Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 Sjónvarpsstöðin ABC gerir myndaf lokk um lífið í Ameríku eftir að Rússar hafa komizt þar til valda Tímaritið American Film birti nýlega nokkrar Ijósmyndir úr myndaflokknum „Ameríku", sem fjallar um líf í Bandaríkjunum tíu árum eftir að Rússar tóku þar völd. Myndaflokkurinn hef- ur vakið upp deilur þótt hann hafi enn ekki verið sýndur. eru Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC er um þessar mundir að láta gera viðamikinn myndaflokk sem nefnist „Ameríka". Myndaflokkur þessi hefur þegar vakið athygli, ekki að- eins í Bandaríkjunum, heldur einnig í Sovétríkjunum, en ráðamenn þar eru lítt hrifnir af efni flokksins, sem er e.k. framtíðarsýn um lífið í Ameríku tíu árum eftir að Rússar hafa komist þar til valda. Þrýstingoir frá Sovétstjórninni Brandon Stoddard, yfirmaður ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, segir að þáttaröðin fjalli um efni sem ekki hafi verið tekið fyrir áður. í aðalhlutverkum eru fjórir banda- n'skir leikendur, Christine Lahti, Kris Kristofferson, Robert Urich og Mariel Hamingway. Fyrst var opin- berlega tilkynnt um þennan þátt árið 1984, og er látið að því liggja að mjög íhaldssöm, föðurlandselsk- andi samtök hafl komið með hugmyndina, til að vega upp á móti ádeilunni á Bandaríkin og kjarnorkuna í sjónvarpsþættinum „Daginn eftir“ (The Day After), sem ABC stóð að. Forráðamenn ABC hafa staðfastlega neitað þess- um orðrómi. komnir En það voru ráðamenn, í öllu falli áhrifamenn í Sovétríkjunum sem fyrstir voru til að vekja at- hygli á þessum fyrirhugaða sjón- varpsþætti. Þeir höfðu þefað uppi hvað til stóð, og létu fréttadeild ABC í Moskvu vita að yrði þessi þáttur framleiddur, þá myndu góðu tengslin þeirra á milli heldur dvína. Téður Stoddard lét hætta við gerð þáttarins þegar í stað. Ástæðan var ekki bara mótmæli Sovétmanna, heldur óttaðist Stoddard ekki síður að kostnaðurinn riði fyrirtækinu að fullu. Þessari ákvörðun var harð- lega mótmælt innan veggja ABC sem utan; töldu þá margir að sjálft lýðræðið væri í hættu. Stuttu síðar birtist ritstjórnar- grein í New York Times, þar sem hörmuð var ákvörðun ABC, og sagt berum orðum að hún bæri vott um „sárgrætilega undanlátssemi við þrýstingi að austan“. Menntamála- ráðherra Bandaríkjanna, William Bennett, sagði að slíkt fordæmi væri ekki æskilegt og þótti miður að æska landsins yrði vitni að þess- ari þróun mála. Wall Street Journal tók undir orð ráðherrans, og benti ennfremur á að efni þáttarins væri nákvæmlega eins og samskipti Sov- étmanna og ABC. Þegar svo ABC afréð endanlega að ráðast í gerð þáttarins var það fyrst og síðast spuming um heiður og orðstír fyrirtækisins. Allar áætl- anir voru skornar niður. Þátturinn skyldi vera tólf tímar að lengd í stað sextán og kosta þijátíu og tvær milljónir dala í stað fjörutíu. Og Stoddard sagði nú að sjónvarps- þátturinn fjallaði um „frelsi og ábyrgð og persónueinkenni hins ameríska manns“. Myndaf lokkur sem mun valda deilum Stoddard leggur til peningana en maður að nafni Donald Wrye skrif- aði handritið að „Ameríku" og leikstýrir þáttaröðinni. Hann er 35 ára og hefur ekki, svo vitað sé, afrekað neitt fyrr á því sviði. Wrye er viðkvæmur fyrir allri gagnrýni sem framleiðsla þáttarins hefur fengið, og kvíðir þeirri stund þegar þátturinn verður tekinn til sýning- ar. En hann hefur svarað gagnrýn- endunum, og tekur ekki lengur mark á skrifum New York Times um kvikmyndir né aðrar listgreinar. Wrye segir: „Allt sem deilir á Sov- étríkin telur New York Times viðvaningslegt og heimskulegt." ENSKUNAM A JAMAICA . 14. júlí—25. ágúst AFS á Jamaica býður Evrópubúum á aldr- inum 20—30 ára að koma í sumar til Karabíska hafsins og læra ensku við Vest- ur-lndía háskólann í Kingston, Jamaica. Auk enskunámsins býður AFS upp á dvöl á heimilum og fjölbreytta kynningu á landi og þjóð, tónlist og menningu. Umsóknarfrestur er til 21. mars. Skrifstofan er opin kl. 14—17 virka daga. á íslandi - alþjóðleg fræðsla og samskipti - Hverfisgötu 39, PO Box 753 — 121 Reyjavík, sími 91-25450. ÚtSíihl afsiáttur ÚtSfllO. 5—50% af húsgögnum ítalskir skápar 10.700 17.960 Stakir stólar 3.456 5.760 Hillusamstæður 29.800 49.400 Rúm gullhúðað 33.900 55.660 Teppi pr. fm 160 320 Speglar, sófaborð og margt fleira. Geríð góð kaup strax á morgun Nýborg; Skútuvogi 4, sími 82470.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.