Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 58
MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 „Lxkn'ir, ég fi'nn engan seðaslcitt. Kurteisi er sjálfsögð, en hér verðum við að biðja dömumar um að standa upp fyrir okkur. Með morgunkaffínu HÖGNI HREKKVlSI H EI2UM VIE> NÚ H/eTTDS A€> HuGSA UM HvORT JÓLASVElWINU/Vi FlNWIST VIÐ þÆSII? EÐA EKKU ? " Blóðtaka eða duldir skattar S.I. skrifar: Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um iðgjaldagreiðslur hjá SAL-sjóðunum og eru þær heldur stór biti að kingja ef tekið er mið af því hvað verður um þessa pen- inga og einnig er stór spuming hvort fólk njóti þeirra nokkum tímann. Lífeyrissjóðslánin, þar sem við tökum að láni okkar eigin pen- inga, verðum við að greiða að fullu verðtryggt, sem útaf fyrir sig er í lagi ef ekki væru jafnvel vextir á þeim líka. Þannig að þar erum við varla að fá til baka peningana sem við greiðum í lífeyrissjóð. Síðan er það með ellilífeyririnn, ef við athugum það nánar þá er flöldi fólks sem einfaldlega deyr fyrir 67 ára aldur og ef makinn er það óheppinn að hafa dáið líka, hvað verður þá um peningana sem einstaklingur er jafnvel búinn að borga jöfnum höndum frá 16-20 ára aldri, njóta bömin þeirra? Nei, heldur hverfa peningamir einfald- lega í þessa hít sem lífeyrissjóðimir em. Að vísu vitum við að ríkið er afskaplega duglegt að koma þess- um peningum í lóg. Þessar nýju reglur gera ráð fyrir að árið 1990 hafí iðgjaldagreiðsl- umar hækkað gífurlega. Ef við tökum sem dæmi einstakling sem er með kr. 30.000 í mánaðartekjur og með eftirvinnu, vaktaálagi, bón- us eða öðru nái tekjum sínum upp í 60.000 þarf sá einstaklingur að borga til lífeyrissjóðs kr. 6.000 á mánuði eða kr. 72.000 á ári. Inni í þessari tölu eru 6% sem atvinnu- rekandinn borgar, en þau 6% eru aðeins hlutu launa samkv. samning- um, bragð til að blekkja launþega. Væri ekki nær að leggja niður alla lífeyrissjóði, því það em gífur- leg batterí og kostnaður af öllu því starfsfólki, sem allir þessir litlu lífeyrissjóðir þurfa á að halda, t.d. em SAL-sjóðimir 26 auk allra hinna sem ekki em í SAL. Einnig virðist undir hælinn lagt hvort hægt er að flytja gömul réttindi milli sjóða sem ekki em í SAL Væri ekki frekar að koma á skylduspamaðarkerfí þar sem fólk fengi að taka út pening- ana sína við húsnæðiskaup eins og nú er, en héldi jafnframt áfram að borga skylduspamað sem það nyti svo á elliárunum og fengi þá ein- hvem tímann til baka alla þessa peninga sem það borgar á 40-50 ára starfsævi. Síðan ef fólki auðn- aðist ekki líf og heilsa til að njóta þeirra, þá fengju bömin að njóta þeirra. í»essir hringdu . . . Birtið tölur Ökumaður hringdi: Ég heyrði á Bylgjunni í gær samtal tveggja forráðamanna umferðarmála hér á landi. Það era margir hér í bæ og víðar um landið sem ekki trúa þessum of- hraða ótta þeirra. Væri ekki hægt að birta í Morgunblaðinu upplýs- ingar úr lögregluskýrslum sem sýna hversu mörg prósent af slys- um verða vegna of hraðs aksturs og hversu mörg verða vegna at- hugunarleysi bílstjóra. Ég held að það sé nauðsynlegt að við fáum að sjá svart á hvítu hvers vegna slysin verða en þurfum ekki að styðjast við fullyrðingar Umferð- arráðs. Skýrslumar segja allt annað en þeir segja. Ekki dugðu Ing- vars högg Sæmundur hringdi: Fyrir nokkmm dögum fjallaði kona í Velvakanda um Þelamerk- urmálið s.k. Um það er ennþá mikið talað í Hörgárdal þar sem Þelamerkurskóli er. Gamall Hörg- dælingur hitti mig við Hlemm og átti eina vísu um þetta mál: Ekki dugðu Ingvars högg, upp skaut Fróðár-kópnum. Er Sverrir harður sýndi rögg, söng í Þráins-hópnum. Köttur týndist Sigurborg hringdi: Kötturinn okkar týndist frá Breiðvangi í Hafnarfírði fyrir tveimur vikum síðan. Þetta er högni hvítur og bröndóttur. Ef einhver veit um afdrif hans er hann vinsamlegast beðinn um að láta vita í síma 651357. Einnig vom gönguskíðin mín tekin í misgripum við skálann í Bláíjöllum sunnudaginn 25. jan- úar sl.. Þetta em skíði af gerðinni Rossignol. Látið heyra í ykkur um sal- tausturinn Maður hringdi: Ég er fyllilega sammála því sem kom fram í grein í Velvakanda í vikunni varðandi saltaustur á göt- ur í Reykjavík og hvet alla sem em sama sinnis að láta heyra í sér. Týndi gullúri Unnur hringdi: Ég varð fyrir því óláni að týna gullarmbandsúri 10. febrúar sl. Eg gekk frá Garðastræti niður í Hafnarstræti, Pósthústræti, Kirk- justræti og upp í Garðastræti aftur. Upphafstafimir mínir U.S. em merktir aftan á úrið. Skilvís fínnandi hringi í síma 17769. Erum með danska púða Finnur í húsgagnaversluninni Hreiðrinu hringdi: Vegna umræðu um púða fyrir bakveika vil ég koma því á fram- færi að við emm með danska púða sem em kenndir við Danann Bay Jakobsen til sölu. Víkveiji skrifar Máltækið „ekki er allt gull sem glóir“ kom upp í samtali Víkveija við fróðan mann um skattamál þegar sá fór að velta því fyrir sér sem fram hefur komið um staðgreiðslu skatta. Þessi viðmæl- andi Víkveija flutti yfir honum reiðilestur, sem var eitthvað á þessa leið: Frá því kerfíð tekur gildi verða skattgreiðslur dregnar af launa- mönnum mánaðarlega, 12 mánuði á ári hveiju. Lokið er því fyrirkomu- lagi, að gjalddagar em 10, frí frá skattinum í janúar og júlí. Þetta atriði eitt mun vafalaust hafa tals- verðar breytingar í för með sér í þjóðfélaginu. Það verður ekki unnt að rétta fjárhagsstöðuna af tvisvar á ári eða þá verzla inn fyrir jólin með krítarkortinu og greiða í skatt- lausum janúarmánuði, eða þá nota rýmri ijárhag í júlí til að fara í sumarleyfíð innanlands eða utan. Það verður aldrei frí frá skattinum, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, ára- tug eftir áratug — linnulaus plága — nema því aðeins að menn taki sér launalaust frí, sem að vísu verð- ur auðveldara með staðgreiðslu- kerfínu. Það fyrirkomulag gleður varla vinnuveitendur, ef starfsfólk tekur sér launalaust frí í einhveijum mæli. að er gmnntónninn í stað- greiðslufrumvarpinu, að hið opinbera á að hafa skattgreiðslum- ar verðtryggðar. Það felst í sjálfri staðgreiðslunni, því þegar kaupið hækkar þá hækkar skattgreiðslan. Skattinn er ekki hægt að greiða eftir á með verðminni krónum á hækkuðu kaupi. Auk þess verður að greiða á næsta ári viðbótar- skatt, verðtryggðan, ef ekki hefur verið greidd staðgreiðsla af auka- tekjum. Þar sem flestir nota aflafé sitt jafnóðum er trúlegt að það reyn- ist mörgum þungur baggi að greiða verðbættan viðbótarskatt í einu lagi, jafnframt því sem greiða verð- ur nýja álagningu af eignatekjum samkvæmt framtali í ársbyijun. í reynd verður um tvöfalt kerfí að ræða, staðgreiðslukerfið og álagningarkerfið samkvæmt fram- tali eftir á. Greiða verður á nýja árinu samkvæmt staðgreiðslu (35%), viðbótarskatt með verðbót- um (þegar það á við) og skatt á eignatekjur (þegar það á við). Trú- lega verður upphaf nýs skattárs mörgum erfitt, því flestir íslending- ar vinna sér inn aukatekjur og alltaf getur Fasteignamat ríkisins (ein- hliða) hækkað matið á íbúðum, svo ekki fækki þeim sem greiða eigna- skattana. Ætli margir verði ekki að slá sér lán í upphafi árs til að gera upp við skattayfirvöld — verð- tryggð lán að sjálfsögðu með raunvöxtum. Ennþá er allt óljóst um hvemig eignatekjur verða skattlagðar. Til eignatekna teljast vextir af sparifé. Sú krafa hefur komið fram á vinstri kanti stjómmálanna að vexti af sparifé eigi að skattleggja sem aðr- ar tekjur. Fjármálaráðherra hefur skipað sérstaka nefnd til að kanna málið en ekki er búizt við niðurstöð- um á næstunni. Ekki er þó unnt að taka endanlega afstöðu til skatt- kerfisbreytingarinnar fyrr en ljóst er hvemig heildarbreytingin verður. Það er óhjákvæmilegt að fólk verði upplýst um þetta áður en gengið verður til kosninga í vor. Þetta at- riði eitt mun vafalaust ráða afstöðu margra til stjómmálaflokkanna. að er ekki að sjá á staðgreiðslu- fmmvarpinu að neinar raun- hæfar aðgerðir séu fyrirhugaðar til að knýja þá til skattgreiðslna, sem sjálfír skammta sér tekjumar og hafa alla tíð komizt upp með það. Látið er í veðri vaka að það sé gert með því að skattlega bílastyrki og dagpeninga, en sem fyrr munu skattsvikaramir ekki nást með þeim aðgerðum heldur mun starfsorka skattstofanna beinast að því að tryggja að kostnaðarfrádráttur venjulegra launþega af þessum lið- Um verði sem minnstur. Þessi viðmælandi Víkveija kvaðst hafa það á tilfinningunni að enn sem fyrr væm skattalög samin með hagsmuni kerfisins í huga. Ríkið gengur fyrir. Skattborgarinn (Iaunamaðurinn) er þjónn ríkisins, en ekki öfugt. Þegar deilt er um skattbyrðina, sem gert verður óspart með kosn- ingar á næsta leiti, er rétt fyrir skattborgarann að gera sér grein fyrir því, að hún léttist ekki á með- an útgjöldin vaxa ár frá ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.