Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 20
? 2o B MÓRGÚNBLAÐIÐ, BÚNNÚDAÖUR íéVFEBRÚÁft!,l’$!7 „Það sem ég á við með gáfur, felst í að vita að kartafla er kart- afla“. Hefði raunar ekki þótt mikil speki ef hún hefði verið höfð eftir öðrum en rithöfundinum og menn- ingarmálaráðherranum dáða André Malraux, hvar hann sat með kartöflu fyrir framan sig í háalvarlegri menningarumræðu. Nú flaut þessi speki með allri hinni í fjölmiðla í Frakklandi í tilefni dánarafmælis þessa frumlega hugsuðar. Ummælin í vikuritinu féllu eins og vala í vatn og stund og staður stýrðu í gráu heilasell- unum gáruhringjum. Staðurinn: framanvið leigða sjónvarpsskjáinn í París á þessu hausti. Stundin: föstudagskvöld í byijun bók- menntaþáttarins fræga Apostrop- hes. Og þar sem ísland er vitanlega miðja alheimsins í ofar- nefndum heila, miðast viðbrögð þar við samanburð á öllu aðkomnu við téða miðju. Stóra spumingin: vitum við að kartafla er kartafla eða að bókmenntaþjóðin er bók- menntaþjóð? „Frakkar og Islendingar skilja hinsvegar hvorir aðra á stundinni þá sjaldan fundum ber saman, því gullöld ritaðra bókmennta hina fyrstu ber hjá báðum upp á sama tíma að áliðinni tólftu öld“, skrifar Halldór Laxness í íslendinga- spjalli sínu, þegar hann er að „fá sjálfsmynd af höfundinum með ísland í kring um sig“, eins og hann orðar það í formála. Þessa staðsetningu í heimsmenningunni skýrir hann svo í lengra máli en hér rúmast. Fullyrðir m.a. að skáldskapur hafi frá upphafi verið runninn Islendingum í merg og bein og gefur okkur klára mynd af bókmenntaþjóðinni, þegar við stóðum i fararbroddi og nokkuð jafnfætis Frökkum samkvæmt ofamefndri tilvitnun — fyrir 7 öldum. Mynd sem situr býsna föst í eigin ímynd. Þama húkir svo einn Islending- ur fyrir framan sjónvarpsskjáinn, nýjasta áhrifavaldinn á þjóðimar í daglegu volki samtímans og reynir að fá ofurlitla sjálfsmynd af bókmenntaþjóðinni miklu í nú- tímanum með Frakkland í kring um sig til viðmiðuriar. Hvemig hefur bókmenntaarfurinn nú plumað sig á þessum skjá? í Frakklandi býsna vel. Ekki bólar á öðm en að hann sé þarna enn sem hluti af daglegu lífi þjóðarinn- ar. A Islandi? I hugann skjótast upp orð eins stjórans í íslenska sjónvarpinu í undanfarandi bóka- æði á aðfaratíma jóla 1985: „Bækur em ekkert sjónvarpsefni, eins og hver maður getur séð.“ Framkvæmd í samræmi við það. Lítil og leið skylda. Hvað um fyrmrn jafningja okk- ar Frakka? Þessi 75 mínútna bókmenntaþáttur þama á skerm- inum, Apostrophes, hefur á hveiju föstudagskvöldi í 10 ár verið á besta hlustunartíma undir stjóm Bemards Pivots á rás tvö í Frakk- landi. Er eitt vinsælasta og virtasta sjónvarpsefnið þar í landi. Aldrei lætur maður þáttinn fram hjá sér fara á ferð í Frans, enda er hanri endurtekinn næsta mánu- dagsmorgun. Hvað eftir annað hefur Aphostrophes hlotið gull- verðlaunin „7 dÓr“, sem í sjón- varpi jafngilda hinum eftirsóttu Cesar-kvikmyndaverðlaunum. Og Bandaríkjamenn hafa nú keypt Apostrophes til útsendingar um kapalsjónvörp í háskólabæjunum vítt um landið. Hér höfum við aðeins fengið að bragða á þessum þáttum. Um daginn var á sjón- varpsskerminum brot úr einum, viðtal Pivots við Milan Kundera og kannski hafa einhverjir séð kappann sjálfan með veiðistöng við íslenska laxveiðiá í sumarleyf- inu. Þetta er semsagt eitt eftir- sóttasta sjónvarpsefnið, enda gert með því hugarfari og ekki kastað til þess höndum. Bemard Pivot hefur þetta að aðalstarfi, les þind- arlaust útgefnar bækur og höfundamir, sem venjulega eru 5-6 í hveijum þætti, lesa bækur hvers annars. Pivot kynnir höf- undana í stuttu máli, án þess eyða tíma í að láta þá tíunda æfisögu sína nema eitthvað í henni komi efninu við eða krefja þá alla um athugasemdir við það sama. Hann velur saman höfunda og bækur um svipað efni, svo úr verði sam- ræður um þær efnislega. Á þessu hausti t.d. um byltinguna og kon- ungsveldið, um fjölmiðlana °g uppbyggingu þeirra,( hvort tveggja öruggt deilumál í Frakk- landi og kallar fram sæg bóka) um ástríðumar, blessun þeirra og böl, um samsteypustjómun, um dýrð og ræktun kroppsins, um verðlaunabækur haustsins, ævi- sögur rithöfunda o.s.frv. Og í lokin bendir Pivot á bækur um þetta efni og aðrar óskyldar sem honum finnst ástæða til, alveg óhræddur við að velja og sýna á skjánum bókatitlana. Rásimar hafa hver sinn háttinn á sérþáttunum. Til mótvægis við Apostrophes hefur rás 1 t.d.í dag- skrárlok 2-3var í viku 10 mínútna þáttinn „Bók til að lesa“ undir stjom Luce Perrot. Á laugardags- morgnum er bókaumfjöllun fastur þáttur í menningarefni kl. 11 undir nafninu „ Le Joumal d'un siecle" og á sunnudagsmorgnum sýnd runa af áhugaverðum bókum í ámóta þætti „Dimanche matin". Bækur og bókmenntir eru á frönsku rásunum ekki bara stjömuþættir eða sérþættir tengd- ir einhveiju sem kallað er menn- ingarefni, heldur em bækur eðlilegur þáttur í öllu sjónvarps- efni, alls staðar.í lok sémnninna þátta um hvað sem er, svo sem í „Rétturinn til að svara“ sem berst út um allar koppagmndir, benda stjómendur jafnan á nýjar og gamlar bækur um umfjöllunarefn- ið. I nær hveijum fréttatíma vekja fréttamenn athygli á útkominni bók og segja eitthvað um hana ef þeim líst á hana eða jafnvel benda á grein um eitthvert efni í nýútkomnu tímariti. Telja þetta til upplýsinga fyrir þá sem vildu fá meira að vita, ekki greiða við einhvem til að selja bók. Á frönsku sjónvarpsrásunum em bækur og bókmenntir semsagt eðlilegur þáttur í umfjöllunarefni dagsins. Þær em það sem við á að éta, rétt eins og kartöflumar með matnum. Þeir hafa ekki glutrað því niður að vita að kart- afla er kartafla og bækur em bækur og daglegt viðbit, þótt ný tjáskiptatækni sé komið til skjal- anna. Frakkar og íslendingar vom þama víst á svipuðu róli fyr- ir 7 öldum. Hvað nú? Allt haustið 1986 sat einn ís- lendingur við slíkt framboð á skjánum, og hlóð sig nöldri til brúkunar er því lyki við heimkom- una, þar sem landar hans hefðu í gleðinni yfir nýja leikfanginu og vankunnáttu að tilreiða réttina gleymt botninum suður í Borgar- firði. Að afliðnum jólum berast svo þau tíðini ágæt að tilkoma fijálsra stöðva hafi orðið til þess að meira hefði nú verið ijallað um nýútkomnar bækur í sjónvarpi en fyrr og að „mikil kynning sjón- varpsstöðva hafi átt vemlegan þátt í aukinni bókasölu fyrir jól- in.“ Báðar sjónvarpsstöðvamar hað sýnt menningarþætti fyrir jólin". Upphófst mikil kæti í stað söfnuðu gremjunnar. Að vsu hefur lítt sést af bókaumfjöllun það sem af er nýju ári. Læðist að tor- tryggnum úr veraldarvolki illur gmnur. Vom þetta kannski bara textaauglýsingar á bókavertíð? Ekki kartöflur til daglegrar neyslu með öðm góðmeti? En hver veit nema Eyjólfur hressist — svona um næstu jól. mmssg' ISLANDSMEISTARAKEPPNI I SAMKVÆMISDONSUM í Laugardalshöll sunnudaginn 1. mars. Keppt verður í öllum aldursflokkum f suður- amerískum- og standarddönsum. Þetta er dansviðburður sem enginn unnandi sam- kvæmisdansa ætti að missa af. Glæsileg verðlaun DANSRÁÐÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.