Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 Minning: Guðni V. Sturlaugs son Hoftúni Fæddur 30. maí 1933 Dáinn 6. febrúar 1987 Samferðamenn kveðja góðan vin sem skilur eftir ljúfar minningar. Þessi góði vinur er kvaddur á mild- um vetri. Þegar við hjónin lítum yfír stutt en göfug kynni fyllist hugurinn söknuði. Hann var dugnaðarmaður og honum féll sjaldan verk úr hendi. Hann þekkti æstar öldur ægis, hann undi líka við lygnan mar. Hann átti ljúfar minningar ffá mörgum sjóferðum, hann var skipstjóri, út- gerðarmaður og fiskverkandi. Já, það voru mörg handtökin og dagur oft að kveldi kominn er lagst var til hvfldar og oft var risið snemma úr rekkju. Þessi elja og dugnaður einkenndi þennan mann. íslendingar eiga marga slíka góða drengi og þeim er oft ekki þakkað þó þeir leggi nótt við dag til að sjá sér og sínum farborða og boða með því blómstrandi þjóðlíf því þar sem fer áhugi og vinnandi hönd, skilur eitthvað eftir. Þetta er lífsins saga, menn hitt- ast og kveðjast. Guðni var gull af manni, hann átti mikið af skepnum og það var unun að sjá umhirðu og handbragð þessa manns. Það talar sínu máli. Þeir sem hugsa vel um skepnumar sínar lýsa með því sínum innri manni. Það segir meira en orð fá lýst. Þetta eru aðeins fáein kveðjuorð við leiðarlok. Hann heyrðist aldrei tala styggðaryrði um nokkum mann. Þannig munum við hann og varðveitum minningu hans. Við biðjum algóðan Guð, sem öllu stjómar, að gefa þeim styrk sem nú syrgja. Kæm vinir, verið minnugir þess að veganesti sem hann gaf ykkur var elja og orðvör tunga, eiginleikar sem við geymum í gullnum sjóði í minningunni um þennan góða dreng. Hafí Guðni hjartans þökk fyrir góð og göfug kynni, sem urðu þó alltof stutt. Hvfli hann í friði og Guð blessi minningu látins vinar. Martha og Daníel Guð- mundsson Ég á góðar minningar um frænda minn og vin, Guðna Sturlaugsson, sem lést föstudaginn 6. febrúar sl. Mínar fyrstu minningar tengjast því, þegar Guðni reyndi að kenna mér netabætingar innan við tíu ára gömlum. Guðni hafði þá nýverið keypt sinn fyrsta bát, Bjama Ólafs- son AR, sem hann gerði út frá Stokkseyri. Hann gerði út á humar og leyfði mér stundum að fara með. Sjálfsagt hefur netafræðslan far- ið fyrir ofan garð og neðan hjá pollanum, en síðar á lífsleiðinni gáfust næg tilefni til að rifja upp fræðin. Guðni ólst upp á Stokkseyri við ástríki foreldra, þeirra Aðalheiðar Eyjólfsdóttur og Sturlaugs Guðna- sonar. Systkinin vom fímm að tölu og þröngt í búi eins og víða gerðist á þessum tímum. Skapgerð Guðna mótaðist mjög af aðstæðum sem hann reyndi á Stokkseyri. Hann var duglegur til vinnu, skapfastur, viljasterkur og lét engan troða á rétti sínum, en var þó ávallt sanngjam í dómum. Ungur hóf hann sjósókn og gerð- ist með tímanum umsvifamikill útgerðarkaður og fískverkandi. Ekki ætla ég mér að rekja út- gerðarsögu hans hér, en fullyrði að gæfan hafi verið honum hliðholl bæði við sjósókn og fyrirtækisrekst- ur. Eins og algengt er um menn sem standa upp úr mannhafinu bæði varðandi gjörvuleika og velgengni, varð Guðni stöku sinnum fyrir barð- inu á Gróu á Leiti, því það er ekki djúpt á öfundinni ef grannt er skoð- að. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá, heldur hélt sínu striki. Guðni kvæntist dugnaðar- og myndarkonu, Ósk Gísladóttur frá Eyrarbakka. Hún var manni sínum stoð og stytta við uppbyggingu og rekstur fyrirtækisins. Saman eign- uðust þau þrjú mannvænleg böm, Vigdísi Heiðu, Gísla, Sturlaug. Ungur eignaðist Guðni son, Jak- ob, með Jóhönnu Þórarinsdóttur. Hann aldist upp hjá ömmu og afa, Aðalheiði og Sturlaugi, í góðu yfír- læti. Jakob hefur stundað sjósókn, með föður sínum að mestu leyti, í um 20 ár og er þó ekki 35 ára gamall í dag. Fjórtán ára gamall réð ég mig á sumarúthald til Guðna. Þá fór ekki betur en svo að ég varð að hætta eftir u.þ.b. mánaðartíma vegna sjó- veiki. Þetta varð pilti nokkuð áfall, enda brennandi áhugi á sjómenns- kunni. Ég var ekkert að minnast á frek- ari sjómennksuafrek, hafði hálf- partinn afskrifað drauminn. En Guðni gerði sér ljósan áhuga minn á að starfa á sjónum, svo það ríkti gleði í huganum þegar hann birtist einn góðan veðurdag næsta vor og bauð mér pláss, þrátt fyrir snautlegan endi sumarið áður. Ég er búinn að gleyma hversu mörg úthöld ég hef verið á skipum Guðna, bæði að sumri og vetri, en þar þótti mér gott að vera. Hann reyndist ávallt dengur góður, hafði létta lund, enda var oft glatt á hjalla. Mér fannst ég ávallt í tryggum höndum þegar Guðni var annars vegar og ég er honum ævarandi þakklátur fyrir samfylgdina, sem ég hefði kosið að yrði lengri. Guðni er horfínn af sjónarsviðinu, en við skulum minnast hinna fomu Hávamála: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi, hveijum sér góðan getur. Deyr fé, deyja frændur, deyr qalfur ið sama. Ég veit einn að aldri deyr dómur um dauðan hvem. Sturlaugur Þorsteinsson Okkur langar að minnast hans Guðna frænda með örfáum orðum. Við minnumst hans þegar við vorum krakkar og hann var á vertíðum á Stokkseyri og kom oft á Snæfell. Alltaf var hann tilbúinn að glettast við okkur og bregða á leik, þó hann væri kannski þreyttur. Én svona var Guðni, alltaf hress og hrókur alls fagnaðar. Svo þegar árin liðu kynntumst við Guðna á annan hátt og ekki verri því hann var alltaf svo traust- ur, bæði sem vinur og frændi og gott að tala við hann. Hann var hraustmenni og harður af sér en átti samt líka til blíðu þegar hennar var þörf. Við systkinin minnumst Guðna sem góðs drengs sem öllum var kær og kveðjum hann með söknuði. Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi, dimma dröfn, vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker i ægi falla, ég alla vinina heyri kalla, sem fyni urðu hingað heim. (Hemy Trandberg - Vald.V.Snævarr) Systkinin á Snæfelli. Drottinn sjálfur stóð á ströndu: Stillist vindur. Lækki sær. Hátt er sigit og stöðugt stjómað. Stýra kannt þú, sonur kær. Hörð er lundin, hraust er mundin, hjartað gott, sem undir slær. (Öm Amarson) Hví skyldu þessar ljóðlínur úr hinu þekkta kvæði um Stjána bláa ekki koma mér í hug, nú einmitt er ég kveð mág minn, Guðna Vil- berg. Hann sem hafði mestan hluta ævi sinnar starfað við sjómennsku. Fyrst sem sjómaður svo stýrimaður og skipstjóri. þar á eftir stofnsetti hann eigin útgerð og rak hana í fjölda ára. Hann var svo óvænt og fyrirvara- laust á miðjum starfsdegi kallaður á fund Drottins síns. Frá öllum sínum fyrirheitum og framtíðar- áormum, tæplega 54 ára. Við stöndum eftir á ströndinni agndofa, fáum engu um þokað né neinu um ráðið hver kallaður verður næst. Svo einfalt er það en þó mis- kunnarlaust. Við erum sett í þessa biðstöðu hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr. Lífí og dauða má í raun og veru líkja við stórt vatns- fall sem fellur fram með jöfnum óstöðvandi þunga. Þar fær enginn neinu um breytt, allir verða að hlýða kallinu er stundin rennur upp. Tímaglasið runnið og engu frestað. Maður gerir sér ekki grein fyrir því hve allt líður fljótt og stundin stutt, þegar litið er til baka. Ekki óraði mig fyrir því nú í byijun Þorra að ég settist niður og skrifaði fáein kveðjuorð um Guðna Sturlaugsson. Hann var svo ákveðinn í því að koma til okkar hjónanna síðastliðið laugardagskvöld og eiga góðar stundir meðal vina og skyldmenna, þar sem hann yrði hrókur alls fagn- aðar svo sem áður. Það er svo ótrúlegt hve líðandi stund getur verið fljót að skipta um lit, frá ljósi yfír í skuggann. Frá því að vera að undirbúa dá- lítið söngprógramm og sitthvað fleira sem við undirbjuggum fyrir þorrablótið, var klippt á það með einu símtali. En ég þess í stað sest- ur við ritvélina til að rita minningar- t Eiginmaður minn og faðir, SKARPHÉÐINN FRÍMANNSSON, Baldursgötu 3b, Reykjavfk, lést 13. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Ragna Ólafsdóttir, Rafn Markús Skarphéðinsson. t Eiginkona mín, JÓNÍNA BRYNJA KRISTINSDÓTTIR, Njörvasundi 7, Reykjavfk, andaðist í Borgarspítalanum 12. þ.m. Jarðarförin auglýst sfðar. Magnús Björgvlnsson. f£W t Faðir minn, MATTHÍAS KJARTANSSON, fyrrum birgðavörður, Sólheimum 30, lést í Borgarspítalanum 12. febrúar. Hanna Matthfasdóttir. t Útför ARNAR VILHJÁLMSSONAR, Álftamýrl 54, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. febrúar kl. 13.30. Vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURBJÖRNS JÓNSSONAR, fyrrum skipstjóra, Asabraut 1, Sandgerði, Guðlaug Helgadóttlr, Hafsteinn Sigurbjörnsson, Lára Ágústsdóttir, Helga Sigurbjörnsdóttir, Ólaffa Sigurbjörnsdóttlr, Birna Sigurbjörnsdóttlr, Helgi Sigurbjörnsson, Grétar Sigurbjörnsson, Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, og barnabörn. Guöjón Finnbogason, Hildur Siguröardóttir, Sigurður Héöinsson, Svavar Eirfksson, Sigrfður Slguröardóttir, Sesselja Svavarsdóttir, Friögeir Rögnvaldsson grein um þann mann sem var einn mestur aufúsugestur á slíkum gleði- stundum. Hér sannast sem áður að mennimir álykta en Guð ræður. „Lífið manns hratt fram hleypur, hafandi ðngva bið.“ „Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt, fetar þann fus sem tregur, hvort fellur létt eða þungt.“ Þessar ljóðiínur Hallgríms Pét- urssonar úr Passíusálmunum segja svo mikið en um leið áminning um að fara vel með tímann. Guðni Vilberg fæddist á Stokks- eyri í Útgörðum þann 30. maí 1933. Sonur hjónanna Aðalheiðar Eyjólfs- dóttur frá Miðmeðalholtum í Gaulveijabæjarhreppi og Sturlaugs Guðnasonar frá Sandgerði á Stokkseyri en hann andaðist fyrir um 2 árum. Guðni var því sannkallaður Sunn- lendingur í húð og hár, því að honum stóðu stofnar úr Bergs- og Víkingslækjarætt. í uppvexti Guðna snerist lífíð á Stokkseyri, ekki síður en nú, um sjóinn, afiabrögð og lífsafkomuna úr þessum undirstöðum sem allt þjóðfélagið byggir svo mikið á. í þessu umhverfí og andrúmslofti mótaðist Guðni og gerði hann að duglegum og eftirtektarverðum fulltíða manni. í nógu var að snú- ast og fljótt hefur hin litauðga fjara á Stokkseyri heillað tápmikinn dreng, sem lék sér dag eftir dag í hópi lífsglaðra systkina og leik- félaga. Þar vfluðu þau ekki fyrir sér er íjaraði út að stinga sér í eitt- hvert lónið og taka sundsprett; ganga fram á klappimar er voraði og leita að einhverju áhugaverðu, ellegar veiða físk á bryggjusporðin- um og koma færandi hendi heim; skyggnast niður fyrir sjógarð og fylgjast með innsiglingu fiskibáta í gegnum hættulegan brimgarðinn. Þá var einnig hægt að skreppa upp á tún eða engi og hjálpa við hey- skapinn, svo nægur heyforði væri til er vetraði. Þetta samtvinnaða sjávar- og sveitalíf sem Guðni lifði og hrærðist i gerði hann að því náttúrubami, sem mér fannst hann alltaf vera í raun. Sextán ára gamall fór hann til sjóróðra hjá þekktum sjósóknara, Sigurði frá Dvergasteinum, og stundaði síðan sjómennsku frá ýms- um stöðum, vel fram yfír tvítugt. Árið 1958 varð stór stund í lífi Guðna er hann gekk að eiga Sess- elju Ósk Gísladóttir frá Mundakoti á Eyrarbakka. Þau hjónin eignuðust 3 böm: Vigdísi Heiðu, búsett í Hveragerði, gift Baldri Sigurðssyni; Gísla, bú- settur í Þorlákshöfn, býr með Jónu Guðlaugsdóttur; og svo Sturlaug, er býr á Selfossi hjá móður sinni. Áður hafði Guðni eignast dreng, Jakob, er nú býr í Þorlákshöfn, kvæntur Oddnýju Ríkharðsdóttur. Þá ber þess að geta að bamabömin em orðin átta og ber eitt þeirra nafn afa síns. Auk þess er komið eitt langafabam. Guðni hættir störfum á sjónum og flytur til Reykjavíkur og þar stofnuðu þau sitt fyrsta heimili. Þar gerðist hann lögreglumaður og vann við þau störf’ til ársins 1962 er þau hjónin fluttu austur fyrir fjall, eins og sagt er, og settust að á Selfossi. Þar byggðu þau gott einbýlishús og eignuðust fallegt heimili. Þar starfaði Guðni áfram sem lögreglumaður í skamman tíma. Þótt hann væri prýðilegum kostum búinn til þeirra starfa var hugurinn bundinn við sjóinn. Nú vildi hann láta draum sinn rætast og réðst í þær framkvæmdir að kaupa fískibát, mb. Bjama Ólafs- son. Ég fer fljótt yfír sögu. Guðni færir úr kvíamar, bætir einum físki- báti við er hann skírði Jón Stur- laugsson sem ber nafn hins þekkta sjósóknara og hafnsögumanns á Stokkseyri. Hefur myndarlegur minnisvarði verið settur upp í kirkjugarðinum á Stokkseyri af Jóni heitnum Sturlaugssyni, en hann var ömmubróðir Guðna. Einnig lét hann smíða stóran fískibát er hann skýrði Sturlaug, foðumafnið. Árið 1975 flytja þau Ósk og Guðni frá Selfossi til Þorákshafnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.