10 1 1 285:245 21 Breidablikl2 8 2 2 279:268 18 FH 12 8 1 3 300:269 17 Valur 12 6 2 4 293:266 14 Stjaman 12 5 2 5 306:285 12 KA 12 & 2 5 273:277 12 Fram 12 5 0 7 288:279 10 KR 12 4 1 7 237:263 9 Haukar 12 2 2 8 252:292 6 Armann 12 0 1 11 235:304 1 Körfubolti: Stúdínur unnu Hauka STÚDÍNUR, ÍS, unnu í gærkvöldi Hauka frá Hafnarfirði f 1. deild kvenna í körfubolta með 58 stig- um gegn 42 i skemmtilegum og spennandi leik. ÍS-stúlkurnar voru sterkari í leiknum, og þá sérstaklega í síðari hálfleik og unnu sanngjarnan sig- ur. Staðan í leikhléi var 23:20 fyrir IS en í síöari hálfleik náðu Stúdínur að hrista Hafnfirðingana af sér og unnu sanngjarnt. Hjá ÍS var Helga Kristín Friðriks- dóttir mjög atkvæðamikil. Hún skoraði 20 stig fyrir liðið en knatt- spyrnukonan frá Akranesi, Vanda Sigurgeirsdóttir kom næst í stiga- skorun með 8 stig. Hafdís Helga- dóttir og Kolbrún Leifsdóttir gerðu báðar 7 stig. Hjá Haukum var Guðbjörg Norð- fjörð stigahæst með 13 stig, Sóley Indriðadóttir gerði 9 og Hafdís Hafberg 6. orðið önnur. Merkilegt fannst manni að dómararnir skyldu aldrei dæma leikleysu þegar Víkingar þumbuðust langtímum saman fyrir framan Valsvörnina án þess svo mikið sem reyna skot. Kristján Sigmundsson var mað- ur þessa leiks. Hann varði 20 skot, flest úr mjög góðum færum, m.a. þrjú vítaköst. Markverðir Vals vörðu sex skot, þar af eitt vítakast. Guðmundur fyrirliði Guðmunds- son var sterkur og sýndi í lokin hvernig á aö taka vítakast á góðum degi. Sendi knöttinn meö skemmtilegum snúningi í netið! Árni Friðleifsson stóð sig líka ágætlega í sókninni síðari hluta fyrri hálfleiks. Hjá Val var fátt um fína drætti. Stefán Halldórsson var atkvæöa- mestur en hann var mjög eigin- gjarn í þessum leik og kom það niður á leik liðsins í nokkur skipti. Aðrir fundu sig engan veginn. Dómarar voru þeir Björn Jó- hannesson og Sigurður Baldurs- son og hafa þeir oftast dæmt betur. Voru frekar hliðhollir Víking- um í þessum leik. Valsmenn hvíldu sig í 10 mínút- ur en Víkingar í átta, var Karli Þráinssyni þrívegis vikið af velli og auðvitað fékk hann rauða spjaldið í lokin. Jón Pétur Jónsson þjálfari Vals fékk einnig að sjá það rauða fyrir að leiðbeina dómurunum full hranalega. - sus Knattspyrna: Firmakeppni UM aöra helgi hefst firma- og fólagahópakeppni ÍK í innan- hússknattspyrnu f íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi og er þátt- taka takmörkuð við 25 lið. Keppt verður í riðlum, en úrslitin fara fram 4. mars. Þátttökugjald er 4.000 krónur og ber aö tilkynna þátttöku í síðasta lagi 17. febrúar, en aliar nánari upplýsingar veita stjórnarmenn ÍK. Handknattleikur: Schobel svartsýnn Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni f Vestur-Þýakalandi. SIMON Schobel, þjálfari Vestur- þýska landsliðsins i handknatt- leik, hefur veríð talsvert á milli tannanna á blaðamönnum hár að undanförnu og hafa þeir sakað hann um að treysta ekki nóg á lið sitt. Ástæðan er sú að hann hefur látið hafa eftir sér að Andreas Thiel, markvörðurinn snjalli, sem gekkst undir uppskurð á dögunum, væri 50% af landsliðinu og fyrst hann yrði ekki með í B-keppninni væru ekki miklar likur á að þeir kæmust áfram. Ekki tók betra við er hann sagði að Jochen Fraatz væri 40% af lið- inu. Þá eru aðeins eftir 10% fyrir þá tíu leikmenn sem eftir eru og þýskum þótti Schobel sýna leik- mönnum sínum lítilsvirðingu með því að segja þetta. Þyski boltinn: ^ Félögin undir- búa sig vel Frá Jóhanni Inga Gunnarasyni f Vastur-Þýakalandi. KNATTSPYRNUMENN í Vestur- Þýskalandi undirbúa sig nú af krafti fyrir sfðarí hálfleik í 1. deild- inni hjá sér, en hún hefst laugar- daginn 21. febrúar. Liðin hafa veríð f æfingabúðum víðsvegar um Evrópu og tekið þátt f æfinga- mótum og virðast fiest koma vel undirbúin fyrir lokaátökin. Hjá Leverkusen er það helst að frétta að Herbert Waas er nú loks- ins búinn að ákveða að vera áfram hjá félaginu og skrifaði hann undir tveggja ára samning á dögunum. Talið er að hann fái um 500.000 mörk á ári hjá þeim, en það eru um tíu milljónir íslenskra króna. Þungur bikar Leikmenn Stuttgart eru ný- komnir frá Möitu, þar sem þeir æföu í vikutíma og tóku þátt í móti. Þeir unnu landslið Möltu, 2:1, eftir að hafa verið 0:1 undir um tíma, og gerðu síöan jafntefli við Legia Warsjá frá Póllandi. Þar með var sigurinn i höfn og þeir komu heim með fimm kflóa þungan bikar. Uerdingen er í Suður-Frakklandi þar sem liðið æfir á glæsilegu svæði sem Michel Platini á. Kapp- inn sá sendi þeim símskeyti þar sem hann óskaði þeim alls góðs í lokabaráttunni. Liðið tapaði æf- ingaleik fyrir liði úr þriðju deildinni frönsku en tók því nokkuð létt; liðs- menn sögðu að það skipti bara máli hvernig liðið stæði sig f þýska boltanum. Köln og Gladbach voru saman í ísrael og tóku þar þátt í móti. Liðin léku til úrslita og sigraði Köln 5:2 og fengu að launum 70.000 dollara. í einum leiknum var Eng- els sagður hafa sagt „Heil Hitler" og var rekinn útaf fyrir vikið. Dóm- ari leiksins hefur nú dregið þetta allt til baka og sagði að hann hefði aldrei heyrt hann segja þetta. Kölnarar vilja endilega halda í Allofs og einnig Olsen, þó hann sé orðin gamall. Þeir segja áð— Olsen sé mikilvæg kjölfesta í liðinu og hann leiki alltaf vel þrátt fyrir aldurinn. Lattek áfram Nú er nokkuð Ijóst að Emst Happel fer frá HSV eftir þetta keppnistímabil. Hann segist ætla til Týról i Austurriki og það verði gengið frá samningum í mars. Udo Lattek mun að öllum likindum verða áfram hjá Bayern. Leikmenn gengu á hans fund á dögunum og báðu hann að vera áfram. Lattek^ er nú að leita sér að húsi í Múnc- hen og þykir það benda til að hann ætli að setjast þar að. Hann segist vera orðin þreyttur á flutningum en hann hefur flutt 13 sinnum á ferlinum. í kvöld EINN leikur verður í úrvals- deildinni f körfu í kvöld og hefst hann klukkan 20 f NjarAvík. Þar leika heima- menn viö KR. Hjá konunum leika UMFN og UMFG klukkan 18.30 og í 1. deild karla verða tveir leik- ir. Breiðablik leikur við UMFG í Digranesi og Tindastóll viö Þór á Sauðárkróki. Báöir leik- imir hefjast klukkan 20. sima IjÓNUSIA GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÍSLENSKRA GETRAUNA Hér eru leikimir! Leikir 14. febrúar 1987 1 X 2 1 Coventry - Chelsea 2 Luton - Aston Villa 3 Man. United - Watford 4 Norwich - Man. City 5 Nott'm Forest - West Ham 6 Oxford - Everton 7 Q.P.R. - Newcastle 8 Sheff. Wed. - Arsenal 9 Tottenham - Southampton 10 Oldham - Ipswich 11 Sunderland - Derby 12 W.B.A. - Stoke © The Football League w Hringdu strax! 688-322 föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardaga kl. 9.00-13.30 -—;—r-— —r————. ■;- ■ -»-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.