Morgunblaðið - 24.02.1987, Page 6

Morgunblaðið - 24.02.1987, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 Af þúfubarði Hvenær rís sá dagur að augun breytast í lifandi sjónvarpsvélar og eyrun í útvarpsloftnet? Vonandi aldrei en ég hef stundum minnst á það við samkennarana hversu miklu lipurri nemendur eru í ensku nú en fýrir svona flórum fimm árum. Fram- burðurinn hefur þokast fram um ljósár enda engin furða þar sem ensk tunga dynur í eyrum sennilega ákaf- ar en íslenskan. Og unglingamir kunna oft hin prýðilegustu skil á framburði þótt málfræði- og stíla- kunnáttan sé í molum. Stundum spyr ég krakkana hvemig standi á þessum ágæta framburði hins einfaldari texta og fæ þá gjaman eftirfarandi svar: Ja, ég veit það bara ekki. Við nánari eftirgrennslan kemur oftast i ljós að vikomandi einstaklingar fylgj- ast vel með útvarpi, sjónvarpi, myndböndum og síðast en ekki síst tölvuleilq'um. Mikill er áhrifamáttur Qölmiðl- anna og er ég ekki frá því að dagskrárstjórar hinna nýju fjölmiðla hérlendis axli þyngri ábyrgð en þá gmnar. Síðastliðinn föstudag birtist viðtal hér í Fólki í fréttum við Jónas R. Jónsson dagskrárstjóra Stöðvar 2. Spurt var: Nú hefur langmest verið um bandarískt efni á dagskrá stöðvarinnar. Verður þetta svona ( framtíðinni? Jónas: Það er rétt að bandarískt eftii hefur verið rúmfrekt og það stendur til bóta. En hafa verður í huga að Bandaríkjamenn eru óumdeilanlega þjóða fremstir í framleiðslu á sjónvarpsefni, þess vegna verður þesslenskt eftii alltaf algengast. Nú á næstunni verður þó meira um efni frá Evrópu, bæði meginlandinu og Bretlandi vitaskuld. Þá má ekki gleyma því að innlent efni eykst dag frá degi . . . Svo mörg voru þau orð og ekki er ég nú persónulega sammála Jón- asi dagskrárstjóra um að Bandaríkja- menn séu . . . óumdeilanlega þjóða fremstir í framleiðslu á sjónvarpsefni . . . þar held ég að Bretar hafi löng- um skipað fyrsta sætið. En skoðanir jafn áhrifamikils manns og Jónasar R. Jónsonar skipta hér miklu máli og því verður fýrrgreind fullyrðing hans gerð að umtalsefni. Hugsið ykkur hvflík áhrif sjónvarpsstöð í jafn fámennu landi og íslandi getur haft á hugsanagang uppvaxandi kynslóðar? Erum við ef til vill að skapa hér kynslóð er senn fær ekki notið nema hinna hraðfleygu amerísku sjónvaipsmynda? Og hvað verður þá um tunguna og þjóðemið? Um daginn var símatími á rás 1 þar sem menn voru spurðir um væntan- legan varaflugvöll. Meirihluti þeirra er hringdi var fylgjandi því að íslend- ingar þægju styrk úr mannvirkjasjóði NATO til að byggja slíkan flugvöll og var röksemdin gjaman sú að . . . það skiptir ekki máli hvaðan pening- amir koma bara ef þeir koma. Hefðu slfkar raddir hljómað á öldum ljós- vakans fyrir svo sem aldarfjórðungi? Það er gaman að búa hér á sker- inu vegna þess að við íslendingar erum virtir sem sjálfstæð fullvalda þjóð en ekki kotungar í konungs- garði eins og forðum. Því getum við Islendingar kinnroðalaust boðið æðstu fulltrúum stórveldanna til fundar í landi voru. Þeir virða okkur sem fijálshuga einstaklinga svolítið alþjóðlega í hugsun. Og heldur þykir mér það lítilmótlegt hlutskipti ef ís- land á að verða einhverskonar varaskeifa á refskákborði hershöfð- ingjanna. Og hvað um menningar- sviðið, varðar ekki miklu að við horfum til allrar veraldarinnar í gegnum sjónvarpsgluggann en ekki bara í eina átt? Dagskárstjóri hinnar framsæknu Stöðvar 2 ætti að fhuga þá miklu þjóðemislegu og menning- arlegu ábyrgð sem honum er lögð á herðar. Nýr heimur blasir senn við; heimur þar sem alræðis- og stríðsæs- ingaöflin verða að láta í minni pokann fyrir alþjóðahugsun og ftjáls- um samskiptum manna. Þar verða íslendingar aldrei menn með mönn- um nema þeir horfi vítt til allra átta. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Rás 2: Allt og sumt ■■^■1 í dag klukkan -( /?00 fjögur er á dag- 10 “ skrá Rásar tvö tveggja klukkustunda langur þáttur, sem nefnist Allt og sumt. Nokkuð er síðan þessi þáttur hóf göngu sína, en í honum kynnir Helgi Már Barðason dægurlög úr ýmsum áttum, jafnt gömul sem ný. í dag mun Helgi Már m.a. rifja upp nokkra stór- smelli áttunda áratugarins Stuðmenn munu koma við sögu hjá Helga Má í dag. — diskólög, sveitasmelli og gullkom úr heimi rokksins. Meðal þeirra flytjenda, sem við sögu koma verða George McCrae, Anne Murray, Boney M., Doobie Brothers, Stuðmenn og Brimkló. Inn á milli munu svo heyrast lög frá sjötta og sjöunda áratugnum, sem og tónlist af nýút- komnum plötum. Handbolti: Bein útsending RÚV ■i í kvöld verður 05 seinni hálfleikur seinni landsleiks íslands og Júgóslavíu send- ur út frá Laugardalshöll. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 mæU.ust liðin í æsispenn- andi keppni, er lyktaði með jafntefli. Árið 1985 komu Júgóslavar hingað og léku þijá landsleiki. í fyrsta leiknum sigruðu þeir naumlega, 24-23, en í öðr- um leiknum rúlluðu þeir íslendingum upp, 20-15. í þriðju og síðustu viðureign- inni tókst íslendingum hins vegar að snúa við blaðinu og sýna hvað í þeim bjó, því þeir burstuðu Júgóslava með 20 mörkum gegn 13 í eftirminnilegum leik. Verður því fróðlegt að fylgjast með því hvemig okkar mönnum gengur í kvöld. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 24. febrúar 6.45 Veðurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagðar ki. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund barn- anna: „Fjörulalli" eftir Jón Viðar Gunnlaugsson. Dóm- hildur Sigurðardóttir les (7). (Frá Akureyri.) 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesið úrforustugreinum dagblaöanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn — Hvað segir Iseknirinn? Umsjón: Lilja Guömundsdóttir 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán Islandi. Indriði G. Þorsteins- son skráði. Sigríður Schiöth les (2). 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar. Evert Taube. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Vesturlandi. Umsjón: Ást- þór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.16 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Síðdegistónleikar a. „Fuglamir", hljómsveit- arsvíta eftir Ottorino Respig- hi. St. Martin-in-the-Fields- hljómsveitin leikur; Nevillle Marriner stjórnar. b. Sheila Armstrong, John Shirley-Quirk og Josephine Veasey syngja lög eftir Hector Berlioz með Sin- fóníuhljómsveit Lundúna; Colin Davis stjórnar. 17.40 Torgið — Neytenda- og umhverfismál. Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. 19.35 Lítil eyja í hafinu. Stein- unn Jóhannesdóttir tekur saman þátt um sænskan söngleik byggöan á Atóm- stöðinni sem nú er sýndur i Dramaten í Stokkhólmi. 20.20 Einsöngur i útvarpssal. Elísabet Waage syngur „Haugtussa" op. 67, laga- flokk eftir Edvard Grieg við Ijóð eftir Arne Garborg. 20.50 Tengsl. Gunnar Stef- ánsson les úr nýútkominni Ijóöabók Stefáns Harðar Grímssonar. 21.00 Perlur. The Shadows. 21.30 Útvarpssagan: „Heima- eyjarfólkið" eftir August Strindberg. Sveinn Víkingur þýddi. Baldvin Halldórsson les (7). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Lestur Passiusálma. Andrés Björnsson les 8. sálm. 22.30 Þegar skyldurækin dótt- ir fer að heiman. Þáttur um franska rithöfundinn Sim- one de Beauvoir. Umsjón: Magdalena Schram og Sonja B. Jónsdóttir. (Áður útvarpað 11. f.m.) 23.30 íslensk tónlist. „Dansar dýrðarinnar" eftir Atla Heimi Sveinsson. Flytjendur: Pét- ur Jónsson, gítar, Martial Nardeau, flauta, Gunnar ÞRIÐJUDAGUR 24. febrúar 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tónlistarget- raun og óskalög yngstu hlustendanna. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Skammtað úr hnefa. Stjórnandi: Jónatan Garð- arsson. 16.00 ( gegnum tíðina. Þáttur um islenska dægurtónlist f umsjá Ragnheiöar Daviðs- dóttur. 17.00 Allt og sumt. Helgi Már Baröason kynnir gömul og ný dæguriög. 18.00 Tekið á rás. Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson lýsa síðari lands- leik (slendinga og Júgóslava Egilsson, klarinetta, Arnþór Jónsson, selló og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok í handknattleik sem háður verður í Laugardalshöll og hefst kl. 20.00. Einnig verða sagðar fréttir af gangi leikja í bikarkeppnum í körfu- og handknattleik. (Þættinum er einnig útvarpað á stutt- bylgju með tíðninni 3400 khz.) 22.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAYÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Trönur. Umsjón. Finnur Magnús Gunnlaugsson. Fjallað um menningarlíf og mannlíf almennt á Akureyri og f nærsveitum. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 24. febrúar 18.00 Villi spæta og vinir hans. Sjötti þáttur. Banda- rískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Ragnar Ólafsson. 18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey. Þrettándi þáttur. Ástralskur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævin- týri á Suöurhafseyju. Þýðandi Gunnar Þorsteins- son. 18.45 (slenskt mál. Þrettándi þáttur um myndhverf orð- tök. Umsjón: Helgi J. Hall- dórsson. 18.55 Sómafólk — (George and Mildred) 16. Skuggar fortiðarinnar. Breskur gamanmyndaflokk- ur. Þýðandi Ólöf Péturs- dóttir. 19.20 Fréttaágríp á táknmáli 19.25 Poppkorn Umsjónarmaður Þorsteinn Bachmann. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.35 Múrmeldýrafjall (Wildlife on One. Marmot Mountain) Bresk náttúrulífs- mynd frá Týról um athyglis- verð nagdýr sem eiga heimkynni upp til fjalla. Þýð- andi og þulur Óskar Ingi- marsson. 21.05 (sland — Júgóslavia — Siöari hálfleikur. Bein útsending frá landsleik í handknattleik. 20.45 Fröken Marple Rúgkom ivasa — Síðari hluti Bresk sakamálamynd i tveimur hlutum. Aðalhlut- verk: Joan Hickson. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.35 Kastljós Þáttur um erlend málefni. Umsjón: Bogi Ágústsson og Guðni Bragason. 23.05 Fréttir í dagskrárlok ÞRIÐJUDAGUR 24. febrúar §17.00 Götuvigi (Streets of Fire). Endursýning. §18.30 Myndrokk. §18.50 Fréttahornið. Fréttir fyrir börn og unglinga. Um- sjónarmaður er Sverrir Guðjónsson. 19.00 Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 í Návígi. Yfirheyrslu- og umræöuþáttur í umsjón Páls Magnússonar. 20.40 Klassapíur (Golden Girls). Bandariskur gaman- þáttur. §21.05 Leikfléttur (Games mother never taught you). Bandarisk kvikmynd með Loretta Swit og Sam Wat- erstone. Ung kona hyggur á frama í stórfyrirtæki. Hún kemst þó fljótt að því að konur eru ekki vel séðar og eftir því sem hún kemst ofar f metoröastigann eykst and- staðan. §22.35 NBA-körfuboltinn. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 00.05 Dagskrárlok. 989 'BYL GJA Ni ÞRIDJUDAGUR 24. febrúar 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Siguröur lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðjur, matarupp- skriftir og spjall til hádegis. Siminn er 61 11 11. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aöi með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með þvi sem helst er í fréttum, 1 spjalla við fólk og segja frá. Flóamarkaður er á dagskrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar sfödegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 hallgrímur Thorsteinsson I Reykjavík síðdegis. Hallgrimur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallarvið fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vin- sælustu lög vikunnar. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á þriöjudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Þægi- leg tónlist og fréttatengt efni ( umsjá Arnars Páls Hauks- sonar fréttamanns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður. lililllel itniiaitu. FM 102,9 ÞRIÐJUDAGUR 24. febrúar 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.