Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 Arfur íslendinga eftir Gunnar Tómasson í ritverki sínu Rætur íslenzkrar menningar hefur Einar Pálsson sýnt fram á fjölþætt tengsl milli þeirra hugmynda sem endurspegl- ast í táknrænni frásögn Njálu af landnámi íslands, og hugmynda fomspekinga og frumkristni um sköpun heims og lögmál heimsrás- ar. í grein höfundar, „Leikmanns- þankar um Njálu“, sem birt var í Morgunblaðinu þann 10. janúar 1987, var sett fram tilgáta um ákveðna samsvörun kaflaskiptingar í Njálu og tölugilda þess þríhym- ings Pýþagórasar, sem átti sér sess í hugmyndaheimi forfeðra vorra hliðstæðan þeim, sem þríhyrningur sá hafði í hugmyndaheimi fomþjóða við Miðjarðarhaf. í framhaldi af þeim hugleiðingum skal nú getum að því leitt, hvaðan þau fræði kunni að vera komin í hendur forfeðra vorra. Höfundur telur Egils sögu geyma margar hnitmiðaðar ábendingar um rétta svarið við gátu þessari; ef rétt er túlkað, þá mun svar það kollvarpa öllum hugmyndum um landnám Is- lands sem verk menningarsnauðra fúskara. Sú er einnig tilgáta höfundar, að Snorri Sturluson hafi samið Njálu og hafi notið aðstoðar frænda síns Sturlu Þórðarsonar við ritun verksins og varðveizlu. Ef rétt er skilið, að sterk hugmyndafræðileg tengsl séu með Njálu og Egilssögu, aukast líkur á því, að sami höfund- ur stýri penna í báðum ritverkunum, en almennt er talið að Snorri Sturlu- son sé höfundur Egils sögu. Ljótur inn bleiki Um aldaraðir var hugmynda- heimur forfeðra vorra sem lokuð bók lesendum íslenzkra fornrita, sem fæstir kunnu að skilja það, sem þar var hulið kveðið. E.t.v. mætti Ííkja hugsmíð sem Njálu við nótur yfir meistaraverk á sviði tónlistar, sem eru innihaldslaust samansafn svartra strika og punkta öllum þeim, sem ekki eru læsir á nótur. Með túlkun Einars Pálssonar á táknmáli Njálu að veganesti réðst höfundur í sjálfstæða rannsókn á táknmáli Egils sögu og beindist athyglin fyrst að nafni illmennis, sem Egill Skalla-Grímsson drepur á hólmi og heitir Ljótur inn bleiki. Í fýrri grein höfundar var þess getið, að möndull jarðar, sem rís af grunni hins skapaða heims til himins og snertir norðurpól verald- ar, hafi tölugildið 64. Sú tala er hins vegar þriðja veldi þeirrar lóð- réttu hliðar þríhyrnings Pýþagóras- ar, sem hefur tölugildið 4. Var það ein fyrsta ábending þess, að ekki var allt sem sýndist í frásögn Egils sögu, að Egill drepur Ljót inn bleika í 64. kafla bókarinnar. Ef rétt var skilið í fyrri grein höfundar, að skapaður heimur teng- ist hinum skapandi mætti þegar möndull jarðar nær tölugildinu 64, þá er Ljótur inn bleiki væntanlega tákn þess dauða, sem lífíð sigrar á hátindi sköpunarverksins. Þessi túlkun á nafni Ljóts ins bleika er í góðu samræmi við það, að fall hans á sér stað við bæ þann sem heitir á Blindheimi á eynni Höð. Væri þannig bætt fyrir vlg Haðar hins blinda á Baldri. Væri fall Ljóts ins bleika þannig tákn- rænt jafngildi innskots Kristniþátt- ar í Njálu að loknum 99. kafla, en í fýrri grein höfundar var sýnt fram á samsvörun þess kafla við tölugildi jarðarmönduls sem er 64. Líkt og Kristur, þá steig Baldur niður til Heljar, en Egill sat „veðrfastrþijár nætr" áður en hann lagði Ljót inn bleika að velli, og kann þar að vera vísað til upprisu Krists á þríðja degi. Ef hér er rétt túlkuð frásögn Egils sögu af hólmgöngu þeirra Egils Skalla-Grímssonar og Ljóts ins bleika, þá er ekki úr vegi að huga nánar að lýsingu Snorra Sturlusonar á búnaði Egils við hólmgönguna, en sú lýsing er nokk- uð óvenjuleg. „Egill hafði skjöld þann, sem hann var vanr að hafa, en hann var gyrðr sverði því, er hann kallaði Naðr, en hann hafði Dragvandil í hendi.“ Það virðist vera eitt stílbragð Snorra að benda á tákn- ræna frásögn með hálfkveðnum vísum; að Egill var „vanr að hafa“ skjöld nokkum kann því að vera vísbending þess, að hann hafi ekki verið „vanr að hafa“ annan þann búnað, sem nefndur er til sögu. Það virðist í hæsta máta óeðlilegt að ætla Agli að ganga á hólm við þrautreyndan og miskunnarlausan vígamann með eitt sverð í hendi og gyrtur öðru, sem auðveldlega gæti orðið honum til trafala í svipt- ingum hólmgöngunnar. Ef hér er um táknmál að ræða í frásögn Snorra Sturlusonar vaknar sú spurning hver tilgangurinn kunni að vera. Sverðið Naðr Með hliðsjón af öðrum ætluðum samlíkingum við Krist í 64. kafla Egils sögu urðu tvö sverð Egils höfundi tilefni til uppriíjunar óvenjulegra orða Krists, er hann sagði: „Ætlið ekki að ég sé kominn til að flytja frið á jörð; ég er ekki kominn til að flytja frið, heldur sverð“ (Matt. 10;34). Augljóst er, að friðartákn og boðberi talar undir rós, er hann virðist afneita ætlunarverki sínu og kenna sig við tákn víga og ofbeld- is. Af líkum málsins virðist hins vegar mega ráða, að sverð það, sem Kristur kennir sig við, er tákn þess fullkomna mönduls jarðar, sem hef- ur tölugildið 64 og tengir skapaðan heim við upphaf sitt í norðurpóli himins. Sverðið Naðr, sem ella væri án samhengis í frásögn Egils sögu, virðist því undirstrika hugmynda- fræðileg tengsl frásagnar af búnaði Egils Skalla-Grímssonar er hann drap Ljót inn bleika og orða Krists, er hann kennir sig við sverð. í fyrri grein höfundar var fjallað um hring heimsrásar, sem Snorri Sturluson nefndi kringlu heims en Einar Pálsson kallar hjól Rangár- hverfís. Af líkum virðist mega ráða, að Egill er „gyrðr“ sverðinu Naðr svo árétta megi samsvörun hrings og mönduls veraldar í hugmynda- heimi forfeðra vorra, og er þá hringur heimsrásar fullkomnaður þegar möndull sá nær tölugildinu 64. í framhaldsgrein er ætlun höf- undar að rekja frásagnir Ara fróða og Landnámabókar af landnámi íslands, en þær eru í fullu samræmi við niðurstöður Einars Pálssonar um hugmyndafræðilegan grundvöll landnáms. Hér skal þess aðeins getið, að Landnámabók Sturlu Þórðarsonar nefnir „Naddoð víking" fyrstan, er segir frá fundi íslands. Nafn þetta er samstofna orðinu „naðr“ og tengist þannig sverði því, sem Egill var gyrtur er hann gekk á hólm og drap Ljót inn bleika. Að auki felur nafnið í sér tilvísun til upphafs og endis — alpha og omega — ásamt tilvísun í tákn norð- urpóls — stafínn N. í stafrófínu hefur bókstafurinn D tölugildið 4 og er Ð látið samsvara D; þannig felur nafn „Naddoðs" í sér tölugildi hins fullkomna mönduls veraldar (64=4x4x4). Sverðið Naðr — og táknrænt jafngildi þess, Naddoðr — virðist þannig endurspegla foma hug- myndafræði er lýtur að sköpun heims og sigri lífs á dauða í fyllingu tímans. Af líkum má ráða, að hér Gunnar Tómasson „Með formi landnáms helguðu forfeður vorir nýtt land í ljósi þeirra hugmynda um samband manns, heims og skap- ara, sem var þeim arfur úr föðurgarði. Með táknmáli frásagna af landnámi í Njálu og Egils sögu tryggði Snorri Sturluson það, að arfur sá varðveittist, sem ella hefði hafnað á bókabrennu þess valds, sem eitt þóttist kallað og útvalið til gæzlu arfs Islendinga.“ sé komið sverð það, sem 5. kafli Landnámabókar tengir nafni Hjörleifs fóstbróður Ingólfs Amar- sonar: „Hann herjaði á írland ok fann þar jarðhús mikit. Þar gekk hann í, ok var myrkt, þar til er lýsti af sverði því, er maðr hélt á. Leifr drap þann mann ok tók sverðit ok mikit fé af honum. Síðan var hann kallaðr Hjörleifr." Landnemar íslands flæmdu á brott „írska rnenn" þá, sem „papar" nefndust, að sögn Ara fróða. Á sama hátt vildi páfadómur ekki samneyta ýmsum þeim hugmynd- um frumkristni, sem endurspeglast í Njálu og Egils sögu. Við annað tækifæri verður fjallað nánar um þessa hlið málsins, svo og þá fóstbræður Hjörleif og Ingólf Amarson. Af líkum málsins virðist þó mega ráða að „myrkt jarðhús" það „á Irlandi", sem Hjörleifur gekk í og hafði á brott sverðið góða, tákni sjálfan páfadóminn, sem úthýsti mörgum þeim hugmyndum fom- kristni, sem forfeðrum vorum voru helgar. Orð Krists í Mattheusarguð- spjalli, er hann kennir sig við „sverð", virðast eindregið benda til þess, að þar sé vísað til hugmynda um heimssköpun, sem samtíma- mönnum hans ættu að vera kunnar frá fomu fari. í Mósesbókum Gamla Testamentisins virðist hins vegar vera að fínna þann hugmyndafræði- lega grundvöll, sem gerir íslenzkum lesanda kleift að greina tengsl milli orða Krists og þess stílbragðs Snorra Sturlusonar að láta Egil Skalla-Grímsson vera gyrtan sverð- inu Naðr, er hann sigrar Ljót inn bleika. Skal nú vikið nokkrum orð- um að þvi máli. Stafur Móses í upphafi fjórða kafla annarrar Mósesbókar — Exodus — segir frá tali Guðs og Móses á helgu fjalli og vaknar sú spuming með Móses, hvemig hann geti sannfært þjóð sína að hann flytji henni orð Guðs. Skaparinn býður Móses að kasta staf sínum til jarðar og breytist hann þá í höggorm; að boði Guðs grípur Móses því næst um hala ormsins og breytist höggormurinn óðara í staf. Stafur Móses verður síðan tákn þess máttar, sem vakir yfir og verndar ísraelsþjóð. Egill er gyrtur sverðinu Naðr, sem er samstofna orðinu naðra, sem þýðir höggormur; af sama stofni er orðið naddr, sem merkti spjót til foma. Fyrr í Egils sögu virðist spjótskafti jafnað til stafs. Er það í 45. kafla sögunnar, þar sem Agli liggur lífið við að komast yfír sund eitt „furðuliga" breitt — enn eitt stílbragð Snorra Sturluson- ar er að nota orð eins og „furðuliga" til að árétta að nú sé bmgðið á táknmál í frásögn — og bfytur Egill fyrst skaftið af spjóti sínu „ok skaut því á sæ út“. Að því loknu syndir hann yfír sundið og má skilja að spjótskaft Egils hafí orðið honum sú lífsbjörg, sem stafur Móses varð ísraelsþjóð, er hann hóf hann á loft og Rauða- hafíð opnaðist. Snorra virðist umhugað, að líkingin sem tengir spjótskaft Egils og staf Móses fari ekki framhjá athugulum lesanda; a.m.k. er það liður í lífsbjörg Egils, að hann faldist í „hrís“ um stund, en Móses var falinn í sefí er honum lá lífið við. Að öllu þessu athuguðu virðist mega ráða, að frásögn Snorra Sturlusonar af vígbúnaði Egils Skalla-Grímssonar, er hann gekk af Ljóti inum bleika dauðum, vísi til stafs Móses, sem í er falið eðli höggormsins, þeirrar nöðm, sem sverð Egils dró af nafn sitt, en sem var jafnframt ímynd sverðs Krlsts, hins fullkomna mönduls allrar ver- aldar. Hér má þess geta, að eitt heiti sverðs í viðauka Snorra-Eddu er „askr“, en „askr“ er einnig heimstréð mikla, Askr Yggdrasils. Að Egill er gyrtur sverðinu um sig miðjan kann að vera enn ein árétting ofangreindrar túlkunar; ef ormseðli sverðsins er haft í huga virðist hér vísað til þess orms, sem kenndur er við Miðgarð og nær umhverfís allan hinn skapaða heim. í Ragnarökum drepur Þór orm þennan en deyr sjálfur af eitri því, sem ormurinn blæs á hann. Ormshugtakið virðist þannig ná- tengt frásögn í 1. kafla Njálu, þar sem Höskuldur faðir Hallgerðar — tákn hins skapaða heims — og Hrút- ur hálfbróðir hans ræða fegurð stúlkunnar. „Ærit fögr er mær sjá“, segir Hrútur, „ok munu margir þess gjalda; en hitt veit ek eigi, hvaðan þjófsaugu eru komin í ætt- ir várar." í málsgrein þeirri, sem á undan fór, er Sigurður ormur-í-auga sagður einn af forfeðrum Höskuld- ar, í móðurætt og það tekið fram að Höskuldur og Hrútur hafi verið „sammæðr"; virðist hér enn eitt stílbragð Snorra Sturlusonar þar sem leikur með samstofna orð árétt- ar hugmyndatengsl. Andstaðan fegurð/þjófsaugu í eðli Hallgerðar er því að líkindum samsvörun mönduls-/ormseðlis stafs Móses. Að hér sé rétt til getið um upp- runa „þjófsaugna“ í ætt þeirra Hrúts og Höskuldar virðist áréttað af þeim tveimur samtölum í Njálu, þar sem vísað er til forfeðra við- talenda. í 14. kafla eru þessi orð lögð Hallgerði í munn um dóttur hennar og Glúms. „Hana skal kalla eptir föðurmóður minni ok skal heita Þorgerdr, því at hon var kom- in frá Sigurði Fáfnisbana í föðurætt sína at langfeðgatölu.“ Sigurðar Fáfnisbana var ekki getið, er ætt Hallgerðar var rakin í 1. kafla Njálu, en Einar Ól. Sveins- son getur þess í neðanmálsgrein í 14. kafla Njálu í útgáfu Hins íslenska fomritafélags „að amma Hallgerðar, Þorgerður, dóttir Þor- steins rauðs, var komin af Sigurði ormi í auga, en samkvæmt frásög- um íslendinga á 13. öld var hann dóttursonur Sigurðar Fáfnisbana." Ættar Hallgerðar er getið í sam- tali öðru sinni í 138. kafla Njálu, en þar er þessum orðum beint til frænda hennar Eyjólfs Bölverks- sonar: „Þat er fyrst, að þú ert ættaðr svá vel sem allir eru, þeir er komnir em frá Ragnari loð- brók.“ Áður hafði frásögn 14. kafla haldið áfram sem hér segir: „Mær- in var vatni ausin ok þetta nafn gefit; hon óx þar upp ok gerðisk lík móðr sinni at yfirlitum." Með hliðsjón af samsvömn „augna" og „yfírlits" virðast samtöl 14. og 138. kafla Njálu til þess fallin að rifja upp í huga lesenda orð Hrúts í 1. kafla: „Ærit fögur er mær sjá, ok munu margir þess gjalda; en hitt veit ek eigi, hvaðan þjófsaugu em komin í ættir vár- ar.“ í samtölum 14. og 138. kafla Njálu er getið afa og föður Sigurð- ar orms-í-auga, sem sjálfur var nefndur til sögu í 1. kafla; Sigurðar orms-í-auga er getið öðm og síðasta sinni í 114. kafla Njálu og kann þannig að vera áréttað mikilvægt samband í 1. og 14. kafla verksins. Með þessum leik orða og talna virðist mega ætla, að höfundur Njálu vilji beina athygli lesenda að syninum Sigurði ormi-í-auga, sem felur svarið við spumingu Hrúts í viðumefni sínu. Nú er mál að kanna, hvemig hugtakatengsl þau, sem hér hafa verið rakin, kunna að tengjast land- námi/heimssköpun í heilagri ritn- ingu jafnt sem íslenzkum fomritum. Að slíkrar samsvömnar sé að vænta virðist mega ráða af þeirri full- komnu nákvæmni og rökfestu, sem einkenna hugmyndaheim forfeðra vorra samkvæmt niðurstöðum Ein- ars_ Pálssonar. Ákveðin ábending um slíka sam- svömn kann að felast í nafninu ásatrú, sem forfeður vorir em sagð- ir hafa aðhyllst, en orðið ás getur táknað þann möndul hins skapaða heims sem er stafur Móses Steinkross Ein meginhugmynd landnáms á Islandi var tengd orðinu stein- kross, skv. niðurstöðum Njálurann- sókna Einars Pálssonar. Af miðju kross þessa rís möndull veraldar til norðurpóls, og er steinkross þannig undirstaða allrar sköpunar f hug- myndaheimi forfeðra vorra. í íslendingaspjalli minnist Halldór Laxness á orðið steinn sem hér segir: „Eitt altíðast nafn í fmm- rænu nafnakerfí norrænu er steinn eða hallur; síðan er Þórsnafni skeytt framan eða aftanvið „steinn" með fíölbreytilegum afbmgðningum. Hvaða steinn er það sem kemur fyrir í orðinu Þorsteinn, hef ég oft spurt fróða menn án þess að fá svar ...“ Sjálfur gat Halldór sér þess til „að steinninn í Þorsteins- nafninu, það sé sá steinn sem menn hafí trúað á áður en þeir fóm að trúa á Þór“ (bls. 53—54). Að steinn þessi hafí verið ná- tengdur trú forfeðra vorra má ráða af mikilvægi hugtaksins steinkross í landnámi þeirra. Mikilvægi það virðist áréttað í eftirfarandi frásögn Snorra Sturlusonar í 30. kafla Eg- ils sögu: Skalla-Grímur „hratt fram skipi áttæru, er hann átti, ok reri út til Miðfjarðareyja, lét þá hlaupa niðr stjóra fyrir stafn á skipinu. Síðan steig hann fyrir borð ok hafði upp með sér stein ok færði upp í skipit. Síðan fór hann sjálfr upp í skipit ok reri til lands ok bar stein- inn til smiðju sinnar ok lagði niðr fyrir smiðjudumm ok lúði þar sfðan jám við. Liggr sá steinn þar enn ok mikit sindr hjá, ok sér þat á steininum, at hann er barðr ofan ok þat er brimsorfit gijót ok því ekki gijóti glíkt öðm, er þar er, ok munu nú ekki meira hefja en fjórir menn.“ Um Skalla-Grím var það sagt í upphafí kaflans, að hann „var jám- smiðr mikill og hafði rauðablástr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.