Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 17
, mikinn á vetrinn." Eins og getið var í fyrri grein höfundar verður sköpun heims við samleik hins rauða litar og þess hvíta, og virð- ist Snorri Sturluson hér láta orðið „vetrinn" vísa til litar snjóa og ísa, sem einkenna þann árstíma. Ef svo er í raun er ljóst að Skalla-Grímur vinnur að sköpun heims í „smiðju" sinni lfkt og „himnasmiður" sá, sem forfeður vorir töldu hafa skap- að veröld rúms og tíma. í Egils sögu er steinn — grunnur hins skapaða heims — færður af hafsbotni í 30. kafla, en sagt er frá spjótskafti Egils — möndli veraldar — í 45. kafla. Virðist Snorri Sturlu- son þannig árétta tengsl landnáms- hugmynda við hliðar þríhyrnings Pýþagórasar, sem hafa tölugildin 3, 4 og 5. Vísast til fyrri greinar höfundar um hliðstæða samsvörun talna þessara í Snorra-Eddu og Njálu. Pyrr var þess einnig getið, að tölugildi jarðar til foma var átta; er því að líkum að „smiður" jarðar rói á áttæru skipi til heimssköpun- ar. Af hafsbotni flytur Skalla- Grímur „stein", og hafði áður lagt skipi sínu við „stjóra". Um stein þennan talar Snorri Sturluson sem um sannfræðilegan hlut sé að ræða („Liggr sá steinn þar enn ...“). Skal því ítrekuð spuming Halldórs Laxness: Hvaða steinn er þetta? Hér virðist komið að kjama máls- ins, eins og nú skal greint. Arfur Jakobs Sú er tilgáta höfundar, að bæði „stein“ og „stjóra“ Skalla-Gríms sé að fínna í fyrstu Mósesbók — Gen- esis — og er frásögnin sem hér segir: „(Jakob, ættfaðir ísraelsþjóðar) kom á stað nokkum og var þar um nóttina, því að sól var runn- in; og hann tók einn af steinum þeim, er þar vom, og lagði undir höfuð sér, lagðist því næst til svefns á þessum stað. Þá dreymdi hann: Honum þótti stigi standa á jörðu og efri endi hans ná til himins, og sjá, englar Guðs fóm upp og niður stigann. Og sjá, Drottinn stóð hjá honum og sagði: Eg er Drottinn, Guð Abra- hams, föður þíns og Guð ísaks; landið, sem þú hvílist á, mun eg gefa þér og niðjum þínum. Og niðjar þínir skulu verða sem duft jarðar og þú skalt útbreiðast til vesturs og austurs, norðurs og suðurs, og af þér munu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta og af þínu afkvæmi." (Gen. 28;11—14). Um morguninn vaknar Jakob af svefni og reisir upp stein þann, sem hann hafði haft undir höfði sér, hellir á hann oliu og kaliar Guðs hús. Af líkum málsins virðist MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 »r 17 mega ráða að hér sé kominn steinn sá, sem var gmndvöllur landnáms og mörkuðu fjórar höfuðáttir kross þann, sem vísað er til í hugtakinu „steinkross". Landnámsmenn em sagðir hafa helgað sér land með eldi, og kann þar að vísast til þess, er Jakob hellti olíu á stein og kall- aði Guðs hús. Skalla-Grímur var sonur Kveld- Úlfs og segir um hann í fyrsta kafla Egils sögu: „Var hann kveld- svæfr“ og kann þar að vera vísað til þess, er Jakob lagðist til svefns, er „sól var rannin". Kveld-Úlfur lézt í hafí er Skalla-Grímur hélt út til landnáms; eins var Jakob allur er ísraelsþjóð hélt til landnáms úr Egyptalandi. Ættkvfsl Benjamíns, yngsta son- ar Jakobs, hélt hins vegar til þess landnáms, sem Jakob hafði verið heitið. Tákn Benjamíns var úlfur og kann þar að vera skýring á síðari hluta nafnsins Kveld-Úlfs og væm þá báðir hlutar nafnsins tengdir landnámsfrásögn Genesis. I Völuspá er heimssköpun lýst þannig að jörð er sögð rísa úr ægi: kjölfesta jarðar er því væntanlega „steinn" sá sem Skalla-Grímur færði af hafsbotni við Mið(f)jarðar- eyjar, en „sijóri" skips hans er þá að líkum möndull heims, sem tákn- aður er með „stiga“ Jakobs í fyrstu Mósesbók. í Eddu sinni segir Snorri Sturlu- son að ein kenning Krists sé „stýrandi heims", og kann þar að vera tilvísun í „stjóra" þann sem að líkum er möndull veraldar á táknmáli Egils sögu. Orð Egils sögu, að „munu nú ekki meira hefja en fjórir menn“ stein þann, sem Skalla-Grímur færði af hafsbotni, virðist mega skilja þannig, að samtímis komist einungis fjórir menn að til að lyfta steininum; væm þannig áréttaðar fjórar höfuðáttir landnáms Jakobs- niðja, sem endurspeglast í hugtak- inu „steinkross". „Sindr“ það, sem Snorri Sturluson nefnir til sögu, væri þá að Ifkum málsins það „duft jarðar", sem eru niðjar Jakobs. Lokaorð Með formi landnáms helguðu forfeður vorir nýtt land í ljósi þeirra hugmynda um samband manns, heims og skapara, sem var þeim arfur úr föðurgarði. Með táknmáli frásagna af land- námi í Njálu og Egils sögu tryggði Snorri Sturluson það, að arfur sá varðveittist, sem ella hefði hafnað á bókabrennu þess valds, sem eitt þóttist kallað og útvalið til gæzlu arfs íslendinga. Höfundur er hagfrœðingur og dhugamaður um íalenzk fomrit. LOKSINS1 beiðholti Nú þurfa Beiðholtsbúar ekki lengur að skjótast niður í Skipholt eftir almennilegum myndböndum. Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna hefuropnað nýja leigu í Hraunbergi 4 (áður Nero). Öll nýjustu myndböndin á rúmgóðum stað, kvikmyndir, sjón- varpsmyndir, framhaldsþættir og mikið af barna- efni. Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna er nú á eftirtöldum stöðum: Skipholti 50 C, Úlfarsfelli, Hagamel, s. 688040 s. 24960 Suðurveri, Stigahlíð, Glerárgötu 26, Akureyri, s. 681920 s. 96-26088 Hraunbergi 4, s. 72717 Víðihlíð 13, Sauðárkróki, s. 95-5555 Auói Laugavegi 170-172 Simi 695500 ÞYSKA TÆKNIUNDRIÐ ER ENN AÐ GERAST glæsivagninn, sem var sæmdur gnllna stýrinu nýlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.