Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 \r~u -yr *n v 1*1 1 _M J ^ ^Ntt' * ^ 'j i h ■-. íf' •>rC . i Lífið er síld Kvikmyndir Arnaldur Indriðason íslandsbersi sagði hana aðal- boma skepnu bæði að fegurð og vitsmunum. Bretar kalla hana konung fiskanna. Orusta um hana réð úrslitum 100 ára stríðsins á 15. öld. Sagt hefur verið að Amst- erdam sé byggð á beinum hennar. Hollendingar og Bretar háðu í þrígang sjóorustur um hana í Norðursjó og breskir sagnfræð- ingar fullyrða að veiðar á henni hafi haft afgerandi áhrif á upp- byggingu breska flotans og jafnvel skipt sköpum fyrir þroun breska heimsveldisins. Hún er jafnvel ekki nefnd með öðmm fiskum; það er talað um Síld og fisk. Þennan fróðleik og margan annan er að finna í vandaðri og athyglisverðri heimildarmynd um síldariðnað íslendinga frá upp- hafi, sem fmmsýnd var á Höfn í Homafirði á sunnudagskvöldið. Myndin heitir Silfur hafsins og það er fyrirtækið Lifandi myndir hf., sem gerir hana fyrir Félag sfldarsaltenda á Suður- og Vest- urlandi og Félag síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi með styrk frá Síldarútvegsnefnd. Handrits- gerð, klippingu og stjóm önnuðust þeir Erlendur Sveinsson og Sig- urður Sverrir Pálsson en þulir em þeir Róbert Amfinnsson og Guð- jón Einarsson. Það hefur alltaf verið einhver rómantík í kringum síldina, ró- mantík og spenna og það sem Erlendi og Sigurði tekst mjög vel er að koma þeirri tilfínningu til skila á rétt tæpri klukkustund. Þeir hafa lagt sig fram um að gera efnið áhugavert m.a. með upplýsingum eins og þessum að ofan en þó helst með gömlum myndum sem safnað hefur verið af alúð víðsvegar um Evrópu og góðri efnismeðferð. Silfur hafsins er einmitt ánægjulegt dæmi um hvemig hægt er að gera fróðlegt efni forvitnilegt, aðgengilegt og skemmtilegt. íslendingar fóru ekki að veiða sfld að neinu marki fyrr en á seinni helming 19. aldar en núna flytja engir út meiri saltsíld en við. Sögumar um síldina, sfldveið- arins eftir sfldveiðibannið 1972-1974. I þessum sögulegu köflum er að fínna margar skemmtilegar og fallegar, gamlar myndir af sfldar- vinnslunni. I kynningu frá Lifandi myndum segir að mikil vinna hafi farið í að leita að gömlum kvik- myndum og að fundist hafi margar merkilegar kvikmyndir sem legið höfðu í gleymsku bæði hér heima og erlendis og koma sumar í fyrsta sinn fyrir almenn- ingssjónir í Silfri hafsins. Mest not munu vera höfð af kvik- myndaþáttum Lofts Guðmunds- sonar um sfldina en einnig er m.a. notast við heimildarmynd Danans A. M. Dams, sem hann tók hér á landi sumarið 1938. í umfjöllun um síldarárin síðustu kom að góðum notum kvikmynd Jóns Armanns Héðinssonar, sem hann tók af sfldveiðum í Norður- höfum haustið 1967, sem var síðasta síldarárið fyrir hninið mikla 1968. Kvikmyndir Áma Stefánssonar af veiðum með kraftblokk um 1960, kvikmynda- efni frá Ásgeiri Long, efni frá miklar fjárfestingar og fram- kvæmdir og kaupstaðir tútnuðu út af aðkomufólki. En sfldin var kenjótt og tók upp á því að hverfa þegar minnst varði og þá urðu ekki eftir annað en draugalegar byggingarnar, vitnisburður um stórhuga menn og eins og berg- mál frá liðnum árum þegar þær iðuðu af lífí og fjöri. En svo birt- ist sfldin einhverstaðar annarstað- ar og þegar búið var að byggja undir hana hvarf hún aftur eins og hún væri bara að stríða þess- ari fískveiðiþjóð, sem reiddi sig svo á hana. Silfur hafsins hefur verið lengi í smíðum. Undirbúningur að henni hófst haustið 1979 og stóð gerð hennar yfir með hléum fram á haustið 1986. Lýst er einu starfs- ári í síldariðnaðinum, starfsemi Sfldarútvegsnefndar og félags síldarsaltenda er kynnt, fylgst er með undirbúningi samninga og gangi samningaviðræðna, einnig Imperial War Museum í London, frá Bíópetersen, efni úr sögulega kvikmyndasafni Danska sjón- varpsins, heimildarmynd sem Gunnar Lykkeberg, danskur sfldarkaupmaður, tók hér á landi fljótlega eftir seinni heimsstyij- öldina og myndefni sem Kvik- myndasafn íslands útvegaði m.a. úr heimildarkvikmyndum sem Erlendur Sveinsson hafði uppá í Austur-Þýskalandi og hafa ekki komið fyrir augu almennings hér á landi áður — allt þetta ásamt yfírgripsmiklum texta gerir Silfur hafsins að þeirri vönduðu og fróð- legu framleiðslu sem hún er. í vikunni er ætlunin að sýna myndina á öllum helstu söltunar- stöðunum á Austfjörðum og á Suðumesjum, Þorlákshöfn, Vest- mannaeyjum og Akranesi, áður en hún verður sýnd í Reykjavík. amar og sfldarplássin eru í hugum margra minnismerki um upp- byggingu og uppgang en líka niðumíðslu og hrömun. Sfldin varð til þess að menn réðust í undirbúningi í sjávarplássunum fyrir komu sfldarinnar og mark- aðs- og sölumálum auk þess sem fylgst er með veiðum, söltun og útskipun. I svo yfírgripsmikilli frásögn hlýtur að verða að velja og hafna bæði er varðar form og innihald en þeim Erlendi og Sig- urði Sverri hefur tekist að skapa heildstæða mynd af bæði þróun mála og starfsaðferðum og ástandi iðnaðarins í dag. Inní frásögnina er fléttað sögu- legum köflum þar sem m.a. er fjallað um ástandið í síldarsölu- málum á fyrstu áratugum aldar- innar, skipulagningu atvinnu- greinarinnar og stofnun Síldarútvegsnefndar, mikilvægi sfldarútvegsins fyrir þjóðarbúið á kreppuárunum 1930-1940, síldar- leysissumrin eftir heimsstyijöld- ina síðari, nýjar veiðiaðferðir, sem leiddu til síldarævintýrisins á sjö- unda áratugnum, hrun norsk-í slenska stofnsins í kringum 1968 og uppbyggingu saltsfldariðnað- Svissneskur tjald- búi í Borgarnesi Borgamesi. ÞAÐ ER sjaldgæft að sjá tjaldað að vetrarlagi í Borgarnesi, eins og gerðist í síðustu viku.. Fréttaritari Morgunblaðsins í Borgarnesi gaf sig því á tal við tjaldbúann sem reyndist vera svissneskur ferðalangur að nafni Pierre-Alain Treyvaud. Svisslendingurinn kvaðst vera á leið norður en ætla að gista eina nótt í Borgamesi og því hefði hann reist tjald sitt á tjaldstæðinu. Sagði hann að þetta væri í íjórða sinn sem hann kæmi til íslands. Hann hefði síðast verið hér fyrir réttu ári síðan. Kvaðst hann ferð- ast á milli landshluta ýmist á „puttanum" eða með rútum en aðalferðastaðir hans væru óbyggðir og hálendið sem hann ferðaðist um á skíðum. Gisti hann þá ýmist í sæluhúsum eða tjald- inu. Kvaðst Svisslendingurinn vera búinn að ferðast víða um hálendi íslands að sumarlagi en núna væri hann að kanna það í vetrar- búningi. „Það fylgir því alveg einstök tilfinning að vera einn í óbyggðunum, einn með fjöllun- um,“ sagði sá svissneski og brosti. Kvaðst hann vera mjög vel búinn enda væri hann vanur snjó og erf- iðum aðstæðum úr Ölpunum heima. Einu vandræðin í þessari ferð væru rigningin og snjóleysið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.