Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 B 3 Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og annar höfundurinn að handriti Skyttnanna. Einar Kárason, rithöfundur, en Skytturnar eru fyrsta kvik- myndahandritið sem hann skrifar. Skytturnar. F.v. Þórarinn Óskar Þórarinsson og Eggert Guð- mundsson í hlutverkum Gríms og Búbba. að segja mér til um skáldskapar- hliðina og ég reyndi ekki að malda í móinn þegar hann kvað upp Salómónsdóma um hvað gengi og hvað ekki kvikmyndalega séð.“ Þannig varð til saga hvalveiðisjó- mannanna tveggja, Búbba og Gríms. Saga sem hefst heimsiglingu til Hvalfjarðar og færist svo til Reykjavíkur. „Verður að eins konar Reykjavíkurblús á hinum ýmsu öld- urhúsum borgarinnar, Glæsibæ og Gauknum og eitthvað sé nefnt," eins og Friðrik Þór kemst að orði. Upphaflega nafn endanlegs handrits var „Hvítir hvalir“ og þó Skyttumar hafi orðið ofan á að lok- um verða „Hvítir hvalir" heiti myndarinnar á erlendum málum. „Eina ástæðan fyrir því að við breyttum nafninu var vegna kvik- myndarinnar Hvítir mávar,“ segir Friðrik Þór. Hvalir koma þó víða við sögu. Aðalpersónumar eru tveir hvaleiðisjómenn og inn í myndina fléttast neðansjávartökur af hvöl- um. Bandarískum að vísu, því ekki reyndist mögulegt að taka slíkar neðansjávarmyndir á Islandsmiðum sökum slæmrar birtu í djúpunum. „Það var svolítið mál að fá þessar myndir frá Ameríku, en mig vant- aði myndir af hvalskoti og það tókst." Það er semsé hvalur sem skotið er á í upphafi myndar og umhverf- ið í endann. Samlíking? „Ég er ekki að predika neitt í þessarri mynd og af minni hálfu er hún tilbúin. Ég læt engar leið- beiningar fylgja með, heldur leyfi hverjum og einum að túlka það sem hann vill. Hins vegar er þetta und- arlega nafn - hvítur hvalur - kannski í ætt við hvíta hrafna. Skepnur sem eru öðruvísi, sem eiga sér erfitt uppdráttar í sínu sam- félagi, eru drepnar af öðrum skepnum." Texti/Vilborg Einarsdóttir TÖLVUNÁMSKEIÐ Viljir þú fræðast um tölvur og tölvuvinnslu fáðu þá allar upplýsingar hjá okkur. Við bjóðum upp á ýmis konar tölvunámskeið, þar sem kennd eru notkun forrita sem tvímælalaust eru meðal þeirra bestu á markaðnum. Wang ritvinnslukerfið er sérstak- lega auðvelt og þægilegt fyrir byrjendur. 16. —17.feb. 17, —20.feb. 03.05. mars 09.—lZ.mars 17.—19. mars 24.—28. mars 06.—09. apríl PC-kynning WANG-ritvinnsla 1 MS-DOS stýrikerfi WANG-ritvinnsla i WANG-ritvinnsla 2 Multiplan WANG-ritvinnsla 1 07.—09. april 28.—30. april 04.—07. maí 11.-14. mai 18.—20. mai 18.—20. mai MS-ÐOS stýrikerfi Multiplan WANG-VS/OIS ritvinnsla WANG-ritvinnsla 1 Ritvinnsla 2 Dataease-gagnagrunnur Með góðri tölvuþekkingu eykur þú atvinnumöguleika þína og auðveldar þér að aðlag- ast breyttum þjóðfélagsháttum. Allar upplýsingar veitir Björg Birgisdóttir kynninga- og kennslufulltrúi í síma 91 -27500. Tölvudeild heimilistækja S. 91-27500 - Sætúni 8. Uppselt er á Óperukvöldið 19. febrúar og komast færri að en vildu. Dagskráin verður því endurtekin næstkomandi laugardag. Sinfóníuhljómsveit íslands og Kristján Jóhannsson flytja vinsæla óperutónlist. KRISTJÁN JÓHANNSSON í HÁSKÓLABÍÓI IAUGARDAGINN 21. FEBRÚAR KL. 14.30 OPERUKVÖLDIÐ ENDURTEKIÐ Stjórnandi: MAURIZIO BARBACINI Einsöngvari: KRISTJÁN JÓHANNSSON Miðasala í Gimli, Lækjargötu, alla virka daga kl. 13-17. Greiðslukortaþjónusta. Sími 622255. ( SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS ^ GYLMIR/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.