Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 A HVITA TJALDIÐ Friðrik Þór Friðriksson hefur nú lokið við gerð sinnar fyrstu leiknu kvikmyndar sem ber heitið „Skytturnar“ og frumsýnt hana í Háskólabíói. Þá er enn komið að nýjum kafla í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar og heitir sá „Skyttumar". Upphaflegt nafn hug- myndarinnar var „Skot í morguns- árið“, sem síðar var breytt í „Hvíta hvali", en „Skyttumar" heitir hún í endanlegri mynd, sem kom al- menningi fyrir sjónir í fyrsta sinn í gær á breiðtjaldi Háskólabíós, þegar þessi fyrsta leikna kvikmynd leikstjórans Friðriks Þórs Friðriks- sonar, var frumsýnd þar. En þó um sé að ræða hans fyrstu leiknu kvikmynd er fjarri því að höfundur sé nýgræðingur í íslenskri kvikmyndagerð. Að baki á hann kvikmyndimar „Eldsmiðinn", „Rokk í Reykjavík", „Hringinn" og „Kúreka norðursins“, myndir sem eru ólíkar að innihaldi, en eiga það sameiginlegt að gefa heimildarsýn höfundarins, stundum á nýstárleg- an máta. Friðrik kveður heimilda- bakgrunninn hafa komið sér mjög til góða í gerð leikinnar myndar, enda á þeirri skoðun að munurinn á þessum tveimur tegundum kvik- myndagerðar sé ekki svo ýkja mikill. Reyndar ekki neinn, eins og hann segir sjálfur: „Ég geri ekki greinarmun á heimildarmynd og leikinni kvik- mynd. Þetta gengur allt út á að skapa stemmningu og geti kvik- myndagerðarmaður ekki skapað stemmningu í heimildarmynd, þá hefur hann ekkert að gera í fram- leiðslu leikinnar kvikmyndar." Þó ekki sé um heimildarmynd að ræða að þessu sinni er sitthvað líkt með kvikmynd og raunveruleika og hugmyndin kviknaði að hluta til út frá innbroti í verslunina Sportval á sínum tíma. Síðan er langt um liðið, enda hugmyndin blundað með höfundi í áratug eða svo. „Það hef- ur alltaf komið upp öðru hvoru, bæði í Reykjavík og úti á landi, að menn taka upp á þeim óskunda að skjóta á umhverfið, fólk og hluti og það, hvað veldur, hefur mér fundist nokkuð verðugt íhugunar- efni,“ segir Friðrik Þór. Það var út frá þvf íhugunarefni sem hann skrifaði drög að handriti og fékk síðan til liðs við sig félaga sinn Einar Kárason, rithöfund. „Og hvað gerir maður ekki fyrir kunn- ingja sína,“ segir Einar Kárason. Saman unnu þeir að handritinu og luku skriftum í fjórum vinnulot- um á einu ári. Samvinnuna segir Einar hafa tekist vel. „Að vísu var ég hálfhræddur við að þegar tveir ráðríkir menn eins og ég og Friðrik færu að vinna saman gæti það rejmst erfítt, en sú varð ekki raun- in. Við erum svolítið á sitthvoru sviðinu og berum fullkomna virð- ingu fyrir því. Friðrik reyndi ekki SVIPMYNDIR AF FERÐUM SKYTTNANNA Tveir leikarar bera hitann og þungann af leiknum, eru skyttumar sjálfar, hvalveiðisjómennimir Búbbi og Grímur. „Bamssálin í tröllslíkamanum og svo ruddinn," eins og þeir lýstu hlutverkunum eitt sinn í Morgunblaðinu. Þetta eru þeir Eggert Guðmundsson og Þórarinn óskar Þórarinsson, sem báðir koma nú í fyrsta sinn við sögu kvikmyndagerðar og hafa reyndar ekki komið við sögu sem leikarar áður, fyrir utan hvað Eggert hefur lítillega ljáð áhugaleikhúsi lið sitt. En þá tvo hafði Friðrik Þór í huga þegar líða tók á handritssmíðina með Einari Kárasyni og kveður það hafa auðveldað margt að vita „utan um hveija verið var að smíða," svo notuð séu hans eigin orð. En fieiri koma við sögu, en aðalleikaramir tveir, leikstjórinn og höfundar handrits. Um tuttugu manns unnu að gerð myndarinnar, sem kvikmynduð var síðla sumars og í haust, en upphaflega var ráðgert að frumsýna hana um jólin. Þeim ráðagerðum varð þó að breyta m.a. í ljósi þess að tíu daga kvikmyndatöku þurfti að endurtaka vegna mistaka f filmuvinnu og framköllum erlendis. Kvikmyndatakan var í höndum Ara Kristinssonar, en auk hans vom í kvik- myndatökuhópnum þeir Jón Karl Helgason, Sigurður Steinarsson og Helgi Már Jónsson. Hljóðupptöku önnuðust Þorbjöm Erlingsson og Þorvar Hafsteinsson, tæknibrellur sáu þeir Ami Páll og Þór Vigfús- son um og skriftur í myndinni vom Guðrún Pálsdóttir og Þuríður Magnúsdóttir. Þegar að eftirvinnslu kom var það Tómas Gíslason sem annaðist klippingu hennar ásamt Jens Bidstmp, auk Valdísar Óskarsdóttur og Gísla S. Erlingssonar. Tónlist í myndinni kemur úr smiðju Hilmars Amar Hilmarssonar, Sykurmolanna, Bubba Morthens og annarra, en um framkvæmdastjóm á þessu öllu sáu Axel Guðmundsson og Gísli S. Erlingsson. Þá er upptalinn meginlq'ami hópsins sem vann á bak við vélamar í Skyttun- um, en ótaldir aðrir leikarar en þeir Eggert og Þórarinn Óskar. í þeim hópi er að fínna Harald G. Haraldsson, Karl Guðmundsson, Auði Jónsdóttur, Eggert Þorleifsson, Helga Bjömsson, Guðbjörgu Thoroddssen, Bjöm Karlsson, Hrönn Steingrímsdóttur, Þorstein Hann- esson, Baldvin Halldórsson, Valdimar Flygenring og Bríeti Héðinsdóttur. Framleiðandi myndarinnar er Friðrik Þór Friðriksson. Við bregðum hér upp nokkmm svipmyndum af ferðum Skyttnanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.