Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 Kvikmyndað á slóð- um Nonna og Manna Agúst Guðmundsson, leikstjóri hefur fengið það verkefni að gera fram- haldsþáttaröð og kvikmynd byggða á Nonnabókum Jóns Sveinssonar fyrir þýska sjónvarpsstöð og hefjast kvikmyndatökur á Islandi í sumar. Það eru ófáir íslendingar sem hafa upplifað ævintýri Nonna og- Manna bróður hans, við lest- ur Nonnabókanna. Bráðlega verður slík uppiifun ekki leng- ur bundin við lestur bóka Jóns Sveinssonar, því þýsk sjón- varpsstöð hefur nú ákveðið að láta gera þáttaröð í sex 52 mínútna löngum þáttum sem byggja á Nonnabókunum og að auki kvikmynd sem byggir á sama efni. Þættirnir verða kvikmyndaðir á íslandi, en ekki látið þar við sitja af hálfu Þjóð- veijanna hvað Islandstengslin varðar, því þeir hafa nú ráðið íslenska leikstjórann Ágúst Guðmundsson til að leikstýra þáttunum og kvikmyndinni. Hann mun því mæta hingað til lands með kvikmyndahóp sinn í júní, en ráðgert er að kvik- myndatökur hefjist þann 29. þess mánaðar. „Þetta er nokkuð stórt verkefni og fyrirvari lítill," segir Ágúst, sem nú er búsettur í Lundúnum. „Mér var kunnugt um að þetta verkefni væri í deiglunni fyrir Ágúst Guðmundsson, leikstjóri. nokkru, en vissi ekki að Þjóðverj- arnir væru að velta mér fyrir sér sem leikstjóra fyrr en fyrir rúmum mánuði, þegar hringt var í mig og ég beðinn um að senda þeim spólur með því efni sem ég hef áður gert,“ segir Ágúst. En þess má geta að sú sama sjónvarpsstöð og framleiðir Nonna þættina hef- ur sýnt kvikmyndir hans „Land og synir“ og „Lítil þúfa“ og sýnir bráðlega kvikmyndina „Útlag- inn“. En hví ræðst þýsk sjón- varpsstöð í að gera framhalds- þætti úr íslensku efni? „Ég veit ekki nákvæmlega ástæðuna fyrir því að þetta efni var valið, en Nonna bækumar hafa alltaf verið nokkuð vinsælar í Þýskalandi og voru nýlega end- urútgefnar þar,“ segir Ágúst. „Þýska sjónvarpsstöðin hefur það fyrir sið að sýna um jólin hveiju sinni nýja þáttaröð þar sem bam er í aðalhlutverki og sýndi síðast þætti um ítalskt barn í seinni heimstyijöldinni. Þættina um Nonna ráðgera þeir að sýna um jólin 1988. Þjóðveijarnir koma ekki til með að framleiða þættina að öðru leyti en því, að leggja til fjármagn. Fengnir verða til bæði norskir og breskir framleiðendur, þannig að hópurinn sem kemur til með að vinna að þáttunum verður að miklu leyti skipaður Norðmönnum og Bretum. Einhveijir íslendingar koma svo til með að vinna við frarr.kvæmdina á Islandi,“ segir Ágúst, en þættimir verða að mestu leyti teknir hér, líklega á Norðurlandi að sögn leikstjórans, nema hvað að einnig verður kvik- myndað í kvikmyndaveri, annað hvort í Noregi eða Bretlandi. Umfang þáttanna, bæði hvað varðar ko-.tnað og mannskap, er töluvert, en Ágúst segist lítið geta sagt um það nú. „Þetta er svo nýtilkomið að það er ekkert hægt að vera með annað en ágiskanir sem ekki borga sig. Kostnaðar- áætlun og skipulagning verður endanlega ákveðin á næstu dög- um.“ - Hvað um leikara? „Það verður fljótlega gengið í að finna '.eikara. Þættimir verða leiknir á ensku og því breskir leik- arar í aðalhlutverkum sveinanna tveggja, tíu og tólf ára. Mér sýn- ist að þar vanti okkur tvo breska drengi með íslenskt yfirbragð, en ekki tvö ljóshærð bresk borgar- böm, þannig að það verður sjálf- sagt nokkur leit. Hlutverk móðurinnar er líka nokkuð stórt og hlutverk útilegumannsins, sem skiptist eiginlega í tvö hlutverk samkvæmt handritinu. Handritið byggir á fyrstu þrem- ur Nonnabókunum, sem gerast á íslandi og þar eru á dagskrá ævin- týri þeirra bræðra eins og með útilegumanninum og og bardag- inn við ísbjöminn,“ segir Ágúst og svarar að bragði spumingunni um hvernig staðið verði að slíkum bardaga í mynd: „Það er ekki kominn endanlegur botn í málið með ísbjöminn og ísbimir em nú frægir fyrir að vera illtemjanlegir, en það er lögð talsverð áhersla á þessu spennuatriði bókannar. Það em ýmis atriði varðandi þættina sem er dálítið mál að skipuleggja og vinna, eins og bardaginn og það að endurvekja tímabil sög- unnar sem er framundir 1870.“ Það verður því í nógu að snú- ast hjá Ágústi Guðmundssyni á næstunni, en hann segir ráðgert að kvikúiyndatökur taki um sex mánuði, þannig að vinnutími sinn við þetta verkefni verði um 14 mánuðir í það heila. Áður en þetta verkefni kom til hafði Ágúst ráðgert að vinna í ár að breskri kvikmynd sem hefur hlotið vinnuheitið „Blóðöx". „Ég er að reyna að fá því verkefni frestað fram til 1988, en það hef- ur ekki verið afráðið enn og mögulegt er að annar verði feng- inn til að stjórna því,“ segir Ágúst. Og svona í lokin, hvemig þótti honum að lesa Nonnabæk- urnar á nýjan leik? „Þegar ég las um Nonna sem strákur þótti mér það skemmtileg lesning og ánægjan af henni var ekki síðri þegar ég settist niður með Nonnabækumar á nýjan leik nú fyrir skömmu". ViðtahVilborg Einarsdóttir Fjölgun smábáta kann að fjölga slysum vegna aukinnar sóknar - segir Magnús Jóhannsson siglingamálasljóri „ÞRÁTT fyrir að bátar undir 10 brúttólestum að stærð séu allir smíðaðir samkvæmt gild- andi öryggiskröfum gefur það samt augaleið að ekki er hægt að ætla þessum bátum eins mik- ið og stærri skipum og ótti okkar við aukna slysatíðni felst í því að fjölgun bátanna kunni að leiða til aukinnar sóknar," sagði siglingamálastjóri, Magn- ús Jóhannsson, í samtali við Morgunblaðið. Vegfna mikillar fjölgunar báta af þessari stærð, sneri Morgunblaðið sér til sigl- ingamálastjóra og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um málið. Fara spurningarnar og svörin hér á eftir: Hver hefur verið fjölgun báta undir 10 brúttólestum sl. 2 ár? „Bátar af þessari stærð eru ýmist opnir eða með þilfari. Árið 1985 voru teknir á skrá 112 opn- ir bátar samtals að stærð 494 brl. og árið 1986 104 opnir bátar samtals 524 brl. Árið 1985 voru skráðir þilfarsbátar af þessari stærð 5 samtals 34 brl. og 1986 11 bátar samtals 79 brl.“ Hvað er stofnuninni kunnugt um smiði margra báta af þess- ari stærð nú? „I lögum um eftirlit með skip- um er skipasmíðastöðvum skylt að senda til Siglingamálastofnun- ar til samþykktar smíðateikningar af skipum sem smíða á fyrir íslenska aðila. Skip af þessari stærð eru yfirleitt smíðuð í raðsmíði þannig að sendar eru smíðateikningar af fyrsta bátn- um, og aðrir bátar sem seinna koma eru smíðaðir skv. upphaf- lega samþykktum teikningum. Stofnunin hefur síðan eftirlit með smíði hvers báts og annast lokaút- tekt áður en haffærisskírteini er gefíð út. Nú, þessa daganá, munu vera í framleiðslu u.þ.b. 40-50 opnir bátar og 9 þilfarsbátar í þessum stærðarflokki, en erfítt er að segja nákvæmlega til um fjöldann. Stofnunin hefur hinsvegar ekki upplýsingar um Qölda þeirra báta sem samið hefur verið um smíði á jafnvel langt fram í tímann. Nýlega hafa þijár skipasmíða- stöðvar lagt inn til samþykktar teikningar af nýjum þilfarsbátum úr stáli í umræddum stærðar- flokki." Hvernig er mælingum skipa háttað hér á landi? „ÖIl íslensk þilfarsskip eru mæld samkvæmt alþjóðareglum um mælingu skipa, samkvæmt samningi undirrituðum í Osló 10. júní 1947 að viðbættum breyting- um á honum, undirrituðum í Osló 21. maí 1965. í regiunum er og hefur verið frá upphafí ákveðinn sveigjan- leiki, sem segja má að geri það að verkum að ekki sé alltaf fullt samræmi á milli mældrar stærðar og sýnilegrar stærðar skips. Þannig gefa mælingarreglum- ar ákveðinn hámarksmöguleika á hæð á botnstokkum, tvöföldum ■ botni, bandadýpt og einangrun, á milli mældrar stærðar og sýnilegr- ar stærðar skips. Öll þessi mál miðast við lengd og breidd skips- ins, nema einangrunin. Þessa möguleika hafa eigendur skipa notfært sér hérlendis um áraraðir á stærri skipum, t.d. í vöruflutn- ingaskipum og í skuttógurum, m.a. til að halda þeim innan við 500 brl. mörkin ogeins voru nokk- ur tréskip smíðuð með hækkaða botnbyggingu hér áður fyrr. Nú hefur sú þróun orðið að skipa- smíðastöðvar hafa farið að notfæra sér þennan möguleika, til að smíða báta undir 10 brl., og eru þá sett djúp mælingarbönd og háir botnstokkar í bátana, allt að því sem gildandi mælingarregl- ur leyfa, og næst með því hlut- fallslega stærri bátar, því rúmlestamælingin er framkvæmd að innan. Allir þessir bátar eru fullkomlega lokaðir." Er mögulegt að með því að breyta þilfarsskipi í opinn bát náist minnsta stærð þess, úr 29 brl. í 9,9 brl., eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undan- farið? „Siglingamálastofnun er ókunnugt um þetta mál sem menn hafa gert að umræðuefni og við getum ekki séð hvemig þetta er mögulegt í ljósi þess að það gildir einu hvort skipið er opið eða með þilfari stærð skipsins skv. mæl- ingarreglum verður mjög svipuð í báðum tilvikum. Þetta hlýtur því að vera frekar dæmi um ósk- hyggju en raunveruleika." ' ...................... Hveijar eru öryggiskröfur fyrir íslenska báta undir 10 brl. að stærð? „Öryggiskröfur um báta byggj- ast fyrst og fremst á Norðurlanda- reglum um smíði og búnað báta allt að 15 metra lengd og íslensk- um reglurrí um björgunar- og öryggisbúnað. Einnig eru ákvæði, sem varða öryggi báta allt niður að 6 metra lengd, í reglum um íjarskipti skipa og alþjóðasigl- ingareglum. I Norðurlandareglunum eru gerðar kröfur um smíði bátanna, svo sem um gæði efnisins sem smíðað er úr, efnismál, verklag ofl., sem á að tryggja trausta báta, einnig kröfur um vélbúnað, eins og austur- og slökkvibúnað, rafbúnað, stýrisbúnað og annan fastan búnað, sem nauðsynlegur er til siglinga. Reglumar um björgunar- og öryggisbúnað gilda um björgunar- báta, legufæri, lyijaskrín, flugelda og annan búnað til öryggis skip- verjum í sjávarháska. I reglum um fjarskipti er krafa um talstöð og í alþjóðasiglinga- reglunum krafa um siglingaljós, hljóðmerki ásamt fleiri kröfum til sjófarenda, jafnt á litlum bátum sem stórum. Norðurlandareglumar um smíði og búnað báta allt að 15 metrum eru samnorrænar reglur og gilda því sömu reglur hvað þetta varðar á öllum Norðurlönd- unum. Þó er sá munur á gildissviði reglnanna, að hér á landi eru þær krafa fyrir alia báta niður að 6 metra lengd og ennfremur fyrir báta minni en 6 metrar sem flutt- ir eru til landsins eða smíðaðir innanlands ti) sölu. Á hinum Norð- urlöndunum er hins vegar fijálst að smíða nokkuð stærri báta án samþykkis yfirvalda, en stærðar- mörkin eru mismunandi frá einu landi til annars. Þetta verða menn m.a. að hafa í huga þegar keypt- ir em bátar erlendis frá. Sama gildir um skoðunar- skyldu. Hér á landi em allir bátar 6 metrar og lengri háðir skoðun minnst einu sinni á ári, en á hinum Norðurlöndunum em mörkin hærri og mönnum því fijálst að sigla töluvert stærri bátum þar án leyfís yfirvalda, en stærðar- mörkin eru einnig á þessu sviði mismunandi frá einu landi til ann- ars. Það er því óhætt að fullyrða að með tilliti til stærðar bátanna séu öryggiskröfur lítilla báta hér á landi síst minni í dag en þær kröfur sem gerðar em til stærri skipa.“ Hefur stofnunin áhyggjur af vaxandi fjölda smábáta hér við land út frá öryggissjónarmið- um? „í sjálfu sér þarf aukinn fjöldi smábáta ekki að leiða til fjölgunar sjóslysa á þessum bátum, ef sókn á þeim verður ekki aukin frá því sem verið hefur. Þrátt fyrir að þessir bátar séu allir smíðaðir samkvæmt gildandi öryggiskröfum gefur það samt auga leið að ekki er hægt að ætla þessum bátum eins mikið og stærri skipum og ótti okkar við aukina slysatíðni felst í því að fjölgun bátanna kunni að leiða til aukinnar sóknar. í þessu sam- bandi er rétt að hafa í huga að þróun fískiskipaflotans hefur ver- ið sú um áratuga skeið að meðalstærð fiskiskipa hefur farið mjög vaxandi. Frá lokum seinni heimsstyijaldar hefur meðalþil- farsfiskiskipið stækkað úr 45 brl. í 135 brl. nú um síðustu áramót. Ein af ástæðum þess að skipin hafa stækkað er aukið öryggi og bætt vinnuaðstaða sem sótt hefur verið eftir. Á sama tíma hefur slysatíðni á sjó fækkað verulega."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.