Morgunblaðið - 24.02.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 24.02.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 Grandi leigir dieselrafstöð: Aætlaður spam- aður nálægt 600 þúsundum króna Rafmagnsveitan boðar til fundar með stjómendum Granda um sölu raforku GRANDI hf. hefur tekið á leigu dieselrafstöð, sem notuð er vegfna frystingar á loðnu og loðnuhrognum. Með því móti telja stjórnendur fyrirtækisins, að þeir borgi 600.000 til 700.000 krónum minna fyrir raforku, en væri orkan keypt frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Segja þeir að stjórnendur Rafmagnsveitunnar hafi ekki verið til viðræðu um lækkun taxta og vegna þess, meðal annars, hafi þessi leið verið far- in. Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að Rafmagnsveitunni hefði ekki borizt formleg beiðni frá Granda hf. um samninga, en hann myndi boða til fundar með stjórnendum fyrirtækisins um mál þetta í heild. Grandi, eins og flestir stórir kaupendur raforku, greiðir fyrir hana annars vegar ákveðið gjald á hvetja notaða kílówattstund og hinsvegar gjald miðað við álags- topp. Það gjald er 4.390 krónur á hvert kílówatt á ári og miðast við mestu notkun á árinu. Álagstopp- urinn hjá Granda er 435 kílówött fyrir utan loðnufrystingu. Loðnan er fryst mest allan sólarhringinn og álagstoppurinn meðan bæði frysting bolfísks og loðnu stendur yfír hefði orðið um 200 kílówöttum hærri og hækkað toppgjaldið um tæplega 900.000 krónur. Gunnar Sæmundsson, forstöðumaður tæknideildar Granda, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að fram- leiðsla raforku með dieselrafstöð- inni kostaði 300.000 til 400.000 krónur þann tíma sem frysting stæði yfir. Miðað við óbreyttan álagstopp þýddi þetta því nálægt 600.000 króna spamað. Það eru nokkur fleiri frystihús, sem nota dieselrafstöðvar til að halda álagstoppunum niðri og hafa af því nokkum hagnað. Þá hefur það heldur ekki borgað sig að kaupa rafmagn úr landi, þegar skip eru í höfn, heldur hafa menn gripið þann kost að framleiða raf- magn með keyrslu ljósavéla um borð. Aðalsteinn Guðjohnsen sagði, að ekkert formlegt erindi hefði borizt til Rafmagnsveitunnar um samninga vegna loðnufrystingar. Hann væri hins vegar reiðubúinn til að ræða þetta mál. Þá bæri þess að geta, að Rafmagnsveitan keypti raforkuna frá Landsvirkjun samkvæmt notkun, sem meðal annars miðaðist við álgagstopp. Rafmagnsveitan seldi orku sam- kvæmt gjaldskrá sinni. Þar væru ákvæði um að gera mætti sérsamn- inga við notendur, sem keyptu orku á háspennu. Því væri ekki til að dreifa hjá Granda og því í raun ekki svigrúm til sérsamninga um þessa notkun. Rafmagnsveitan gæti í raun og veru ekki bannað uppsetningu dieselstöðva í þeim tilgangi, sem Grandi notaði hana enda væri hún ekki tengd inn á kerfí Granda og þar með kerfi Rafmagnsveitunnar, heldur ein- göngu við ákveðnar einangraðar vélar. Gjaldskrá dreifíveitu eins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur gæti aldrei verið nákvæmlega kostnað- arrétt gagnvart hverjum einstök- um notanda. í gjaldskránni hlyti alltaf að vera farinn einhver meðal- vegur. Þótt heimilt væri að semja sérstaklega um toppgjald, væri þar trúlega ekki eftir eins miklu að slægjast og Grandi hf, og önnur hliðstæð fyrirtæki hygðu. Mestur hluti kostnaðarins lægi í kerfí Raf- magnsveitunnar en tiltölulega lítill hluti í toppkaupum frá Landsvirlq'- un. Yrði toppgjald lækkað veru- lega, þýddi það að velta yrði tekjutapi af þeim sökum yfír á al- menna notendur. Rekstur dieselrafstöðva væri háður leyfí yfírvalda, meðal annars vegna öryggismála og væru þær stærri en 200 kílówött. Rafstöð Granda væri ólöglega tengd og því án leyfís. Sér virtist því talsverð fljótaskrift á öllu þessu máli af hálfu Granda, bæði tengingu vélar- innar og hvemig leitað hefði verið eftir samningum. Sammngar við flugliða eru á byrj- unarstigi ÓSAMIÐ er á milli stéttarfélaga flugliða og Flugleiða, en samn- ingar aðila runnu út um áramót- in. Már Gunnarsson, starfs- mannastjóri Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið að samningaviðræður væru á byrj- unarstigi. Þau félög sem hér um ræðir eru Félag íslenskra atvinnuflugmanna, Flugfreyjufélag íslands, Flugvirkja- félag íslands og Félag flugumsjón- armanna. Morgunblaiifl/Ölafur K. Mapnusson Froskmenn könnuðu í gær skemmdir á bryggju þeirri sem Akraborgin leggst að í Reykjavík, en skipið rakst á hana á sunnudag svo hún er ónothæf. Eins og sést á myndinni er lítið eftir af bryggjunni og munu ferðir Akraborgarinnar því liggja niðri á næstunni. Akraborgin skemmdi bryggjuna bílum frá borði annars staðar í höfninni verða þeir sem ferðast milli höfuðborgarinnar og Akra- ness að fara þjóðveginn. í gær var þegar hafist handa við að kanna skemmdimar á bryggjunni og voru froskmenn fengnir til þess. Feröir skipsins falla niður um tíma FERÐIR Akraborgarinnar munu liggja niðri á næstunni á meðan gert verður við flot- bryggjuna í Reykjavíkurhöfn. Skipið rakst harkalega á bryggjuna á sunnudag með þeim afleiðingum að hún er ónothæf eftir. Óhappið varð er Akraborgin kom frá Akranesi og ætlaði að leggjast að bryggju í Reykjavík. Þar sem ekki er hægt að aka Tryggingasjóður sjúklinga: Sjúklingar fái bætur þó enginn beri bótaábyrgð NEFND á vegum landlæknis vinn- ur nú að tillögum um sérstakan tryggingasjóð sjúklinga og vonast landlæknir til, að unnt verði að leggja tillögurnar fyrir heilbrigð- isráðherra í byijun næsta mánað- ar. Hlutverk sjóðsins verður að bæta sjúklingum tjón sem þeir verða fyrir við læknismeðferð eða aðgerðir ef enginn ber bóta- ábyrgð. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði að nokkur hluti sjúklinga hafí farið illa út úr meðferð eða aðgerðum án þess að hægt væri að finna einhvem sem ætti þar beina sök á. Þá lægi ekki bótaábyrgð fyrir, hvorki hjá læknum né sjúkrahúsum. „Það er eðlilegt að þessir sjúklingar fái bæt- ur, aðrar en örorkubætur þegar þær fást, og fyrir um íjórum árum lagði ég fyrst fram hugmyndir um trygg- ingasjóð," sagði Olafur. „Þær fengu ekki hljómgrunn þá, en í sumar var sett á laggimar nefnd á vegum land- læknisembættisins, sem hefur unnið að því að móta tillögur um slíkan sjóð. Vonandi verður hægt að leggja þessar tillögur fyrir heilbrigðisráð- herra í byijun næsta mánaðar." Ólafur sagði að það hefði vafíst nokkuð fyrir nefndarmönnum hvað- an fjármagn til sjóðsins ætti að koma, en eðlilegast þætti þó að ríkið legði fram fé, a.m.k. að verulegu leyti. Þá væri einnig hugsanlegt að tryggingafélög tælqu þátt í starfí sjóðsins. „Slíkan tryggingasjóð er að fínna a.m.k. á einum stað á Norður- löndum," sagði Ólafur. „Á norrænum fundi sem haldinn var hér fyrir skömmu um kvörtunarmál sjúklinga og mistök lækna kom fram stuðning- ur við hugmyndina að stofnun sjóðsins. Þar kom einnig fram að engin bylgja kvartana hefur farið af stað þar sem slíka sjóði er að finna, en því hafa andstæðingar trygginga- sjóðs löngum haldið fram.“ í nefnd landlæknisembættisins um tryggingasjóð sjúklinga eiga sæti, auk landlæknis sjálfs, Gauti Amþórs- son yfírlæknir á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Jón Snædal, fulltrúi Læknafélags íslands, Kristján Guð- jónsson, lögfræðingur hjá Trygg- ingastofnun ríkisins og Vilborg Ingólfsdóttir, deildarstjóri landlækn- isembættisins. Rockall-viðræður í Kaupmannahöfn SAMRÁÐSFUNDIR um sameigin- leg réttindi íslendinga, Dana og Færeyinga á Hatton-Rockall svæð- inu verða haldnir i Kaupmanna- höfn dagana 26. og 27. febrúar næstkomandi. Eru þeir framhald á samráðsfundum þjóðanna um þessi mál, en síðast hittust fulltrúar þeirra f Reykjavík 1. maf sl. í íslensku viðræðunefndinni verða Hans G. Andersen sendiherra, sem er formaður nefndarinnar, Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis, Ólafur Egils- son sendiherra, dr. Manik Talwani, ráðunautur íslands í hafsbotnsmálum, dr. Guðmundur Pálmason jarðeðlis- fræðingur og Karl Gunnarsson jarð- eðlisfræðingur. Þá mun Hannes Hafstein, ráðuneytisstjóri utanrfkis- ráðuneytisins, sitja þessa fundi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.