Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 Ganga þvert á vilja eig- enda lífeyrissjóðanna - segir Þorsteinn Pálsson um svör Jóns Baldvins Hanni- balssonar varðandi sameiningu lífeyrissjóða „HUGMYNDIR alþýðuflokks- manna um deildaskipt kerfi innan sameinaðs lífeyrissjóðs breyta í engu afstöðu okkar í þessu máli. Við viljuni vald- dreift lífeyrissjóðakerfi, sem Loðnu- fryst- ingu lokið í Eyjum Meira fryst en nokkru sinni áður Vestmaonaeyjum. LOÐNUFRYSTINGU var hætt í Vestmannaeyjum f gær þegar lokið var við að frysta upp í samninga við Japani. Frystar voru rúmlega 2100 lestir í fjórum frystihúsum sem er tæplega helmingur þess heildarmagns sem Sölu- miðstöð hraðfrystihúsana gerði samninga um. Þetta er mesta magn hrogna- fylltrar loðnu sem fryst hefur verið í Eyjum, í fyrra voru frystar lið- lega 1230 lestir. Loðnan hefur verið óvenju stór og falleg en tals- verð áta hefur verið í henni og það valdið nokkrum vandræðum í vinnslunni. Þá hafa japanskir eft- irlitsmenn verið til muna kröfu- harðari um gæði en áður. Nú er aðeins dagaspursmál hvenær veðnan verður hrognatæk. Þá hefst önnur törn hjá sjómönn- um og verkafólki í landi. - hkj. Selfoss: Um 260 íbú- ar sækja vinnu ann- arsstaðar Selfossi. UM síðustu áramót sóttu í kringum 260 manns, búsettir á Selfossi, atvinnu utan kaupstaðarins, að þvf er fram kemur í samantekt sem gerð var á skrifstofu Self oss- kaupstaðar. Af þeim 260, sem sækja vinnu út fyrir Selfoss, munu flestir vinna á höfuðborgar- svæðinu. Um er að ræða fólk í mörgum atvinnugreinum. Þessi þróun hefur orðið á und- anförnum árum með bættum samgöngum og litlum vexti í atvinnulífi á Selfossi. Á síðastliðnu ári og 1985 voru talin vera á Selfossi 1853 ársverk samkvæmt tölum frá Byggðastofnun. Sig.Jóns. aðilar vinnumarkaðarins hafa byggt upp og sameinast um," sagði Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins þegar ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar i blaðinu á sunnudag voru borin undir hann. Þorsteinn lýsti því yfir á fundi á Egilsstöðum að stjórnarsam- starf við Alþýðuflokkinn kæmi ekki til greina nema að þingmenn hans féllu frá hugmyndum sínum um sameiningu lífeyrissjóða. Jón svaraði á þá leið að Þorsteinn virtist ekki hafa kynnt sér tillög- urnar og færi með „skröksögur". Það væri ekki rétt sem Þorsteinn segði að öllu fjármagni lífeyris- sjóðanna yrði við sameininguna veitt á höfuðborgarsvæðið. Jón sagði að jafnaðarmenn vildu leggja tillögu sína undir þjóðarat- kvæði. Hún fæli í sér sameiningu 100 lífeyrissjóða í einn með sam- ræmdum lífeyrissréttindum og ákvörðunarvaldi í hverju héraði. „Tal Jóns um deildaskiptingu þessa sameinaða lífeyrissjóðs breytir ekki neinu um andstöðu okkar við þessar hugmyndir. Við viljum að lífeyrissjóðirnir séu sjálfstæðir, en um þá gildi sam- ræmd ákvæði um iðgjóld og réttindi. Það sem umfram er geta menn að sjálfsögðu samið um. Við viljum að þetta kerfi starfi jafnhliða almannatrygg- ingum eins og þær eru í dag," sagði Þorsteinn. „Þetta er í fullu samræmi við vilja þeirra sem eiga lífeyrissjóðina, aðila vinnu- markaðarins. Hugmyndir Al- þýðuflokksins ganga hinsvegar þvert á vilja þeirra." Láttu dmuminn um lúxusferðina rætast Hefurþig aldrei langað til að reynaeitthvað nýtt, kynnast öðrum heimsálfum og öðruvísi fólki? Umpáskana liggurleiðin til Thailands, 2ja vikna lúxusferð um Kaupmannahöfn með SAS. Bangkok-Pattaya Lúxushótel Flogið verðurtil Kaupmannahafnar, þar stigið upp íþægilega breiðþotu SAS og ekkilentfyrren ÍBangkok. Það verðurgist ifjórarnæturá Hotel Montien, fjögurra stjörnu lúxushóteli íhjarta borgarinnar. Boðið verður upp á nokkrarhálfs dags skoðunaríerðir til markverðustu staða Bangkok: Heimsókn á fljótandi markað innfæddra, krókódílabúgarð, í Thai-kvöldverð, konungshóllina og hinn fræga rósagarð þar sem sýndar eru íþróttir, dansar og söngvar hinnar ríku menningar Thailendinga. Síðan liggur leiðin til til Pattaya strandarinnarog dvalið í 10 næturá hinu glæsilega Royal Cliff lúxushóteli (5 stjörnu!). Enn erboðið upp á skoðunaríerðir, enda afnógu að taka. Hægt er að fylgjast með fílum við vinnu í trjáiðnaði, heimsækja Nong Nooch þorpið og sjá bardagaíþróttirog dýragarð eða sigla úttilkóraleyju, skoða sjávarbotninn og bragða grillaðan fisk eins og Thailendingar elda hann einir. sem við eigum að venjast, matargerð, siðir og lífshættir fólksins. Veður er ákjósanlegt á þessum tíma, hitastigið 25-35 gráður og hægir Monsún vindar úr norð-austri. Verðlag ermeð ólíkindum lágtog Thailendingar viðræðugóðir kauþmenn, þannig að hægt erað gera reyfarakaup á handverki í skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þúgeturmeira að segja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast.Að heimsækja Asíu. íþessari lúxusferð hjálpast allt til við að gera þér hana ógleymanlega -þú lofarþér örugglega að fara einhverntímann aftur. 57.600,- S4S Laugavegi3, 101 Reykjavík. Símar:21199og22299 íslenskur tararstjóri mun verða þér til trausts og halds. Svavar Lárusson er öllum hnútum kunnugur, veitirþérgóð ráð og bendir áþað sem skoðunar er vert. ÍThailandiernú áríð 2530 Auk tímatalsins, sem miðað er við Búdda, ermargt í Thailandigjórólíktþví Verðiðertælandi aðeinskr. Miðað er við flug og gistingu í 2ja manna herbergi. Innifalið í verði er íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvóllum erlendis og frá 3angkok til Pattaya og baka. Brottför: Fimmtudaginn 9. apríl. Heimkoma: Laugardaginn 25. apríl. Hægt er að framlengja dvöl bæði í Thailandi og Kaupmannahöfn án aukakostnaðar í flugi. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 ¦ Simar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu viö Hagatorg ¦ 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 ¦ 96-27200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.