Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 4 ■ TIMANNA TAKN Þig vantar víst ekki vélbyssu Vantar þig bíl með innbyggða vélbyssu? Kannski sakleysis- legan sígarettupakka, sem er í raun senditæki? Ef svo er skaltu koma við í gagnnjósnabúðinni í New York, þar er hægt að fá vandaða vöru, sem gefur villtustu hugarórum kvikmyndanna ekkert eftir. Viðskiptavinimir eru aldrei nefndir á nafn en meðal þeirra má finna sendimenn, sem óttast árásir hryðjuverkamanna; frammámenn í stórfyrirtækjum, sem vilja koma í veg fyrir hleranir, og jafnvel nýfrá- skildar konur, sem grunar eigin- manninn fyrrverandi um að njósna um þær. „Ef viðskiptavininn vanhagar um eitthvað og það er innan ramma laga og eðlisfræðilegra lögmála, þá getum við út.vegað það,“ segir Bob Schatz, þjálfunarstjóri fyrirtækis- ins, og menn þurfa ekki að gera sér sérstaka ferð til New York eft- ir vörunni því að gagnnjósnabúðir hafa einnig verið opnaðar í Wash- ington, Houston, Beverly Hills, London og París. Af einstökum tækjum má nefna fallega veggklukku með falið myndavélarauga í tölustafnum „10“, verðið er 1.500 dollarar og þar yfir; glæsilega skjalatösku með innbyggðu segulbandi og hljóðnema í lásnum; örsmáa ljósritunarvél, sem kostar innan við 100 dollara og auðvelt er að fela í frakkavasanum. Fyrir þá, sem vilja vera smartir í tauinu, er boðið upp á skyrtuboli á 200 dollara, sportlega jakka og vesti, allt skotheldur fatnaður. „Ég man eftir manni frá Suður- Ameríku, sem sagði við mig: „I mínu landi yrði mér fullheitt í þess- um fatnaði," segir Schatz. „Síðan hugsaði hann sig um og sagði: „Það er þó betra en að vera dauður.““ Skotheldi fatnaðurinn er hluti af alls kyns vamarbúnaði gegn hryðju- | LÆKNAVÍSINDIN ■ ■HSð verkum, „gróskumestu deildinni hjá okkur“, sagði Schatz, en í þeim flokki er einnig að finna sprengju- leitartæki, sem kosta frá 350 dollurum upp í 28.000 dollara, þar með talin tæki til að finna bréfa- sprengjur. Viðbúnaður við mannránum, á verðbilinu 1.500—28.000 dollarar, er meðal annars fólginn í sendi- tæki, sem komið er fyrir í Marl- boro-sígarettupakka. Ef menn lenda í höndum mannræningja setja þeir senditækið af stað, blikkandi ljós vekja þá athygli bílstjórans eða lífvarðarins, sem geta elt ræningj- ana uppi með hjálp sérstaks tælqabúnaðar. Það eru ekki aðeins auðkýfingar og konungborið fólk, sem kann að meta vöruúrvalið í gagnnjósnabúð- inni. 75 dollara armbandsúr, sem spúir táragasi framan í þjófa og ræningja; 10 dollara viðvörunar- búnaður, sem fer af stað þegar sá, sem er í megrun stelst í ísskápinn, eða sams konar búnaður á skúffu, sem bönnuð er bömunum, geta komið flestum að gagni og er eng- um ofviða. Gagnnjósnabúðin í New York selur líka bíla. Brynvörðu lúxus- kerrumar kosta alls að 385.000 dollara og þá fylgja með í kaupun- um innbyggð vélbyssa, sérstaklega styrktir stuðarar og sjálfvirkur slökkvibúnaður ef svo skyldi bera Vélmennið kann að kveinka sér Tölva, sem kveinar ef lækna- stúdentinn ýtir á rangan hnapp, er nýjasta kennslutækið við læknadeild háskólans í Cardiff í Wales. Við skurðlæknadeildina hefur verið smíðað forrit, eitt af íj'órum, til að auðvelda stofuganginn og er þá eftirlitið með sjúklingunum með- al annars falið í þvf að spyija tölvuna og leita hjá henni ráða. Ef ýtt er á réttan hnapp gefur tölvan upplýsingar um líkamshita sjúkl- ingsins, blóðþrýsting, púls og önnur nauðsynleg atriði en ef ýtt er á rangan hnapp „fínnur hún til“ og gefur frá sér aumkunnarlegt „ó“. Dr. Edward Coles, yfirmaður tölvudeildar háskólans, segir að læknisfræðin verði æ tölvuvæddari og því sé það nauðsynlegt, að stúd- entamir fái sem fyrst einhveija reynslu af þeim. Tölvan er einnig búin forriti til að hjálpa stúdentunum við að greina og rannsaka geðsjúkdóma og til að kynna sér ýmsar læknis- fræðilegar niðurstöður og enn eitt forritið kennir hjartahnoð og gervi- öndun. Það voru tveir stúdentar við skólann, sem það gerðu, og unnu fyrir vikið til verðlauna í samkeppni um hugbúnað, sem getur orðið til að bjarga mannslífum. - TONY HEATH til, að eldsprengju væri kastað á bílinn. Þegar bílamir eru sendir úr landi er stundum komið fyrir þrem- ur byssukúlum undir bílstjórasæt- inu. Ef bílnum er rænt er hægt að skjóta þeim upp í gegnum sætið með fjarstýribúnaði. - KILEY ARMSTRONG | TRÚBOÐ ÓGUÐLEGAR SÁLNAVEIÐAR B andarískir bókstafstrúarmenn og trúboðar á þeirra vegum hafa getið sér allmisjafnt orð. Á þetta sérstaklega við um Suður- Ameríku þar sem þeir hafa sérhæft sig í að elta uppi frumbyggjana, indíánaættflokkana, til að geta troðið upp á þá trúnni hvort sem þeim líkar það betur eða verr, oft með hörmulegum afleiðingum fyrir hina „frelsuðu". Nýjustu dæmin um þessar „mannaveiðar" em frá Paraguay þar sem menn frá „Nýja ættflokkatrúboðinu" smöluðu sam- an indíánum af Totobigosode-ætt- bálknum. Totobigosode-fólkið er líklega síðustu fijálsu indíánamir á þessum slóðum og virðist líklegt, að trúboð- amir hafi komið auga á nokkra þeirra úr flugvél skömmu fyrir jól. Nokkrum dögum síðar var vopnað- ur flokkur „tamdra" indíána sendur á vettvang til að „sækja heiðingj- ana“. Totobigosode-indíánamir, sem áður hafa orðið fyrir barðinu á „Nýja ættflokkatrúboðinu", sner- ust hins vegar til vamar að þessu sinni með bogum sínum og örvum og áður en lauk lágu fimm eftirleit- armannanna dauðir og nokkrir særðust. Eftir nokkum tíma tókst trúboð- unum að komast yfir 24 Totobi- gosode-indíána en §óra þeirra varð þó að leggja beint inn á sjúkrahús þar sem þeir höfðu sýkst af inflú- ensu. Indíánamir í skógunum hafa ekkert mótefni gegn þeim sjúkdómi og því hafa fyrstu kynnin af hvíta manninum oft endað með skelfingu fyrir frumbyggjana. A liðnum árum hafa mannrétt- indasamtök víða um heim margoft mótmælt framferði trúboðanna og nú er kannski farið að hilla undir, að starfsemi þeirra verði bönnuð. „Nýja ætflokkatrúboðið", sem Paraguaystjóm réð árið 1956 til að „siðmennta“ indíánana, hefur aðalaðsetur sitt í Sanford í Kali- fomíu en auk þess útibú í Englandi. Er það næststærsta trúboðsfélag í heimi og er svo harðsvírað, að það á eiginlega ekkert skylt við venju- 'egt mótmælendatrúboð. Á vegum þess starfa 2500 trúboðar, ársvelt- an er um 12 milljónir dollara og félagið ræður yfir stórum flugvéla- flota. Alræmdastir eru trúboðarnir fyr- ir aðferðimar, sem þeir beita við að „kristna" menn, en kennisetn- ingar þeirra ganga út á, að óskírð- um mönnum verði „refsað um alla eilífð í helvíti". Heiðingjunum, þ. á m. kaþólikkum, er búin vist við „vatnið, sem logar af eldi og brenni- steini". Mannaveiðar eru sérgrein trú- boðanna hjá „Nýja ættflokkatrú- boðinu" og í tímriti, sem það gefur út, er ekkert verið að fara í felur ■ SEINAGANGUR WM eamlar sög- ur um Kussagullið rauða virðast nú vera að rætast fyrir suma, að minnsta kosti bókhaldara nokkum í Surrey í Englandi, lög- fræðing í London og uppgjafa skipamiðlara. Stunduðu afar þeirra og áar umfangsmikla vélasölu í Úkr- aínu á dögum keisaranna en allt hvarf það í byltingunni 1917. Nú loks- ins, 70 árum síðar, virðist sem erfingjar Leníns ætli að verða við skaðabótakröf- um fjölskyld- unnar, að nokkra leyti að minnsta kosti. Breska utanríkisráðuneytið birti fyrir nokkrum dögum auglýsingu þar sem athygli 60.000 kröfuhafa var vakin á því, að nú væra til skiptanna 45 milljónir punda upp í skaðann, sem þeir urðu fyrir árið 1917. Er Elworthy-fólkið, sem tap- aði einni milljón punda þegar kommúnistar gerðu eigur þess upp- tækar, meðal þeirra, sem mest munu fá að þessu sinni. Þessar bætur era fé, sem keisar- amir áttu og var fryst á sínum tíma, en Tim Eggar, aðstoðaratanríkis- ráðherra, telur, að það muni hrökkva fyrir 10% krafnanna. LENIN: Arftakar hans hafa reynst æði skuldseigir. Bætur fyrir byltingnna með það. Árið 1974 urðu Aché- indíánamir fyrir barðinu á þeim og mátti þá ekki miklu muna, að ætt- bálkurinn dæi út. Þegar fréttimar um mannaveið- amar nú bárast til Bandaríkjanna og Evrópu, hafði Luke Holland, starfsmaður „Survival Intematio- nal“, samband við Fred Sammons, yfirmann „Nýja ættflokkatrúboðs- ins“ í Paraguay. Svarið, sem Holland fékk, var þetta: „Trúboð- amir áttu engan þátt í þessu, bara indíánamir. Við eram alveg hættir að eltast við fólk, við sáum bara um að útvega farartækin.“ - NORMAN LEWIS Einn af El- worthy-fólkinu er Mark Clark- son Webb, 58 ára gamall bók- haldari. Sagði hann, að bæ- tumar færa í 24 staði, „þar á meðal til níræðs frænda míns, sem var í Rússl- andi á sínum tíma, þannig að það er ekki eins og við höfum fengið stóra vinninginn í happdrættinu". Sumar kröf- umar, sem gerðar vora eftir byltinguna, mega teljast heldur hógvær- ar. Af þeim má nefna bætur fyr- ir 70 dósir af niðursoðnu kjöti, sex reiknistokka og 1984 eld- spýtnastokka. Önnur krafa, fyrirtíu ónotaða miða að Moskvuóperanni, olli raunar dálitlum erfiðleikum í utanríkisráðuneytinu á þriðja ára- tugnum þegar í ljós kom, að sýningunum hafði öllum verið af- lýst. Þeir, sem sitja uppi með rússnesk ríkisskuldabréf frá keisaratíman- um, munu einnig fá nokkrar bætur núna en þeim hefur þó verið ráðið að hugsa sig vel um áður en þeir þiggja þær. Keith Hollander, fjár- málaráðgjafi í Bristol, segir, að mörg bréfanna kunni nefnilega að vera verðmætari sem safngripir. - MARTIN WAINWRIGHT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.