Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 23 Helgi Hálfdanarson: Til Gísla Konráðssonar Kæri Gísli. Ég þakka þér mjög vel fyrir vinsamlegt bréf í Morgunblaðinu 10. þ.m., þar sem þú ræðir um orðin prósent og prósentustig. Þú gerir því skóna undir lokin, að við munum e.t.v. spjalla ögn frekar saman um þessa hluti, og vildi ég sízt undan því víkjast að eiga orðastað við þig, Gísli, um hvað sem okkur kynni að detta í hug. Þó býst ég við að kunningja mínum, Hrólfi nokkrum Sveins- syni, verði dillað að sjá mig hnekkja mínu eigin meti í „þeirri íþrótt að berja höfðinu við stein", ef ég held áfram að jagast út af prósentustigi. Ég sé að í greinarstúf mínum, sem þú vitnar til, hefur mér tekizt að tala svo óskýrt, að það hefur valdið þér misskilningi. Mér virð- ist þú telja, að ég leggi merkingu orðanna prósent og prósentustig að jöfnu, svo sem þau hafa verið notuð af ýmsum nú um skeið. En það er einmitt sú orðbeiting, sem ég hef rekið homin í. Fyrir þessum merkingum gerir þú prýðilega grein í bréfi þínu með vel völdu dæmi um sjávarafla og nýtingu hans. Þar gerir þú ráð fyrir að nýtingin vaxi úr 40 prósentum í 44 prósent, þ.e.a.s. um 4 „pró- sentustig" eins og sumir vilja að orði komast. í lok bréfs þíns minnist þú á orðin prósent og prósenta sam- an, en ræðir þau ekki frekar. Ég vil því til vonar og vara geta þess, hvað ég á við, þegar ég nota þau. Málvenjan, sem ég fylgi þar, er sú, að hvorugskynsorðið prósent merki einn hundraðshluta af hveiju sem vera skal, en kven- kynsorðið prósenta merki tiltek- inn flölda hundraðshluta, svo sem ef sagt er: Fjörutíu og fjögur pró- sent munu talin allhá prósenta, þegar um nýtingu sjávarafla er að ræða. Ef talað er um prósent eða prósentu, skiptir það vitaskuld öllu máli, að fram sé tekið, af hveiju hundraðshlutamir em reiknaðir, liggi það ekki í augum uppi. Það þarf að sjálfsögðu að vera ljóst, hvort verið er að tala um hundraðshluta af höfuðstól eða vöxtum, ef hvorttveggja þætti koma til greina. Og sé um að ræða nýtingu hráefnis, þarf það að vera án tvímæla, hvort hún telst vaxa í hundraðshlutum af hráefninu, sem hún er reiknuð af, eða hundraðshlutum af sjálfri sér. Ég hef haldið því fram, að í orð- inu prósentustig felist engin vísbending um það, af hveiju sú stærð, sem þar um ræðir, sé reikn- uð. Með orðliðnum stig hlýtur að vera átt við hundraðshluta, og sé prósentustig þá nokkuð annað en staglyrði, mætti jafnvel ætla, að það táknaði fremur hundraðs- hluta af prósentu en af heild, og þá fremur af vöxtum en höfuð- stól, og fremur af nýtingu en afla, þegar því er að skipta. Og ég hygg að orð eins og prósentu- þrep gæti þar úr engu bætt; merkingin í þrep yrði sú sama og í stig. Auðvitað þarf í þessu sem öðru að haga orðum á eðlilegan hátt, sem býður ekki einhvem misskiln- ing velkominn. Um aukninguna í dæmi þínu hygg ég að flestir segðu, að nýting aflans hefði vax- ið úr 40 í 44 prósent. Það gæti. víst enginn misskilið. Og að sjálf- sögðu hefði hún þá vaxið um 4 prósent af aflanum en ekki 4 pró- sent af sjálfri sér. Kæri Gísli, ég þakka þér aftur fyrir notalegt bréf og góða grein fyrir sjónarmiði, sem er svolítið annað en mitt. Svo sendi ég þér og Solveigu frænku minni beztu kveðju og bið ykkur hjónum allt í haginn ganga. Ráðstefna um rekstur stóru spítalanna: Skiptar skoðanir um mál- efni Borgarspítalans SAMTÖK heilbrigðisstétta efndu til ráðstefnu um rekstrarform stóru spítalanna á fimmtudaginn. Rástefnan var haldin í Domus Medica og var þar rætt um rekstur stóru spitalanna frá ýmsum sjónar- horaum. Framsögumenn voru úr hinum ýmsu starfstéttum spítal- anna svo og rekstrarhagfræðingur og fulltrúi neytenda. Svo sem við var að búast bar Borgarspítalamál- ið á góma og komu þar fram mismunandi sjónarmið en engin formleg smaþykkt eða ályktun var gerð í þeim efnum. Jón Bjarni Þorsteinsson, heilsu- gæslulæknir og formaður SHS setti ráðstefnuna og fór nokkrum orðum um viðfangsefnið umræðuna í heil- brigðismálum að undanfömu. Fyrsti framsögumaður var Ólafur Öm Am- arson yfirlæknir á Landakotsspítala. Hann gerði meðal annars samanburð á heilbrigðisþjónustu hér á landi og erlendis og sagði hann að ástandið í þeim efnum hér væri sambærilegt við það besta sem gerðist í heiminum. Hann taldi að deilur og ásakanir um sóun á fjármunum í heilbrigðiskerfinu hér á landi væru sprottnar af mis- skilningi. Ólafur Öm lýsti sig andvíg- an breytingum á rekstri Borgarspítal- ans og sagði að ástandið í heilbrigðismálum gæfí ekki ástæðu til svo veigamikilla breytinga sem fyrirhugaðar væm með yfirtöku ríkis- ins á rekstri hans. Næstur framsögumanna var Þórar- inn Sveinsson yfirlæknir á Landspítal- anum og skýrði hann mál sitt með ljósskyggnum. Hann sagði að í um- ræðuna um rekstur Borgarspítalans að undanfömu hefði vantað skilgrein- ingu á hlutverki hans, það er hvort hann flokkaðist undir svæðissjúkra- hús, sjúkarhús Reykvíkinga eingöngu eða sjúkrahús fyrir alla landsmenn. Áframhald umræðnanna hlyti að fara eftir því í hvaða flokki hann væri. Ef spítalinn þjónaði aðeins einföldum þörfum Reykvíkinga ætti borgin að eiga hann og reka hann. Ef ekki þá væri skynsamlegt að annar aðili kæmi þar til. Þórarinn ræddi um muninn á rekstrarfyrirkomulagi stóm sjúkra- húsanna, þ.e. daggjaldakerfið annars vegar, og föst fjárlög hins vegar og taldi hann skynsamlegra að reka spítlana með föstum fjárlögum. Benti hann meðal annars á að halli sjúkra- húsa á föstum fjárlögum hefði verið 4% á meðan halli sjúkrahúsa sem rek- in vom með daggjöldum hefði verið 20%. Þórarinn rakti síðan stjómunar- fyrirkomulag á Landsspítalanum, sem skipt er í svið og taldi það hafa reynst vel. Hins vegar taldi hann stjómkerfi Borgarspítalans vera meingallað í núverandi mynd. Margrét Tómasdóttir hjúkmnar- framkvæmdastjóri á Borgarspítalan- um rakti viðhorf starfsmanna spítlans til þeirra breytinga sem fyrirhugaðar em. Hún benti á að í sjúkrahús- rekstri þyrfti að sameina mörg ólík sjónarmið þegar verið væri að meta starfsemina og taldi rangt að meta hana út frá hugtökunum gróði eða tap heldur væri það þjónustan við sjúklinga sem skipti öllu máli. Mar- grét taldi að með yfirtöku ríkisins á rekstri spítalans væri verið að auka miðstýringu, ákvörðunartakan yrði svifaseinni og ekki í beinum tengslum við þann vettvang þar sem þjónustan fer fram. Magnús Karl Pétursson læknir á Landspítala var næstur á mælenda- skrá og ijallaði hann meðal annars um rekstrarfyrirkomulag ríkisspítal- anna og sundurliðun á kostnaði. Kom þar m.a. fram að launakostnaður er um 60% og hefur farið hlutfallslega lækkandi á undanfömum ámm, en rekstrarútgjöld hafa farið hlutflalls- lega hækkandi á sama tíma. Magnús Karl sagði að mikilvægt væri, að starfsfólk spítalanna væri sér meðvit- að um það hvað hlutimir kosti í rekstri spítlanna, enda væri fé til heibrigðis- mála ekki ótakmarkað. Hörður Bergmann fræðslustjóri var fulltrúi neytenda og var málflutningur hans að vonum talsvert frábmgðin málflutningi annarra framsögumanna á ráðstefnunni. Hörður taldi að í framtíðinni yrði hlutfallslega minna fé til ráðstöfunnar í heilbrigðismálum en nú væri og því nauðsynlegt að huga vel að meðferð þess. Hann tal- aði um vanda sjúkrahúsa og hvemig fé væri varið, ræddi í því sambandi um launaskiptingu innan heilbrigðis- kerfisins og varpaði fram þeirri spumingu hvort ef til vill væri kominn tími til láta hlutfallslega meira renna til hjúkmnarfræðinga en verið hefði fram til þessa. Sem dæmi nefndi hann að það væri ekki skynsamlegt að ráða lækna við deildir sem væm lokaðar vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Hörður lauk máli sínu með því að reifa hugmyndir um rauiivemlegar kerfisbreytingar í heilbrigðismálum svo sem heilsusamlög þar sem árgjald færi eftir því hversu vel einstaklingum tækist að vemda heilsu sína. Hörður taldi að ákvörðunartaka um fjárveit- ingar og forgangsröð í heilbrigðis- rekstri ætti ekki að vera hjá sérfræðingum heldur hjá lýðræðislega kjömum fulltrúum og að fjárhagsleg og rekstrarleg ábyrgð ætti að fara saman. Edda Hjaltested deildarstjóri hjúkr- unardeildar Landakotsspítala taldi að æskilegt væri að rekstrarform sjúkra- húsa hér á landi væri með mismunandi sniði og með því væri best komist hjá miðstýringu í heilbrigðiskerfinu. Því ætti rekstur sjúkrahúsa að vera í höndum ríkis, sveitarfélaga og sam- taka einstaklinga og félaga og með þvl móti yrði best tryggð hæfileg sam- keppni, faglegur metnaður og komið yrði í veg fyrir að starfsemin verði ópersónuleg. Edda taldi að allir spítal- ar ættu að búa við rammafjárlög og stjóm spítalanna og starfsfólk ætti síðan að útfæra reksturinn og bera á honum fulla ábyrgð. Edda sagði að það væri dapurlegt að fylgjast með þeirri umræðu sem átt hefði sér stað að undanfömu um heilbrigðismál, sem hefði snúist meira um umbúðir en innihald og meira um peninga en sjúk- dóma. Magni Jónsson formaður Læknafé- lags Reykjavíkur hóf mál sitt með því að benda á að orðið lygi mætti stig- breyta: Lygi, haugalygi, statistik. Máli sínu til stuðnings brá hann nokkrum tölum í myndvarpa. Þar var um að ræða samanburð á rekstri Borgarspítalans og Landspítalans og samkvæmt þeim tölum var meðaltals- hækkun á rekstrarkostnaði á milli ára sá sami hjá báðum spítulunum. Magni gat þess að skipting rekstrarkostnað- ar á Borgarspítalanum væri svipuð og á Landspítalanum, launakostnaður væri um 58% og aðrir kostnaðarliðir smærri. Hann ræddi þvi næst um tækjakaup spítalanna og taldi þá báða vera í tækjasvelti og því væri gagn- rýni sem fram heði komið um bruðl í þeim efnum byggð á misskilningi. Varðandi fjármögnun taldi Magni heppilegast að hún yrði tvískipt. Ann- Mengunarhætta frá endurvinnslu- stöð í Skotlandi? Fram hafa farið viðræður milli Siglingamálastofnunar, Haf- rannsóknarstofnunar og Geisl- varna um mælingar á geislavirk- um efnum í sjó hér á landi á þessu ári, sagði Matthías Bjarna- son, samgönguráðherra, í þing- ræðu sl. fimmtudag. Mælingar þessar eru mögulegar með til- komu nýs tækjabúnaðar Geisla- varna og ættu að geta gefið gagnlegar upplýsingar um geislavirk efni í hafinu. Matthías Bjamason greindi frá þessum fyrirhuguðu rannsóknum í umræðu um tillögu Páls Pétursson- ar (F.-Nv.) o.fl. um sérstakt umhverfis- og félagsmálaráðuneyti. Ráðherra sagði það ekki megin- málið að „stofna eitt nýtt bákn ennþá“ heldur að auka umhverfis- vemd, en að því beri að stefna markvisst. „Ég er einlægur um- hverfísvemdarmaður", sagði ráð- herrann, „og tel að við eigum að láta þau mál miklu meira til okkar taka, en ég sé enga ástæðu til þess að fara að stofna nýtt ráðuneyti og umbylta því starfi sem hefur verið unnið á undanfömum árum“. Matthías minnti á að á síðasta löggjafarþingi vóm samþykkt lög um varnir gegn mengun sjávar. Lögin eiga að tryggja markvissa framkvæmd ýmissa alþjóðasamn- ars vegar föst fjárlög sem tækju til fastra kostnaðarliða og hins vegar daggjöld sem tækju til breytilegs kostnaðar, sem færi eftir hvað spítal- inn veitti mikla þjónustu. Þannig fengi spítalinn annars vegar fé í hlutfalli við þá þjónustu sem hann veitir og hins vegar fé í hlutfalli við þann fasta- kostnað sem er óbreytanlegur. Magni taldi að sameining Borgarspítalans og Landspítalans yrði hvorugum til góðs heldur myndi það þyngja mjög alla stjómun og verða síst til að færa stjómina nær vinnustaðnum. Lára Margrét Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Stjómunarfélagsins, gat þess meðal annars að með aukn- um möguleikum á heilbrigðisþjónustu og kröfum um gott heilsufar fyrir alla aldurshópa hefði kostnaður við heilbrigðisþjónustu farið hráðvaxandi á undafömum árum. Þess vegna væri eðlilegt að forráðamenn heolbrigðis- mála reyndu að leita leiða til hag- kvæmari reksturs. Ein þeirra leiða væri að setja sjúkrahús á föst fjárlög en sú leið væri þó umdeilanleg. Lára Margrét kvaðst eiga erfitt með að skilja hvers vegna Reykjavíkurborg vildi afsala sér allri ábyrgð og þáttöku I svo mikilvægri starfsemi sem rekst- ur Borgarspítalans væri. Hún taldi að samruni sjúkrastofnanna gæti haft # Matthías Bjarnason, samgöngu- ráðherra. inga um varnir gegn mengun sjávar, sem Island hefur staðfest. Gildi alþjóðasamninga í vemdum hafsins gegn mengun er mikið. Mengun berst með hafstraumum og lífvemm um hafið. Lega landsins og hagsmunir sjávarútvegs gefa sérstakt tilefni til þess að fylgst sé vel með þróun mengunar hafsins. Vaxandi mengun sjávar við strend- ur og á innhöfum Norður- og Vestur-Evrópu og áhrif mengunar- innar á almenningsálitið í þessum löndum og heiminum leiði hugann að því að e.t.v. séu viðskiptalegir í för með sér ákveðin höft á fram- farir. Við það að hafa fleiri stofnanir með svipaða þjónustu skapaðist rúm fyrir mismunandi starfsaðferðir og tækifæri til innbyrðis samanburðar eða samkeppni um gæði þjónustunn- ar. Lára Margrét sagði að til að ná góðu valdi á stjómun í spítalarekstri væri nauðsynlegt að búa yfir góðum upplýsingum og traustu bókhaldi. Brýnasta verkefnið í heilbrigðisþjón- ustunni nú væri því að koma upp fullnæjandi upplýsingakerfi fyrir allar heilbrigðisstofnanir. Að loknum framsöguerindum vom pallborðsumræður með þáttöku fram- sögumanna og gafst ráðstefnugestum þá tækifæri til að bera fram fyrir- spumir. Tilgangur Samtaka heilbrigðis- stétta, sem boðuðu til ráðstefnunnar, er að efla gagnkvæm kynni milli aðild- arfélaga, meðal annars með færðslu um starfsvið einstaklinga og hópa innan samtakanna, að stuðla að fram- fömm á sviði heilbrigðismála og vinna saman að hagkvæmri lausn á sameig- inlegum málum. Stjóm samtakanna skipa: Jón Bjami Þorsteinsson for- maður, Kristín Guðmundsdóttir varaformaður, Þóra Hafsteinsdóttir ritari, Eygló Bjamardóttir gjaldkeri og Þuríður Ingimundardóttir með- stjómandi. hagsmunir í hættu alllöngu áður en mengun er komin á alvarlegt stig, sé eingöngu miðað við heilsu- farsleg áhrif á almenning vegna neyzlu sjávarfangs. Hliðstæð við- horf almennings komu glöggt fram í sambandi við kjamorkuslysið í Chemobyl í Sovétríkjunum. Ráðherra vék og að byggingu endurvinnslustöðvar fyrir brennslu- efni kjamaofna nyrst í Skotlandi (Doumeay). Það mál hefur verið skoðað sérstaklega af Geislavöm- um, Hafrannsóknarstofnun og Siglingamálastofnun og fulltrúa ís- lands hjá alþjóða kjamorkumála- stofnuninni. Það er álit þessarra stofnana, að þrátt fyrir að ekki sé talin hætta á verulegum heilsufar- legum áhrifum af áfallalausri starfsemi þessarar stöðvar, ef reist yrði, þá munu fyrirhuguð starfsemi hennar engu að síðar auka geisla- virka mengun á hafsvæðinu umhverfís landið og mengunar- hættu vegna hugsanlegra slysa. Af þessum ástæðum fól ég, sagði ráð- herra, Siglingamálastofnun, í samráði við Geislavamir, að und- irbúa að málið verði tekið fyrir á aðalfundi samingsaðila Parísar- samningsins, svokallaða, um vamir gegn mengun sjávar frá landstöðv- um í júní í sumar. Jafnframt var forstjóra Siglingamálastofnunar falið að kynna viðhorf Islands til málsins innan samstarfsnefndar um mengunarmál sjávar. I athugun er hvort ísland eitt eða með öðrum ríkjum flytur málið á aðalfundi Parísarsamningsins. Rannsóknir á þessu ári: Mælingar á geislavirkum efnum í sjó við Island
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.