Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 Minning: Þorlfríður Þorláks- dóttir, Héðinshöfða Pædd 9. júní 1919 Dám 13. janúar 1987 Glöð með glöðum varstu, göfg og trygg á braut þreyttra byrði barstu, blíð í hverri þraut. Oft var örð ugt sporið, aldrei dimmt í sál, sama varma vorið, viðkvæm lund og mál. Böm og frændur falla fram í þakkargjörð fyrir ástúð alla — árin þín á jörð; fyrir andans auðinn, arf, sem vísar leið, þegar dapur dauðinn dagsins endar skeið. Magnús Markússon Elsku amma okkar, hún Fríða, eins og hún var alltaf kölluð, hefur nú verið til moldar borin frá Hóla- neskirkju á Skagaströnd og verið jarðsett við hlið ástkærs eiginmanns síns og afa okkar, Gríms N. Magn- ússonar, í kirkjugarðinum þar. Það var eins og allt hefði farið úr sam- bandi innra með manni þegar mér var sagt að amma væri dáin, það var svo ótrúlegt að maður bara horfði út í bláinn og vissi ekki hvað átti að segja, amma sem var ailtaf svo hress og kát og átti svo margt eftir ógert. Hún átti að fá nýja íbúð nú strax eftir áramótin og var margt búið að ræða um væntanleg- an flutning. Það er því erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um ömmu, konu sem var full af lífskrafti og horfði svo björtum aug- um á komandi ár. Engan hafði órað fyrir því að amma, sem var aðeins 67 ára, yrði kölluð svo snemma yfir í hinn heiminn. Hún hafði talað um það sjálf að hún ætlaði að halda Hefurþig aldrei langað tilað reyna eitthvað nýtt, kynnastöðrum heimsálfum og öðruvísi fólki? Umpáskana liggurleiðin til Thailands, 2ja vikna lúxusferð um Kaupmannahöfn með SAS. Bangkok-Pattaya Lúxushótel Flogið verðurtil Kaupmannahafnar, þar stigið upp í þægilega breiðþotu SAS og ekki lent fyrr en í Bangkok. Það verðurgist í fjórar nætur á Hotel Montien, fjögurra stjörnu lúxushóteli í hjarta borgarinnar. Boðið verður upp á nokkrar hálfs dags skoðunarferðir til markverðustu staða Bangkok: Heimsókn á fljótandi markað innfæddra, krókódílabúgarð, í Thai-kvöldverð, konungshöllina oghinn fræga rósagarð þar sem sýndar eru íþróttir, dansar og söngvar hinnar ríku menningar Thailendinga. Síðan liggur leiðin til til Pattaya strandarinnar og dvalið í 10 nætur á hinu glæsilega Royal Cliff lúxushótell (5 stjömul). Enn erboðið upp á skoðunarferðir, enda afnógu að taka. Hægt er að fylgjast með fílum við vinnu í trjáiðnaði, heimsækja Nong Nooch þorpið og sjá bardagaíþróttirog dýragarð eða sigla út til kóraleyju, skoða sjávarbotninn og bragða grillaðan fisk eins og Thailendingarelda hann einir. S4S Laugavegi3, 101 fíeykjavík. Símar: 21199 og 22299 íslenskur fararstjóri mun verða þér til trausts og halds. Svavar Lárusson er öllum hnútum kunnugur, veitirþérgóð ráð og bendir áþað sem skoðunar er vert. í Thailandi er nú árið2530 Auk tímatalsins, sem miðað er við Búdda, ermargt í Thailandi gjörólíktþví sem við eigum að venjast, matargerð, siðirog lífshættirfólksins. Veðurer ákjósanlegt á þessum tíma, hitastigið 25-35gráður og hægir Monsúnvindar úr norð-austri. Verðlag ermeð ólíkindum lágt og Thailendingar viðræðugóðir kauþmenn, þannig að hægt er að gera reyfarakaup á handverki í skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þú getur meira að segja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast: Að heimsækja Asíu. I þessari lúxusferð hjálpast allt til við að gera þér hana ógleymanlega - þú lofarþér örugglega að fara einhverntímann aftur. Verðið er tælandi, aðeins kr. 57.600,- Miðað er við flug og gistingu í 2ja manna herbergi. Innifalið í verði er íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvöllum erlendis og frá Bangkok til Pattaya og baka. Brottför: Fimmtudaginn 9. apríl. Heimkoma: Laugardaginn 25. apríl. Hægt erað framlengja dvöl bæði í Thailandi og Kaupmannahöfn án aukakostnaðar í flugi. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu viö Hagatorg • 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 ■ 96-27200 Láttu drauminn um lúxusferðina rætast upp á áttatíu ára afmælisdaginn. En nú sannast best máltækið sem segir að enginn veit sína ævi fyrr en öll er, og við sem eftir lifum verðum að vera sterk og hugsa, nú er hún komin til afa, sem hún sakn- aði svo mjög, og sonar síns sem fórst svo ungur, aðeins 19 ára, með Fagranesi fyrir nokkrum árum. Amma fæddist á Akranesi níunda dag júnímánaðar árið 1919 og var eina bam hjónanna Þorláks Kristjánssonar og Guðrúnar Þórar- insdóttur. A Akranesi kynntist hún afa okkar og gengu þau í hjónaband 30. september 1933. Eignuðust þau 12 böm sem öll eru á lífi utan eitt sem fórst ungt eins og áður sagði. Amma átti ekki aðeins þessi tólf böm því að áður hafði hún átt tvö með fyrri sambýlismanni sínum, eignaðist hún því 14 böm og kann eflaust mörgum að þykja það skrítið að amma sem var einbimi skyldi eignast svo mörg böm. Aldrei kvartaði amma undan neinu þó að henni hafí eflaust skort margt með öll þessi böm sem þurfti að fæða og klæða, þau hjálpuðu henni líka mikið og gerðu henni því sporin léttari enda sáust aldrei merki um uppgjöf hjá henni, það var alveg sama hvenær við hittum hana, hún var alltaf jafn hress og kát og tók vel á móti öllum sem að garði bar. Mörg eru orðin bamabömin og barnabamabömin. Já, amma var rík, hún átti yndislegan eiginmann þar sem afi okkar var og allir litu upp til og 14 heilbrigð böm og fullt af ömmubörnum sem öll dáðu hana. Amma varð langamma fyrir 11 árum, þá aðeins 56 ára, og þykir það ekki hár aldur á ömmu, hvað þá langömmu. Ég, sem skrifa þessa grein fyrir mína hönd, systkina minna og maka okkar, var svo heppinn að fá að njóta samvistar við hana mikinn hluta af uppvaxtar- árum mínum. Þau fluttust að Arbakka við Skagaströnd árið 1966 en stuttu síðar að Sólvangi þar skammt frá þar sem ég var hjá ömmu og afa sumarlangt, kom snemma á vorin og fór ekki fyrr en seint á haustin. Margar ógleym- anlegar stundir á ég frá þessum árum, sem skjóta upp kollinum nú og eru manni svo ósegjanlega kær- ar, en ég ætla ekki að rekja þær hér en geymi þær nú vel í huga mínum. Amma var alveg sérstakur per- sónuleiki, var sannur vinur vina sinna og átti gott með að aðlagast öllum aldurshópum, gat alltaf gert að gamni sínu og hafði unun af að umgangast okkur yngra fólkið, enda var hún alltaf svo ung í anda og ætlaði sér ekkert að verða göm- ul. Ég gæti sagt frá einu atviki í sambandi við það svona að gamni og átti það sér stað í sumar sem leið. Ég var staddur með henni í búð og er hún að skoða kjóla og leist ansi vel á einn og ég sagði við hana að hún skyldi bara máta, sem hún svo gerði og spurði mig svo hvemig mér fyndist hann, og ég svaraði að mér fyndist, hann vera meira fyrir yngri konur, hún varð þá hálfmóðguð og sagðist ekki vera einhver kerling. Ég brosti þá bara við henni og sagði: „Ó, ámma, þú ert alveg einstök." Við ástvinir hennar megum vera þakklátir fyrir það að hafa ekki þurft að horfa uppá ömmu sem gamla konu á spítala mikið veika eða eitthvað í þá áttina. Nei, það passaði ekki við hana. Við hefðum gjaman kosið að hafa hana lengur hjá okkur, en afí hefur viljað fá hana til sín og við skulum því hugsa með okkur að nú séu þau sæl saman á ný. Um leið og við þökkum henni fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með henni, biðjum við algóðan guð að varðveita þau og geyma og gefa okkur ástvinum hennar, sem minnumst þeirra með söknuði í bijóstum, styrk í okkar mikla missi. Þar mætast okkar augu, þótt ei oftar sjúmst hér. 0, guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei þér. Söderberg. Þýð. Þór Guðmundsson Sigþór Hólm Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.