Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 8
p8 rB "oíMORGUNBhAÐIÐ; SUNNUDAt>UR i5i FEBRÓAit 1987 Til sölu Toyota Landcruiser árg. 1986. Turbo Dies- el, ekin 13000 km. Hvítur. Sem nýr, uppl. í síma 92-2555 - 92-4933. Viðskipti við Vestur-Þýskaland Veiti alhliða aðstoð í viðskiptum við Vestur-Þýskaland vegna t.d.: Skipakaupa, viðgerða á skipum, bílakaupa, vinnuvéla- og verkfærakaupa, fersk- og freðfisksölu og fleira. Vanur stærri og minni viðskiptasamningum. Góð sambönd. Björn Sigurðsson, sími 904940-7131300. DAN KILN OFNAR Ofnarfyrirkeramik, steinleir, postulín og fleira. Útvegum þessa ofna frá Danmörku. Fulltrúi frá framleiðanda kemur til viðtals í vikunni. L0JTCU Höfðabakka 9 Sírni 685411 Stórmerk landakort í safninu í Barcelona Hluti af landakorti Valseca frá 1439, þar sem sjá má skrifað H- landa (ísland) ef grannt er skoðað. Það er dökki bletturinn efst til vinstri, norður af Englandi og írlandi, sem líka er dökkt. Kjartan Gunnarsson, apó- tekari og landabréfasafn- ari, var nýlega kjörinn í þriggja manna stjórn hins virðulega alþjóðafélags kortasafnara,, Internat- ional Map Collector’s Society" á þingi þess. Þingið var að þessu sinni í Barcelona og var af því tilefni opnuð vegleg sýn- ing á landakortum frá 17. og 18. öld í veglegum húsakynnum arkitekta- skólans í Barcelona og sjónvarpað beint frá at- höfninni og móttöku í ráðhúsi borgarinnar á eftir. Þarna í Barcelona er til mikið af frægum kortum, sem þinggestum var boðið að skoða. Marg- ir íslendingar ferðast um þessar slóðir, þar sem t.d. hin vinsæla baðströnd Costa Brava er I nágrenn- inu. Kann að vera í þeim hópi áhugafólk um gömul landabréf án þess að vita af þeim dýrgripum sem þarna er að sjá. „í Barcelona er glæsilegt sjó- minjasafn,,, Museo Maritimo", ekki síðra en safnið í Madrid" áagði Kjartan. „A tímum land- vinninganna sat Isabella drottn- ing í Kataloníu og Kataloníu- menn er mjög_ stoltir af sinni foniu frægð. í safni þeirra í Bareelona er því margt sem minnir á sjóinn og þar er hið stórmerkilega kortasafn, sem við skoðuðum úndir leiðsögn þarlendra sérfræðinga. Þar má sjá mörg sjókort frá 16. öld. Þama er m.a. að finna hið frægs kort Gabriels de Valseca, gert á Majorka árið 1439, áritað eigin hendi at Amenco Vespucio - og á því korti má fínna Illanda (ís- land) ef grannt er skoðað. Stórkostlegt kort!“ Þáttakendur á mótinu í Barcelona voru 55 frá 13 þjóð- löndum. í hótelinu þar sem mótsgestir bjuggu var viðamikil kortasýning. Þá var heimsótt „Biblitheco de Catalonya" og kortasýning í því safni. Fyrir- lestrar voru í húsakynnum „ Caixa de Barcelona" og skyggn- ur sýndar. Og þar var opnuð sýning á spönskum kortum frá fýrri tímum. Banki þessi stóð straum af kostnaði við mótið. Vakti kortamótið talsverða at- hygli fjölmiðla, að því er Kjartan sagði og bætti við:„ Gaman væri að efna til svona móts hér að nokkrum áram liðnum og var ég eindregið hvattur tii að vinna að því.“ Fundarmenn i þinghúsinu í Barcelona, þar á meðal þekktir höfundar kortabóka. íslenski fulltrúinn Kjartan Gunnarsson þriðji frá hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.