Morgunblaðið - 18.02.1987, Page 1

Morgunblaðið - 18.02.1987, Page 1
19. febrúar 1937 - Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, 50 ára - 19. febrúar 1987 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 BLAÐ Tryggjum þremur sjátístæðis- konum í Reykjavík þingsæti - Rætt við Maríu E. Ingvadóttur, formann Hvatar „Sjálfstæðisflokkurinn hefur allan sinn aldur verið sterkt og þróttmikið þjóðfélagsafl á íslandi,“ sagði María E. Ingvadóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, í viðtali í tilefni af 50 ára afmæli félag-sins, sem er á morgnn, 19. febrúar. „Þegar Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, var stofnað 19. febrúar 1937 var tilgangur þess fyrst og fremst sá að vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunn- ar og auka þátttöku kvenna á opinberum vettvangi. Hvöt hefur frá upphafi verið mjög öflugt félag og hefur haft mikil áhrif á stefnu- mál Sjálfstæðisflokksins — ekki síst á sviði jafnréttis- og fjölskyldu- mála, almannatrygginga-, heil- brigðis- og menntamála. Eg finn stöðugt aukinn áhuga hjá konum á stjórnmálum almennt og stjóm- málaþátttöku, þannig að áhuga- svið þeirra er ekki bundið við ákveðna málaflokka umfram aðra. Það er mjög mikilvægt að konur sem karlar taki þátt í stefnumótun flokksins í öllum málaflokkum svo stefnan endurspegli þá víðsýni og framfarahug, sem flokkurinn legg- ur áherslu á. Aðstaða Sjálfstæðisflokksins til að koma fram hugmyndum sínum og stefnumálum þarf að 'verða enn sterkari til að raunverulegur ár- angur náist m.t.t. bættra lífskjara. Engin önnur stjómmálastefna hef- ur eins mikinn hljómgrunn hjá þjóðinni. Stefna flokksins er sprottin af þjóðernishugsjónum ís- lendinga og trúnni á frumkvæði og frelsi einstaklingsins og fram- kvæmdaþrótt, svo og viljanum til að ráða sjálfir eigin málum, eins og nafn flokksins ber með sér. Þetta er stofninn sem flokkurinn byggir á og hann hefur barist fyr- ir stefnu sinni í rúma hálfa öld. í þessum flokki býr stöðugt afl nýrra tírna. Ég finn það að fólk gerir sér æ betur grein fyrir því, að Sjáifstæð- isflokkurinn er einn fær um að ná þeim markmiðum og uppfylla þær lífskjarakröfur sem þjóðin vill búa við í nútímaþjóðfélagi." María tók við formennsku í Hvöt haustið 1985 — og hún skip- ar 10. sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í vor. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og tveggja barna móðir. Brosandi segist hún líta á 10. sætið sem baráttusæti flokksins í Reykjavík í kosningunum. Kosningarnar setja sinn svip á starf Hvatar í vetur og á 50 ára afmælisári félagsins færi vel á því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi þrjár konur kjörnar á Alþingi í Reykjavíkurkjördæmi. „Þijár á þing“ var baráttumál Hvatar- kvenna í kosningunum 1971, á árinu 1987 gæti það baráttumál komist í höfn. „Sjálfstæðisflokkurinn gengur málefnalega sterkur til alþingis- kosninganna, efnahagsvandinn, María E. Ingvadóttir, formaður Hvatar. mál þessarar ríkisstjómar, hefur verið leystur með viðunandi árangri. Óráðsía vinstri stjórnar má ekki eyðileggja þann árangur. Sjálfstæðisflokkurinn verður að fá slíkt fylgi í kosningunum að hann hafí óbundnar hendur við fram- kvæmd eigin stjómmálahugmynda næsta kjörtímabil. Framsóknarflokkurinn er löngu staðnaður flokkur gamalla tíma og gamalla hugmynda — hann hefur hvenær sem hann hefur mátt því við koma reynst flokkur ríkisforsjár og haft vantrú á nýjum hugmyndum og leiðum. Afstaða forystumanna hans hefur alltaf reynst jafn breytileg og hin íslenska veðrátta — sem erfitt er að treysta nema til eins dags í senn. Flokkur sem lifir í hugmynd- um fortíðarinnar á skammt í að heyra fortíðinni til. Steingrímur á ekki eftir að breyta neinu m.t.t. fylgis Framsóknarflokksins á höf- uðborgarsvæðinu. Á tímabili leit út fyrir að Al- þýðuflokkurinn væri að auka fylgi sitt meðal lq'ósenda á höfuðborgar- svæðinu. En hann hefur nú ofboðið kjósendum rækilega með undar- legum uppákomum, „showbusi- ness“ og mótsagnakenndum málflutningi. Ég sé heldur ekki að Alþýðuflokkurinn hafi annað og meira að bjóða þjóðinni í dag, en þessir sömu menn höfðu að bjóða fyrir síðustu kosningar. Pólitískt tómarúm Alþýðu- bandalagsins er dapurlegt í dag, og Kvennalistinn hefur ekki reynst það þverpólitíska stjómmálaafl sem þær gáfu sig út fyrir að vera í kosningunum 1983. Þær hafa reynst veikar málefnalega, úr hófi neikvæðar í málflutningi og alls ekki staðið undir þeim væntingum sem ég gef mér að stuðningsmenn þeirra hafi bundið við þær. Stuðningur við vinstri flokkana er ávísun á vinstri stjóm, sem eng- inn vill í raun fá yfír sig. Ég veit reyndar ekki hvemig Kvennalist- inn gæti tekið þátt í stjómarmynd- unarviðræðum með ráðherraefnin á varamannabekknum. Kosningabaráttan er að hefjast um þessar mundir og Sjálfstæðis- menn em enn ákveðnari en áður í að vinna sameinaðir að mótun nýrra markmiða á Landsfundi í A 50 ára afmælisári Hvatar færi vel á þvi að Ragn- hildur Helgadóttir, ráðherra, Sólveig Pétursdóttir, lögfræðingur, og María E. Ingvadóttir, viðskipta- fræðingur, sem sæti eiga á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, næðu allar kjöri sem þingmenn. Ragnhildur Helgadóttir, ráðherra, Auður Auðuns, fyrrum ráðherra, og Geirþrúður Hildur Bernhöft, fyrrum varaþingmaður, sátu um skeið þrjár á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. marsbyijun. Samþykktir Lands- fundarins munu marka alla kosn- ingabaráttuna í vor. I komandi kosningum verður kosið um ríkis- stjóm undir forystu Sjálfstæðis- flokksins eða ríkisstjóm án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Hvöt mun ekki fremur en áður Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins á Frá hægri: Sigríður Arnbjarnardóttir, Friðrik Sophusson, Helga María E. Ingvadóttir, Guðrún Zoega og Raggý Guðjónsdóttir. fundi með stjórn Hvatar. Ólafsdóttir, Þorsteinn Pálsson, láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir sigri flokksins. I tilefni dagsins vil ég óska.öllum félagskonum Hvatar til hamingju með 50 ára farsælt félagsstarf — félagið hefur reynst Sjálfstæðis- flokknum sú stoð, þessi 50 ár, sem stofnfélagamir vildu að það yrði. Flokksbundnar sjálfstæðiskonur í Reykjavík em ekki allar félagar í Hvöt, en það er óhætt að fullyrða að þær konur sem mestan svip hafa sett á flokkinn í Reykjavík hafa allar verið virkar í starfí Hvat- ar. Félagið hefur enn verk að vinna fyrir framgangi kvenna á vett- vangi stjórnmálanna og vonandi verður hlutur kvenna og karla jafn- ari á þeim vettvangi á aldarafmæli félagsins, þegar þjóðfélagið hlýtur að vera mjög breytt frá því sem það er í dag — rétt eins og það er breytt í dag frá því sem var, þegar þetta virðulega félag var stofnað af framsýnum konum fyrir 50 arum.“ Á afmælisdaginn, 19. febrúar, verður opið hús í Valhöll milli kl. 17 og 19 og em velunnarar félags- ins boðnir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.