Morgunblaðið - 24.02.1987, Page 7

Morgunblaðið - 24.02.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 7 LEIKFLETTUR (Games mother never taught you). Myndmeö Loretta Swit og Sam Waterstone iaðal- hlutverkum. Ung kona hyggur á frama istórfyrirtæki. Hún kemstþó fljótlega að þviað konur eru ekki vel séðar og eftirþvisem hún kemst ofari metorðastiganum eykstand- staðan. ANNAÐKVÖLD Fimmtudagur „n GAROURinini HER- 1 niun/iinini (This Park is mine). Mynd með Tommy Lee Jones i aðalhlut- verki. Fyrrverandi Víetnam- hermaður tekur central Park herskildi tilþess að vekja at- hygli á málstað sinum. Mlðvlkudagur HÚSIDOKKAR (Our House). Gus gamli gerist sáttasemjari milli móður og dótt- ur þegar Kris langar i ferðalag með sætasta strák skólans. 21:00 STÖÐ2 A uglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lykilinn faorö þúhjá Heimillstækjum Heimilistæki hf S:62 12 15 I Morgunblaðið/Júlíus „Svona ólán gerir mig grimmari að komast í keppni,“ sagði Birgir Viðar Halldórsson, en Mazda 323 keppnisbíll hans brann áður en hann hóf keppni í Englandi um helgina. „Keppi ekki á kolamola“ - segir Birgir Viðar, en keppnisbíll hans brann í Englandi ALLT ER þegar þrennt er. Það er hugtak sem Birgir Viðar Halldórsson vonar að sé í fullu gildi þessa dagana. Hann ætlaði að keppa í National Breakdown-rallinu um helgina, en spánnýr Mazda 323 4x4-bíll hans brann áður en að keppni kom. Þetta er í þriðja skiptið í röð sem Birgir getur ekki hafið keppni af ein- hveijum orsökum. í fyrra lenti hann í bílslysi, handarbrotnaði og gat ekki hafið keppni í Olafsvíkurrallinu. Fyrir skömmu fór hann til Belgíu og þá vantaði aðstoðarökumanninn og nú síðast brennur keppnisbíll- inn. „Einu sinni átti ég í vandræðum með að ljúka keppni, nú á ég í vandræðum með að byija," sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið. „Þegar ég var kominn til Eng- lands fékk ég þær fréttir að kviknað hefði í vélarrúmi bílsins og eldurinn læsti sig víst í mæla- borð og framsætin. Hann skemmdist það mikið að ekki var hægt að keppa. Þetta gerðist hjá fyrirtækinu sem setti veltibúr og annan öryggisbúnað í bílinn. Þeg- ar ég heyrði þetta fór ég fyrst að hlæja. Þetta var svo fáránlegt." „Svona ólán herðir mig bara og gerir mig grimmari að komast í keppni. Eg verð að sjá hvað kemur út úr tryggingamálum og ákveða síðan hvað ég geri. Bíllinn er það illa farinn að ég þori tæp- ast að nota hann í rallkeppni, hitinn af eldinum hefur getað veikt alla styrktarbitana. Ég ætl- aði að keppa í íslandsmeistara- keppninni í rallakstri, en nú er spuming hvort ég missi ekki af fyrsta rallinu í mars. Ekki kcppi ég á kolamola," sagði Birgir bros- andi. Jöklarannsókna- félag íslands: Kortaf Grímsvötn- um með ís- sjár- og endurkasts- mælingum FYRIRHUGAÐ er að gera út rannsóknarleiðangur á Grímsfjall á veguni Jöklarann- sóknafélags íslands nú í vor. Leiðangurinn verður óvenjuleg- ur að því leyti að í ráði er að draga þangað nýjan skála og koma honum fyrir við hlið hins gamla.í nýútkomnu fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins segir m.a. að þar sem mikill mann- fjöldi muni fylgja skálanum gefist einnig tækifæri til margví- slegra rannsókna í þessum leiðangri. Auk venjulegra mælinga á vatns- hæð og vetrarákomu í Grímsvötn- um verður reynt að gera nákvæmt kort af yfirborði og botni Grímsvatna með íssjár- og endur- kastsmælingum. Mældar verða hreifingar íshellunnar, jarðskjálftar við Grímsvötn og gerð tilraun til að bora gegnum íshelluna á Vötn- unum með bræðslubor. Einnig er í ráði að staðsetja föst merki á jökul- skeijum og fjallstoppum (Kerlingar, Hamarinn, Pálsfjall, Þórðarhyrna og Svíahnjúkur), en það fer eftir veðri, efnum og ástæðum hversu miklu verður hægt að koma í verk af því sem fyrirhugað er í leiðangr- inum að því er segir í fréttabréfinu. (Sl KARNABÆR W unglingadeild Austurstræti 22, Laugavegi 66, sími: 45800.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.