Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 Úr sýningnnni. SKYLDU ÞEIR KASTA FÚLEGGJUM UPP Á SVH) - EFEGKÆMIM SÖNGLEUQNN HEÐ TtLÍ ISLANDS? Rætt við Hans Alfredsoi i leikstjóra sem sett hefur upp í Stokkhó Imi söngleik sei byggður er á Atómstöð ] lalldórs Laxnesi Hans AJfredson er líklega ekki mjög' þekktur á íslandi, þótt ein- hverjir hljóti að kannast við manninn. Öðru máli gegnir hér í Svíþjóð. Hér er hann mjög vin- sæll meðal leikhúss- og kvik- myndahússgesta. Um þessar mundir má sjá nafn hans víða. Verið er að sýna söngleikinn En liten ö i havet á litla sviði Dra- matiska Teatem í Stokkhólmi. Söngleikinn hefur Hans skrifað eftir Atómstöð Halldórs Laxness. Auk þess er nú verið að sýna í þessu sama leikhúsi Ieikritið Jeppa á Fjalli í þýðingu Hans Alfredsons. Enn ber nafn hans á góma, því nú um miðjan febrúar verður frumsýnd kvikmynd eftir hann. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Hans Alfredson að máli eftir vel heppnaða æfingu á söng- leiknum En liten ö í havet eða Lítil eyja í hafinu. Hann var fyrst spurð- ur að því hvemig honum hafi dottið í hug að gera söngleik eftir Atóm- stöðinni. „Þessi hugmynd varð til um leið og ég hafði lesið bókina. Það var árið 1981. Ég rakst á bókina fyrir tilviljun í bókabúð og keypti hana. Um leið og ég byijaði að lesa fannst mér efni sögunnar tilvalið fyrir söngleik. Tónlistin er mjög fyrir- ferðarmikil í sögunni. Persónumar tala um tónlist, Ugla er í orgelnámi hjá organistanum og ekki má gleyma að minnast á guðinn Brillj- antín sem spilar á saltfisk. Einnig má nefna alla tónlistina sem barst með Ameríkönunum til landsins." Hans sagði að hugmyndin hafi verið löngu fædd áður en hann byijaði að skrifa. Hann byijaði á því í nóvember 1985 og vann sfðan við það veturinn 1985 til 1986. Hans Alfredson, leikstjóri. Vissi ekki um aðrar uppsetn- ingar „Ég vissi ekki einu sinni að til væri leikrit eftir sögunni og að það hafí oft verið sýnt á íslandi. Ég vissi heldur ekkert um kvikmyndina þegar ég fékk þessa hugmynd," sagði Hans. „Ég tel að þar hafí ég verið heppinn," bætti hann við. — Hefur þú hitt Halldór Lax- ness? „Nei, því miður. Það stóð til að ég hitti hann í ágúst á síðasta ári, en það varð ekki úr því af vissum ástæðum. Ég sendi honum bréf og sagði honum hvað ég hafði í huga. Hann hafði ýmislegt um það að segja, en sagði jafnframt að ef ég héldi að ég gæti gert söngleik eftir sögunni væri það velkomið. Fyrst Finnar höfðu getað samið ballett upp úr Sölku Völku, væri eins víst að Svíar gætu gert songleik eftir Atómstöðinni." Hans Alfredson hefur verið mjög virkur í sænsku leikhúslífí um margra ára skeið og vinsæll á þeim vettvangi. Af kvikmyndum sem hann hefur stjómað má nefna Ein- falda morðingjann og Falskt eins og vatnið. Nýjasta kvikmynd hans sem frumsýnd verður á næstunni heitir Jim och pyratema Blom og segir hann að þetta sé mynd fyrir böm, eða réttara sagt fyrir þá sem eru böm. „Þetta er mynd fyrir fólk eins og mig,“ segir hann og hlær. En mest hefur Hans unnið í leik- húsi og hefur hann stjómað fjöl- mörgum leikritum, revíum og einnig ópemm. Söngtextarnir lýsa hugsunum persónanna Tónlistin er í hávegum höfð í þessari uppsetningu, en þó lét Hans svo um mælt á blaðamannafundi er söngleikurinn var kynntur að ef til vill væri ekki rétt að kalla þetta söngleik. Alla vega mætti ekki líkja þessu við það sem Bandaríkjamenn kalla „musical". Samt er varla hægt að tala um annað en söngleik því ósjaldan taka persónumar lagið og dansa jafnvel fyrir áhorfendur. Tón- listin er eftir félaga hljómsveitar- innar Jazz Doctors og flytja þeir hana jafnframt. Tónlistin var gefín út á snældu sem er til sölu í leik- húsinu. Hans hefur sjálfur samið söngtexta. Eitt lag er_ sungið á íslensku. Það er lagið Á Sprengi- sandi eftir Grím Thomsen og Sigvalda Kaldalóns. Þá er þjóðvísan Móðir mín í kví kví sungin á sænsku. En hvemig urðu söngtext- amir til? „Söngtextamir em nátengdir söguþræðinum. í sögunni er hugs- unum persónanna auðvitað lýst en oft er erfitt að koma þeim til skila á sviði. Ég byggi söngtextana ein- mitt á þessum hugsunum og þótti mér það góð leið til þess að koma þeim til skila til áhorfendanna." Í söngleiknum fara allir leikarar með tvö eða fleiri hlutverk, nema Lena Nyman sem fer með hlutverk Uglu. „Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar ég las bókina sá ég strax að flestar persónumar áttu sína andstæðu í sögunni. Ég lít svo á að Búi Árland og organistinn séu andstæður," segir Hans. „Þó eiga þeir eitthvað sameiginlegt. Það má segja að þeir séu eins og tvíburar sem hafa verið skildir að strax eft- ir fæðingu og hafa list upp við gjörólíkar aðstæður. Þetta á líka við um flestar aðrar persónur, til dæmis frú Árland og Kleópötra. Annars finnst mér persónumar í þessari sögu vera alveg einstakar. Sumar hveijar em hreinir „orginal- ar“, guðimir Brilljantín og Benj- amín til dæmis. Þá er ástarsagan í sögunni mjög sérstök. Það er óvenjulegt að Qallað sé um fólk eins og Uglu, vinnukonuna, og lögreglu- þjóninn og ástir þeirra. Yfírleitt þykir ekki merkilegt að fjalla um ástarsögu slíks fólks. Það gerir Halldór Laxness svo sérstakan hvað hann á auðvelt með að lýsa konum og sálarlífi þeirra. Honum tekst að gera þær mjög raunveralegar." Einvalalið leikara kemur fram í sýningunni og þar á meðal eru frægustu leikarar Svía. Lena Ny- man fer með hlutverk Uglu og sagði Hans að hann hafi ffá upphafi séð Lenu fyrir sér í þessu hlutverki. Sven Lindberg leikur organistann og Búa Árland, Harriet Anderson leikur frú Árland og Kleópötra og Sif Ruud leikur Jónu, móður organ- istans og móður Uglu. Leikmynd og búningar era einnig verk Hans Alfredsons. „Ég hafði alveg ákveðnar hugmyndir um hvemig sviðið átti að líta út. Ég vildi hafa svolítinn ævintýrablæ jrfír leiknum og er umhverfið allt í þeim anda. Þrátt fyrir að leikritið fyalli um atburði sem að einhveiju leyti eru raunverulegir er einnig margt óraunveralegt og ævintýra- legt að fínna þar líka. Enn nefni ég guðina sem dæmi.“ Söngfleikurinn á erindi til Svia Það virtist koma leikstjóranum á Úr sýningunm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.