Morgunblaðið - 24.02.1987, Page 1

Morgunblaðið - 24.02.1987, Page 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 45. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins 35. Norðurlandaráðsþing í Helsinki: Norðurlandaráð ekki vett- vangur deilna um utanríkismál — segir Ólafur G. Einarsson Helsinki, frá Karli Blöndal, blaðamanni Morgunblaðsins. 35. þing Norðurlandaráðs var sett í gær í Helsinki í Finnlandi. Þingið hófst með ræðuhöldum í finnska þinginu og stigu þrír íslenskir ræðumenn í ræðustól. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, Eiður Guðnason, sem sæti á í fjárlaganefnd og jafnframt er formaður menning- armálanefndarinnar, og Ólafur G. Einarsson, sem sæti á í forsæt- isnefnd, en hann er formaður islensku sendinefndarinnar. Ól- afur gerði að umtalsefni hvort utanrikismálaumræðan ætti heima á þingi Norðurlandaráðs: „Við þurfum að hugsa okkur rækilega um áður en við öxlum þá ábyrgð að leiða starfsemi Norðurlandaráðs inn á svið, sem ekki heyra undir Helsinki-sátt- málann. Við erum ekki sammála vegna þess að við höfum tekið á okkur mismunandi skuldbinding- ar i utanríkismálum." Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands, kvaðst vilja ítreka að afstaða ríkisstjórnarinnar í Finn- landi væri enn hin sama í þessu máli. Ekki ætti að deila um utanrík- ismál í Norðurlandaráði, slíkt gæti aðeins staðið hinu eiginlega starfi ráðsins fyrir þrifum. Eiður gerði að umtalsefni þing- mannanefnd, sem lagt var til að yrði stofnuð á þingi Norðurlanda- ráðs í Kaupmannahöfn f fyrra. Þessari nefnd yrði falið að kanna efnahagslegt samstarf Norðurlanda á alþjóðlegum grundvelli. Hann benti á að samkvæmt Helsinki- sáttmálanum gæti Norðurlandaráð ekki tekið meirihlutaákvarðanir. Hann tók fram að skipun umræddr- ar nefndar myndi ef til vill ekki varða mikilvæg utanríkis- eða vam- armál. Aftur á móti myndi hér verða sett fordæmi sem vísað yrði til þeg- ar umdeildar tillögur bæri á góma, tillögur sem gætu haft í för með sér að eitthvert Norðurlanda sæi sig tilneytt að íhuga hvort ástæða væri til að sitja áfram í Norður- landaráði eða ekki. Anker Jörgensen, formaður danska Jafnaðarmannaflokksins og fráfarandi forseti Norðurlandaráðs, lagði áherslu á Suður-Afríku í ræðu sinni. Hann sagði að umheimurinn vænti þess af Norðurlöndum að aðskilnaðarstefna Suður-Afríku yrði fordæmd, ekki aðeins í orði heldur einnig í verki. Else Hátem- áki Jolander þingmaður finnska þjóðarflokksins (Nationella Saml- ingspartiet) tók við embætti forseta Norðurlandaráðs af Anker Jörgens- en. Sjá ennfremur ræðu Steingríms Hermannssonar á miðopnu og fréttir frá þingi Norðurlandaráðs á bls. 29. umbótatilraunir Mikhails Gorb- achev væru meira en orðin tóm. „Það verður þó aldrei hægt að tala um neinar umbætur ef pólitískir fangar fá ekki frelsi og mönnum verður ekki leyft að fara úr landi ef þeim sýnist svo,“ sagði Begun. Sjá „Sakharov vill frelsi...“ á bls. 26. Josef Begun borinn á guUstóIi á Kazan-brautarstöðinni f Moskvu í gær. Fyrir framan hann standa kona hans Inna (með bók) og sonur þeirra Boris. Begun fagnað við komuna til Moskvu Moskvu, AP. JOSEF Begun hét því að halda áfram baráttu fyrir málstað gyð- inga í Sovétríkjunum og fyrir auknum mannréttindum þar í landi, er hann kom til Moskvu í gær. Vinir og ættingjar tóku á móti Begun á Kazan-jámbrautarstöðinni í Moskvu þegar hann kom aftur til heimaborgar sinnar eftir rúmlega þriggja ára vist í Chistopol-fangels- inu. Begun var borinn á gullstóli um brautarstöðina^ og sungu við- staddir þjóðsöng ísraela og gyð- ingasöngva. „Ég á ekki orð til að lýsa gleði minni yfir því að vera laus úr fang- elsi og vera aftur meðal ykkar. Eg vona að tími pólitískra fangelsana sé senn á enda í Sovétríkjunum," sagði Begun við komuna til Moskvu. Begun virtist vongóður um að Snjókast í Abu Dhabi, AP. SNJÓKOMA var í Sameinuðu furstadæmunum um helgina, hin fyrsta í sögunni. Snjórinn féll á Al-Ain, sem er útivistarsvæði í 125 km fjarlægð frá Abu Dhabi. íbúar nærliggjandi svæða flykkt- ust til Al-Ain til að verða vitni að hinum einstæða atburði. Stóð ofan- koman yfir í þrjá stundarfjórðunga og mældist snjódýptin 10-50 senti- eyðimörk metrar á 60 ferkílómetra lands- svæði. Blaðið Al-Ittihad í Sameinuðu furstadæmunum skýrði frá snjó- komunni í gær og birti myndir af aröbum í snjókasti í eyðimörkinni. Furstadæmin eru á Arabíuskagan- um sunnanverðum og eiga land að Persaflóa. Snjókoma er algjör und- antekning á skaganum. Sameinuðu furstadæmin: Sýrlenzkir skriðdrekar, prýddir myndum af Assad forseta, aka inn í Beirút. Um 4.000 sýrlenzkir hermenn komu til Vestur-Beirút á sunnudag til að stilla þar til friðar. Sýrlendingar mæta mótspvmu í Beirút Beirút, AP. JL. %J í BRÝNU sló milli sýrlenzkra hersveita og bardagasveita drúsa í vesturhluta Beírút í gær. Hafa drúsar og shitar reynt að veita sýrlenzku sveitunum mótspyrnu frá því þær óku inn í borgina á sunnudag til þess að stía stríðandi fylkingum múhameðs- trúarmanna í sundur. Að sögn lögreglu særðust þrír Sýrlendingar og þrír drúsar í skot- bardaganum. Átökin brutust út þegar drúsar og shítar neituðu að verða við kröfum sýrlenzkra sveita um að kasta herklæðum og gerðu sig líklega til að spranga um stræti með alvæpni. Sýrlenzku hersveit- imar hafa fyrirmæli um að skjóta alla vopnaða menn. Lögreglan sagði að skömmu fyr- ir bardagann hefðu sýrlenzkir hermenn gert húsleit í íbúðablokk- um í Vestur-Beirút og handtekið bardagamenn úr sveitum drúsa og shíta. Sýrlendingar sendu hersveitir inn í vesturhluta Beirút á sunnudag í þeirri von að stöðva bardaga stríðandi fylkinga þar. Að sögn lög- reglu hafa a.m.k. 300 manns fallið og 1.300 særzt í bardögunum. Ras- hid Karami, forsætisráðherra, er sagður hafa óskað eftir því við Sýrlendinga að þeir skökkuðu leik- inn, og þar með tekið fram fyrir hendumar á Amin Gemayel, for- seta, sem er sagður hafa verið andvígur komu sveitanna. Karami sagði í gærkvöldi að nefnd átta háttsettra líbanskra lög- regluforingja mundi í samvinnu við sex sýrlenzka og líbanska herfor- ingja hafa umsjón með framgangi nýrrar öryggisáætlunar fyrir Vest- ur-Beirút og afvopnun skæruliða. Sýrlenzkir skriðdrekar umkringdu Beirút-flugvöll í gær og stóð til að opna hann fyrir flugumferð í dag. Flugvöllurinn hefur verið lokaður frá 7. febrúar. Þá stóð til að hrinda umsátri um flóttamannabúðimar Chatilla og Bouij El-Barajneh. Um 40.000 Palestínumenn í búðunum eru sagðir hafa liðið hungur og m.a. neyðzt til að leggja sér rottur, ketti og hunda til munns. Bandaríkin: Valda fúkalyf sjúkdómum? New York. AP. VÍSINDAMENN í Banda- ríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að fúkalyf, sem gefin eru búpeningi, geti valdið salmonellasýkingu í mönnum, að þvi er blaðið The New York Times sagði sl. sunnudag. Blaðið vitnaði í skýrslu sem birtast mun í „The New England Joumal of Medicine" 5. mars nk. og unnin er af vísindamönn- um er starfa við rannsóknar- stofnun í eigu alríkisins, í Atlanta í Bandaríkjunum. I skýrslunni er því haldið fram að fúkalyfín, sem búpeningi em gefin til að örva vöxt og vemda hann frá sjúkdómum, drepi ekki salmonellabakteríuna. Ef fólk borðar síðan kjöt sem þessar bakteríur eru í, veikist það og erfítt er við slík veikindi að eiga því fúkalyf duga ekki á bakterí- una. Vísindamennirnir segjast hafa rakið salmonellabakteríuna frá sjúku fólki til dýranna á bæjunum og að útilokaðir hafi verið þeir möguleikar að bakt- erí- an hafi komist í kjötið við flutning eða vinnslu þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.