Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 59 VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDÉGI TIL FÖSTUDAGS Guðrún spyr hvort Reykvíkingar séu að fyllast mikilmennskubijálæði og bendir á að einnig sé til mannlíf utan höfuðborgarsvæð isins. Eru Reykvíkingar að fyll- ast mikilmennskubrjálæði? Guðrún skrifar: Kæri Velvakandi! Mér datt í hug að brydda upp á einhverju nýju til að krydda þennan ágæta bréfadálk með og kem því hér með lykil að umræðu sem von- andi margir og þá ekki síst fók utan af landi sjá ástæðu til að taka þátt í. Spumingin er: Eru Reyk- víkingar að fyllast mikilmennsku- brjálæði og viljandi eða óafvitandi að traðka aðra Islendinga niður? Og mín skoðun fer hér á eftir: Ég er utan af landi og „meira að segja" úr sveit. Ein mín fyrstu kynni af hugsunarhætti höfuðborg- arbúa voru í gegnum bamatíma sjónvarpsins. Þegar ég, „saklaust og fáfrótt“ sveitabamið sat eitt sinn sem oftar framan við viðtækið varð ég vitni að því að stjómandi Stund- arinnar okkar sagði smeðjulega: „Krakkar mínir! Hafrð þið komið upp í sveit og séð öll skemmtilegu dýrin...?“ Er hér var komið sat ég, aum- ingja bamið, og starði í forundran á skerminn. Það sem eftir lifði bamatímans og bamæskunnar braut sveitabamið smágerðan heil- ann um það hvað blessuð konan hefði verið að meina. Vissi hún ekki að margir krakkar bjuggu í sveit, t.d. ég? Af hverju hafði hún þá sagt þetta svona? Var kannski ekki ætlast til þess að sveitakrakk- ar horfðu á Stundina okkar? Hélt konan kannski að íslenskt sveita- fólk byggi enn í torfbæjum, sitjandi á fomfálegum rúmbríkum, þurrk- andi hor af nös í ullarvettling og hvergi sjáanlegt sjónvarp í „bað- stofunni"? En, nei, á þessu er auðvitað einföld skýring. Konuves- alingurinn féll einfaldlega í sömu gildru og svo margir aðrir höfuð- borgarbúar: Hún var búin að gleyma því að á íslandi er einnig mannlíf utan háttvirts höfuðborgar- svæðis. Og það er þetta sem ég vil vekja athygli á. Ég ætla mér ekki að tala um miðstýringu í pólitískri mein- ingfu, peningaplokk suðvesturs- homsins, hvað þá fræðslumál landsbyggðarinnar. Það ,sem ég vil leggja áherslu á er hin ömurlega þröngsýni og mikilmennska sem mér finnst alltof ríkjandi í blessuð- um höfuðstaðnum. Eg vil taka það fram að ég hef ekkert á móti Reykjavík í sjálfu sér, þetta er fal- leg og yndisleg lítil borg og íbúar hennar margir hveijir indælis fólk. Það var t.d. mjög gleðilegt að Reykjavík skyldi vera orðin 200 ára síðastliðið sumar ekki síst vegna þess að með hóflegri bjartsýni megi hún vænta þess að verða allmiklu eldri. En öllu mátti nú ofgera. Ekki langar mig að upplifa aftur önnur eins ósköp. Nú er vitað að rúmur helmingur Islendinga býr þama á þessum blessaða stað. Það sem er vitað líka, en vill svo oft gleymast, er að tæp- lega helmingur landsmanna býr annarstaðar á landinu. Og það emm við. Við sem ættum að rísa upp, standa saman og berjast fyrir rétti og virðingu okkar gagnvart borg- arbúunum sunnlensku sem margir hveijir virðast ekki hafa komið lengra „út í sveit" en í Kópavoginn. A fáfræði byggjast fordómar og ég hef ekki sloppið við að verða vitni að og verða fyrir fordómum reykvískrar æsku (og eldra fólks) gagnvart landsbyggðarfólki og þá ekki síst sveitafólki „enda emm við hallærisleg og íjósalykt af okkur því við fömm aldrei í bað“. Síðán get ég ekki stillt mig um að minnast á „fjölmiðlafárið" sem nú geisar fyrir sunnan. Virðast sumir ekki geta hamið sig fyrir fögnuði yfir frelsinu og „nú hljóta allir landsmenn að fá sér afruglara Yelvakandi. Ástæðan fyrir því að ég sest niður og skrifa er sú að nú er verið að auglýsa KAYS-vörulist- ann. Fyrir tveimur ámm pantaði ég föt úr þessum lista og komu þau öll eins og ég hafði pantað. Eftir að hafa mátað fötin kom í ljós að tvær blússur vom of litlar og sendi ég þær til baka í pósti. Ég fór auðvitað ekki fram á endur- greiðslu. því það gerir fólk ekki hér á Islandi, aðeins vömskipti úr listanum. Þegar ég fékk ekkert svar eða sendingu skrifaði ég og bað vinsamlega að mér yrðu sendar vömrnar. Það fór á sömu leið, ekkert svar kom og enn skrif- aði ég og þá nokkuð harðorðara bréf, en árangurslaust. KÁYS-vömlistinn hefur sem sagt getað selt blússumar tvisvar, sem er æði gott, ef þetta er stund- að gagnvart öðmm viðskiptavin- um. Ég held að fleiri en ég þurfi að fá vömm skipt, enda bjóða þessir vömlistar upp á það. Ég hef síðan verslað við Quelle og Freemans og við þann síðar- því Stöð 2 er svo æðisleg". (Tilvitn- un í lesendabréf Velvakanda, ekki orðrétt, því miður). Verst með ves- enið út af sjónvarpsfréttunum, „það átti aldrei að breyta tímanum aft- ur, það var bara landsbyggðin, fámennur minnihlutahópur sem vildi það“ (önnur tilvitnun, ekki heldur orðrétt). Það sem ég er að fara, lesendur góðir, er einfaldlega: Hér á landi grasserar þröngsýni og fordómar sem ég (og eflaust fleiri) hef orðið illilega vör við og valda mér áhyggj- um. Island er lítil, falleg og yndisleg eyja og hér ættu allir að geta búið við góð lq'ör og vinsemd. Allir ís- lendingar eiga að hafa sama rétt og sess hvort sem þeir búa í Reykjavík, Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum, Húsavík, Égilsstöð- um, Bolungarvík eða bara á litlum „hallærislegum“ sveitabæ innan um kindur og kýr. Eyðum fáfræði og fordómum því á þeim löstum byggist illska, grimmd og óréttlæti heimsins. Lifið heil. nefnda hef ég fengið skipti á vörum og hefur það gengið vel og eðlilega fyrir sig. Ég hélt að þessi KAYS-listi yrði ekki langlífur með þennan verslunarmáta, því ég trúi þvi ekki að enginn annar hafi orðið fyrir slíkum viðskiptum. Að lokum langar mig að spyija þessa KAYS-kaupmenn, hvað fólk utan af landi eigi að gera ef það þarf að skipta vörum, þó svo að ég muni aldrei aftur versla við þennan vörulista og ennfremur hef ég varað marga við að gera það. Ein óánægð. Leiðrétting Þau mistök urðu við birtingu greinarinnar „Föðurleg ábending til menntamálaráðherra" í Velvakanda í gær að höfundur var rangfeðrað- ur. Hjálmar Júlíusson var sagður Lúðvíksson. Morgunblaðið biður Hjálmar velvirðingar á þessum mi- stökum. Slæm viðskipti útsötunnar 20% afsláttur af útsöluvörum og öllum öðrum vörum verslunar- innar. Fatnaður fyrir smáfólk Fatnaður fyrir ungt fólk Fatnaður fyrir f ullorðið fólk Góðar vörur á Opið laugardag frá kl. 10-16, sunnudag frá kl. 13—17. Nýjabæ vid Eiðistorg Sími 611811.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.