Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRUAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 33 plmrgtwiWiilííl* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Kerfiskratar í vörn Hiti hljóp í umræður á Al- þingi Islendinga í fyrra- dag. Þar kom á dagskrá tillaga til þingsályktunar frá átta þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. Hún er stutt og hnitmiðuð, aðeins ein setning: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að láta þegar hefja undirbúning þess að Þjóðhags- stofnun verði lögð niður.“ Telja flutningsmenn tillögunnar, að nú sé kjörið tækifæri til að leggja þessa stofnun niður, þar sem Jón Sigurðsson, forstjóri hennar, hefur látið af störfum vegna stjómmálaafskipta, en hann skipar fyrsta sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn meðal annars: „Þjóðhagsstofnun hef- ur nú starfað á annan áratug og haft með höndum verkefni sem eðlilegast er að Hagstofan annist, auk þess sem stofnunin hefur annast svokallaða efna- hagsráðgjöf við ríkisstjómina sem ekki verður séð að orðið hafí til heilla.“ Skipuleg ráðgjöf við ríkis- stjómir um efnahagsmál hefur verið með ýmsu móti, frá því að stjóm landsins færðist hing- að frá Kaupmannahöfn. Raunar er saga hagfræðinnar í landinu næsta stutt. Það er líklega í kringum 1950, sem fyrst er farið að tala um sér- staka efnahagsráðunauta ríkis- stjómarinnar. Þeir gegndu síðan vaxandi hlutverki á sjötta áratugnum og áttu mikilvægan þátt í endanlegri mótun og út- færslu þeirra hugmynda, sem leiddu til þeirrar stökkbreyting- ar, sem varð í allri efnahags- stjóm með myndun viðreisnar- stjómarinnar fyrir rúmum aldarfjórðungi. Var þá um skeið starfrækt sérstakt efna- hagsráðuneyti. Kom viðreisn- arstjómin efnahagsráðgjöf og starfsemi efnahagsráðunauta í fastar skorður. Þjóðhagsstofn- un var hins vegar komið á fót með lögum 1974, en vísir að henni hafði þá um tíma verið hluti af hinu mikla bákni, sem vinstri stjómin frá 1971 setti á laggimar, Framkvæmda- stofnun ríkisins. Samkvæmt lögum á Þjóð- hagsstofnun að fylgjast með árferði og afkomu þjóðarbús- ins, vinna að hagrannsóknum og vera ríkisstjóminni til ráðu- neytis í efnahagsmálum. Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrsti flutningsmaður þingsályktun- artillögu sjálfstæðismanna, benti réttilega á það í fram- söguræðu sinni á Alþingi, að mikilvægt sé í opinberum rekstri að koma í veg fyrir tví- eða margverknað; nýta beri starfskrafta og skattfé fólks með sem skynsamlegustum hætti. Þessi orð eiga vel við, þegar litið er á hlutverk og störf Þjóðhagsstofnunar við núver- andi aðstæður. Fyrir einum áratug var til að mynda ekki unnt að leiða kjaradeilur til lykta, án þess að stuðst væri að verulegu leyti við útreikn- inga og ráðgjöf Þjóðhagsstofn- unar. Nú em aðilar vinnumark- aðarins sjálfum sér nógir í þessu efni eins og dæmin sanna. í forsætisráðuneytinu starfar nú sérstakur efnahags- ráðunautur. Hagstofan fylgist með árferði og afkomu þjóðar- búsins. Þannig mætti áfram telja. Hitinn hljóp í umræður um þetta mál á Alþingi, af því að þingmenn Alþýðuflokksins brugðust illa við tillögunni um afnám Þjóðhagsstofnunar. Birgir ísleifur Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, skýrði afstöðu alþýðu- flokksmanna með þeim orðum, að kerfiskrati sæti í fleti fyrir. Eða eins og segir í endursögn af ræðu hans hér í blaðinu í gær: „Við kerfiskrötum má ekki hrófla. Hér er hinn hvíti stormsveipur í hlutverki varð- hundar kerfisins. Er nú slíkur maður líklegur til að taka til hendi í stjómkerfinu?“ Vísaði Birgir ísleifur þar til Jóns Bald- vins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, sem hann sagði, að hefði farið eins og hvítur stormsveipur um land allt og lofað að brjóta kerfís- múrinn og stuðla að hagræð- ingu og spamaði í ríkiskerfinu. Jón Baldvin sagði tillögu sjálf- stæðismanna sýndarplagg, hún væri illa gmnduð og illa unnin. Eins og kunnugt er hefur formaður Alþýðuflokksins lýst yfir því, að komist hann til áhrifa og valda að kosningum loknum ætli hann að láta hend- ur standa fram úr ermum strax frá fyrstu mínútu. Hann ætlar að reka seðlabankastjóra, loka sendiráðum og bylta skipan ráðuneyta með því að stofna einhvers konar yfírráðuneyti fyrir ofurmenni. Umræðumar á þingi á fímmtudag leiddu í ljós, að einn reitur kerfisins er þó friðhelgur hjá Alþýðuflokkn- um, Þjóðhagsstofnun. Það er enn sami munur og fyrr á Jóni og séra Jóni. ítosœfcfi ináQ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 375. þáttur Ég skírskota beint til loka síðasta þáttar. Ef ég fæ mikla og góða sendingu, get ég sagt á líkingamáli að mikinn hvalreka hafi rekið á fjörur mínar. En ég get ekki sagt að mikinn hval hafi rekið. Hvalrekann rekur ekki, að sjálfsögðu, heldur hval- inn. Hvalinn rekur, segjum við. Ekki megum við segja *hvalur- inn rekur, því að hann er þá ekki í standi til að reka eitt eða neitt. Á sama hátt segjum við bátinn rekur, ekki *báturinn rekur, því að það er eitthvert ópersónulegt afl sem rekur bæði bátinn og hvalinn í þessum sam- böndum. Því er kallað að sögnin að reka sé ópersónuleg í sam- böndum eins og þessu. Með sama lagi segjum við: bátinn bar að landi, skýin dró frá sólu og vindinn lægði. ★ Víkingur Guðmundsson átti eftir að segja síðasta orðið. I niðurlagi bréfs síns tók hann þessi dæmi af álappalegu mál- fari sem hann hafði heyrt eða séð í fjölmiðlum: 1. „Það má segja að þunga- miðjan standi í heila viku.“ Þetta var úr fréttaviðtali á afmæli sjálfs Háskóla Islands. Auðvitað stendur ekki þungamiðja. Þetta minnir reyndar umsjónarmann á eftirfarandi ræðukafla sem hann varð vitni að á skrifaratíð sinni í alþingi: „í þessu máli eru tvær þungamiðjur og báðar grímu- klæddar." Einhveijum hefði þótt þetta nykrað líkingamál. 2. „Næsta skref sem menn taka sér fyrir hendur." Umsjón- armaður þarf víst ekki að útskýra kauðaskapinn í þessu tali, þegar fætur og hendur er komið í einn hrærigraut. 3. „Hann las hinar ýmsustu hugsanir manna.“ Umsjónar- maður hefur nokkrum sinnum séð svo farið með hið óákveðna fornafn ýmis. Það á ekki að taka á sig gervi lýsingarorða og fara að stigbreytast. 4. „Verið er að semja um samninga.“ Rétt einn Fróðársel- urinn. 5. „Ég mundi nú ekki taka svo djúpt í árina.“ Hér er rangt farið með orðtakið að taka djúpt í árinni, þar sem í er at- viksorð, en árinni gamalt verkfærisþágufall = með árinni. Ræðarinn vildi ekki taka svo djúpt í (sjóinn með) árinni. 6. „Hann giftist fráskildri konu.“ Við Víkingur viljum held- ur segja fráskilinni, sbr. þó það sem sagði í næstsíðasta þætti um veikar sagnir eftir 2. flokki. 7. „Fólk ætti að temja sér strax í frumbernsku . ..“ Ég læt athugasemd bréfritara duga: Ja, ekki er ráð, nema í tíma sé tekið. 8. „Ef þú kaupir lamba- skrokk . . .“ Víkingur mælir ekki með því að kaupa einn skrokk af fleiri en einu lambi. Þar með kveður umsjónar- maður Víking Guðmundsson með þökkum og vonast til að heyra fleira frá honum. ★ Kristinn Reyr í Reykjavík seg- ir meðal annars: „En svo bar við á síðkvöldi, að hirðskáld þáttarins, Hlymrek- ur handan, kom lítillega við sögu í eftirfarandi álitamáli: Hún sagði: það er nú það um það sem eg hafðist að og væri ekki verra en vísa sem herra Hlymrekur handan kvað. Eg sagði: Þú heldur það um það sem eg festi á blað en hér fékk eg hnerra og held mitt sé verra en hitt sem Hlymrekur kvað. Þar sem heimilisfang Hlymreks er mér ókunnugt, bið eg þig fyrir ofanritað til hans. Með kveðju og ósk um farsæld á nýju ári til ykkar beggja." Umsjónarmaður þakkar bréf- ritara góðar limrur og óskir. Hann telur víst að Hlymrekur handan muni lesa þáttinn, hvar sem hann kann að vera niður kominn. ★ Um daginn rakst ég á orðið súskapur í Ólafs sögu helga eftir Snorra Sturluson. Það er haft í merkingunni fjandskapur, mann- vonska, óvinátta: „Er konungur hafði þetta upp borið, þá þótti þeim, er fúsir voru ferðarinnar og bannað var, súskapur mikill hafður við sig og þótti seta sín ill og ófrelsi." Dr. Bjami Aðalbjarnarson telur að súskapur sé stofnsamsetning af sýr = gylta, en það beygist sýr, um sú, frá sú, til sýr. Segja mætti að súskapur samsvaraði þýsk-danska orðinu svínarí. Sýr = gylta á sér hliðstæður í dönsku so og hjaltlensku su, svo að ein- hver dæmi séu tekin úr skyldum málum. Við höfum af þessu góðar samsetningar í ömefnum eins og Sýrdalir og Sýrnes. Þess má geta að frjósemdar- og ástargyðj- an Freyja hét mörgum auknefn- um, og þeirra á meðal var Sýr, enda er sýrin frjósemin uppmáluð. Til em þeir sem ekki vilja skýra Freyjuheitið svo og hefur þótt óhæfa að líkja gyðjunni við súna. En þeirra skýringar eru kmm- fengnar og koma ekki betur út fyrir Freyju. ★ P.s. Athygli mín hefur verið vakin á því, að fólk væri tekið að segja: Það skeður ekki fyrir mig = það kemur ekki fyrir mig, og annað þvílíkt. Kannist þið ekki við þetta og aðra nýja ofnotkun tökusagnarinnar að ske? V estmannaeyjar: Náttúru- gripasafn- ið eignast dvergmáf Vestmannaeyjum. SEINT á síðasta ári náði Krislján Egils- son, safnvörður Náttúrugripasafns Vestmannaeyja, að fanga dvergmáf. Er þetta sá eini sem vitað er um að náðst hafi hér. Hann er minnstur allra máfa. Fyrst sást til fuglsins þar sem hann var á flugi með ritum en hann endaði ævi sína á golfvellinum í Eyjum. Þar var hann í ná- lægð hettumáfa. Fuglinn felldi flugið eftir hnitmiðað skot. Þessi fágæti fugl hefur nú verið stoppað- ur upp og honum komið fyrir í hinu stór- skemmtilega náttúrugripasafni í Eyjum. Þar sómir hann sér vel innan um fjöldann allan af öðrum fuglategundum sem safnverðimir, Friðrik Jesson og Kristján Egilsson, hafa sett smekklega upp í glerkössum. -hkj. Morgunblaðið/Sigurgeir Glögglega má sjá hversu smár dvergmáfurinn er í samanburði við silfurmáfinn. Myndin var tekin eftir að fuglinn hafði verið stopp- aður upp og komið fyrir í safninu. Safnverðirnir Friðrik Jesson og Kristján Egilsson grúska í fugla- bókinni. 1,3 stiga kólnun á árshita mun skerðaheyfengbændaum 15-20% ÍSLENSKUR landbúnaður er ákaflega viðkvæmur fyrir loft- lagsbreytingum og myndi til dæmis aðeins 1,3 stiga lækkun árshita skerða allan heyfeng bænda um 15-20% og vorgróðri myndi seinka um hálfan mánuð. Veturinn yrði lengri, gefa þyrfti skepnum lengur og þá þyrfti meira hey um leið og hey- fengur bænda minnkaði í kjölfar kólnandi veðurfars. Að sama skapi myndi samsvarandi hækkun hitans á ársmeðaltali auka heyfenginn um 15-20%. Þetta kom meðal annars fram á árlegum ráðunautafundi bænda sem haldinn var í vikunni í Bænda- höllinni, en þar kynnti hópur sérfræðinga niðurstöður sínar varðandi áhrif veðurfars á land- búnað sem unnið hefur verið að að undanförnu. í starfshópnum eru: Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur, Áslaug Helgadóttir og Hólmgeir Bjömsson frá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Jón Viðar Jónmundsson og Ólafur Dýrmundsson frá Búnaðarfélag- inu og Bjami Guðmundsson aðstoðarmaður . landbúnaðarráð- herra og búvísindamaður. Þetta er hluti alþjóðlegs verkefnis, sem alþjóðleg stofnun, „Intemational Institute for Applied Systems Analysis", stendur fyrir en hún hefur aðsetur í Austurríki og eru sérfræðingahópar í öðmm löndum því einnig að kanna áhrif veður- fars á landbúnað í öðrum norðlæg- um löndum. Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur, sagði í samtali við Morgun- blaðið að brugðið gæti til beggja vona hvað varðaði veðurfarsbreyt- ingar á komandi árum, en mestu skipti þó að fólk væri viðbúið kóln- andi veðri heldur en hlýindum þar sem verra er að mæta því ástandi sem skapast mun ef veður fer kólnandi. „Á ámnum 1965 til 1970 urðu erfíðir tímar hjá bænd- um þegar veður kólnaði mikið. Heyfengur minnkaði, bændur þurftu að kaupa sér mikinn fóður- bæti og minnka þurfti bústofn til muna.“ Páll sagði að meiri líkur væm á að veður hlýnaði á komandi ámm, en þó í stökkum þannig að kuldaafturkippir kæmu upp við og við. „Við erum að leggja aðal- áherslu á hvemig bregðast skuli við þeim. Nauðsynlegt er fyrir bændur að hafa nægjanlega stór tún til að geta aukið heyfenginn þegar veður kólnar og bændur geta þetta einmitt nú þar sem framleiðsluskerðingin er við líði. Auk þess geta bændur notfært sér að hægt er að gera spár um gras- sprettu sumarsins þegar að vorinu og þá er hægt að haga áburði eftir þvi. Halda þarf túnunum vel við svo þau falli ekki í órækt. Nýta þarf fóðrið sem best og tryggja þarf að það skemmist ekki af óþurrkum meðal annars með votheysverkun. Ráðstafanir af hálfu hins opinbera þurfa jafn- framt að koma til. Tryggja þarf að nægur fóðurbætir sé til í landinu, ýta þarf undir það að menn hafi nógu stórar hlöður, við- halda þarf tryggingum verði bændur fyrir skakkaföllum við framleiðsluna og fjárhagserfíð- leikar steðja að. Páll sagði að nefndin legði einnig mikla áherslu á að rannsóknir á búháttum verði auknar. Breytingar á veðurfari geta haí mikil áhrif á landbúnað , ,mm Spár erlendra veðurfræðinga: „32 Veðurfar hér eftir aldamótiii verður eins og í Skotlandi nú „ÞAÐ myndi hlýna hér á landi afskaplega mikið eftir aldamótin ef þær spár, sem við fáum erlendis frá, eru réttar, sagði Páll Berg- þórsson, veðurfræðingur, í samtali við Morgunblaðið. „Það myndi hlýna hér helmingi mest hlýindin hér, en sú hlýnun var Ef spár sérfræðinganna rætast, geta íslendingar átt von á lengra sumri eftir aldamótin meira en í Mið-Evrópulöndum og Bandaríkjunum og yrði þá veðurfar hér svipað og nú er í Skotlandi. Ef kolsýrumagn í loftinu tvöfald- ast, myndi hlýna hér á landi um 4 gráður að meðaltali. Þetta eru miklu meiri hlýindi en hingað hafa komið síðan mælingar hófust. Á árunum 1925 til 1965 urðu hvað hinsvegar ekki nema fjórðungur af því sem búast má við eftir árið 2000 séu spár sérfræðinganna rétt- ar, að sögn Páls. Samkvæmt þessu mega íslend- ingar því búast við vordögum í mars og lengingu sumars að sama skapi er dregur að haustdögum. AF ERLENDUM VETTVANGI Portúgal - Kína: eftir JOHONNU KRISTJONSDOTTUR Lokaviðræður um Macau hefjast senn PORTÚGALIR eru nú að taka á sig rögg, eftir að á ýmsu hefur gengið, varðandi afstöðuna til framtíðar nýlendu þeirra, smárikis- ins Macau, sem kúrir a Kínaströndum, og nær yfir um sextán ferkílómetra og auk þess fylgja Macau fáeinar litlar eyjar. Frá þessu er greint í nýjasta hefti tímaritsins Far Eastern Économic Review. Þar segir, að portúgalska stjórnin leggi allt kapp á að sýna styrk og einhug áður en lokaviðræðurnar hefjast í Peking um að skila Macau til Kína. Eftir áreiðanlegum heimildum hafa portúgalskir leiðtogar ^ _ ákveðið að láta undan kröfum og HHHjM ■ > g-. ■ þrýstingi, af hálfu Kínveija, og /jr munu þeir síðarnefndu því fá ' yfirráð yfir Maeau fyrir lok aldar- innar. Reiknað er með að í þeim febrúar, verði endanlega frá þessu er ekki litið, að mikill ágreiningur er milli íbúa Macau - langflestir af kínversku bergi brotnir og margir flóttamenn frá Kína, um hvort æskilegt sé að sameinast móðuijörðinni. Staða Portúgala hefur veikzt í þessum viðræðum vegna þess líka, að innan stjórnar pínuríkisins hefur ríkt ósamlyndi um, hvemig eigi að leiða þetta til lykta. Sá ágreiningur var af svo alvarlegum toga, að fréttir hermdu að Joaqu- im Pinto Machado, landsstjóri, sem er skipaður af stjóminni í Lissabon, væri í þann veginn að segja af sér starfi. Ástæðan var sögð óánægja hans og fleiri portú- galskra ráðamanna á Macau, hvemig Lissabonstjómin héldi á málinu. Mario Soares, forseti Portúgals mun hafa haft verulegar áhyggjur af því, hve staða Portúgals við samningaborðið virtist breytzt til hins verra. Hann sendi alveg ný- lega frá sér mjög afdráttarlausa yfirlýsingu, þar sem hann sagði, að allt væri í stakasta lagi innan stjómarinnar í Macau og ynnu menn þar saman í eindrægni. Margir töldu að Soares hefði átt að láta þetta ógert. Stuðningsorð hans við landsstjórann virtust ekki sannfærandi og sagt að yfir- lýsingin hefði ekki verið sett fram á heppilegum tíma. Nokkm eftir þetta sendi portúgalska stjómin sérlegan sendiboða til Peking. Hann heitir Eduardo Azevedo og mun hafa verið ætlað að sann- færa Kínverja um, að eining væri bæði í Macau og í Portúgal um hvemior að málum skvldi staðið, þegar að því kæmi, að Kínveijar tækju yfir Macau. Azevedo átti einnig fundi með Pinto Machedo, landsstjóra og mun hafa reynt að fullvissa hann um, að ásakanir landsstjórans um að hann fengi ekki að fylgjast með framvindu mála og hvað stjómin í Lissabon væri að skegg- ræða framtíð nýlendunnar, væm ekki á rökum reistar. Landsstjór- inn féllst síðan á að vera áfram og ekki er neitt sem bendir til að hann muni láta af starfi, altjend ekki fyrr en eftir að frá undirrit- uninni hefur verið gengið, líkast til í næsta mánuði. En fleira angrar. Mikil gremja er meðal ýmissa embættismanna í Macau eftir að tvö portúgölsk blöð í Lissabon skýrðu frá því, að hin mesta fíármálaóreiða og spill- ing viðgengist í æðstu hringjum í nýlendunni. Macau stjómin hefur vísað á bug öllum þessum ásökun- um og segir, að þær virðist settar fram í því skyni einu, að ófrægja portúgalska ráðamenn í nýlen- dunni og grafa undan trú Kínveija á umboði væntanlegrar samn- inganefndar. En kínverskir kaupsýslumenn í Macau hafa, að sögn, kvartað undan því að stjóm- in hafi ekki samráð við þá þegar teknar em mikilsháttar ákvarðan- ir. Þeir segja einnig, þess sé engan veginn gætt að láta sérfróða menn taka þátt í samningaviðræðunum við kínversku stjómina. Nú á dög- unum sagði Jorge Neto Valente, lögfræðingur í Macau, í blaðinu Tribuna: „Það virðist hreinlega vera stefna Lissabon stjórnarinn- ar, að láta aldrei neinn þann mann koma nálægt samningaviðræðun- um, sem hefur staðgóða þekkingu á málinu. Fremur em sendir ein- hvetjir skósveinar frá Portúgal með mjög yfirborðslega þekkingu og nánast engan skilning á nein- um þáttum málsins." Heimildir Far Eastern Ec- onomic Review í Lissabon, stað- hæfa að portúgalska stjómin ætli að stinga upp á því að Macau verði afhent Kínvetjum þann 31. desember 1999. Kínverska stjóm- in hefur fallizt á það sjónarmið, að Macau verði ekki afhent Kína fyrr en eftir að Hong Kong er orðinn hluti af Alþýðulýðveldinu,. Á hinn bóginn finnst þeim af ein- hveijum ástæðum nauðsynlegt að fá Macau að minnsta kosti áður en öldin en úti. Af hvaða ástæðum er svo sem ekki alveg á hreinu. Portúgalar höfðu lengi þá skoðun, að þeir vildu bíða með að láta Macau af hendi, fyrr en eftir árið 2007, en þá er 450 ár liðin frá því Portúgalar komu og hreiðmðu um sig þar. Sérfræðingar segja einnig, að því lengur sem Portúg- alar verði á Macau þeim mun meira tækifæri gefist þeim til að hagnast á fjárfestingum, sem áhyggjufullir kaupsýslumenn í Hong Kong, hafa verið að færa yfir til Macau nú hin allra aíðustu ár. Portúgalar vænta þess að Kínveijar komi til móts við þá á öðmm sviðum, ef þeir gera tilslak- anir, hvað tímasetningu varðar. Þeir munu vilja fá tryggingu fyrir að portúgalskir bankar verðpi áfram starfræktir þar, portúgölsk bygginga og verktakafyrirtæki hafi forgang í útboðum á fram- kvæmdum og áfram verði portú- galskur skóli í Macau svo go safn. Eftir því sem bezt er vitað hefur Peking stjómin fallist á þessar kröfur í meginatriðum. Ef það er einnig rétt að kínverska stjómin ætli að viðurkenna tvöfalt ríkis- fang um 60-100 þúsund manna af 450 þúsund íbúa Macau, þann- ig að þeir eigi einnig rétt á portúgölsku vegabréfi, telst það í sjálfu sér meiri háttar tilslökun og málið er þar með leyst á svipað- an hátt og samið var um að gera í í Hong Kong. Far Eastern Economic Review
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.