Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 46
46__________________ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987_ Er kenníngin um kjarn- orkuvetur dauð og ómerk? Athugasemd frá Samtökum íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins þann 30. nóvember síðastliðinn er minnst lítillega á kenninguna um kjamorkuvetur. Þar segir meðal annars: „ ... Nú hafa fræðimenn sýnt fram á að þessi kenning á ekki við rök að styðrjast. Ástæðan er einföld: nróplegur skortur á vísindalegum heiðarleika, eins og segir í grein um þetta mál, er birtist í Wall Street Joumal 7. nóvember. Höf- undur hennar er Russel Seitz, er starfar við alþjóðamálastofnun Har- vard-háskóla." Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjamorkuvá höfðu árið 1985 frumkvæði að útgáfu bæklings á íslensku um kjamorkuvetur (Kjam- orkuvetur, Bókaútgáfan Öm og Örlygur, 1985) og hafa síðast fylgst nokkuð með því sem gerst hefur í rannsóknum á þessu sviði. Okkur var kunnugt um að nýjar rannsókn- ir höfðu dregið verulega úr fyrra mati á kólnun af völdum kjamorku- styijaldar. Kólnunin er hins vegar enn talin mjög mikil og afleiðingar hennar á mannlegt samfélag geig- vænlegar að bestu manna yfirsýn. Rannsóknir þessar hafa frá upphafi beinst að fleiri þáttum en veður- fari. Má þar nefna geislavirkni, áhrif á ósonlagið og síðast en ekki síst röskun á samgöngum, flutning- um og dreifingu matar, eldsneytis og lyfla. Niðurstöður rannsókn- anna, sem staðið hafa í tugum þjóðlanda undanfarin ár með þátt- töku hundmða vísindamanna, em vægast sagt ógnvænlegar þó ekki sé talin hætta á algerri útrýmingu mannkyns af jörðinni. Það kom okkur því á óvart að jafii illa væri komið fyrir kenning- unni um Igamorkuvetur og fram kemur í Morgunblaðinu, þó það sé í sjálfu sér ánægjuefni ef ógnir kjamorkustyijaldar em minni en menn hafa talið hingað til. Við lest- ur greinar Seitz, sem heitir „Kjam- orkuvetur bráðnar (The Melting of „Nuclear Winter“)“, kom í ljós að frásögn Morgunblaðsins var ekki nema reykurinn af réttunum. I greininni er því haldið fram að fyrstu rannsóknimar á kjamorku- vetri hafi verið fúsk og að vísvitandi blekkingum og ómerkilegri auglýs- ingamennsku hafi verið beitt til að koma niðurstöðunum á framfæri við almenning. í greininni er vitnað til ummæla Qölda frægra visinda- manna þessu til stuðnings. Ekki er annað að sjá af þeim ummælum sem Seitz tínir saman en að vísinda- mennimir sem mest hefur borið á í sambandi við kjamorkuvetur séu nánast fyrirlitnir af mörgum vísindamönnum sem eiga að hafa alla möguleika á að meta gildi rann- sókna þeirra. Náðarstunguna á kenningin um kjamorkuvetur að hafa fengið í júní 1986 þegar út -kom í tímaritinu Foreign Affairs grein eftir Bandaríkjamennina Stephen H. Schneider og Starley L. Thompson. Þeir starfa við Veður- fræðirannsóknastofiiun Banda- ríkjanna (NCAR) f Colorado. Þeir segja í grein sinni (tilvitnun úr grein Seitz): „ ... á grundvelli vísindarann- sókna em nú hverfandi líkur á þeim grfðarlegu afleiðingum um alla jörðu sem leiddu af upprunalegu hugmyndunum um kjamorkuvetur. (___on scientifíc grounds the glob- al apocalyptic conclusions of the ihitial nuclear winter hypothesis can now be relegated to a vanishingly Iow level of probability.)" Deilur um kjarnorkuvetur Kenningin um kjamorkuvetur var umdeild, sérstaklega fyrst í stað, og það er í sjálfu sér ekki til- tökumál þó hægt sé að vinsa úr umræðum um hana manna á milli ummæli einstakra manna og raða þeim saman þannig að svo virðist sem illa sé komið fyrir kenning- unni. í þessu sambandi má nefna að greinar um kjamorkuvetur hafa birst í fjölda vfsindatímarita sem gera mjög strangar kröfur um vísindaleg vinnubrögð. Þeir vísinda- menn, sem Seitz gerir Iítið úr, hafa yfirleitt notið viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar. Bandaríska eðlis- fræðifélagið, sem er eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum og gefur út fjölda vísindatímarita, veitti upphafsmönnum kenningar- innar um kjamorkuvetur sérstaka viðurkenningu vorið 1985 fyrir rannsóknir í almannaþágu, einmitt fyrir rannsóknimar á kjamorku- vetri. Meðal vísindamanna sem lagt hafa hönd á plóginn í rannsóknum á kjamorkuvetri eru vísindamenn við marga af helstu háskólum og rannsóknastofnunum Banda- ríkjanna. Bandaríska vísindaaka- demían og Alþjóðaráð vísindasam- banda (stofnun f tengslum við Sameinuðu þjóðimar) gáfu út sér- stakar skýrslur um kjamorkuvetur haustið 1985. Væm rannsóknimar augljóst fúsk, eins og haldið er fram í grein eftir Seitz, er útilokað að jafn margir vísindamenn og vísinda- stofnanir og raun ber vitni hefðu séð ástæðu til að halda rannsóknun- um áfram. Það er ekki marktæk gagmýni á kenninguna um kjamorkuvetur að til séu vfsindamenn sem em henni andvígir, f ljósi þess hve margir vísindamenn hafa tekið fullt mark á henni. Til að kollvarpa kenn- ingunni þarf rannsóknir sem sýna fram á að hún eigi ekki lengur við rök að styðjast. Hafa nýjar rannsóknir kollvarpað kenningunni um kj arnorkuvetur? Þá komum við að rannsóknum Schneiders og Thompsons, en til- vitnunin í þá grein er úr viður- kenndu tímariti, öfugt við aðrar tilvitnanir í grein Seitz. Hér er vissulega um að ræða marktæka gagmýni á hugmyndimar um kjamorkuvetur svo fremi sem til- vitnunin gefur rétta mynd af greininni sem hún er tekin úr. Umrædd tilvitnun er augljóslega kjaminn í grein Seitz og má því ætla að Seitz og þeir sem í hann vitna geti tekið mark á niðurstöðum þessara vísindamanna, þó aðrir vísindamenn sem fengist hafa við rannsóknir á kjamorkuvetri þyki ekki góðir pappírar. Schneider og Thompson em þekktir vísindamenn og hafa unnið að rannsóknum á kjamorkuvetri um langt skeið. Þeir beita fullkomnustu tölvulíkönum af veðrahvolfi jarðar við rannsóknim- ar og hafa birt niðurstöður sínar í fjölda vísindalegra greina auk þess sem þeir hafa kynnt almenningi þær í fjölmiðlum. Er skemmst að minnast greinargóðrar lýsingar Schneiders á rannsóknum sínum í fræðslumyndinni um kjamorkuvet- ur sem fslenska ríkissjónvarpið sýndi sfðastliðið vor. í greininni í Foreign Affairs sem Seitz vitnar til, gefa þeir yfirlit yfir niðurstöður vísindarannsókna á kjamorkuvetri frá upphafi, rekja hvemig hugmyndir manna hafa breyst með árunum og greina frá því hvemig málin horfa við í ljósi nýjustu rannsókna. Verður greinin að teljast einhver ábyggilegasta grein sem völ er á um þessi mál. Hún vakti nokkra athygli þegar hún birtist ög var Páll Bergþórsson veð- urfræðingur fenginn til viðtals um hana í fréttum íslenska ríkissjón- varpsins í sumar. Ofangreind tilvitnun Seitz í Schneider og Thompson gefur að okkar mati ekki að öllu leyti rétta mynd af greininni þeirra í heild sinni. Látum við því fylgja hér að neðan nokkrar tilvitnanir til við- bótar til þess að lesendur geti lagt sjálfstætt mat á sanngimi fullyrð- inga Seitz og Morgunblaðsins um kenninguna um kjamorkuvetur og aðdróttana þeirra varðandi heiðar- leika vfsindamannanna sem settu hana fram. Við bendum jafnframt þeim sem áhuga hafa á greinina sjálfa sem sérlega aðgengilega fyr- ir jafnt leikmenn sem sérfróða. Um „hróplegan skort á vísindalegum heiðarleika“: „í rannsóknum á kjamorkuvetri hefur matið á kólnuninni í stórum dráttum breyst á þann veg að af- leiðingamar eru nú taldar minni en áður. Þessi breyting hefur þó ekki orðið jafnt og þétt. Vísindamenn hafa endurbætt kenningar sínar og hafa endurbætumar ýmist leitt til meiri eða minni áhrifa á veðurfar. Við þessu var að búast þar sem upprunalega voru ýmsir óvissir liðir metnir á grundvelli ágiskana og þá reynt að fara bil beggja. Vísinda- mönnum var ljóst að ályktanir um kjamorkuvetur mjmdu breytast í timans rás eftir því sem þekking- unni fleygði fram. Þetta er að sjálfsögðu eðlilegt og alvanalegt í vísindum ...“ Um auglýsingamennsku vísindamanna: Schneider og Thompson segja um tvær af merkustu skýrslum sem komið hafa út um kjamorkuvetur (önnur frá Bandarísku vfsindaaka- demíunni og hin frá Alþjóðaráði vísindasambanda): „Báðar skýrslumar ... lögðu áherslu á tvö atriði. í fyrsta lagi að mikil óvissa væri enn til staðar og væntanlega yrði aldrei hægt að skera úr um sum atriðin. í öðra lagi lögðu báðar skýrslumar þunga áherslu á að þrátt fyrir hina miklu óvissu .. . væra mjög mikil áhrif á veðurfar hugsanleg og að ekki mætti líta framhjá þessum mögu- leika." í þeim greinum og bókum um kjamorkuvetur, sem okkur eru kunnar, er mikil áhersla lögð á umfjöllun um óvissu. Það er gróf fölsun staðreynda að halda því fram að vísindamenn hafi stungið óviss- unni undir stól til þess að fela galla í rannsóknum sínum, eins og haldið er fram í grein Seitz. Kjamorkuvetur sem „bráðn- aði“: Myndin hér að neðan er úr grein Schneiders og Thompsons og sýnir meðalkólnun á landsvæðum norður- hvels jarðar af völdum kjamorku- styijaldar að sumarlagi í einn mánuð eftir styijöldina. Kólnunin er breytileg eftir breiddargráðum eða um 5°C á suðlægum breidd- argráðum (sunnan Miðjarðarhafs) og milli 10°C og 15°C norðan 30.-40. gráðu norðlægrar breiddar. Lesanda til glöggvunar má nefna að breytingar á meðalhita sumra milli ára á Islandi era yfirleitt minni en 1°C og að munur meðalhita sumars og vetrar á íslandi er yfír- leitt milli 10°C og 15°C. Fullvíst má telja að matvælaframleiðsla í helstu landbúnaðarhéruðum norð- urhvels yrði mjög lítil að styijöld lokinni ef marka má þessar niður- stöður. Um kenningu, sem „á ekki við rök að styðjast" samkvæmt Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins, segja Schneider og Thomp- son: „ ... Eins og áður er lýst er tal- ið að hvoragt atriðið (geislavirkt úrfelli og áhrif á ósonlagið, athuga- semd þýðanda) muni óháð hvort öðra fela í sér verulega ógn við mannkyn samanborið við bein áhrif kjamorkustyijaldar. En það getur verið varhugavert að líta á óbein langtímaáhrif kjarnorkustyijaldar hvert atriði fyrir sig óháð öðram atriðum. Þessi langtímaáhrif munu samtvinnast og bætast við hin beinu áhrif sprengjanna og valda hörm- ungum um allan heim sem eiga engan sinn Iíka í sögu mannkyns. ... Þess vegna er enn mjög líklegt að veðurfarsbreytingar, geislavirkt úrfelli, áhrif á ósonlagið og röskun á mannlegu samfélagi muni þegar allt þetta kemur saman ógna fleiri jarðarbúum en bein áhrif spreng- inga í meiriháttar kjamorkustyij- öld.“ Hvemig ber þá að skilja tilvitnun- ina í Schneider og Thompson sem Seitz tilgreinir og birt er framarlega f þessari grein? Hún virðist, ef hún er tekin úr samhengi, kollvarpa kenningunni um kjamorkuvetur. Það hefur verið ljóst, allt frá því að menn gerðu sér fyrst grein fyrir möguleikanum á kjamorkuvetri, að ekki væri hægt að spá nákvæmlega fyrir um kólnun af völdum kjam- orkustyijaldar. f upphafi mátti hugsa sér kólnun allt frá örfáum gráðum niður í milli 50 og 100 gráður. Litlar líkur vora taldar á alminnstu eða almestu kólnuninni, enda þyrftu þá allir óvissuþættir að verka í sömu átt. Hins vegar vora taldar líkur á frosti um megin- hluta Iandsvæða norðurhvels og veralegri kólnun á suðurhveli. Rannsóknir Schneiders og Thomp- sons og ýmissa annarra á síðustu áram hafa lækkað matið á líkleg- ustu kólnuninni það mikið að frost um meginhluta norðurhvels er ekki talið sennilegt lengur. Kólnunin er engu að síður mikil miðað við eðli- legar hitasveiflur í veðurfari jarðar (samanber mjmdina hér að ofan) og má búast við geigvænlegum af- leiðingum ef til hennar kemur. Ef orð Schneiders og Thompsons era skoðuð í sínu rétta samhengi má ljóst vera að þeir hafa ekki kollvarp- að kenningunni um kjamorkuvetur og halda því alls ekki fram. Þegar á heildina er litið hafa nýjustu rannsóknir, þeirra á meðal rannsóknir Schneiders og Thompsons, stutt kenninguna um kjarnorkuvetur. Umhverfisáhrif kjamorkustyrjaldar, sem til þessa hefur verið litill gaumur gefínn, munu samkvæmt þeim líklega valda fleiri dauðsföllum en bein áhrif sprengjanna sjálfra. Lokaorð Grein Seitz í Foreign Affairs virð- ist ekki hafa vakið þá hrifningu meðal vísindamanna sem búast hefði mátt við ef hann ástundaði þau heiðarlegu og vísindalegu vinnubrögð sem hann sakar rann- sakendur kjamorkuvetrar um skort á. Þann 25. nóvember síðastliðinn birtu Schneider og Thompson at- hugasemd í Foreign Affairs um grein Seitz. Þar segin „___Þar sem hann [Seitz] vitnar til rannsókna okkar Starley Thomp- sons hér við veðurfræðirannsókna- stofnun Bandaríkjanna til að rökstyðja mál sitt, finnst mér rétt að koma á framfæri okkar áliti, sem að ýmsu leyti er mjög frábragðið þeirri mynd sem Seitz bregður upp. ... Ég myndi alls ekki lýsa niður- stöðum þeirra rannsókna sem era í fararbroddi rannsókna á kjam- orkuvetri sem vafasömum vísinda- tilgátum. Ég mundi heldur ekki, eins og Seitz gerir, hafa þau orð um erindi sem ég flutti í Ames, rannsóknarstöð Bandarísku geim- vísindastofnunarinnar (NASA), í febrúar 1986, að þar hafi „fram- þróun vísindanna gert út af við [kenninguna] um kjamorkuvetur". Fyrst vitnað er í mig sem þessa „framþróun" vil eg greina í stuttu máli frá mínu áliti á rannsóknum á kjamorkuvetri ...“ Eftir að hafa farið nokkram orð- um um rannsóknir sínar segir Schneider síðan: „ ... það er ekki rétt að lýsa niðurstöðum okkar á þann hátt sem hann [Seitz] gerir: „Kulda kjam- orkuvetrar var ekki lengur hægt að greina frá köldustu sumardög- um.“ Þetta era hans orð, ekki mín.“ Eitt af mikilvægustu einkennum vandaðra vísindalegra vinnubragða er heiðarleiki og óhlutdrægni í með- ferð tilvitnana. Þar heggur því sá er hlífa skyldi er Seitz ásakar vísindamenn, sem unnið hafa braut- ryðjendastarf í rannsóknum á afleiðingum kjamorkustyijaldar, um óheiðarleika og fúsk í vinnu- brögðum. Það er ljóst af framansögðu að við teljum orð Morgunblaðsins í Reykjavíkurbréfí 30. nóvember síðastliðinn á misskilningi byggð. Það er fjarri öllu lagi að staða rann- sókna á lg'amorkuvetri sé sú sem þar er látið í veðri vaka. Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjam- orkuvá eiga ýmsar greinar, skýrslur og bækur um kjamorkuvetur og fá reglulega fréttabréf um niðurstöður nýjustu rannsókna. Jafnframt era mörg erlend tímarit, sem birta nið- urstöður þessara rannsókna, aðgengileg á bókasöfiium hérlendis. Blaðamenn og aðrir sem áhuga hafa á að kynna sér kjamorkuvetur era hvattir til að hafa samband við samtökin og kynna sér þær heimild- ir sem þau eiga í fórum sínum. Þá mætti koma í veg fyrir misskilning af því tagi sem hér hefur orðið. Fyrir hönd stjómar Samtaka íslenskra eðlisfræðinga gegn kjamorkuvá, Tómas Jóhannesson Samtök íslenskra eðlisfrœðinga gegn kjamorkuvá voru stofnuð 1983. Þau hafa að markmiði að safna upplýsingum um ógnir kjamorkuvígbúnaðar og koma þeim á framfæri við almenning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.