Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 rokksíðaii UMSJÓIM ANDRÉS MAGNUSSON lan Gillan. Jon Lord. Gamlir meistarar ungirenn Deep Purple - House of Blue Light Plötudómur Andrés Mugmísson Ritchie Blackmore. HUÓMSVEITIN Deep Purple var löngum eitt hinna „stóru nafna", en hún lagði upp laup- The Jet Black Berries - Desperate Fires Sveitapönk Plötudómur Árni Matthíasson Bandarísk nýbylgja hefur ekki verið mikið kynnt hérlend- is. Flestir þekkja sjálfsagt REM og The Smithereens, þá hina síðarnefndu helst vegna hörku tónleika þeirra nú fyrir skömmu, en fáar sveitir aðrar hafa náð eyrum almennings hérlendis. Þó segir það sig sjálft að í 200 milljón manna landi sé sitthvað að ske í tón- list sem vert er að gefa gaum. Ekki er úr vegi að reyna að bœta aðeins úr því, hefjum leikinn á The Jet Black Berries. Hljómsveitin The Jet Black Berries vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu, Sundown on Venus. Má nefna því til stuðnings að hljómplötugagn- rýnandi Sounds í Bretlandi gaf plötunni fimm stjörnur af fimm mögulegum og lofaði sveitinni bjartri framtíð. Nýjasta plata The Jet Black Berries, Desper- ate Fires, bendir til þess að ætlunin sé að upfylla þær vonir sem vaktar voru. Tónlist the Jet Black Berries hefur oft verið kölluð sveitapönk og er þeim gjarnan líkt við sveit- ir eins og Jason and the Scorch- ers. Tónlistin er ágeng og hrá, en samt er eitthvað sem gefur henni mýkra yfirbragð, hvort sem það er söngurinn eða þá þessi sérbandaríski gítarhljóm- ur. Sveitablærinn er einna sterk- astur í Kid Alaska, sem hefur aukinheldur til að bera létta kímni í textanum. Fatherly Breska bylgjan Plötudómur Árni Mntthiasson Bretar hafa lengi staðið framarlega í popptónlistinni og þá helst þar sem gerjunin er mest og menn eru áfjáðastir í að gera eitthvað nýtt, skapa nýja tónlistarstefnu. Um þessar mundir er mikið að gerast í poppheiminum breska eins og endranær. Þeir sem eiga það til að fletta bresk- um popptímaritum hafa án efa rekist á undarleg nöfn sveita eins og Primal Scream, The Bodines, Half Man Half Biscuit, We've Got a Fuzzbox and We’re Gonna Use It og The Wedding Present. Nú nýlega kom út plata frá Rough Trade sem sett var saman á vegum poppblaðsins New Musical Express. Á téðri plötu er reynt að draga upp mynd af því helsta sem átti sér stað í breska poppheiminum 1986, og er þá ekki átt við Wham! eða Duran Straits og þvílíka. Skemmst er frá því að segja að platan, sem heitir einfaldlega NMEC86, er alltaf áhugaverð og á köflum stórskemmtileg. Margar sveít;,"n“ 5ý.n5 stórefni- lega takta, hvort sem um er að ræða torræð lög á við Buffalo með Stump, melódíur eins og Velocity Girl með Primal Scream og Breaking Lines með The Pastels, eða hráa keyrslu eins og I Hate Nerys Huges (From the Heart) með Half Man Half Bicuit eða This Boy Can Wait (A Bit Longer!) með The Wedding Present. Góð eru líka lögin Sharpened Sticks meö A Wit- ness og Console Me með kvennasveitinni We’ve Got a Fuzzbox and We’re Gonna Use It. Þetta verður að teljast nauð- synleg plata fyrir þá sem áhuga hafa á að fylgjast með og þeir hinir sem engan áhuga hafa hefóli ýCtt 2f að heyra hana- Advice er þó enn betra dæmi um sveitapönkið svonefnda, þar fer saman góð hrá keyrsla með þessum sérstaka sveitahljómi. Önnur lög sem uppúr standa eru Tomb of Love, The Flesh Element og The Hardest Thing. Víst er að ef The Jet Black Berries heldur dampi, verður hún ein af sveitum framtíðarinn- ar í Bandaríkjunum, plata þeirra, Desperate Fires, er með því besta sem fram kom í því landi á árinu 1986 („sjúkleg” sagði einhver). ana árið 1975. Ekki hættu hljómsveitarmeðlimir þó af- skiptum af rokktónlist og voru þeir jafnan í fremstu sveit þungarokkara. Öðru hverju heyrðust raddir þess efnis að til stæði að kempurnar kæmu aftur saman, enda Ijóst að menn sem stóðu fyrir lögum á borð við „Child In Time“, „Smoke On The Water“, „Burn“ og „Stormbringer“ áttu erindi á plast. Kannist einhver lesenda ekki við fyrrnefnd lög skal honum bent á að fara í heimsókn tii afa síns og fá síðustu plötur sveitarinnar að lánj. Á þessari plötu, House of Blue Light, er ekki tekið með neinum silkihönskum á efninu. Þetta er þétt rokkplata með efni sem minnir mjög á það sem hljómsveitin var að gera á há- tindi ferils síns. Það sem maður tekur þó fyrst eftir er að bandið hefur skemmt sér mun betur við gerð þessarar plötu en hinnar síðustu. Platan hefst á laginu „Bad Attitude”, sem er varla nógu sterkt lag til þess að vera fyrsta lag á fyrri hlið. Lagið er um margt svipað ýmsu á Perfect Strangers, en satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég heyrði það og óttaðist að platan væri bara eins og óútgefið efni af P.Str.. Sá ótti reyndist ástæðulaus, því að næsta lag, „The Unwritten Law“ reyndist hörkulag. Lagið byrjar á sam- stíga gítarleik og söng og sýnir lan Gillan að hann hefur engu gleymt. í laginu eru greinileg Purp/e-einkenni, en með nýjum svip og koma þar til tæki og tól ýmis konar. Textinn fjallar um þá ábyrgð sem á fólki hvílir vegna kynsjúkdóma og er vænt- anlega saminn sem tillegg í alnæmisumræðuna. Þriðja lag plötunnar, „Call of The Wild“, er hörkulag og kæmi mér ekki á óvart þó það færi að klifra upp vinsældalista hér sem annars staðar. Lagið hefur alla burði til þess og miðað við þá sókn sem rokkið er í (Bon Jovi, Europe, Van Halen) er kominn tími til að alvöru menn hreiðri um sig á listunum. Þá koma lögin „Mad Dog“ og „Black and White”, en bæði minna mjög skemmtilega á gamla daga. í „Mad Dog“ heyr- ist öskur Gillans enn á ný, en fyrir það varð hann hvað fræg- astur í Jesus Christ Superstar til forna. Þá tekur Blackmore bráðsniðugt „slides‘‘-sóló, en á plötunni sýnir hann mikla breidd í gítarleik. Síðari hliðin byrjar á „Hard Lovin’ Woman“, sem er vísun í lag af plötunni In Rock, sem undirrituðum finnst ein af tíu bestu plötum rokksins. í þessu lagi sýnir Blackmore að séu Van Halen og Steve Vai gítarkonung- ar Bandaríkjanna, þá á hann Evrópu. Þetta gerir hann án alls æsings eða hraðaksturs upp og niður hálsinn og rúllar þannig keppinautunum upp. Næstsíðasta lag á B-hlið er úrvalsblúsrokkari, „Mitzi Dupree“ og þar nýtur lan Gillan sín sem aldrei fyrr. Textinn er þar að auki skemmtilega tvíræð- ur. Þarna heyrist svo sannarlega að þessir foringjar kunna sitt fag. Síðasta lag plötunnar heitir „Dead or Alive“ og er áróðurslag gegn kókaíni og eiturlyfjum al- mennt. Blackmore og Jon Lord sína þarna gamalkunna takta — skiptast á riffum. I heild er þessi plata býsna góð og öllum gömlum Purple- aðdáendum skylt að fá sér hana. Fyrir þá sem ekki hafa hlustað á hljómsveitina fyrr er þetta fínt tækifæri til þess að heyra hvern- ig gott þungt rokk getur hljómað án þess að vera þungarokk í þess orðs verstu merkingu. _ Öðruvísi Duran Duran Notorious Plötudómur Andrés Magnússon Eftir sviptingar innan hljóm- sveitarinnar Duran Duran fór svo að aðeins þrír með- limir voru eftir í hljómsveit- inni. Tríóið skipa nú þeir Simon Le Bon, Nick Rhodes og John Taylor. Ekki verður annað sagt en að platan hafi komið manni þægilega óvart, þrátt fyrir fordómaefasemdir. Tríóið virðist komast bærilega af án Andys Taylor, gítarleikara, en hann á reyndar stöku sprett á plötunni. Það sem er mest áberandi á plötunni er hornaflokkur sá, sem er notaður af feykilegri smekkvísi og ber útsetjarinn Nile Rodgers, ábyrgð á þeim. Notkun hornanna er mjög sérstæð og ég minnist þess ekki að horn hafi verið jafn- framarlega í poppi áður. Þau eru oft á tíðum aðalundir- leikshljóðfærin og gefa ... Ríó Tríó? plötunni mjög sérstæðan og skemmtilegan heildarsvip. Platan er ekki í beinu fram- haldi af því sem hljómsveitin var að gera, síðast þegar heyrðist í henni, en hún er ekki þingmannaleið frá því sem Arcadia. Hér er um úrvalsframleiðslu að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.