Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 hefðu af því nokkrar áhyggjur hve örar verðhækkanir hefðu verið á undanfomum misserum, en teldu þær þó geta haldizt. Hann sagði að fyrirtækið þyrfti að fá fískinn og með því að hækka verðið, yrði hagstæðara fyrir framleiðendur heima að selja hann vestur um haf en ella. „Við þurfum að vera sann- gjamir bæði gagnvart framleiðend- um og kaupendum. Gagnvart framleiðendum með því að ná eins háu verði og mögulegt er og gagn- vart kaupendum með því að hækka ekki um of. Það er erfítt að þjóna fleiri en einum herra, en við höfum reynt að hækka verðið lítið í einu en hækkað það oftar þess í stað,“ sagði Ólafur Guðmundsson. Sem dæmi um síðustu verð- hækkanir má nefna eftirfarandi: Hvert pund af ýsu í fimm punda flakapakkningum hækkar um 20 sent, úr 2,30 dölum í 2,50 eða uni 8,6%. Hvert pund af þorskflökum í sams konar pakkningum hækkar um 15 sent, úr 2,30 í 2,45 eða um 6,5%. Ufsaflök hækka um 10 sent, úr 1,27 í 1,37 eða um 7,8%, roðlaus karfaflök hækka um 10 sent, úr 1,67 í 1,77 eða um 5,9% og karfa- flök með roði hækka úr 1,53 í 1,63 eða um 6,5%. Loks hækkar hvert pund í þorskblokk um 6,6%. Skýrsla um Ljósufjallaslysið: Sterkt niðurstreymi meðal orsakaþátta FLUGMÁLASTJÓRN og Flug- slysanefnd hafa skilað skýrslu um flugslysið í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi 5. aprfl 1986, þegar fimm manns fórust með flugvél Flugfélagsins Ernis hf., TF- ORM. Tveir menn lifðu slysið af. ! niðurstöðum nefndarinnar eru eftirtalin atriði nefnd sem líklegir orsakaþættin Flugmaðurinn kynnti sér ekki nægilega veðurskilyrði á fyrir- hugaðri flugleið og hann fór ekki eftir ákvæðum flugrekstrarbókar Ernis hf., hvað varðar flug í sterk- um vindi. Þegar flugmaðurinn ákvað að lækka flugið í lágmarkshæð fyrir blindflug á þessum hluta leiðarinn- ar, tók hann ekki tillit til ytri aðstæðna, svo sem áhrifa vind- straumsins yfír Snæfellsnesfjall- garð, samanber Upplýsingabréf Flugmálastjómar, B-6 frá 19. jan. 1984 og ákvæði flugrekstrarbókar- innar. Mjög hvasst var á ferli flugvélar- innar og henni var flogið niður fyrir lágmarksblindflugshæð. Vegna hæðarmælisskekkju, sem sterkur vindur yfír háan §allgarð olli, sýndi hæðarmælir flugvélarinnar milli 500 og 600 fetum of hátt er hún hvarf af ratsjárskjánum og raun- vemleg flughæð hennar var þá það sem því nam undir lágmarkshæð og aðeins rúmlega 1.400 fetum yfír hæsta hluta Qallanna. Mjög sterkt niðurstreymi var hlé- megin við fjallgarðinn og miklu meira en mesta klifurgeta flugvél- arinnar á fullu afli á báðum hreyfl- um. Spáðíspilin BRIDSHÁTÍÐ hófst í gærkvöldi á Hótel Loft- leiðum. Alls taka 48 pör þátt í tvímennings- keppni, sem lýkur í dag. Á morgun hefst sveitakeppni sem um 250 manns taka þátt í. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra setti mótið og bauð gesti velkomna, en 23 erlend pör taka þátt í keppninni. Menntamála- ráðherra fylgdist síðan með spilamennskunni í fylgd Björns Theodórssonar forseta Brids- sambands íslands. Þegar myndin var tekin var hann að kíkja á spilin hjá hinum þekkta Bella- donna frá Italíu. Morgunuiaoio/ Ami öæoerg Starfsfólkið á Hlemmi var sammála um að ástandið hefði batnað til muna síðan eftirlitið var hert og sagðist vona að svo yrði áfram. HERT EFTIRLIT Á HLEMMI „Við munum auka eftirlit á Hlemmi með tvenn- um hætti,“ sagði Böðvar Bragason lögreglustjóri eftir fimd, með Sveini Björnssyni forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur, þar sem ástandið í biðskýlinu við Hlemm var umræðuefnið. Frá áramótum hefur Iögreglan sinnt 130 útköllum i biðskýlið en þar af voru 47 fyrstu tíu daga febrúarmánaðar. „Eftirlitsferðir lögreglunnar verða tíðari og SVR mun auka sitt eftirlit og ráða til þess sérstakan mann, sem mun reyna að sjá til þess að þama verði friðvænlegra fyrir farþegana," sagði Böðvar. Hann sagði að þetta væru fyrstu viðbrögðin en í athugun væri til hvaða annarra ráða yrði gripið. „Það sem um er að ræða er að húsið hefur ekki gagnast þeim, sem það var upphaflega ætlað og eru það ýmsir hópar 8em koma í veg fyrir það með nærveru sinni en það er það sem við erum að reyna að stöðva," sagði Böðvar. Ekki kosið síð- ar en 25. apríl Ákvörðun um kjördag eftir helgi Morgunblaðið/Amór Ragnarsson Samkomulag Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks: ÁKVÖRÐUNAR um kjördag í komandi alþingiskosningum er að vænta eftir fund forsætisráðherra með formönnum stjómmálaflok- kanna, sem haldinn verður á mánudaginn. Samstaða hefur náðst um það milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, að kosningar verði ekki síðar en 25. apríl. Sjálfstæðismenn hafa hins vegar áhuga á því, að kosningar verði fyrr og er laugardagurinn 11. apríl nefndur í því sambandi. í frétt á forsíðu Tímans í gær er staðhæft, að kosningalaganefnd neðri deildar Alþingis hafi þegar tekið ákvörðun um að kosið verði 25. apríl. Þá er haft eftir Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, að kosningar verði 25. apríl. Páll Pétursson, þingmaður Framsóknar- flokksins, sem er formaður kosn- ingalaganefndar, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að þessi frétt væri „tóm vitleysa". 0 Islendingnr handtekinní Oðinsvéum - grunaður um aðild að fíkniefnakeðju, er teygir anga sína hingað ÞRJÁTÍU og þriggja ára gamall íslendingur hefur verið handtek- inn í Óðinsvéum að beiðni fíkni- efnalögreglunnar hér á landi vegna gruns um aðild að um- fangsmiklu fikniefnamáli, sem teygði anga sina hingað. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. febrúar á meðan á rannsókn stendur, en hann hefur verið búsettur í Danmörku nokkur undanfarin ár. Ekki hefur enn sem komið er verið farið fram á fram- sal mannsins hingað. {slenska fíkniefnalögreglan hefur verið að rannsaka fíkniefnamálið und- anfama daga og hafa nú alls sex menn verið handteknir vegna þess. Tveir menn, 30 og 31 árs, sitja nú inni hér á landi og hafa þeir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 26. febrúar. Þremur mönnum var hins- vegar sleppt úr varðhaldi sl. þriðjudag þar sem talið var að þeirra þáttur í málinu væri fullrannsakaður. Hann sagði, að það væri ekki í verkahring nefndarinnar að ákveða kjördag í næstu kosningum, heldur væri valdið formlega í höndiim for- sætisráðherra. Hann sagði, að hið eina, sem samkomulag hefði tekist um í nefndinni, væri, að mæla með því að annar laugardagur í maí yrði í framtíðinni lögbundinn kjör- dagur í þingkosningum. Páll sagði, að Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra myndi á mánudaginn ræða við formenn stjómmálaflokkanna um þetta mál og ákvörðun um kjördag á þessu ári yrði tekin i framhaldi af því. Friðrik Sophusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er vara- formaður kosningalaganefndar, sagði einnig, að frétt Tímans væri ekki á rökum reist. Hann kvaðst hafa tilkynnt það á fundi kosninga- laganefndar á fimmtudaginn, að samstaða væri um það milli þing- manna Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks að kjósa ekki síðar en 25. apríl. Jafnframt hefði hann beðið formann nefndarinnar, að beita sér fyrir því að forsætisráðherra kallaði formenn stjómmálaflokkanna sam- an eftir helgina til að ræða um kjördag í komandi kosningum. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi í Garðabæ í fyrra- kvöld, að það væri skoðun sín að 25. apríl væri óheppilegur kjördag- ur vegna frídaga vikuna á undan. Hann kvaðst telja 4. eða 11. apríl heppilegri kjördag og sagðist hafa smá von um að 11. apríl yrði fyrir valinu. Friðrik Sophusson kvað það rétt, að sjálfstæðismenn vildu skoða það alvarlega, hvort unnt væri að kjósa fyrir 25. apríl. Hann sagði, að þau ummæli forsætisráðherra í Tíman- um að 25. aprfl hefði þegar orðið fyrir valinu væm á misskilningi byggð. Fisksölufyrirtækin í Bandaríkjunum: Fiskverð hækk- að um 6% til 8% ÍSLENZKU fisksölufyrirtækin í Bandaríkjunum hækkuðu i jan- úar verð á fiski frá sér um 6 til 8% eða 10 til 20 sent á hvert pund. Mest er hækkunin á 5 punda pakkningum á ýsu, 20sent eða 8,6% og þorskblokk hækkar um 10 sent, 6,6%. Hækkunin skil- ar sér að mestu til framleiðenda hér á landi að frátöldum flutn- ingskostnaði. Ólafur Guðmundsson, innkaupa- stjóri hjá Coldwater, sagði í samtali við Morgunblaðið, að menn þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.