Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 13 Slysakaflinn í Norðurárdal; Ohuj£nanlegt að eiga von á slösuðu f ólki - segir Sverrir Guðmundsson í Hvammi „VIÐ verðum fyrir talsverðu ónæði af þessu sem búum á bæj- titium næst veginum á þessum slysakafla, því er ekki að neita," sagði Sverrir Guðmundsson bóndi í Hvammi í Norðurárdal. Sverrir vakti athygli á þessum vegi í viðtali sem birtist hér í blaðinu fyrr i vikunni. Þá kom meðal annars fram hjá honum að um 200 umferðaróhöpp hafa orðið á þessum 18—20 km kafla á rúmum tveimur árum. Sverrir sagði að fólk sem lenti í því að aka út af eða í öðrum um- ferðaróhöppum kæmi heim á bæina til að leita sér aðstoðar. „Manni finnst óhugnanlegt að eiga alltaf von á slösuðu fólki, hvenær sólar- hringsins sem er og sorglegt að horfa upp á hvernig fólkið stundum er. Fyrir utan það er svo gífurlegt eignatjón á bílunum. Þeir eru ófáir bílarnir sem ég hef þurft að bjarga upp á veginn hér í kringum mig á undanförnum árum. Þetta á við um fleiri staði, til dæmis var Aðalheiður Þorsteinsdóttir á Hreimsstöðum vakinn upp fjórum sinnum eina nóttina í vetur vegna umferðar- óhappa á veginum við bæinn," sagði Sverrir. Umræddur vegarkafli nær frá enda bundna slitlagsins ofan við bæinn Klettstíu og upp að Forna- hvammi. Að sögn Sverris í Hvammi eru verstu slysastaðirnir þessir, taldir í röð upp dalinn: 1. Beygjan á milli svokallaðs Arnarbælis og Hreimsstaða. Þetta er blindbeygja og er mikið um óhöpp þar, sérstaklega í hálku á vetrum. I vetur hafa orðið sérstaklega mörg umferðaróhpp í þessari beygju. 2. í Melkorku, ofan við Dýra- staði, er S-beygja, þar sem margir bílar velta eða fara útaf veginum í hálku, og þó sérstaklega lausamöl á sumrin. 3. Slysum hefur fækkað mjög í Hvammsleiti, neðan við Hvamm. Þarna var mjög blind beygja fyrir 'ffHreðavatnsskáli 'BIFRÖS7/' leitið en sprengt hefur verið úr leit- inu og vegurinn lagaður. Sverrir sagði að eftir að Hvammsleitið var lagað væri eins og slysin hefðu færst að næstu beygjum, það er í Leitiskrók og Litlaleiti, rétt neðan við Hvamm. 4. Næsti slysastaður er brúin á Litluá, skammt fyrir ofan Hvamm. Nokkuð krappar beyjur eru að brúnni og er bílunum ekið á hand- rið brúarinnar beggja vegna. Um daginn óku tveir bflar á brúna og festist annar svo vegurinn lokaðist um tíma. Stórir bílar komast ekki inn á brúna vegna þess hvað krappt er að henni og þurfa að fara yfír ána á vaði fyrir neðan brúna. Þess ber að geta hér að búið er að bjóða út lagningu nýs vegar frá Hvammsleitinu og að Sanddalsá. Eru þetta um 3 km og verður vegur- inn lagður í vor og fyrri hluta sumars. Lagast þá þessir verstu slysastaðir vegarins, pað er beygj- urnar neðan við Hvamm og Litlaá, þar sem ný brú kemur. 5. Við vegamótin hjá Króki hafa margir bílar lent útaf á undanförn- um mánuðum og árum. Hæð og beygja á veginum virkar eins og gildra sem ökumenn falla oft í. Það sem af er þessum mánuði hafa að minnsta kosti 8 bflar farið þarna út af veginum. 6. Á veginum þaðan og upp að Fornahvammi hafa færri óhöpp orðið en á hinum stöðunum, en þar er þó alltaf töluvert um árekstra og veltur, sérstaklega við þröng ræsi. Það gildir um þann kafla eins og flesta aðra slysastaði í Norður- árdal að slysin verða vegna of hraðs aksturs miðað við aðstæður, að SUMARAÆTLUN 1987 Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímanlega því s.l. sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí aí bestu gerð. Auðvitað er líka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni ogfara í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöðvar- innar. Benidorm er einn sólríkasti staðurrnn á suðurströnd Spánar, það mælast 306 sólardagar á ári. Páskaferð — 2 vikur 15. apríl — Verð frá kr. 27.200.- Pantaðu strax, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs- ingunni. Við lánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust. FERÐA Ce+cUaí OÐIIM Jccuttf AÐALSTRÆTI 9-REYKJAVÍK - S. 2 8 1 3 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.