Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 + fclk í fréttum Hertogaynjan af Jórvík. Sarah tekur flugpróf Sarah Ferguson, hin þéttvaxna hertogaynja af Jórvík, varð fyrsta konan innan kon- ungs§ölskyldunnar til þess að taka flugpróf sl. fimmtudag. Því lofaði hún Andrési prinsi skömmu áður en þau giftu sig, en þá var eftir henni haft: „Flugið er honum allt í líflnu og ég vil verða hluti af því.“ Hertoginn af Jórvík, Andrés prins, var við hlið konu sinnar þegar hún lenti vélinni á Kidl- ington-flugvelli skammt frá Öxnavaði á Englandi. Sjálfur er hann þyrluflugmaður í sjó- hemum og hlaut meðal annars viðurkenningu fyrir hetjudáð í Falklandseyjastríðinu. Segja þeir sem séð hafa til hans að hann sé mjög snjall þyrluflugmaður og viti nákvæmlega hvað hann geti fengið út úr þyrlunni. Talið er að á næstunni hyggist hertogahjón- in fá sér flugvél, sem bæði geta flogið. Hefur þetta framtak hertogaynjunnar vakið mikla athygli á Bretlandi og hafa kvenréttindakonur lofað Söru mjög. Með bflinn hvert á land sem er Birgir Viðar Halldórsson kom við sögu á síðum Morgunblaðs- ins skömmu eftir síðustu mánaða- mót. Þá var hann á leið til Belgíu þar sem hann hugðist taka þátt í rallkeppninni „Boucles de Spa“. Þá var Birgir með glænýjan bíl, Mazda 323 túrbó með fjórhjóladrifi, undir höndum og var þetta fyrsta keppn- in, sem Birgir ætlaði að taka þátt í sem aðalökumaður, en til þessa hefur hann tekið þátt í fjöld ralla sem aðstoðarökumaður. Það sem þótti fréttnæmt var sú staðreynd að Birgir neyddist til þess að flytja bílinn út flugleiðis vegna verkfalls undirmanna á kaupskipum. Birgir varð hins vegar fyrir því að aðstoðarökumaðurinn, Gunnlaugur Rögnvaldsson, kom ekki til keppnisstaðar af einhveijum ástæðum, svo að ekki varð af þeirri keppni. Það verður þó að segjast eins og er að Mazdan er „bíll með sögu“. Þegar Birgir var búinn að eiga Til þess að koma bilnum á meginlandið þurfti Birgir að láta fljúga honum þangað, en það annaðist Arnarflug. Díana og Karl í Portúgal Prinsinn og prinsessan af Wales, Karl og Díana, hafa að undanfömu verið í heimsókn í Portúgal og verið vel fagnað þar. Hefur Mario Soares fylgt þeim hvert fótmál og séð til þess að heimsókn þeirra megi vera sem ánægjulegust. Hafa hjónin enda lokið miklu lofsorði á alla framkvæmd heimsóknarinnar og lofað portúgalska náttúrufegurð í hástert. Að heimsókninni til Portúgal lokinni fara þau hjónin til Spánar og er talið að sú heimsókn sé undirbúningur undir opinbera heimsókn Bretlandsdrottningar einhvem- tímann á næstunni. Samband Bretlands og Spánar hefur löngum verið stirt — aðallega vegna vemdarsvæðis Breta á Gíbraltarkletti við Njörfasund, en einnig urðu samskipt- in stirðari á dögum Falklandseyjastríðsins. Ekki bætti úr skák að Gíbraltar var einmitt fyrsti viðkomustaður Karls og Díönu á brúðkaupsferðalagi sínu, en Spánvetjar töldu það ögmn af hálfu Breta. Að undanfömu hafa samskipti landanna batnað mjög mikið, en samt sem áður er endurheimt Gíbraltarkletts eitt aðalatríði spænskrar utanríkisstefnu, en Bretar hemámu hann fyr- ir um 300 árum og hafa ítrekað að þeir muni ekki láta hann nema með samþykki meirihluta íbúanna. Díana kemur til veislu i Ayuda-höll í Lissa- bon með demöntum skreytta „kórónu“. Hér sést prinsessan þakka ballettdönsurum í Gulbenkian-ballettnum fyrir sýninguna. Að baki henni má sjá Soares. Peter Holm við komuna til réttarhaldanna. Reuter Skilnaður Joan Collins fyrir rétti Skilnaðarréttarhöld þeirra Joan CoIIins og Peter Holm halda áfram og er enn mjög tvísýnt um niðurstöður þeirra. Holm segist þó enn vona að þau geti tekið saman á ný. „Eg elska Joan ennþá, en ég hata Alexis", sagði Holm og á þá við persónuna Alexis Carrington Colby, sem Joan leikur í Dynasty. Holm sagði að í raun væri töluvert af tæfunni Alexis í Joan og að það væri það sem væri að hjónabandinu. Joan krafðist skilnaðar frá Holm í desember síðastliðnum vegna ó- sættanlegra deilna og þess að hann hefði haft af henni fé. Holm var framkvæmdastjóri konu sinnar í þá 13 mánuði, sem þau voru gift. Holm segir ásakanir Joan þvætting einan og hyggst krefjast lífeyris af Joan — a.m.k. jafnvirði 400.000 íslenskra króna á mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.