Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FBBRÚAR 1987 Tánans vald og vængjablak Einn er sá staður sem allmargir sneiða hjá en allir leggja þó leið sína í að lokum. Við Suðurgötu í Reykjavík er gamli kirkjugarðurinn í Reykjavík. Hann hefur í tímans rás á stundum orðið vettvangur atburða sem frásagnaverðir hafa talist þó ekki hafa þeir allir verið í þeim dúr sem kirkjulegur tilgangur slíkra staða gerir ráð fyrir. Þangað hafa menn komið ólíklegustu erinda, átt þar ástaleiki, unnið óhæfuverk og allt þar á milli. Fyrir skömmu fundu t.d. einhverjir hjá sér hvöt til að raska grafró þeirra sem í garðinum liggja og unnu þar skemmdarverk. Legsteinn Steingrims Thor- steinssonar skálds eftir að skemmdarvargar höfðu losað af honum mynd skáldsins. Myndin er nú komin á sinn stað. Þurrt undir og sæmilegt afdrep Ástaleikirnir hafa farið hljóðar - utan eitt stefnumót sem frægt er í bókmenntum þjóðarinnar. I „Ofvita“ Þórbergs Þórðarsonar segir höfundur frá hvemig félagi hans kom honum i samband við lausgyrta kvenpersónu sem félaginn var sjálfur í kunningsskap við. Þetta gerðist í febrúar árið 1911: „Þá er við komum upp á Suðurgötuna vikum við til hægri handar og gengum stuttan spöl í norður. Þar gerð- um við skarpa lykkju á leið okkar, snerum þvert vestur yfir götuna og tíndumst grafhljóð hvert á eftir öðru inn um sáluhliðið á kirkjugarðinum, kunningi minn fyrst, svo fraukan og síðast ég. “ Þórbergur og félagi hans áttu sem sé stefnumót við „fraukuna" í kirkjugarðinum. „Við námum staðar í krókn- um norðan megin líkhússdyranna. Kunningi minn og ég skimuðum talandi augum niður í jarðveginn. Hér er nokk- um veginn þurrt undir og sæmilegt afdrep fyrir útsunnan- storminum og regndembunum. .“ Þórbergur sýnir þá tilhliðrunarsemi að bíða meðan félag- inn lýkur sér af og virðir fyrir sér umhverfið á meðan. „Eg hvessti augun á næsta leiði, svo á annað, síðan á það þriðja og þannig leiði af leiði. Hér og þar djarfaði fyrir legsteinum, sem stóður eins og mókandi strókar upp úr grafarmyrkrinu. Einhvem tíma hefðu nú þessir getað ver- ið rammar afturgöngur. Eg sé líka glóra í skuggaleg krossmörk. Þau em eins og útréttir armar, sem grátbæna óvin um frið.“ Aðeins eina nótt Hvar er í heimi hæli tryggt og hvíld og mæðu-fró? Hvar bærist aldrei hjarta hryggt? Hvar heiiög drottnar ró? Svo fallegt og fullt af fyrirheitum er þetta ljóð Kristjáns fjallaskálds, að gröfin verður næstum eftirsóknarverð. En ekki er grafarvistin ölium vís. Nebúkadnesar Nebúkadnes- arsson gisti aðeins í kirkjugarðinum eina nótt, Þá sprelllif- andi og nýkominn suður til Reykjavíkur. Aðaltitill þeirrar sögu eftir Halldór Laxness er Lilja og segir þar m.a. frá samsæri læknanema sem kryfja gamlan einstæðingsmann, hirða að því búnu úr honum beinagrindina en láta gijót í kistuna og fylgja henni svo áleiðis út í kirkjugarð til að enginn færi að hnýsast í líkið á seinustu stundu. Ristan langa Þessi saga leiðir hugann að þeim kjörum sem einstæðing- ar bjuggu við snemma á þessari öld. Það segir sína sögu að lík fólks sem var á sveitarframfæri í Reykjavík voru fengin stúdentum til að kryfja. I æfísögu sinni „Lífíð er dásamlegt" segir Jónas Sveins- son læknir söguna um Farsóttarhússdrauginn, sú saga gerðist árið 1918 í kapellunni í gamla kirkjugarðinum sem þá var jöfnum höndum notuð sem líkhús og líkskurðar stofa. „Þannig bar til, að ungur og þrekmikill sjómaður drukknaði í lendingu einhvers staðar í grennd við Reykjavík í tíð Jóns Hjaltalíns landslæknis skömmu eftir stofiiun læknaskólans gamla. Með einhveijum ráðum tókst Jóni landlækni að útvega líkið til krufningar handa stúdentun- um. Lík sjómannsins er flutt í kapelluna og lagt þar á líkfyalir, en stúdentamir hnöppuðust í knngum kennara sinn í þessp litla timburhúsi og hlýddu á stuttan en fróðleg- Haust í kirkjugarðinum við Suðurgötu an fyrirlestur um líksurðinn. Síðan fékk hann einum stúdentanna hnífinn og sagði fyrir um, hversu rista skyldi með einu hnífsbragði allt frá hálsi niður að lífbeini. Nemand- inn brá hnífnum á háls líksins og risti ristuna löngu, en í sömu andránni greip stór og sinastælt hönd líksins um úlnlið hans svo fast, að hann missti hnífsins. Samtímis reis líkið upp við dogg á líkbörunum, en blóðið spýttist úr stóru slagæðinni á hálsinum. Á sama andartaki hné sjómaðurinn út af og í það sinn endanlega örendur." Bleikra laufa láttu beð í aðgerðarlitlu veðri varð mér einn daginn gengið suður í kirkjugarð. Ég ætlaði að leita uppi minnismerkið um Jón Sigurðsson. í gömlum kirkjugörðum, þar sem eru mosa- grónir steinar og há tré, hefur vikið um set hinn sári harmur sem hvflir þar yfir, sem eru nýorpin leiði. í gömlum kirkjugörðum fyllist hugurinn rósemd, öll dægurmál verða hjóm eitt, allt verður undarlega afstætt. Ég eigra á milli hárra legsteina og reyni að ímynda mér hvemig lífí það fólk lifði sem undir þeim hvflir. Ég geng um elsta hluta garðsins og virði fyrir mér stóra og glæsilega legsteina. Síðustu merki um þau efnalegu gæði sem fyrirmenn alda- mótakynslóðarinnar nutu. Á legsteininum yfir þeim Thor Jensen og konu hans Margréti Þorbjörgu er innfelld lág- mynd af þeim hjónum. Yfir listamanninum Guðmundi Thorsteinssyni, „Mugg" er steinn með mosaikmynd sem sýnir álft á flugi — svanurinn í Dimmalimm. Þeir liggja skammt frá hvor öðrum Jón Magnússon fyrr- um forsætisráðherra og Pétur Pétursson biskup, Það er líka steinsnar milli tónskáldanna Sveinbjamar Sveinbjöms- sonar og Sigfúsar Einarssonar. Þama liggja mörg andans stórmenni sem eftirlétu okkur, sem nú örkum um bæinn, ódauðleg ljóð sín og sögur. Steingrímur Thorsteinsson, skáld, kennari við lærða skólann í Reykjavík og þýðandi margra erlendra öndvegis- verka, liggur næstuni fyrir miðjum garði, næst Kirkju- garðsstíg undir stómm steini sem í er greypt mynd af skáldinu. Þegar hann dvaldi í Danmörku óskaði hans þess í einu kvæða sinna að hann mætti deyja og hvfla heima á íslandi. Lokaerindi kvæðisins „Haustkvöld" er á þessa leið: Fagra haust, þá fold ég kveð Faðmi vef mig þínum, Bleikra laufa láttu beð, Að legstað verða mínum. „A mildum sólskinsdegi árið 1913 kom dauðinn til hins gamla skálds og flutti hann hógiega og þjáningarlaust yfir landamærin." segir í formáls- orðum Jónasar Jónssonar að ljóðum Steingríms. * Eg trúði ekki þessari grimmd í kirkjugarðinum við Suðurgötu liggur fyrsti ráðherra íslendinga, Hannes Hafstein skáld, grafinn. Áður en hann dó, klukkan tíu að morgni 13. desember 1922, mátti hann árum saman bera þungan harm. Hann missti konu sína I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.