Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 ©1887 UniverMl Pr«M Syndicat* Hann 5ag&i mér aS vek)a.sig nökvdemlegcx. KL. S. " ást er... 8-A ... að eyða kvöldinu saman TM Reg. U.S. Pat Ott -aU rlghts [eservod c 1966 Los Angstes Tlmes Syndlcats 1231 ■4*1-> Spennan hefur snögglega faríð upp úr öllu valdi. Með morgunkaffiriu Hættu þessu betli. Þú færð ekkert! Skattamálin eru ofarlega i huga flestra þessa dagana enda sá tími ársins sem gengið er frá skattafram- tölum. Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir i svarí sínu til „skattgreiðanda** að frá markmiði Sjálfstæðisflokksins um skattleysi almennra launarekna hafi síður en svo veríð fallið. ,, Skattgreiðanda4 4 svarað I dálkum Velvakanda 10. þ.m. veltir „skattgreiðandi" því fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi með frumvarpi fjármálaráð- herra um staðgreiðslukerfi skatta „endanlega fallið frá fyrirheitum um afnám tekjuskatts". Mér er ánægja að svara þess- ari spumingu bæði til þess að leiðrétta misskilning sem í henni felst og ekki síður af gamalli tryggð við Velvakanda, sem að venju er iðinn við að koma á fram- færi nafnlausum fyrirspumum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei gefíð fyrirheit um algert afnám tekjuskatts. Hins vegar hafa verið gefín fyrirheit um af- nám tekjuskatta af almennum launatekjum. í samræmi við það hefur tekjuskattur til ríkisins á þessu kjörtímabili verið lækkaður um rúmar 1.100 milljonir króna og 300 millón króna lækkun kem- ur til framkvæmda við álagningu þessa árs. Þessi lækkun hefur fyrst og fremst komið þeim til góða, sem hafa tiltölulega lágar tekjur. Þeim hefur þannig fjölgað stórlega á tímabilinu sem greiða alls engan tekjuskatt til ríkisins. Það er mikið rétt sem „skatt- greiðandi" segir, að tekjuskattur- inn er óréttlátur. Hins vegar fylgir það skattkerfísbreytingunni, sem nú er boðuð samhliða staðgreiðsl- unni, að mikil einföldun er gerð á álagningarkerfínu. Hún mun leiða af sér réttlátari álagningu og raunar minni skattbyrði fyrir þorra skattgreiðenda. Það er afleiðing af þessum skattkerfisbreytingum að ein- staklingur með rúmlega 33 þúsund króna tekjur á mánuði greiðir engan skatt, hvorki til ríkis né sveitarfélags. Skattfrelsismörk hjóna, þar sem aðeins annar aðil- inn aflar tekna, verða um 59.500 krónur, en hjá þeim hjónum, þar sem bæði afla teknanna verða mörkin rúm 66 þúsund krónur. Fólk með þessar tekjur borgar því hvorki tekjuskatt né útsvar. Skattbyrði einstæðra foreldra mun einnig minnka allnokkuð frá því sem verið hefur, þar sem barnabætur til þeirra verða aukn- ar verulega, en bamabætur verða í hinu nýja kerfí greiddar bama- fólki beint og ekki látnar ganga upp í skattgreiðslur viðkomandi. Þessar breytingar skulu ekki frekar tíundaðar á þessum vett- vangi. En það er alveg skýrt, að með þessari breytingu verður stig- ið stórt skref í þá átt að undan- þiggja almennar launatekjur tekjuskatti, þótt æskilegt væri að geta gengið lengra á þessa braut síðar. Frá markmiði Sjálfstæðis- flokksins um skattleysi almennra launatekna hefur því síður en svo verið fallið. Geir H. Haarde, aðstoðar- maður fjármálaráðherra. HÖGTSTI HREKKVlSI 1 ú „ HVBf? MOTAtZ TeOAIPETIMM /MIMN FyRlJ? RUSLAKÖRFU ?! " Víkverji skrifar Víkveiji sér í blöðunum að nefnd sem var að rannsaka lífeyris- sjóðakerfíð okkar er búin að skila áliti einhverskonar, svo og tillögum um „samræmingu" sjóðanna ef það er rétta orðið. Ennfremur fylgir fréttinni að allt horfí til þess að þessum tillögum verði tekið mis- jafnlega að ekki sé meira sagt; satt að segja virðast viðbrögðin þannig á sumum vígstöðvum að allt hljóti að fara í bál og brand. Svona milli sviga er svo þess að geta að fyrr- nefnd nefnd kvað vera búin að vera að bauka við þetta í lítil tíu ár. Kannski það sé rétt sem Bjöm á Löngumýri, fyrrum þingmaður, skrifaði í Tímann fyrir fáeinum dögum. Hann vék þar meðal annars að nefndafargani okkar íslendinga og sagði þá meðal annars: „Ráðherrar hafa verið duglegir og haft gaman af að skipa nefndir undanfama áratugi. Þær hafa stundum skipt hundraðum. Sumar nefndimar gera lítið sem ekkert og era það á vissan hátt bestu nefnd- imar.“ Nú leikur rétt einn blaðamaður- inn lausum hala sem heldur að konur séu ekki menn. A dögun- um þurfti þessi náungi að afla sér upplýsinga hjá fyrirtæki hér í Reykjavík og var svo óheppinn að kvenmaður varð þar fyrir svöram. Nú var úr vöndu að ráða að hafa rambað á einn af þessum tvífætling- um sem eru kvenkyns og þar af leiðandi auðvitað ekki menn. En hann hefur ráð undir rifí hveiju, þessi kollegi okkar. Upplýsingar sínar, trúði hann okkur alsæll fyrir, hafði hann frá „talskonu" fyrirtæk- isins. XXX Hún er skrýtin þessi veröld. Daginn eftir að skýrt var frá því hér heima að íslensk kona hefði í hyggju að íslensk kona hefði í hyggju að stofna holdsveikraspítala austur á Indlandi sagði frá því í frétt að nafngreind hindúasamtök þar í landi væra tekin til við að flytja þýskar kýr í indverska bit- haga til þess að forða þeim frá sláturhúsum Þjóðveijans. Þó að kýrin sé vissulega heilög í augum hindúa vekja andstæðumar sem hér er lýst óneitanlega til um- hugsunar. Það er kannski kaldrana- legt að segja það, en með hliðsjón af vegalengdum gæti sýnst hag- kvæmast að við tækjum að okkur þýsku kýmar ef hinir trúræku hindúar hétu því á móti að hafa ögn meiri áhyggjur af sjálfu mannfólk- inu þama eystra. xxx Eitt af dagblöðunum gaukaði því að okkur í tveggja dálka forsíðufrétt á dögunum að svo bágt væri ástandið orðið á skurðlækn- ingadeild Borgarspítalans að þar væra „18 rúm ekki starfrækt". Ult er að heyra. En hvað um borðin og stólana þama á deild- inni? Gengur „starfræksla" þeirra ef til vill eitthvað skár?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.