Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 Fiskmarkaðsmál í Eyjafirði: Hlutafélög í und- irbúningi á Akur- eyri og Dalvík NÚ ER í undirbúningi stofnun hlutafélags um fiskmarkað bæði á Akureyri og Dalvík. Eins og greint var frá I blaðinu í fyrradag lagði Fiskmarkaðsnefndin á Akureyri til að stofn- aður yrði „Fjarskiptamarkaður“ og lítill uppboðsmarkaður að auki og Hilmar Daníelsson stofna Fiskmiðlunarfyrirtæki. Akureyringar hyggjast stofna hlutafélag þar sem bæði kaupend- ur og seljendur ættu aðild, en Hilmar ætlar ekki að bjóða kaup- endum aðild. „Ég hef ekki áttað mig á því að slíkt félag geti verið í eigu beggja aðila," sagði Hilmar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Annað hvort er maður á markaði til að selja eða til að kaupa. Kaup- endur hafa líka verið að tala sig . saman um almenna yfírborgun á físki og þá hef ég heyrt talað um 10$. Það er því eðlilegt andsvar fískseljenda að leyta leiða sem þessarra," sagði Hilmar. á Dalvík vinnur nú að því að margir aðilar boðið sömu þjón- ustuna - en það hlýtur að enda með því að einn stendur uppi í lokin,“ sagði hann. Eins og áður hefur komið fram í blaðinu var sjö manna nefnd stofnuð á Akureyri til að vinna áfram að fískmarkaðshugmyndum þar. Hún kemur væntanlega sam- an til fundar í næstu viku að sögn Bjöms Jóseps Amviðarsonar, formanns nefndarinnar. Morgunblaðið/Guðmundur „ Andlitslyfting“ á Dalborgu Vinna er nýhafin við breytingar á Dalborgu EA er að skipta um brú á skipinu og í gærmorgim í Slippstöðinni hf. Eitt af því sem gert verður var þeirri gömlu lyft af. Forsætisráðherra neitaði að hitta stuðningsmenn Stefáns Valgeirssonar: Verður til þess að fjöldi fólks segir sig úr flokknum - segja Stefáns-menn. „Fásinna,“ segir forsætisráðherra UM 100 félagar í Samtökum jafnréttis og félagshyggju, sér- framboði Stefáns Valgeirssonar í Norðurlandskjördæmi eystra, hugðust hitta Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra, að máli á Hótel KEA í gær þar sem ráðherra var á fundi með Framsóknarmönnum, og afhenda honum bréf þar sem von- brigðum var lýst yfir því að sérframboðið fékk ekki að auðkenna lista sinn með stöfunum BB, en Steingrímur neitaði að hitta menn Stefáns. Hilmar sagðist búinn að kynna hugmynd sína fyrir hluta útgerð- armanna á sæðinu, en hann yrði á ferðinni um helgina - á Húsavík og jafnvel á Þórshöfn - og myndi kynna mönnum þetta nánar. „Eft- ir helgi ætti að koma í ljós hverjir hafa áhuga á eignaraðild að félag- inu og meiningin er að stofna það þegar ég hef heyrt frekari undir- teknir útgerðarmanna." Hugsar Hilmar sér að eigendur væru á svæðinu frá Skagaströnd í vestri austur að Vopnafírði. Áður hefur verið í gangi um- ræða um fískmarkað á Dalvík og er þriggja manna fískmarkaðs- nefnd starfandi.Rætt var rætt um venjulegan uppboðsmarkað, en nú virðist sú hugmynd út úr mynd- inni. Hilmar sagðist ekki sjá hvemig slíkur markaður gæti gengið á Norðurlandi. Til að vel færi yrði þrennt að koma til: stöð- ugt framboð af físki á markaðinn, nægjanlegur ijöldi kaupenda og greiðar samgöngur - og væri það aðallega síðastnefnda atriðið sem gæti orðið til trafala. Samgöngur væru ekki nægilegar góðar yfír vetrartímann. Menn spyija sig þessa dagana hvort grundvöllur sé fyrir tvo fisk- markaði í Eyjafírði. Hilmar var spurður að því: „Auðvitað geta Bréfíð sem átti að afhenda ráð- herra hefst á þessum orðum: „Við framsóknarmenn í Norðurlands- kjördæmi eystra, sem skoruðum á Stefán Valgeirsson að gefa kost á sér í sérframboð, gerðum það af illri nauðsyn, þar sem sýnt var að Framsóknarflokkurinn myndi tapa miklu fylgi eftir að Stefáni var ómaklega hafnað á Húsavík- urfundinum s.l. haust.“ Síðar segir að hópurinn hefði talið sér- framboð undir merkjum Fram- sóknarflokksins betri kost en að tapa „fjölda stuðningsmanna til annarra flokka" því sýnt hefði verið að mikil óánægja ríkti um skipan lista flokksins. Sameining eftir kosn- ingar ekki sjálfgefin Síðan segir í bréfínu: „Það kom því mjög á óvart og okkur næsta óskiljanlegt þegar beiðni okkar um að fá að bjóða fram undir merkjum Framsóknarflpkksins og fá að einkenna sérframboðið með listabókstöfunum BB var hafnað. Viljum við lýsa furðu okkar og vonbrigðum með afstöðu stjómar KFNE og flokksforystunnar í allri umfjöllun um okkar beiðni, þar sem öllu samstarfi sem aukið gæti veg framsóknarmanna í heild er hafnað. Einnig er augljóst, að sameining framsóknarmanna eftir komandi kosningar er ekki sjálf- gefín, þar sem við munum vera minnug þess að sjónarmið okkar eiga ekki samleið með Framsókn- arflokknum að mati forystumanna hans og munum við að sjálfsögðu móta okkar hugmyndagrundvöll og haga kosningastarfínu í sam- ræmi við það.“ Bréfíð er undirritað af Haraldi M. Sigurðssyni, kosn- ingastjóra, fyrir hönd framboðs- ins. Séra Pétur Þórarinsson, sem skipar annað sæti á lista Stefáns Valgeirssonar, sagði í gær að neit- un Steingríms sýndi best áhuga- leysi hans á framsóknarheildinni í kjördæminu. „Hann hefur ekki yrt á okkur varðandi þetta mál og það sýnir hvað honum fínnst um þá sem standa að sérframboð- inu,“ sagði Pétur. Pétur og Haraldur kosningastjóri sögðu ljóst að eftir neitun Steingríms myndi fjöldi fólks segja sig úr Framsóknarflokknum sem hefði verið í vafa áður. Steingrímur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri ekki við sig að eiga vegna synjun- ar kjördæmissambandsins á BB-merkingunni. „Samkvæmt flokkslögum er það kjördæmis- sambandið sem ákveður þetta og framkvæmdastjómin vildi ekki hafa afskipti af málinu," sagði hann. Fásinna Forsætisráðherra var inntur álits á fullyrðingum Stefáns- manna á því að fólk segði sig frekar úr flokknum þar sem hann hefði neitað að hitta þá að máli. Hann svaraði: „Þetta er fásinna og sýnir að mennimir eru komnir í málefnaþrot. Þeir vita ekki hvað þeir vilja." Haraldur kosningastjóri Stef- áns kom beiðni sinni um fund með Steingrími á framfæri við Pál Pétursson, formann þingflokksins í fyrradag, en fékk neitun. Páll var í gær spurður hvers vegna hann hefði neitað beiðninni: „Mér skildist á Haraldi að þeir vildu hitta okkur vegna ákvörðunar framkvæmdastjómar að breyta ekki niðurstöðu kjördæmisráðsins vegna BB-merkingarinnar. Ég tók þátt í að ákveða þetta í fram- kvæmdastjóminni og tel að réttkjörin stjóm heima fyrir eiga að ráða þessu.“ Páll sagðist, í samráði við Steingrím, ekki hafa séð ástæðu til að munnhöggvast við Harald M. Sigurðsson um þetta mál. Páll sagði ennfremur: „Ég vil ekkert gera til að magna þessar deilur og tel ástæðulaust að standa í orðaskiptum - allra síst óvinsamlegum - en mér þykir miður að svona fór. Að Stefán Valgeirsson skyldi á gamals aldri fara í sérframboð. Hann hefur unnið vel og lengi í pólitík og þeð hefði verið skemmtilegra ef menn hefðu skilið sæmilega sáttir.“ Brezka hljómsveitin The Searchers. Searchers í Sjallann BREZKA hljómsveitin The Searchers er væntanleg til landsins um aðra helgi og mun koma fram í Sjallanum föstu- daginn 20. og laugardaginn 21. febrúar. Hljómsveitin mun ekki koma annars staðar fram í þessari ferð sinni hingað. Serachers var stofnuð 1962 og heldur því upp á 25 ára af- mælið á þessu ári. Verður þess minnst á magvíslegan hátt, svo sem með sjónvarpsþætti og út- gáfy nýrrar hljómplötu. í upphafí ferils síns var The Searchers ein þekktasta hljóm- sveit Bretlands, var m.a. kosin önnur vinsælasta hljómsveitin árið 1963, næst á eftir Bítlunum. Á þeim árum kom hljómsveitin til íslands og lék í Austurbæj- arbíói og Glaumbæ. Hún kom aftur fyrir nokkrum árum og spilaði þá í Broadway. Heildar plötusala hljómsveitar- innar er rúmlega 30 milljón eintök og hefur hún alls hlotið 6 gullplötur. Þekktustu lög sveitar- innar eru Needles and pins, Dont throw your love away, Goodbye my love og Love potion no. 9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.