Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 7 LEIKFLETTUR (Games mother never taught you). Myndmeö Loretta Swit og Sam Waterstone iaðal- hlutverkum. Ung kona hyggur á frama istórfyrirtæki. Hún kemstþó fljótlega að þviað konur eru ekki vel séðar og eftirþvisem hún kemst ofari metorðastiganum eykstand- staðan. ANNAÐKVÖLD Fimmtudagur „n GAROURinini HER- 1 niun/iinini (This Park is mine). Mynd með Tommy Lee Jones i aðalhlut- verki. Fyrrverandi Víetnam- hermaður tekur central Park herskildi tilþess að vekja at- hygli á málstað sinum. Mlðvlkudagur HÚSIDOKKAR (Our House). Gus gamli gerist sáttasemjari milli móður og dótt- ur þegar Kris langar i ferðalag með sætasta strák skólans. 21:00 STÖÐ2 A uglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lykilinn faorö þúhjá Heimillstækjum Heimilistæki hf S:62 12 15 I Morgunblaðið/Júlíus „Svona ólán gerir mig grimmari að komast í keppni,“ sagði Birgir Viðar Halldórsson, en Mazda 323 keppnisbíll hans brann áður en hann hóf keppni í Englandi um helgina. „Keppi ekki á kolamola“ - segir Birgir Viðar, en keppnisbíll hans brann í Englandi ALLT ER þegar þrennt er. Það er hugtak sem Birgir Viðar Halldórsson vonar að sé í fullu gildi þessa dagana. Hann ætlaði að keppa í National Breakdown-rallinu um helgina, en spánnýr Mazda 323 4x4-bíll hans brann áður en að keppni kom. Þetta er í þriðja skiptið í röð sem Birgir getur ekki hafið keppni af ein- hveijum orsökum. í fyrra lenti hann í bílslysi, handarbrotnaði og gat ekki hafið keppni í Olafsvíkurrallinu. Fyrir skömmu fór hann til Belgíu og þá vantaði aðstoðarökumanninn og nú síðast brennur keppnisbíll- inn. „Einu sinni átti ég í vandræðum með að ljúka keppni, nú á ég í vandræðum með að byija," sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið. „Þegar ég var kominn til Eng- lands fékk ég þær fréttir að kviknað hefði í vélarrúmi bílsins og eldurinn læsti sig víst í mæla- borð og framsætin. Hann skemmdist það mikið að ekki var hægt að keppa. Þetta gerðist hjá fyrirtækinu sem setti veltibúr og annan öryggisbúnað í bílinn. Þeg- ar ég heyrði þetta fór ég fyrst að hlæja. Þetta var svo fáránlegt." „Svona ólán herðir mig bara og gerir mig grimmari að komast í keppni. Eg verð að sjá hvað kemur út úr tryggingamálum og ákveða síðan hvað ég geri. Bíllinn er það illa farinn að ég þori tæp- ast að nota hann í rallkeppni, hitinn af eldinum hefur getað veikt alla styrktarbitana. Ég ætl- aði að keppa í íslandsmeistara- keppninni í rallakstri, en nú er spuming hvort ég missi ekki af fyrsta rallinu í mars. Ekki kcppi ég á kolamola," sagði Birgir bros- andi. Jöklarannsókna- félag íslands: Kortaf Grímsvötn- um með ís- sjár- og endurkasts- mælingum FYRIRHUGAÐ er að gera út rannsóknarleiðangur á Grímsfjall á veguni Jöklarann- sóknafélags íslands nú í vor. Leiðangurinn verður óvenjuleg- ur að því leyti að í ráði er að draga þangað nýjan skála og koma honum fyrir við hlið hins gamla.í nýútkomnu fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins segir m.a. að þar sem mikill mann- fjöldi muni fylgja skálanum gefist einnig tækifæri til margví- slegra rannsókna í þessum leiðangri. Auk venjulegra mælinga á vatns- hæð og vetrarákomu í Grímsvötn- um verður reynt að gera nákvæmt kort af yfirborði og botni Grímsvatna með íssjár- og endur- kastsmælingum. Mældar verða hreifingar íshellunnar, jarðskjálftar við Grímsvötn og gerð tilraun til að bora gegnum íshelluna á Vötn- unum með bræðslubor. Einnig er í ráði að staðsetja föst merki á jökul- skeijum og fjallstoppum (Kerlingar, Hamarinn, Pálsfjall, Þórðarhyrna og Svíahnjúkur), en það fer eftir veðri, efnum og ástæðum hversu miklu verður hægt að koma í verk af því sem fyrirhugað er í leiðangr- inum að því er segir í fréttabréfinu. (Sl KARNABÆR W unglingadeild Austurstræti 22, Laugavegi 66, sími: 45800.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.