Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 Sjálfstæðisflokkurinn and- vígur sameiningu lífeyrissjóða Hluti fundarmanna í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Tökum ekki þátt í ríkisstjórn með Alþýðuflokki nema þetta sjón- armið ráði, segir Þorsteinn Pálsson Egilsstöðum, frá blaðamanni Morgun- bladsins, Benedikt Stefánssyni. ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins setur það að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjóm með Alþýðuflokknum að þing- menn hans falli frá hugmyndum sinum um sameiningu lífeyrissjóð- anna í einn. Þorsteinn segir það skoðun sjálfstæðismanna að stuðla beri að valddreifingu með þvi að hafa lífeyrissjóðina marga og ólíka og veita stjóraum þeirra vald til að ávaxta fé sem er í vörslu þeirra. Forsenda þess að flokkurinn taki þátt I rikisstjóra eftir kosningar sé að þetta sjónarmið fái þar hljómgrunn. Þorsteinn lýsti þessu yfir í fram- söguræðu sinni á fundi í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum á föstu- dagskvöld. Hann sagði að ef lífeyris- sjóðunum yrði steypt saman í eina heild myndi þeirri stoftiun sennilega verða miðstýrt úr höfuðborginni. Yki það enn á skort landsbyggðarinnar á lánsfé. Slíkri stefnu hlyti Sjálfstæðis- flokkurinn að hafna. Hann sagði að lífeyrissjóðunum mætti aðeins fækka lftillega til hagræðingar, en núver- andi kerfi bæri að halda. Málefni lífeyrissjóðanna bar oft á góma á fundinum. Þeir sem til máls tóku sögðust margir hafa áhyggjur af auknu fjármagnsstreymi úr fjórð- ungnum í kjölfar nýju húsnæðislag- anna. Fé sem greitt væri í lífeyrissjóð- ina væri ávaxtað í Reykjavík og notað þar til útlána. Þar væri sprottin ný grein af meiði þessa vandamáls. „Okkur hefúr einfaldlega ekki haldist á fjármagni sem verður til hér á austurlandi. Það er stærsta vandamálið sem við þurfum að berj- ast við,“ sagði Olafur Jónsson. „Þegar peningamir fara eltir fólkið þá, svo einfalt er það. Landsbyggð- inni má líkja við klekktan klár sem kemst aldrei úr sporunum." f upphafí ræðu sinnar vék Þor- steinn að þeim línum sem dregnar hefðu verið í kosningabaráttunni. Hann sagði að Alþýðubandalagið, sem verið hefði höfiiðandstæðingur Sjálfstæðisfiokksins, hefði gefið mál- efnin upp á bátinn. Það lifði í „pólitísku tilgangsleysi". Þetta sæist gleggst á því aö flokkurinn héldi ekki lengur á lofti mikilvægustu bar- áttumálum sínum eins og andstöð- unni við veru vamarliðsins og þátttöku íslands í Atlantshafsbanda- laginu. „Sú undarlega aðstaða er því kom- in upp að Alþýðuflokkurinn er höfuðandstæðingur okkar f kosninga- baráttunni," sagði Þorsteinn. Hann benti á að formaður Alþýðuflokksins reyndi í málflutningi sínum að höfða beint til kjósenda Sjálfstæðisflokksins og lét í það skína að með atkvæðum greiddum flokknum væri tryggð við- reisnarstjóm. „Það er rangt að ætla sér að segja fyrir um stjómarmynstur fyrir kosningar," sagði Þorsteinn. „Endanlega em það kjósendur, valda- hlutföllin og möguleikar á málefna- legri samstöðu sem ráða því hvaða flokkar mynda stjóm, allt annað er skrum." Hann vék oft að Alþýðuflokknum í ræðu sinni og sagði að um margt væri málflutningur flokksformanns- ins líkur þeim sem Hannibal Valdi- marsson hafði í frammi fyrir kosningamar 1971. Þá hefði hann eindregið afneitað stjómarsamstarfi til vinstri en síðan gengið á bak orða sinna strax að kosningum loknum. Taldi Þorsteinn margt benda til þess að sagan gæti endurtekið sig. Um staðgreiðslukerfi tekjuskatta sagði hann að þar'væri um að ræða róttækustu skattkerfísbreytingu á íslandi. Miðaði hún að því að koma hér á einfaldasta tekjuskattakerfi á Vesturlöndum. „Menn hafa verið með ýmsar hrakspár um að okkur muni ekki takast þetta, við munum hins vegar koma breytingunni í gegn á réttum tíma. Ekkert getur komið í veg fyrir það, ekki einu sinni kratar," sagði Þorsteinn. I ræðu sinni sagði flokksformaður- inn að brýnasta verkefni næstu ára væri að snúast gegn byggðarröskun í landinu. Undir þetta tók Hraftikell Jónsson. „Það þarf að gera okkur kleift að lifa því líti sem nú er aðeins hægt að lifa á höfuðborgarsvæðinu, við vonumst til þess að þingmenn flokksins og formaður hans stuðli að því,“ sagði Hrafnkell. Sigurður Grétarsson sagðist óttast að verðbólga gæti aukist með vorinu sökum þeirrar vaxtastefnu sem nú væri fylgt. „Það er ekki óalgengt að fyrirtæki greiði yfir árið jafnmikið í vexti og greitt er í laun,“ sagði Sig- urður. „Allir ættu að sjá hvaða laun þessi fyrirtæki gætu borgað ef vext- imir væru lægri." Hann vitnaði til reynslu sinnar sem kaupmaður og taidi líklegt að heildsalan mundi í vor taka að nýju upp vexti á vöruvíxlum. Þá mundu kaupmenn auka álagningu sína og verðhækkanir sigla í kjölfarið. Gagnrýni Sigurðar og fleiri á vaxtastefnuna svaraði Þorsteinn á þá leið að glapræði væri að hverfa frá henni. Háir raunvextir stuðluðu að því að auka innlán sem væri for- senda þess að bankamir gætu annað fjármagnsþörf. Eigendum sparifjár væri jafnframt tryggt að þeir fengju peninga sína til baka og gott betur. Markmið þessa væri að tryggja stöð- ugleika á flármagnsmarkaði sem væri ekki fyrir hendi ella. Aðspurður um framleiðslustjómun í sjávarútvegi og landbúnaði sagði Þorsteinn að hann styddi hana. „Eg greiddi atkvæði með kvótakerfinu. Takmöricun fiskveiðanna er nauðsyn sem allir gerðu sér grein fyrir og það vom útvegsmenn sjálfir sem völdu þessa leið. Stefna Sjálfstæðisflokks- ins er að þeir skuli sjálfir ákveða hvaða aðferð sé beitt, því er ég fylgj- andi kvótanum." Hann sagðist einnig fylgjandi framleiðslustjómun f land- búnaði með núverandi hætti, þar hefðu þjóðhagsleg sjónarmið ráðið ferðinni. í lokaræðu ítrekaði Þorsteinn þann árangur sem ríkisstjómin hefði náð og nauðsyn þess að stöðugleiki í efna- hagslífinu yrði áfram tryggður. Sagði hann það sjónarmið sitt að kosning- amar snemst um hvort Sjálfstæðis- flokkurinn yrði í lykilhlutverki í næstu ríkisstjóm — ellegar hvort mynduð yrði vinstristjóm. „Þeim árangri sem við höfum náð gæti vinstristjóm glundrað niður á örfáum vikum. Það tekur ekki lengri tíma,“ sagði Þorsteinn. Hann kvaðst vænta þess að sjálfstæðismönnum yrðj veitt brautargengi til að treysta í sessi þann árangur sem stjómin hefði náð og leysa af festu þau verk- efni sem við blöstu. Það væri eina trygging þess að markmið „mannúð- ar- og markaðsbúskapar" yrðu höfð í fyrirrúmi, blómlegri byggð á íslandi til framdráttar. V estmannaeyjar; Enn mikill hiti í hraun- inu en vandamálið hvernig hann nýtist best Vestmannaeyjum. MorgunblaöiS/Sigurgeir Högni Sigurðsson, Hlöðver Johnsen og Jónas Eggertsson við hita- mælingar í nýja hrauninu. Á bak við þá sér í hluta hraunhita- Það rýkur oft mikið á nýja hrauninu enda grunnt niður á glóð- ina. Spurning er hins vegar, hve lengi má fá varma úr henni og hvemig tekst á hagkvæman hátt að nýta hann? FJARHITIJN Vestmannaeyja á við mikinn vanda að glíma um þessar mundir og það á tvennum vigstöðvum. Fjárhagslegur vandi veitunnar hefur sett hana á bekk með verst settu hitaveit- um landsins og nú i seinni tið hefur orkuöflun úr glóðum nýja hraunsins verið erfiðari og fjár- frekari en áður. Nú situr á rökstólum þingskipuð nefnd sérfróðra manna sem innan skamms mun skila áliti um hvað sé til ráða í orkuöflun veitunn- ar. Skiptar skoðanir eru meðal Eyjabúa um hvert framhaldið eigi að vera. Sumir vilja halda áfram virkjunum á hrauninu meðan aðrir vilja nýta rafmagn eða olíu til upphitunar vatns í kyndistöð. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti að máli tvo menn sem gagn- kunnugir eru málefnum hitaveit- unnar, þá Hlöðver Johnsen og Högna Sigurðsson. Kom fram í máli Högna Sigurðssonar verk- stjóra Fjarhitunar Vestmannaeyja, að gufubrunnar þeir sem virkja orkuna úr hrauninu endast nú orð- ið ekki nærri eins lengi og áður. Ending þeirra hefði verið 5-6 ár en væri nú aðeins eitt ár eða tæp- lega það. „Kostnaður við að gera einn svona gufubrunn er um ein milljón króna. Þetta er mikill kostnaður en endingin er lítil og það er orðið erfítt að eltast við þetta. Það er mikill hiti í hrauninu en endingartíminn er alltof stuttur og spuming hvað hægt er að halda þessu áfram," sagði Högni. Hann veitunnar. benti einnig á, að það væri nú orðið ódýrara að taka toppana í orkunotkuninni með olíukyndingu í kyndistöð. Högni bjóst við því að lítið yrði virkjað á hrauninu í sum- ar, en það réðist af því sem kæmi út úr þeim rannsóknum sem nú fara fram. Hlöðver Johnsen hefur um árbil starfað með vísindamönnum við rannsóknir og mælingar á hraun- inu. Hann sagði að nægur hiti kæmi neðan úr hrauninu og þar væri massi af hita sem endast myndi um ókomin ár. Vandinn væri að nýta þennan mikla hita á sem hagkvæmastan hátt. Hlöðver hefur undanfarið unnið að hita- mælingum í borholum, en slíkar sjóholur eru við allar fiskvinnslu- stöðvamar, Fiskasafnið og víðar, og fer hitinn vaxandi í þeim eftir því sem nær dregur Eldfellinu. Loðnubræðsla FES er t.d. með borholu sem dælt er úr 200 tonnum af 19 gráða heitum sjó á sólar- hring þegar verksmiðjan er í gangi. Þá hefur Fiskiðjan verið i hálf- gerðu basii með sína sjóholu og þarf að kæla hana niður, sjórinn úr henni er of heitur. Hlöðver sýndi Morgunblaðs- Hlöðver Johnsen við einu lækj- arsprænuna í Eyjum. Þarna flæðir sjóblandað 22 gráða heitt vatn undan hrauninu við Skansinn. mönnum stað við fjöruborðið vestan við Skansinn þar sem heitt vatn flæðir undan hrauninu og myndar smá lækjarspræn«. Sagði Hlöðver að þama flæddi fram 21 sekúndulítri af 22 gráða heitu sjóblönduðu vatni, um 2/s vatn en */s sjór. Fleiri svona heitar lænur eru á svipuðum slóðum. Sagði Hlöðver það vera spumingu hvort þetta væri nægjanlegt vatn fyrir varmaskiptadælur. Hlöðver sagðist nýlega hafa gert mælingar í gamalli borholu við Skiphella ofan Friðarhafnar, sem er 1565 metra djúp. Mældist þar 62 gráða hiti þegar komið var niður á 800 metra. „Þetta er vissulega spennandi verkefni og mikið f húfi. Við þurf- um að keyra niður hitunarkostnað- inn og finna leiðir til þess að nýta okkur þann mikla hita sem býr undir kældu yfírborði hraunsins. Það er verkefni vísindamanna að leysa þessa þraut og takist það erum við á grænni grein í framtíð- inni. Við skulum minnast þess að hollur er heimafenginn baggi og við skulum ekki hætta að mjólka beljuna fyrr en hún er orðin geld,“ sagði Hlöðver Johnsen. - hlg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.