Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 19 Heimabakað kex og kruður Gróft kex. Snyör og marmelaði er gott með. HEIMIHSHORIXI Berqljót Ingólfsdóttir Það getur verið gott að eiga heimabakað kex og þvíumlíkt til að grípa til þegar mikið liggur á. Með góðum árangri, og ekki siðri viðtökum, er hægt að frysta kexið óbakað og hafa það svo til nýbakað, með stuttum fyrirvara. Það er yfírleitt lítill sykur í slíkum bakstri og oft er heilhveiti í kexi og kruðum, en það er auðvitað sett smjör á kökumar, og jafnvel marmelaði, svo þar bætast hinar „illræmdu" hitaeiningar við. Hafrakex 250 g haframjöl *A 1 mjólk 100 g smjörlíki 185 g hveiti 2 tsk. hjartarsalt Haframjölið lagt í bleyti í mjólkina i ca. 2 klst. Smjörlíkið brætt og kæit, hveitið sigtað með sykri og hjartarsalti. Deigið hnoð- að saman og flutt þunnt út. Stungið þétt með gafli og skomar út kringlóttar kökur með glasi, eða hafðar ferkantaðar með hjálp reglustiku og kleinujáms. Sett á vel smurða plötu og bakað í ca. 10 mín. við 225°C. Kælt á kökur- ist áður en sett er í kassa. Þetta er stór uppskrift, reiknað með 80—85 ferköntuðum kökum. Gróft kex 100 g smjörlíki 1 dl mjólk Kruður eru auðbakaðar. 2V2 dl heilhveiti 2 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. sykur V2 tsk. salt Smjörlíkið brætt og mjólkinni hellt saman við. Þurrefnunum blandað saman og sett út í vökv- ann. Deigið hnoðað vel og geymt á köldum stað i 30 min. áður en það er flatt þunnt út. Skomar út kringlóttar kökur og þær stungn- ar með pijóni. Bakaðar í 10—12 mín. við 200°C. Þetta verða 30—35 kökur. Rjómakex 50 gr smjörlíki (eða smjör) 2 matsk. sykur 250 gr hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 dl tjómi Smjörlíki og sykur hrært vel, hveiti og lyftiduft sigtað saman, hrært saman við og vætt i með ijómanum á milli. Deigið geymt á köldum stað dágóða stund en siðan flatt út þunnt. Skomar út kringlóttar kökur, stungnar með pijóni og bakaðar í miðjum ofni i ca. 10 mín. 175°C. Kruður 1 1 heilhveiti 1,4 1 hveiti 2 dl strásykur 1 tsk. salt 2 tsk. lyftiduft 500 gr smjörlíki 5 dl mjólk Hveiti, sykur, salt og lyftiduft sett saman í skál, smjörlíkið stappað saman við mjólkina og hellt út í hveitið. Hnoðað saman og flatt út í ca. 1 sm þykkt og kringlóttar kökur skomar út (ca. 5 í þvermál), settar á smurða plötu og bakaðar í miðjum ofni í ca. 8 mín. eða þar til kominn er falleg- ur litur. Kökumar klofnar i tvennt, eftir miðju, að bakstri loknum og bmgðið í ofninn aftur til að láta skurðflötinn fá lit og þoma. P.s.: Það er gott að stinga glasi eða því sem notað er til að skera út, í hveiti á miili, auðveldar það skurðinn til muna. Stofnfundur félags hug- vitsmanna á Islandi á Hótel Borg í dag, laugardaginn 14. febrúar, er boðað til stofnfundar félags hugvitsmanna á íslandi. Stofn- fundurinn verður á Hótel Borg og hefst klukkann 15.00. Félagið á að hafa það að markmiði að tryggja hagsmuni hugvitsmanna og efla samstarf þeirra í milli. Einnig er því ætlað að knýja á um fjármögnun og markaðssetn- ingu á arðvænlegum nýjungum. Aðdragandinn að stofnun félags- ins var hugvitsstefnan „Hugvit 86“, á síðasta ári, þar sem rúmlega 20 aðilar sýndu hugmyndir sínar. Að lokinni hugvitsstefnunni ákváðu þessir aðilar að halda sambandi sín á milli og hittast til að ræða gildi hugvitsstefnunnar, stöðu íslenskra hugvitsmanna og framtíðarhorfur á markaðssetningu íslensks hugvits. Á fundi í desember 1986 var svo ákveðið að efna til stofnunar hags- munafélags hugvitsmanna. í undir- búningsnefnd áttu sæti þeir Guttormur P. Einarsson, Ragnar Þ. Bóasson og Guðmundur Gunn- arsson. Haft var samband við Poul Carls- en, ráðgjafa hjá Opflnderkontoret hjá Teknologisk Institut í Dan- mörku, en hann hefur lagt grunninn að stofnun sambærilegra samtaka á flestum Norðurlöndunum og ann- ars staðar í Evrópu. Poul sýndi málinu áhuga og tókst með aðstoð iðnaðarráðherra og iðnaðarráðu- neytisins að fá hann til landsins um þessa helgi. Hann mun á fundinum skýra frá reynslu sinni og hugmyndum varð- andi félög hugvitsmanna í öðrum löndum og hefur einnig látið í ljós þann vilja að starfa að almennri ráðgjöf þá þijá daga, sem hann dvelur hér. Einstökum aðilum stendur þannig til boða að nýta sér þjónustu hans. fKsrgntiftlaMft Metsölublaó á hverjwn degi! Við bjóðum: • Allar gerðir IBM System/36-tölva • Fjölbreyttan hugbúnað fyrir IBM S/36 • Námskeið fyrir IBM S/36-notendur • Uppsetningu og kapallagnir • Margar gerðir prentara fyrir IBM S/36 á hagstæðu verði Sem sagt heildar lausn — hagkvæma lausn GÍSLI J. JOHNSEN Nýbýlavegi 16 — sími 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.